Morgunblaðið - 13.04.1935, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 13.04.1935, Blaðsíða 4
4 Laugardaginn 13. apríl 1935. MORGUNBLAÐIÐ BÚNnÐARBÁLKUR Jarðeignamálið. Eftir Jón Sigurflsson frá Reynistað. Eftirfarandi erindi flutti höf. á landsfundi bænda hjer í vetur. í jarðeignamálinu eru uppi þrjár aoalstefnur: 1. Að ríkið hætti sölu þjóðjarða og kirkjujarða; og enn fremur að ríkið kaupi smám saman jarðeign- ir bænda, svo að sjálfseignarbænd ur hverfi úr sögunni, og allir verði leiguliðar ríkisins. 2. Vilja ekkert að hafast í þess- um málum og telja, að allar breyt- ingar á núverandi skipulagi sjeu til ills eins. 3. Milli þessara öfga fer svo þriðja stefnan, er telur að keppa beri að því, að sem ílestir bænd- ur verði sjálfseignarbændur og að jafnframt verði afnumdir þeir annmarkar á núverandi sjálfseign- arskipulagi, er reynslan hefir sýnt að getur orðið "til tjóns fyrir land- búnaðinn. I Er þá næst að athuga lítilshátt- ar þessar stefnur hvora um sig. Sala þjóðjaröanna er gamalt deilumál. Nokkru fyrir síðustu aldamót fóru að heyrast háværar raddir um sölu þjóðjarða og f jölg- un sjáifseignarbænda. Þessari steínu óx fylgi meðal bænda að sama skapi og hagur peirra batnaði og trú þeirra á sjálfa sig og íslenskan landbúnað iór vaxandi. Með lögum um sölu þjóðjarða 1905 og sölu kirkjujarða 1907 varð Alþingi við þessum kröfum bænda. Bændum var gefinn kostur á að eignast ábýlisjarðir sínar, enda fjölgaði sjálfseignarbændum mjög næsta áratuginn. Það er sagt, að reynslan sé ó- lýgnust, Hver hefir þá reynslan orðið? Að með þjóðjarðasölunni hefst nýtt framfaratimabil í búnaðar- sögu okkar íslendinga, stórstígari framfarir en nokkurn grunaði. Að fjölmargir bændur, er búið höfðu árum saman sem leiguliðar ríkisins, og aldrei sljettað þúfu eða gjört aðrar varanlegar um- bætur á ábýlisjörð sinni, gjörast stórvirkir umbótamenn strax ei þeir voru orðnir sjálfseignarbænd- ur, og þó höfðu flestir þessir menn liaft lífstíðarábúð. . Reynslan hefir einnig sýnt, að á harðinda- og krepputímum eru það leiguliðarnir, sem fyrst og fremst bregða búi og yfirgefa sveitirnar. Hjer er um að ræða reynslu. sem jeg býst við að fáir treysti sjer til að mötmæla. Af reynslu má læra það: Að sjálfseignarskipulagi'" livet- ur til framtaks og átaka og hvers- konar umbóta. En að leiguliðabúskapurinn dregur frekar til kyrstööu og áhugaleysis. Ennfremur að sjálfs- eignarskipulagið stælir bóndann til viðnáms og veitir honum þrótt og þrautseigju til að flýja ekki af hólmi og leita sjer ljettara hlut- skiftis, þegar harðindi og örðug- leikar steðja að bændum á allar hliðar. Leiguliðaskipulagið á ekki slík- an viðnámsþrótt, sem heldur er ekki að vænta. Leiguliðinn hefir svo lítið að verja. Þetta hafa meðhaldsmenn leigu- liðabúskaparins fundir. Til þess að bæta úr þessu og skapa tryggari tengsli milli leigu- liðans og jarðarinnar var flutt frumvarp á síðasta þingi um erfðaábúð leiguliða á jörðum rík- isins eða þess opinbera. Um þetta frumvarp er ekki nema gott eitt að segja, og- þó að mín stefna sje, að allir bændur verði sjálfseignarbændur, þá ann jeg leiguliðum þess, að þeim og af- komendum þeirra verði trygðar jarðirnar til ábúðar meðan þeir treysta sjer ekki til að kaupa þær eða geta ekki fengið þær keyptar. Að slíkt skipulag skapi hjá leiguliðum sama öryg’gi og festu og sjálfseignarskipulagið, eru skýjaborgir einar. Þar verður alt af sami munur og á milli eignar og umboðs. Leiguliðinn verðnr aldrei annað en leiguliði, er verð- ur að sætta sig við umsjón og íhlutun umboðsmanna stjórnar- innar, og.AIþingi.og stjórn geta svift hann eða börn hans mikils- verðum rjettindum hvenær sem þeim svo sýnist. Jeg hefi nú drepið nokkuð á þjóðjarðasöluna og sjálfsábúðina og kosti hennar. Því er þó ekki að neita, að á þjóðjarðasölulögunum eru gallar, er hafa orðið þess valdandi, að lögin hafa ekki orð- ið að því gagni, er stuðningsmenn þeirra vonuðust eftir. Á jeg þar sjerstaklega við, að eikki var komið i veg fyrir jarða- braskið, o. fl, Þeir munu vera allmargir, er vilja .ekki láta staðar numið við að stöðva þjóðjarðasöluna. Þeir vilja að ríkið.kaupi srnám saman allar jarðir og gjöri alla að leiguliðum. Þes ;i stefna mun eiga sitt aðal- fylgi í keup-.töðuuum hjá mönn- um, er lítið eða ekkert hafa kom- ið nærri kmdbúnaði, enda er þetta eitt atriðið í hirni pólitísku trúarjátningu rósíalista og komm- únista. Mjer er þó ekki kunnugt um, að í nokkru landi háfi jarðirnar á síðustn tímum verið t.eknar af bændum, eða g.jörðar ráðstafanir að gjöra alla bændur að leiguHð- um, nema í Rússlandi. Jafnvel ckki þar sem sósíalistar hafa farið með völd árum saman. Auk þeirra manna, er jeg hefi f>egar nefnt, hallast að þessarc stefnu, sjerstaklega síðustu árin, ekki allfáir sjálfseignarbændur, er standa að öðru leyti fjarri öllum sósíalisma og kommúnisma. Við þessa menn er þörf að ræða, því þeir finna hvar skórinn kreppir. Jeg hygg að það sje ekki fjarri R. Kampp: Landbúnaður heimsins. „International Landökonomi og Jordbrugsgeografi“. R. Kampp: Verdens Land- brug. International Land- ökonomi og Jordhpugsgeo- grafi. Nýlega er útkomin í Danmörku bók með þessari fyrirsögn. Höf- undur hennar, R. Kampp, er sendiherra Dana í Eistlandi. Hann hefir farið víða um lieim og kynt sjer búnaðarhætti og þær breytingar, sem á þeim hafa orðið hina síðustu áratugi. Bókin «r einkar fróðleg og gef- ur ljósar hugmyndir um búnaðar- ástæður um heim allan og hverj- ar aðalstefnur í þeim málum hafa verið ríkjandi fyr og síðar. Um búnaðarástæður víðsvegar um lieim hefir áður verið ritað. Hinn þekti sænski búnaðarrithöf- undur H. Juhlin-Dannfelt gaf 1925 út bók með nafninu: Lant- brukets Historia, Várldshistorisk översikt av lantbrukets och lant-1 mannalivets utveckling. Afheims búnaðarskrifstofan í Róm gefur árlega út skýrslu um þessi efni, og sömnleiðis þýska stjórnin í tímariti sínu: Berichte iiber Landwirtssehaft, I þessum ritum er að finna ítar- legar skýrslur um búnaðarástæður og umbætur í öllum löndum heims ins frá ári til árs. í bók R. Kampp er lnnsvegar stutt yfirlit yfir breytingar bún- aðaraðstöðunnar í hinum ýmsu löndum, einkum hin síðustu árin. Þetta er einkar fróðlegt, einknm lagi að mjög mörgum þessum bændum megi skifta i 2 flokka, þótt þar sjeu að sjálfsögðu ýms- ar undantekningar. í fyrri flokknum vil jeg tel.ja þá, sem eru orðnir þreyttir á bú- skapnum og vilja selja jarðir sín- ar, en fá engan kaupánda. Þeirra fyrsta áhugamál er að losna úr búskaparvafstrinu, géta losnað við eignii- sínar fyrir sæmi- legt verð og í örugga skuldastaði. Nú sem stendur er það von þess- ara manna, að ríkið kaupi af þeim. Hvenær sem þessir bændur selja, liggur leið þeirra venjulega þráðbeint í kaupstaðina með alt sitt. í hinum flokknum tel jeg þá bændur, er baráttan við fjár- kreppu, harðindi og margvíslega örðugleika hefir leikið svo hart, að þeir eru að missa kjarkinn, — og þó sjerstaklega trúna á að þeir geti haldið áfram búrekstri án þess að selja jörðina sína. Því miður eru þeir bændur of margir, þrátt fyrir aðgerðir Kreppulánasjóðs, er enga leið sjá til að standa skil af vöxtum og afborgunum af fasteignaveðlán- um, að óbreyttum ástæðum. Framhald. vegna þess, að nauðsynlegt er að vita, liver öfl verka til aukinnar framleiðslu búsafurða, og hvar er að finna þörf og markaði fyrir þessar búsafurðir. Frá efni bókarinnar skal stutt- lega skýrt: Fyrsti kafli bókarinnar er um Danmörku, og búnaðarframleiðslu víðsvegar um heim. Hjer er lýst hvernig fram- leiðsla. búsafurða, samgöngur og flutningar hefir tekið stórkostleg- um breytingum hina síðustu ára- tugi. Framleiðsla búsafurða hefir aukist stórkostlega um heim allan vegna aukinnar vjelanotkunar og nýrra uppgötvana á sviði vísind- anna. Flutningar milli heimsálfa eru orðnir ódýrir. Nýjar kæli- og frystiaðferðir gera það að verkum, að liægt er að flytja matvörur ó- skemdar milli heimsálfa. Þetta gerir það að verkum, að erfiðara er fyrir Dani að fá markað fyrir sínar búsafurðir en áður. Aður var búsafurðasala Dana í Englandi (smjör og fleslt). Nú er þetta takmarkað. Þeir leita því til annara landa, Þýskalands, Belgíu, Frakklands og víðar, og þar hefir þeim hepnast að vinna mikinn markað fyrir biisafurðir sínar. Næsti kafli er um framþróun búnaðarins. Þar er í stuttum dráttum lýst búnaði svo sem hann er á frumstigi, þar til hann hefir náð þeirri fullkomnun, sem nú er, með allskonar nýtísku ræktun og vjelanotkun, sem margfaldar framleiðsluna. og breytir afurða- sölu og markaðsmöguleikum. Þá er kafli um búnaðarlega landafræði, sem skýrir möguleika 1 i! framleiðslu búsafurða við breytileg skilyrði. 1 Næst er kafli, sem ræðir um þýðingn þess, að vatnið sje tempr- að í jarðveginum, bæði við áveitur og framræslu, og ýms dæmi n?fnd. Þá er talað um, liver lönd s.jeu best falhn til framleiðslu búsaf- urða, um íbúa þeirra o. fl. Svo er talað um, hver svæði á jörðunni sjeu best fallin til fram- leiðslu hinna ýmsu búsafurða. Skýrt frá hinum bestu syæðum til ki mræktar, mjólkurframleiðslu, kjötframleiðslu, jarðepla-. sykur-, kaffi-, gúmmíframleiðslu o. fl. Þá er talað um, Evar, búnaður sje bestur víðsvegar un heim. Næst er skýrt frá, hveurr uppskeran falli í hinum ýnisu jcndum (kornuppskera), og hverjir mögaleikar sjeu fyrir aukinni framleiðslu búsafuvða. í bók þessari er mikill fróð- lc'kur, og öllum, er unna búmði og búnaðarframförum, ráðum vjer til að lesa hana. S. Sigurðsson. Garðarnir: Nauðsynlegtaðklippa trjen á vorin. Sem betur fer hefir áhugi Reykvíkinga fyrir trjárækt auk- ist mikið á síðari árum. Við fjölda nýrra húsia eru að koma upp skemtilegir trjáreitir. Þeim mun meira sem menn hirða um garða sína, þeim mun vænna þykir þeim um þann gróður sem þar vex. 1 ýmsum görðum hjer í bæn- um, sem komnir eru til ára sinna,^ er þiað mjög áberandi, að trjen hafa verið of lítið klipt í uppvextinum. Einkum ber á þessu á birkihríslum, sem fyr- ir þá sök eru of margstofna og óþarflega kræklóttar. En þeim mun fleiri sem stofnar eru og greinar, þeim mun meira hægfara verður hæðarvöxturinn. Þeir sem lítið hafa fengist við ræktun og aðhlynning trjá- reita h»alda kannske, að það sje einhver vandi að klippa eða skera greinar af trjám, sem ofaukið er. En þ<að er ekki meiri vandi en að skera á sjer neglurnar. En ef menn vanrækja að klippa óþarfa greinar og stofna af trjánum meðan þau eru í uppvextlnum, er hætt við að menn nagi sig í handarbök- in síðrar fyrir þá vanrækslu. Skógfræðingar telja rjettast að klippa greinar af trjánum á vorin, áður en gróðurtími byrjar, t. d. um þetta leyti árs. Og viandinn er sá einn, að hafa til þess nægilega beittar klippur, svo sárið verði hrein- legt og sljett, og ekki skerðist börkurinn neitt út frá sárinu. Nota má eins beittan hníf, ef ekki eru klippur við hendima. En þá á að bregða hnífnum undir greinarnar að utanverðu, en ekki skera þær þannig að hnífnum sje brugðið inn milli bols og greinar og skorið nið- ur gegnum greinina, því þá er hætt við að börkur stpfnsins neðan við greinina flettist upp að óþörfu, ef hnífurinn er ekki því beittari. Og nau'ðsynlegt er, að skera greimar af sem næst stofni, svo ekki standi stubbur eftir af hlnni afskornu grein. Slíkir stúfar óprýða trjeð, og börkur trjesins grær seinna og ver yfir sárið á stúfendanum ,en ef sár- ið er á stofninum sjálfum. Hvaðca greinar eiga að klippa verður smekkur hvers eins að segja til um. Nema hvað það altaf er sjálfsagt að kl'ppa rótarsprota, sem oft koma upp, einkum á reynitrjám og gera aldrei gagn en kippa úr vexti aðaltrjesins, ef í því er gott líf. Ef menn eru ragir vi'ð að byrja á því að laga trje sín með klippingum, geta þeir fengið leiðsögn í byrjun, hjá þeim, sem hafa við það fengist. Sú lærdómsstund þarf varla að taka meira en 5—10 mínútur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.