Morgunblaðið - 10.04.1935, Page 5
Miðvíkudaginn 10. apríl 1935.
MORGUNBLAÐIÐ
5
v
Söngskemtun
Karlakórs Iðnaðarmanna.
Karlakór iðnaðarmanna.
Á morgun kl. 7,15 ætlar
lCarlakór Iðnaðarmanna að
Jhalda söngskemtun í Gamla
Bíó. Er hj,er að ræða um fyrstu
sjálfstæðu söngskemtunina, sem
kórinn heldur, en eins og kunn-
ugt er, tók hann þátt í söng-
mótinu hjer síðastliðið vor og
gat sjer þá góðan orðstír.
Þessi ungi og efnilegi karla-
iór er þannig til orðinn, að vet-
urinn 1929 stofnuðu nokkrir af
nemendum Iðnskólans í Reykja-
vík söngflokk innan skólans.
Var Iðnskólinn þá orðinn einn
'liinn fjölmennasti framhalds-
skóli landsins, og varð þess vart,
að í hópi nemenda voru ýmsir
ágætir söngmenn. Virti skóla-
stjóri áhuga nemenda á þann
veg, að hann útvegaði þeim, að
kostnaðarlausu, afbragðssöng-
stjóra, Sigurð Þórðarson, og
hvatti þá til að æfa sig sem
best. Lét hann þess getið, að
sjer fyndist vel við eiga, að svo
fjölmennur og vel skipaður skóli
ætti sjer karlakór, sem gæti!
tekið lag við skólasetningar,
skólauppsagnir og á skólahá-
tíðum.
Um þriggja ára skeið starf-
aði þessi kór innan vébanda
Iðnskólans, og setti hann þá
talsverðan svip á skólalífið. Sig-
urður Þórðarson stjórnaði kórn-
um fram til vors 1930, en varð
þá að láta af því starfi sakir
annríkis. Tók þá við söngforust-
unni Benedikt Á. Elfar söng-
kennari, og gegndi hann henni
til 1931, en þá gerðist Páll Hall-
dórsson söngkennari stjórnandi
kórsins, og hefir hann síðan
haft stjórn hans á hendi.
Haustið 1932 var svo komið,
að langflestir meSlimir kórsins
voru útskrifaðir úr Iðnskólan-
Ishúsið Herðubreið
selur beint úr frystinum:
Rjúpur — Lambalifur — Dilkasvið — Nautakjöt —
Svínakjöt — Dilkakjöt.
Ennfremur:
Reyktar rúllupylsur — Hangikjöt.
Sfmi 2678.
Arbók Háskólans
árgangur 1911 til 1918. Verð kr. 3.00 árg.
síðari árgangur Verð kr. 8.00 árg.
ásamt sjerprentuðum fylgiritum öllum til sölu í
ðikavorsiitii Sigf. Eynmnðssoaar
og Bókabúð Austurbæjar, BSE, Laugaveg 34.
um, og gat hjer því ekki leng-
ur verið um eiginlegan skólakór
að ræða. I stað þess að hætta
störfum, ákváðu hinir ungu iðn-
aðarmenn að stofna Karlakór
iðnaðarmanna undir stjórn Páls
Halldórssonar. Er það ekki að
orðlengja, að síðan hefir kórinn
æft af miklu kappi og munu
söngvinir bæjarins komast að
raun um það á næstu söng-
skemtunum kórsins. Haustið
1933 gekk Karlakór iðnaðar-
manna í Samband íslenskra
karlakóra, og hefir kórinn
þannig orðið aðnjótandi söng-
kenslu Sigurðar Birkis, sem er
söngkennari Sambandsins. Hef-
ir þessi kensla orðið kórnum
hin mesta lyftistöng.
Vonandi meta Reykvíkingar
hið mikla starf, sem hinir ungu
iðnaðarmenn hafa á sig lagt til
þess að efla þennan kór, með
því að fjölmenna á söngskemt-
anir hans.
Söngmenn kórsins eru 35, og
eru flest lögin á söngskránni
eftir íslensk, sænsk og þýsk
tónskáld.
Sigurður Skúlason.
uiBsjá tuorgunblaBsms io.apríl 1935
Um rímurfyrir'
1600 og fleira.
Eftir dr. Einar □!. Sueinsson
Niðurlag.
III.
I riti sínu rekur Björn Þór-
ólfsson allrækilegia, hvert sótt-
ir muni vera í eldri bókment-
ir þeir þættir forms og efnis,
sem fljettast saman í rímunum,
og hversu þeim sj^ háttað í
rímunum á því tímabili, sem
bókin fjallar um. Og hjer og
þar í ritinu er vikið <að einu
meginatriði í sögu Jþessa kveð-
skapar, því, sem ef til vill mætti
kalla einu nafni vettvang hans.
Fer jeg þá með þ<að orð í mjög
víðtækri merkingu, það tákn-
ar ekki einungis stað og stund,
heldur líka flutning og til-
gang, höfund, kvæðamann og
áheyrendur, menningarstig
þeirra og afstöðu. í stuttu máli:
rímurnar sem þáttur í þjóðlíf-
inu. Og þá er skemtilegt við-
fangsefni að athuga, hveniig
þær mótast af vettvangi sín-
um, og hvernig þær skýrast af
honum.
Jil þess að lesandinn átti sig
betur á því, hvað jeg er að
fara, skal jeg nefna nokkur
dæmi, til skýringar. Klopstock
og Hallgrímur Pjetursson yrkja
báðir heimsfræg kvæði um end
urlausn Krists, en þau eru ólíjc
nærri því eins og dagur og
nótt, enda er tilgangur þeirra
og vettvangur ólíkur. Verk
Klopstocks er söguljóðabálkur
í 20 bókum, undir vanalegum
söguljóðabrag (hex<ametri) og
með þeim hætti skáldskapar,
sem vant er að hafa á sögu-
ljóðum, þar sem Hómers-kvæði
eru stæld. Þennan kveðskap á
að lesa hátt eða í þljóði, en
hátturinn er ósönghæfur, stað-
ur og stund er óákveðinn, en
við guðsþjónustu kemur eng-
um manni í hug að fara með
þetta kvæði. Verk Uallgríms er
rítúalkveðskapur, sálmar, sem
hafa ákveðið hlutverk við guðs-
þjónustu, hvort sem hún er
annars í kirkju eða heimahúsi,
og er fyrsta afleiðing þess, að
þeir ná yfir pínu- og dauða
Krists, en ekki upprisuna, sem
þó er nauðsynlegur lokaþáttur.
Önnur afleiðingin er skifting
efnisins í 50 stutta kafla, und-
ir sönghæfum háttum og söng-
lögum, og loks allur andi sálm-
anna. Annað dæmi: Leikrita-
skáld og söguskáld nú á dög-
um taka báðir sama efni; en
hversu líkt sem þeir fara með
það, verða verk þeirra þó ger-
ólík, vegna hins mismunandi
vettvangs og flutnings. Til að
sjá, hversu menningarstig mót-
ar verk algerlega, þarf ekki
annað en bera saman meðal-
rímu frá 18. öld og eitthvert
eddukvæði, eða rit í óbundnu
máli frá sama tíma og ein-
hverja fornsögu. Mismunandi
þjóðfjelagsafstaða virðist gerla
koma fram t. d. í Egils sögu,
sem er höfðinglegt verk, og
Bandamanna sögu, sem er al-
múgaleg og gagnrýnandi, eða
þegar borin eru saman kvæði
Bjarna Thorarensens og Bólu-
Hjálmars. Loks er varla hægt
að fá skýrari dæmi þess, hvern-
ig afstaða skáldsins og þiggj-
anda skáldskaparins kemur
fram í verkunum, en drótt-
kvæðin, með öllu sínu konunga-
lofi — og er þá raunar skylt
að veita því eins athygli í þeim
kvæðum, sem bendir á, að
skáldið er frjáls maður og
konungurinn ekki austurlensk-
ur einvaldsdrottinn.
Þessi atriði, sem nú var bent
á,' eru svo sem engar nýjungar
í bókmentarannsóknum, en <alt
um það er þeim hreint ekki alt
af gefinn gaumur svo sem
skyldi. Jeg ætla, að þegar les-
in er bók Bjarnar, komi í ljós,
að hann hefir fullan skilning á
þessu efni; það mundi þó vera
enn ljósara, ef hann hefði
fjallað um þetta á einum stað;
það hefði getað orðið skemti-
legur kafli, og þetta mál hefði
alt skýrst við það. Og við þetta
var þeim mun auðveldam að
eiga, þar sem rímur hafa verið
um hönd hafðar fram á þeirna
manna daga, sem nú lifa, sjálf-
sagt að miklu leyti með sama
hætti og fyrrum, og má víða
sjá þess merki í rímunum sjálf-
um, en það, sem munað hefir,
virðist mega ráða af ýmsu, og
verða rímurnar sjálíar aftur
drjúgasta heimildin.
Jeg skal nú þessu næst minn-
ast á fáein atriði, sem varða
vettvang rímn<anna, og vel jeg
þau úr, sem Björn Þórólfsson
hefir síst rætt vandlega. Eins
og fle^tir munu nú sammála
um, munu rímurnar sem bók-
mentagrein eiga' að <allmiklu
leyti rætur að rekja tih frá-
sögudansanna, sem Björn kall-
ar svo (folkeviser), end<a kalla
sum skáld á fyrri öldum rím-
urnar dansa, og í Sörla rímum
er beint gert ráð fyrir, að dans-
að sje eftir rímum. Hinsvegar
haf<a rímur á síðari öldum ein-
ungis verið kveðnar, og kvöld-
vakan í baðstofunni var þeirra
rjetti vettvangur. Miklar líkur
eru til, að þett<a hafi byrjað
mjög snemma, líklega skömmu
eftir að rímnagerð hófst. Jeg
hygg, að í sambandi við þetta
standi- mikilshátt<ar mismunur
á rímum og frásögudönsum.
íslenskir frásögudansar ’ eru
ytutt kvæði, flest þetta 20—30
erindi, þegar ekki er mikib
fallið úr, en einstöku milli 30
og 40. Norskir d<ansar eru yf-
irleitt lengri, til jafnaðar 30
til 50 erindi (farið eftir út-
gáfu Moes og Liestöls), og
ætla jeg þessar tölur sýna nokk-
uð vanalegia lengd þeirra
dansa, sem komu til Islands á
f4. öld. I þessum 40 erindum
er sögð heil saga, og verður
hún vitanlega <að vera tiltölu-
lega einföld og má ekki vera
í mörgum köflum. Oft er dans-
inn ortur eftir bók, t. d. ein-
hvefri riddarasögu eða þ.h., og
verður þú að veljia úr þætti,
sem mynda nokkurn veginn
söguheild. Þó að þessi kvæði
sjeu sjerstaklega höfð um hönd
við dans, þá er vitanlega ekk-
ert því til fyrirstöðu, að með
þ<au sje farið annarsstaðar. —
Hjer er því margt líkt og með
elstu rímum, nema lengdin. Að
vísu er lengd hverrar einstakr-
ar rímu nokkuð lík lengd -frá-
sögudansins (oftast þetta 30—
60 erindi), en rímurnar inn<an
hvers flokks margar, og fjöldi
þeirra (og raunar erindatala)
vex, þegrar stundir líða. Ólafs
ríma Haraldssonar er ein (65
srindi), margir elstu rimna-
‘lokkar eru þetta 3—6 að tölu
Vilmund<arrímur Orms Lofts-
sonar eru 16 að töiu (um 1464)
og á 17. öld geta í rímnaflokki
verið 60 rímur. 1 samræmi við
þetta er svo efnismeðferð. 1
elstu rímum er mjög oft tekinn
þáttur eða kafli úr sögu, og
hætt, þegar einhver skil eru í
sögunni, og svip<ar elstu rím-
um þá að þessu til frásögudans-
anna. En þessi lenging á rím-
unum miðað við dansana ætla
jeg sbandi í sambandi við vett-
vanginn. 1 danssalnum er
stundin stutt, og verður dans-
kvæðið að hafa mjög takmark-