Morgunblaðið - 09.04.1935, Page 3

Morgunblaðið - 09.04.1935, Page 3
MORGUNÖLAÐIÐ JÞriðjudaffinn 9. apríl 1935._____ Nokkur orð um „vonbrigði" „konsúlsfrúarinnar". Frú Guðrún Björnsdóttir, kona Þormóðs Eyjólfssonar konsúls og forstö’ðumanns síld- arverksmiðjunnar á Siglufirði, heiðrar mig með nokkrum orð- um í Nýja Dagblaðinu þann 6. þ. m. Frúin minnist þar á komu mína til Siglufjarðar sumarið 1930 (að mig minnir), og minn- ir mig þá einnig á viðdvöl, er jeg átti á hennar glæsilega heimili, þar sem jeg átti góðum viðtökum að fagna, er jeg minn ist jafnan með ánægju. Mjer þykir leitt að hafa vald- ið frúnni vonbrigða, er hún virð ist taka sjer allnærri, eftir skrifi hennar í Nýja Dagbl. að dæma, og jeg ætti að virða við- leitni hennar í því að lagfæra ,,veðrabrigðin“ í sál minni, en jeg á svo bágt með að trúa því, að hugur fylgi máli, fyrst að hún valdi Nýja Dagbl. til þess að flytja mjer áminningarorð- in, og er mjer nær að halda, að væri frúnni það verulegt áhuga- mál, að snúa mjer frá villu míns vegar, þá hefði hún notað ein- hverjar aðrar leiðir. Hvernig ætli frú Guðrúnu Björnsdóttur hefði líkað það, ef að jeg eða einhver önnur kona, álíka kunnug henni, hefði far- ið að skifta sjer af framkomu hennar eða afskiftum t. d. í bæjarmálum Siglufjarðarkaup staðar, og valið að vettvangi málgagn jafn fjandsamlegt í garð Siglfirðinga eins og Nýja Dagbl. er í garð reykvískra húsmæðra, að því er snertir þau mál, er við frú G. B. höf- um hjer báðar í huga — mjólk urmálið ? Eða ætli frú Guðrúnu Björns- dóttur þætti það ekki óþarfa slettirekuskapur af mjer að blanda mjer inn í afskifti henn- ar og þátttöku í kvennfjelags- málum norður á Siglufiroi, og rjúka í blöðin, ef að hún hefði gengist þar fyrir stofnun hús- mæðrafjelags? Jeg býst við, að frúnni hefði þótt slík afskifti all óviðfeldin og einkennileg frá minni hálfu. Það er engu líkara en að frú Guðrún álíti, að jeg hafi drýgt eitthvert ódæði með því að taka þátt í stofnun Húsmæðra- fje^agsins, og þar með horfið frá mínum „fögru hugsjónum“, sem frúin fer allmörgum orð- um um. Frú Guðrún Björnsdóttir fyll- ir kannske flokk þeirra manna, sem staðhæfa, að þeir, sem hafa áhuga fyrir andlegum málum, megi og eigi alls ekki að koma nálægt neinum öðrum málum. Hafi frúin þá skoðun, sem jeg tei æði þrönga, get jeg skilið orð hennar, annars ekki. Húsmæðrafjelagið okkar er ungt enn þá og lítt reynt, en ósk mín og von er, að það eigi eftir að inna mörg nýt og góð störf af hendi í þarfir heimil- anna og bæjarfjelagsins, og geti átt það eftir að bæta frú Guð- rúnu Björnsdóttur vonbrigðin, þrátt fyrir ótrú hennar á fjfi- laginu, sem hún telur að sje stofnað í bræði af bálreiðum fjelagskonum, þótt jeg sje reið- ust þeirra allra! FVú Guðrún hefði ekki hagað orðum sínum svona um Hús- mæðrafjelagið og stofnun þess, ef hún væri nægilega kunnug öllum málavöxtum. Reyndar segist hún hafa lesið „flest, sem stuðningsblöð fjelagsins hafa skrifað um það, að ógleymdum „heiftarorðum“ mínum og „hót- unum"!“ Jeg álít að konsúlsfrúin frá Siglufirði sje of merk lcona til þess að rökstyðja ekki fullyrð- ing sína um heiftaryrði mín og hótanir, með því að birta sýnis- horn af þeim í Nýja Dagblaðs grein sinni, en það hefir hún ekki gert. Líklegast leggur frúin ekki trúnað á það, þótt jeg segi henni, að framkvæmdir mjólk- ursölunnar nýju hjer í bænum væru með þeim hætti, og eru enn, að þær eru algerlega ó- viðunandi, og að húsmæður sáu fram á, að með samtökum ein- um var iagfæringar að vænta. Þær húsmæður, sem telja sjer skylt að sjá borgið heill og hag heimila sinna, eftir því sem í valdi þeirra stendur, gátu ekki horft á það aðgerðalausar, að góð nýmjólk væri tekin af ung- börnum og sjúklingum, og að mjólkursala væri yfirleitt tor- velduð svo sem raun ber vitni um. Húsmæðurnar bera hvar- vetna mesta ábyrgð á heilsufari heimilismanna sinna, og hvaðan ættu andmæli gegn óeðlilegum og skaðlegum neysluvöruvið- skiftum að koma, ef ekki frá hálfu húsmæðra? Eg vona að frú Guðrúnu Björnsdóttur skiljist það, að þegar svo er komið, að aðal ungbamafæðan —— nýmjóikin — fæst ekki nema með læknis' vottorðum, og þó af skornum skamti, geta mæðurnar ekki leitt það hjá sjer. Jeg gæti sagt frúnni mörg dæmi þess, hye skaðyænlegar afleiðingar það hafði á heilsu barnanna, sem voru skyndilega svift nýmjólkinni, er þau höfðu fengið beint frá framleiðendum, og í hennar stað fengin geril- sneydd mjólk úr samsölunni. Börnin veiktust í hópatali, Og mæðurnar voru í stökustu vand- ræðum, vegna þess að nýmjólk- in var horfin af markaðinum. Þá urðu sjúklingar í heima- húsum eigi síður hart úti. Marg- ur leitaði árahgurslaust að góðri nýmjólk handa þeim, og mörg- um sjúklingnum stórhrakaði af þessum sökum. Það er sannar- lega full örðugt að horfa á þjáningar .sjúkra barna sinna, þótt eigi sje til viðbótar girt fyrir þá bestu og stundum einu fæðutegund, sem þau mega neyta. Þetta veit jeg að frú Guðrún Björnsdóttir skilur og jeg vona einnig að hún átti sig á því, að það var hvorki „bræði“ eða ,,reiði“, sem knúði fram samtök húsmæðranna í Reykja- vík, heldur húsmóðurleg um- hyggjusemi fyrir velferð barna ! og sjúklinga, og meðfædd and- úð gegn ofbeldi og kúgun, sem Mac Donald og Flandin fara til Stresa. London 8. apríl. FÚ. Breska stjórnin kom saman á fund í dag til þess að koma sjer saman um, hvaða afstöðu taka skyldi til málanna á Stresa ráðstefnunni. Síðar tilkynti for- sætisráðherrann það, í neðri málstofu þingsins, að hann mundi sjálfur verða formaður sendinefndar þeirrar, er færi, og að með honUm myndi fára utanríkismálaráðherrann. Austin Chamberlain ljet í ljósi ánægju sína yfir störfum Anthony Eden, en harmaði að sjúkleiki hans hindraði hann frá því að fara til Stresa sem meðlimur bresku sendinefndar- innar. Anthony Eden er enn þá rúmfastur/ Fregn frá París í dag hermir, að Mac Donald muni verða for- seti bresku séndinefndarinnar, og í1 somu fregn er þáð talið líklegt, að Flandin verði forseti hinnar fförisiíu héfedar. Anthony Eden veikur af ofþreytu Gettir ekkí tekíð þátt í Stresa ráð stefntmni. æfínlega kemur harðast niður á lítilmagnanum, — það ’ eru ýmsar leiðir til þess að „bjaí’ ía skipþrotsmönnum úr brotsjó- um“. —- Jeg dájst mjÖg að minnisgáfu frú Guðrúnár Björnsdóttur, ef hún man rjett 4—5 ára gamalt samtal okkar, sem hún' vitnar til í grein sinrii. Ekki treysti jeg mjer til að muna svcr.á vel það, sem hún ságði við míg 'þá, ö’g^' ’lágt þykir mjer frúin lefegjasl, 1 er hún hygst, nú, nærri þvi 5 árum síðar, að nota sjer einka- samtal, til þess að reyna að gera mig tortryggilega í aug- um f jelagssystra minna og sam- verkakvenna ír Húsmæðrafje- laginu. Því jeg fæ ekki skilið, að:,hún hafi aðrar, ástæður til þess að bera mig fyrir því, sem hún gefur í skyn að jeg hafi sagt um húsmæðjir hjer í bæn- um, — og það, sem jeg teldi til fyrirstöðu góðu samkomulagi á heimilunum, svo sem „tilgerð- arskap", „frúin mundi þykj- ast of fín tiT 'að vera vinur vinnukonunnar", „skortur á uhit burðarlyndi og sáttfýsi; skap- æsing, ókristileg hefnigirni og heiftrækni“, o. s. frv. Jeg tel þetta miður drengilega af sjer vikið og verð að spyrja, hvort það minni ekki eitthvað ofur- iítið á „pfsarok pólitískrar heiftar og harðlyndis"? Jeg ætla svo ekki að hafa þessi orð fleiri. Langi nöfnu mína til að eigá tal við ,mig aft- ur um „hugsjónir" mínar og „á- hugamál", þá er jeg fús til þess að ræða við hana — annars- staðar en í þlöðunum, Kannske hún kæmist þá að raun um, að jeg lít enn sömu augum á mein- semdir mannlífgins, og lækn- ingu þeirra, — við þá lífsskoð- un mína lángar mig til að sam- ræma störfin mín, leynt og ljóst. Reykjavík, 8. apríl 1935. Guðrún Lárusdóttir. KAFPMANNAHÖEN í (iÆH. EINKASKEYTI TIL MORGUNBLAÐSINS Eftir að Anthony Eden kom heim« úr sendiferð sinni, hefir hann legið rúmfastur. Segja læknar, að hann hafi kent hjartabilunar, er stafi af of mikilli áreynslu, og þarf hann að fá a. m. k. 6 vikna ’algei-ða hvíld. Hann getur því ekki tekið þátt í ráðstefnunni í Stresa. — Þykir þetta mjög bagalegt, végnáiþess, að talið er, að éng- inn’ míaður hafi jafn mikla þekk ingtr ál og yfirlit yfir stjórnmá.1 álfunnar eins og hann. Páll. 9 ára gömul telpa dettur af hjóli og bíður bana. Dóttir Signrbjörns Þorkelssonar kaupipánns, Ástríður að nafni, rendi sjer á hjóli niður Njarðar- 'götu siðla’ 'd,ags á’ miðvikudaginn var. Húu mun hafa farið nokkuð bratt. Er lnin aúlaði að beygja at' Njarðargötunni inn á Fjölnisveg- inn misti hún stjórn á hjólinu og dátt af því. Lenti hún með höfuð- ið á gangstjettarbrún á Fjölnis- véginum. ;En ekki varð henni meira um fajliið en svp, að hún gekk heim til sín. .Hafði hún. fengið: fleiður á höfuðið, á stærð við 2-króna pen- ing. Um kvijklið var hún á fótum, og kvartaði lítið um lasleika, var þó þmigt yfir höfði. \rarð ekki sjeð, að meiðsli þetta væri alvarlegt. Bn á fimtudagsnótt vaknaði hún með uppköstum og miklum liöfuðverk, Ej- læknar komu að, sáu þeir strax að höfuðkúpan hafði sprungið. Hafði blætt inn í heilann og komist sóttkveikjur að hielanum og var engin lífsvon. Ásthildur. litla var þó með lífi til sunnudagsmorguns, en þá ándaðist hún eftir mik’.ar þján- ingar. Hún var níu ára gömul, táp- mikil og djörf. 3, Söngskemtun í Gamla Bíó. Stefán Guðmundsson. Stefán Gnðmnndsson söngvari er nú kominn heim eftir fimm ára söngnám. Hinir sjaldgæfu hæfileikar hans, sem snemma komu í ljós, hafa nú náð fullum þroska undir liandleiðslu ágætra kennara, í sjálfu söngvanna landi, ítalíu. Árangurinn af náminu varð þegar ljós á þessum fyrstu tón- leikum. Og hann er mikill, mjög mikill. Ilinn ítalski „skóli“ ásamt ágætu upplagi hefir þegar gert Stefán að framúnskarandi söng- rnanni, og hygg jeg að hann megi teljast í röð hestu söngvara Norð- urlanda, og lofar hann» þó miklu enn. Hinn upprunalegi, fagri hlær raddarinnar hefir haldist, óbreytt- ur, en röddin þroskast alhliða, og hefir söngvarinn hana fy.llilega á valdi sínu. Það er annars óþarft að f jölyrða um meðferð Stefáns á verkefnun- um. Hún var frá upphafi til enda jafn fáguð og vöndnð og er það ef til vill ljósasti vottur um þann listræna þroska, sem söngvarinn hefir yfir að ráða. Farið og hlust- ið! Hr. Billieh aðstoðaði fint og smekklega. Áheyrendur voru í sjöunda himni. Húsið troðfult. Vafalaust á söngvarinn eftir að fylla það oft enn. ^ ___ P í. 140 skip liggja í Hull vegna sjómanna- verkfallsins. London 8. apríl. FÚ. Helmingur háseta og mat- sveina á fiskiflotanum í Hull hafa nú gert verkfall, og nem- ur tala verkfallsmanna eins og nú standa sakir 1500. 140 skip liggja nú í hö£n vegna verkfallsins. Um 1000 hafnarverkamenn eru einnig atvinnulausir vegna verkfallsins, og hafa ýmsir þeirra leitað opinberrar hjálpar fyrir fjölskyldur sínar, þangað til að verkfallsstyrkurinn verð- ur greiddur í næstu viku. Inflúensan. Læknir einn sagði blaðinu í gær- kvöldi, að inflúensan væri farin að leggjást þyngra á fólk nú, en hún gérði framan af og ber eink- um meira á ýmsúm eftirköstum hennar Tala sjúklinga í fyrri viku er ekki komin enn En læknum virð- ist sjúkdómstilfellum hafa fjölg- að síðustu daga fyrri viku. Af eftirköstum eftir veikiua her m. a. á heilahimnuhólgu, tauga- verkjum og megnu máttleysi Sum- ir sjúklingar hafa og fengið svima og uppköst. Börn og unglingar sem renna sjer á hjóli á götunum daglega, ættu að læra af þessu hörmulega slysi og gæta varúðar þegar þau fara um brattar og ósljettar göt- ur.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.