Morgunblaðið - 10.04.1935, Síða 7
Miðvikudaginn 10. apríl 1935.
IMIMI «•... ■ ..._g_es«gg|
„BrnarSoss"
íer annað kvöld kl. 8, vestur og
norðm-. Aukahafnir: Reykjarfjörð-
ur, Sauðárkrókur, Svalbarðseyri,
Dalvík og Húsavík.
Harseðlar óskast sóttir fyrir kl. 2
á morgun.
Togararnir. í gær komu af veið-
um Arinbjöm hersir með 91 fat
lifrar, Ver með 80 og Sindri með
51 fat lifrar.
Dánarfregn. Fyrverandi land-
búnaðarráðherra Dana, Paul
Christensen, er látin, 80 ára að
aldrí.
Eimskip. Gullfoss var í Vest-
mannaeyjum í gær. Goðafoss kom
til ísafjarðar í gærkvöldi. Detti-
foss fór frá Hull í gær á leið til
Vestmannaeyja, Brúarfoss fer
vestur og noður á fimtudags-
kvöld, aukahafnir: Reykjarfjörð-
nr, Sauðárkrókur, Svalbarðseyri,
Dalvík og Húsavík. Lagarfoss er
í Kaupmannahöfn. Selfoss er á
leið til Vestmannaeyja frá Leith.
Skíðavikan á ísafirði. í kvöld
er útrunnin frestur, fyrir fjelags-
menn Skíðafjelags Reykjavíkur,
til að skrifa sig á listan sem þátt-
takendur í för fjelagsins til ísa-
fjarðar um páskana. Eftir þann
tíma geta utanfjelagsmenn fengið
farmíða, og liggur listi frammi
hjá Ij. H. Miiller kaupm. í Austur
stræti. — Síðustu tvo daga hefir
snjóað vestra, og má því búast.
við góðu skíðafæri um páskana.
Jeg vík nú aftur iað vettvangi
rímnanna, því efni, sem er
einna merkilegast, hversu menn
ingai'stig og smekkur kvæða-
manns og áheyrenda kemur
fram í þeim. í»ar hefði jeg
kosið að Björn Þórólfsson hefði
gengið feti lengra en hann
hefír gert í bók sinni, en þó
einkanlega rætt um það efni
■á einum stað í samfeldu máli.
Því að rímurníar eru eitt hinna
bestu gagna um hnignun ís-
lendinga á þessu tímabili, og
sú hnignun verður sannast að
segja ekki skýrð með einni eða
tveimur formúlum, heldur er
mjög nvargbrotin og torskilin,
hvort heldur litið er til ytri
eða innri menningar. Það er
skrítið, að rímurnar virðast
verða til um það leyti, þegar
.skreiðarm'arkaðurinn og hjá-
leigubygðin fara verulega að
aukast. Af rímum fyrir 1600
er að sjá, að þær hafi verið
.j'afnmikils metnar á höfuðból-
inu og í garðshorni, og þegar
eitt rímnahandritið er skrifað
í verbúð í Bolungavík (bók Bj.,
bls. 13), þá er það sjálfsagt
tilviljun, en það er þó erfitt að
verjiast þeirri hugsun, að það
sje verbúðarsmekkurinn'og hjár
leigubragurinn sem hafi orðið
sterkari en hinn forni andi
bændahöfðingjanna. Breyting
hugsuarháttarins er -auðrakin
frá fornsögunum. Á þjóðveld-
istímanum sitja innlend sögu-
efni í fyrirrúmi, og með þau
er farið óvenjulega frjálsmann-
Gunnar Thoroddsen, alþingils,-
Inaður, veiktist snögglega síðast-
liðin sunnudagsmorgun af botn-
langabólgn. Yar hann þegar flntt
ur á Landsspítalann og skorin
upp samdægnrs. Honum líður nú
vel eftir uppskurðinn.
Happdrætti Háskólans. Dregið
verður í Happdrættinu í dag í
Iðnó og hefst kl. 1.15 e. h. Drætt-
inum verðnr útvarpað.
Inflúensan. Nýlega ljest á Lands
spítalanum Hermann Steingríms-
son, nemandi í 3. bekk Menta-
skólans. Fekk hann inflúensu,
síðan lungnahólgu, og þar á eft'ir
ákafa heilahimnabólgu, er varð
honum að bana.
Glímufjeiagið Ármann. Æfing i
kvöld kl. 8 hjá 2. fl. karla.
Þýsknr togari kom í gær með
slasaðan mann. ✓
Hans Egede, Grænlandsfarið
fór í gær kl. 4 áleiðis til Græn-
lands. Með skipinu fóru hjeðan
grænlenska stúlkan, hásetinn, og
hjón með barn, samkv. ráðstöfun
heilbrigðisnefndarinnar dönskn. Er
þá ekkert eftir af fólkinu, sem
skilið var eftir af Gertrud Rask
nema grænlendingurinn Abbelsen,
en hann er 'sjúkur ennþá.
í sex mánaða fangelsi var Jón
Sigurjónsson, fyrv. kaupfjelags-
stjóri dæmdur í fyrradag. Hann
var sem kunnugt er kaupfjelags-
stjóri í Kaupfjelagi Alþýðu. Ját-
aði hann að hafa stolið fje úr
kassa meðan hann var búðarmað-
ur í Kaupfjelaginu. Einnig hafði
hann stolið um 2000 krónnm úr
bókfærðum sjóði. Ekki upplýstist
hve mikið Jón hefir dregið sjer
alt í alt frá Kaupf.jelaginu, en
talið líklegt að upphæðin nemi alt
að 6000 krónum.
Fimtugur er í dag Jón Sigur-
jónsson prentari. Laugaveg 28 C.
lega, með karlm<annlegu raun-
sæi og mikilli list. Eftir 1300
fara flestar sögur að gerast er-
lendis, söguhetjurnar eru ým-
ist kóngar, sem skáldin hafta
vitanlega hvorki heyrt nje sjeð,
eða þá kolbítar, sem þeir
þekkja alt of vel; hvorttveggja
eru draum>ar almúgans. En ef
innlend efni eru tekin, eru það
á 14. öld sterkir menn, eins og
Finnbogi rammi, eða þá bragða-
karlar eins og Króka-Rrefur;
—- anmars eru þeir báðir af kol-
bíts-tegundinni, hvor með sín-
um hætti. Á 15. öld er ekki
margt um innlendar söguhetjur
nema vergangsmaðurinn Skíði,
og loks er síðasti þátturinn
Fjósaríma Þórðar á Strjúgi. —
Það er nokkur bót í máli í þess-
ari sögu um hnignandi smekk
og vaxandi fyrirlitningu á sjálf-
um sjer, að skáld síðastnefndra
rímna bafa átt í fórum sín-
um drjúgan skamt af gáfu háðs
ins og eru því ekki alls vesæl-
ir, síst af öllu Einar fóstri.
Smekkhnignun þessi stafar
ekki af því, iað kipt hafi verið
fótum undan höfingjastjettinni,
því að hún hefir sennilega eflst
mjög að auði, þegar leið á 14.
öld. og kom fram á hina 15.
En hún hefir sýnilegia ekki
m egnað að halda bókmenta-
smekknum uppi eða skapa
neitt sjálfstætt, eins og svo
mikið ber á annarsshaðar á
miðöldunum, enda hefir á-
standið ekki altjend verið
glæsilegt, ef trúa má lýsingum
MORGUNBLAÐIÐ
Bæjarstaðaskógur. Girðingar-
efni það, sem Árni Eylands hefir
útvegað kringum Bæjarstaðaskóg,
verður sent austur á fimtudaginn
kemur með m.b. Skaftfelling. Enn
vantár nokkuð fje til þess að
hægt sjé að koma girðingunni upp
í sumar. En það má telja víst, að
margir muni vilja leggja sinn
skref til að það verði hægt. Fje til
girðingarinnar er veitt móttaka á
afgreiðslu Morgunblaðsins.
Dr. med. Erik Rydberg, sem er
Svíi, verður prófessor við Hafnar-
háskóla í kvensjúkdómum og
fæðingarvísindum. (Sendiherra-
frjett).
Otvarpið:
Miðvikudagur 10. apríl.
10,00 Veðurfregnir.
12.10 Hádegisútvarp.
12,50 Dönskukensla.
13.15 Dráttur í Happdrætti Há-
skólans.
15,00 Veðurfregnir.
19,00 Tónleikar.
19.10 Veðurfregnir.
19,20 Þingfrjettir.
20,00 Klukkusláttur.
Frjettir.
20,30 Erindi: Frá Kartagó (Einar
Magnússon mentaskólakennari).
21.00 Skýrsla um vinninga í Happ
drætti Háskólans.
21.15 Tónleikar a) Meistara-
hljómleikar: Þríleikur í B-dúr
eftir Beethoven b) Endurtekin
lög í misínunandi meðferð
(plötur).
21,55 Föstulestur (í útvarpssaln-
um).
— Þessi mynd er að mínum
dómi sú besta, sem jeg hefi málað.
— Og sei, sei, blessaður mistu
ekki kjarkinn þessvegna.
Skáld-Sveins, ,en þar er raunar
rjett að taka með í reikning-
inn, að Iitur þeirra lýsinga á
sjálftsagt að sumu leyti rætur
að rekja til þessa stórskorna
bölsýnism&nns sjálfs.
Af því litla, sem vitað er
um höfunda rímnanna fyrir
1600, verður ekki sjeð, að þær
hafi tilheyrt frekar einni stjett
en annari, og þær hiafa auð-
sjáanlega nærri því frá upp-
hafi notið almennihgs-vinsælda.
Af höfðingjastjett eru Einar
Einar Gísliason, Ormur Lofts-
son og Magnús prúði, og klerk-
ur hefir Kálfur skáld verið, sá
er orti Völsungsrimur; en ekki
er ósennilegt, að allmörg rímna-
skáldanna hafi verið alþýðu-
menn, sem leituðu sjer sæmdar
og launa fyrir rímur sínar hjá
þeim, sem meira máttu sín. Af
þeim rótum gæti það verið
runnið, þegar skáldin segjart
„skemta fólki ríku“, sém öft
kemur fyrir, eða þegar þéir
tala um áheyrendurna sé'Th
,,heiðursmenn og- hoffólk ríkt“.
í gamiankvæði einu frá 1500,
Hnakkakúlukvæði, segir frá
rínmáskáldi, sem hlaut þorsk-
hausa að launum fyrir kvéð-
skap sinn:
,.Fjórar vættir fekk að vigt
• ■ ,
af friðum málma spilli
fyrir þann röskva rímna dikt,
sem rekkurinn kváð fyrir stilli,
fremsta stykkið af fiski þeim,
er fyrðar telja minst'an seim. .“
Síðan er lýst gleðinni í kot-
RICHARD FIRTH & SONS, LTD.,
SMlÐA ULLAR- OG VEFNAÐARVJELAR. _
BROOK MILLS, CLECKHEATON. england.
ALLAR TEGUNDLR AF ENDURBÆTTUM VJELUM FYRIR
ULLARIÐNAD OG AÐRA VEFNAÐ ARFRAMT ÆIÐSLU
- ÁVALT FYRIRLiIGGJANDI.
mHuram iddkiss:
-tbxtiles- GEIlIÐ FYRIRSPURNHl
CLBCKHEATON
CODBSi
A B C (5th BDITION)
AND BENTLEY’S
\
• •
íjiyswsj [■Timlnirversliiii
• • ------ —
• •
• •
• •
• •
••
• •
• •
• •
• •
• •
• •
• •
• •
• •
• •
P. W. Jacobsen & Sðn.
Stofnuð 1824.
II ■' ■ III'
Símnefni: Granfuru — Carl-Lundsgade, Köbenhavn C.
Selur timbur í stærri og smærri sendingum frá Kaup-
mannahöfn. — Eik til skipasmíða. — Einnig heila
skipsfarma frá Svíþjóð.
Hefi verslað við fsland í meir en 80 ár.
!
>•*
Takmörkun
hvalveiða - g
f Suðurhöfum,
Oslo, 9. apríl. FB.
Bretar og Norðmenn eiga nú í
samningum um að takmarka hval-
veiðar í suðurhöfum á næstu ver-
tíð.
Formaður hvalveiðaráðsins, —
Walnum, og Hjort prófessor, komu
frá London í gær til Oslo. Höfðu
þeir verið í London til þess að
þinga um þessi mál. Ljetu þeir í
ljós góða von um, að samkomulag
næðist.
Jahre yfirrjettarlögmaður hef-
ir farið þess á leit við hvalveiða-
fjelögin, að ekki verði sendir fleiri
leiðangrar á næstu vertíð en þeirri
síðustu.
Alt norskt hvallýsi er nú selt
og söluhorfurnar betri en um
mörg undangengin ár.
inu, þegar hann kemur heim |
með þetta, og þykir höfundi
kvæðisins þó sýnilega lítið til
launanna koma.
Frá þessum flokki rímna-.
skálda er skamt til kvæða-
mannanna, sém kváðu rímur
fyrir mönnum og fóru þá oft
um hjeröð, einkum á vetrum;
sjálfsagt hefir það oft farið
saman, að vera kvæðamaður
og rímnaskáld. Líklega hafa
þeir menn alla tíð verið fáir,
sem lifðu á því að kveða, en
þó er sllks fólks getið á flest-
um öldum rímna-tímabilsins.
Skal jeg sem dæmi nefna
Kvæða-önnu, sem lánaði Þing-
eyraklaustri sex vættir smjörs
í hallæri 1424; er líklegt, a'ð
það hafi verið af kvæðalaunum
hennar. Um slíka menn er
glögglega vitað á sí&ari tímum,
18. og 19. öld.
Eitthvert mesta rímnaskáld-
ið fyrir 1600 má te'lja höfund
Skíðarímu, og hefir hann ver-
ið skemtanarmaður á Sbarði
hjá Birni ríka og Ólöfu. Segir
sagan, að hann skyldi skemta
hvern Sunnudag, þriðjudag og
fimtudag, og ef það væri rjett,
hefir Skíðaríma sjálfsagt ver-
ið frá einni vökuskemtun hans.f
* Heimild þessarar frásagn-
rar er Björn á Skarðsá, en vel
má vera, að ekkert sje upp úr
þessu leggjandi. Hinsvegar
furðar mig nokkuð á því, hve
fræðimenn virðast vissir um
það.
Að öðru leyti er að kalla ekk-
ert um hrann vitað, og þó á
hann sjer mikla og dramatíska
sögu, og get jeg ekki stilt mig
um að drepa á hana. í öllum
elstu heimildum (frá 17. öld)
er ríman eignuð Eiwari fóstra.
En sú tign helst þó ekki lengi,
því að á 18. öld hlýtur Sig-
urður nokkur fóstri heiðurinn,
og fer nú hans vegur vaxandi
fram eftir 19. öld. Þá er graf-
inn upp úr gleymskunni Svart-
ur á Hofstöðum, og hlýtur hann
skjótan og óvænban frama;
honum er fyrst eignaður Skauf-
halabálkur, sem elstu heim-
j ildir töldu verk Einars, og litlu
síðar fylgir Skíðaríma á eft-
ir. Var nú ekki annað sýnna
en Svartur ætlaði að vera ein
af fastastjömunum á himni
íslenskra bókmenta. En þetba
fór þó á annan veg. Hjer fór
sem Skáld-Sveinn kvað:
„hamingjan vendir hjóli niður
til jarðtar;“
og jafnskjótt hvarf Svartur á
Hofstöðum eins og halastjarna.
En hvers hlutur skyldi þá koma
upp, ef ekki einmitt hlutur Ein-
ars fóstna? Og þannig er nú
málunum komið. Um framtíð-
ina skal engu spáð, hvort hjól-
ið snýst enn einu sinni, eða
hvort Einar fóstri hefir nógu
lengi verið útlægur af lönd-
um sínum, svo að hann fái að
sitj-a að þeim í friði, það sem
eftir er.
I