Morgunblaðið - 08.05.1935, Blaðsíða 2
2
MOlvGUNBLAÐIÐ
Útgef.: H.f. Árvakur, Reykjavlk.
Rltstjórár: Jón Kjartansson,
Valtýr Stefánsson.
Ritstjórn og af&reiösla:
Austurstræti 8. — Sími 1600.
Auglýsingastjóri: E. Hafberg.
Auglýsingaskrifstofa:
Austurstræti 17. — Sími 3700.
Heimasímar:
Jón Kjartansson, i\r. 3742.
Valtýr Stefánsson. nr. 4220.
Árni Óla, nr. 3045.
E. Hafberg, nr. 3770.
Áskriftagjald:
Innanlands kr. 2.00 á mánutSi.
Utanlands kr. 3.00 á mánuöi.
í lausasölu: 10 aura eintakitt.
20 aura met5 Lesbók.
Magnús Torfason
Kosningalög þau sem nú
gilda eru í mörgum atriðum
ekki sem skýrust. Þau eru sam-
in sem málamiðlun milli flokka.
Því er frágangur þeirra að
ýmsu leyti ekki sem bestur.
En tilgangur laganna er sá,
að sjá um, að þingið yrði rjett-
ari mynd af þjóðarviljanum
en áður vildi verða, meðan allir
þingmenn voru kjördæmakosn-
ir. Þá gat minnihluta flokkur
hæglega fengið meirihluta
þingmanna. Þá valt á hending
hvort þingið væri skipað í sam-
ræmi við þjóðarviljann.
Úr þessu átti að bæta. Sporið
var aðeins stigið til hálfs. Og
því för sem fór, að enn er
meirihluti þingmanna fulítrúar
fyrir minnihluta þjóðarinnar.
En uppbótarþingsætin áttu
að bæta úr misrjetti þeim sem
áður tíðkaðist, og hafa bætt,
það sem þau ná, þó hending
rjeði við síðustu kosningar^ [3ð
11 uppbótarþingmenn nægðu
ekki í það sinn, tii þess að Alr
þingi yrði skipað í fullu saih-
ræmi við kjósendaviljann.
Samkvæmt . gildandi kosn-
ingaiögum bar Bændafolkknum
tvö uppbótarþingsæti.
Nú hefir annar uppbótarþing
maður Bændaflokksins, Magnús
Torfason, „slitið samvinnu“ við
Bændafiokkinn, eins og hann
orðar það. M. ö. o. hann hefir
sagt sig úr Bændaflokknum.
Hann er ekki kosinn á þing
persónulegri kosningu. At-
kvæðatala flokksins samanlögð
úr öllum kjördæmum gaf hon-
um rjett til þingsetunnar. At-
kvæði, sem öðrum þingmanns-
efnum flokksins voru greidd,
eða atkvæði greidd flokknum
ópersónulega, hafa fleytt hon-
um þangað.
Um leið og hann hefir sagt
sig úr fiokknum, liggur það í
hlutarins eðli, að hann á ekk-
ert erindi á Alþingi.
Hann var þar samkvæmt
kosningalögum, til þess að
Bændaflokkurinn hefði þingt
mannatölu í sem rjettustu hlut-
falli við atkvæðatölu flokksins
við síðustu kosningar.
Þegar hann er ekki lengur í
þeim flokki, er hlutverki hans
lokið. Hann getur ekki verið
uppbótarþingmaður flokks sem
hann hefir skilið við.
Þetta er svo augljóst mál,
að jafnvel Magnús Torfason
ætti að geta skilið það.
Hann hefir sjálfur nefnt sig
„doríu“ Bændaflokksins. Hann
hefir nú slitið þann streng sem
batt hann við flokkinn. Um
Hátíðahöldln í Eng-
landi stóðu yfir alla
þriðfudagsnólt.
Bál kynt am land alt. Fólk
dansaði og söng undlr
lieru loftt uns dagur rann.
KAUPMANNAHÖFN í GÆR.
EINKASKEYTI TIL
MORGUNBLAÐSINS
Hátíðahöldin í Englandi í
tilefni af ríkisstjórnarafmæli
konungs hjeidu áfram alla
þriðjudagsnóttina.
Veður var hið besta alla nótt-
ina, hlýtt og kyrt, og gátu menn
hafst við undir beru lofti, án
þess að bera yfirhafnir.
Mest kvað að hátíðahöldum
úti við.
Voru bál kynt um alt
landið, alls 2000 að tölu.
Safnaðist mannfjöldi utan-
um bálin með söng og
gleði.
Eitt stærsta bálið var
kynt í hinum mikla skemti-
garði Lundúna, Hyde Park.
Tendraði konungur sjálfur
það bál með rafleiðslu, sem
lá úr höll konungs í bál-
kösiinn.
Götur borgarinnar voru upp-
ljómaðar með mikilli ljósadýrð.
Dansaði fólk á götum úti uns
dagur rann.
I fátækrahverfi borgarinnar,
Eastend, fengu menn ókeypis
hressingar og drykkjarföng. En
að veitingum loknum var dans
stiginn.
I mannþyrpingunum, sem
voru á götunum, þar sem skrúð-
fylking konungs fór um, fjellu
7000 manns í yfirlið vegha
þrengsla og átroðnings. 40. voru
fluttir á sjúkrahús, og einn and
aðist af hjartaslagi.
Sjö metra hár pali-
ur hrynur.
Eina alvarlega slysið við há-
tíðahöld þessi varð í New
Castle. Þar hrundi niður 7
metra hár paliur, er allmargt
fólk var á. 70 manns urðu fyrir
meiðslum.
Páll.
Rœða e
Brefakonangs.
Ræða Georgs V. Bretakon-
ungs, er hann flutti á ríkis-
stjórnarafmælinu, og útvarpað
var ásamt öðrum ræðum um
gervallan heim, var svohljóð-
andi:
Þegar þessum minnisstæða
degi lýkur, verð jeg að ávarpa
þegna mína fjær og nær. En
hvernig á jeg að koma orðum
leið er hann eins og reiðalaust
rekald í tölu þingmanna, á
ekki lengur heima á þingi, verð
ur að hverfa þaðan, af sjálfu
sjer, út í það hafsauga gleymsk
unnar, sem honum er fyrir
bestu.
Góða nótt Magnús!
Georg V.
! að tilfinningum mínum? Þegar
I jeg ók í morgun til St. Páls-
| kirkjunnar og þaðan aftur í
' gegn um hinn fagnandi mann-
sæg, og þegar jeg hugsaði um
alt það sem drifið hefir á daga
mína og þjóðar minnar og
heimsveldisins breska síðast lið
; in 25 ár, þá hlaut jeg að kom-
I ast mjög við. Engin orð geta
lýst hugrenningum mínum nje
tilfinningum. Jeg get aðeins
sagt yður það, sagt minni ást-
kæru þjóð það að við drotning-
in þökkum af insta hjarta fyrir
þá hollustu, og jeg vií segja ást,
sem þjer hafið sýnt okkur á
þessum degi og ávalt endranær.
Jeg lít yfir liðna tíð með
þakklæti til guðs. Þjóð mín og
jeg höfum lent í mörgum þreng
ingum og hörðum raunum sam-
eiginlega, og þeim er enn eigi
lokið. Á þessum fagnaðardegi
hugsa jeg með sorg til þess
hve margir þegnar mínir eru
atvinnulausir. Þeir eiga það að
■ oss, eigi síst þeir, sem fatlaðir
! eru á einhvern hátt, að vjer
’ sýnum þeim samúð og hjálpum
| þeim eins og vjer getum. Jeg
! vona, að á þessu hátíðarári
; muni allir, sem geta, sýna vilja
j sinn til þess að gera alt til þess
að veita þeim atvinnu og glæða
hjá þeim von. Önnur áhyggju-
I efni éru ef til vill í vændum,
en jeg treysti því að með guðs
hjálp munum vjer sigrast á
j þeim, ef vjer tökum þeim með
! karlmensku og eindrægni. Þess
vegna horfi jeg öruggur og
vongóður fram í tímann.
í Framtíðin er eign æskunnar
j og jeg treysti því, að sjóður sá,
j sem stofnaður var að forgöngu
míns kæra sonar, prinsins af
Wales, til minningar um þetta
; ár, muni verði mörgum ung-
j lingum víðs vegar um landið
til efnalegrar og andlegrar
hjálpar og menningar, svo að
þeir geti orðið þarfir þegnar.
Mig lariigar til þess að ávarpa
Miðvikudaginn 8. maí 1935.
BHBfiBBBHBBMfiBBBHMfiBBHMWWHBtohfca* aaia—aoBmmMMjmsjwr maiÉ—mmmrn—
„Loftbrúin"
yfir Atlantshaf,
verður lögð innan skamtns
■
uin Island.
Englendingar, Bandarikjamenn og Hollend
ingar sameinast um að leysa málið.
Flugleiðin um ísland.
KAUPMANNAHÖFN 1 GÆR.
EINKASKEYTI TIL
MORGUNBLAÐSINS.
Kvöldútgáfa Berlingatíðinda
flytur í dag neðanmálsgrein
eftir frjettaritara blaðsins í
London um flugsamgöngur yfir
Atlantshaf, og fyrirætlanir
þær, sem eru á döfinni um það
efni.
Heldur hann því hik-
laust fram, að valin verði
leiðin um ísland og Græn-
land til þess að gera hina
fyrirhuguðu „brú“ í lofti
um þvert Atlantshaf.
Segir í greininni, að í ráði
sjer að sameina fjármagn frá
Englandi, Bandaríkjum og Hol-
landi til þess að leysa þetta
mál nú bráðlega.
Hann skýrir frá því, að ný-
lega hafi eitt af helstu land-
fræði-tímaritum í Englandi birt
grein eftir Scott Grænlandsfara,
en hann var fjelagi’ Watkins
! landfræðings, er fórst í Vatns-
; firði á Austur-Grænlandi um
árið.
Þeir fjelagar höfðu, sem
kunnugt er, vetursetu í Græn-
landi til þess að rannsaka skil-
yrði fyrir flugsamgöngum um
Grænland. Scott segir, að velja
verði leiðina um ísland, vegna
þess, að með því móti sje hægt
að flytja mestan farm í flug-
vjelunum, þar eð áfangar eru
1 stuttir, og því þarf minna bens-
ín að taka með sjer hvern á-
fanga.
Segir hann, að eftir engu sje
að bíða til þess að hrinda þessu
máli af stað.
Greinarhöf. Berlingatíðinda
mælir eindregið með því, að
Danir taki þátt í undirbúningi
þessa máls, og sjái um, að þeir
fái gagn af samgöngum þessum.
Páll.
börnin sjerstaklega, og þávil jeg
segja hverju þeirra, sem orð mín
heyrir: Jeg bið yður að minn-
ast þess að í framtíðinni eigið
þjer að verða þegnár heims-
veldis. Hafið þetta hugfast með
an þjer eruð að alast upp, og
verið viðbúin þegar kallið kem-
ur og verið stolt af því að helga
ættjörð yðar starf yðar, hug og
hjarta.
Jeg hefi orðið innilega hrif-
inn af öllum þeim heillaóskum
sem mjer hafa borist í dag frá
sambandsríkjunum, nýlendun-
um, Indlandi og heimalandinu.
Allir þjer, sem orð mín megið
heyra, . hvort sem þjer eruð
fjær eða nær, hvort þjer eruð
hjer í borg, í öðrum borgum
eða þorpum, eða á afskektustu
stöðum Bretaveldis eða, á sjón-
um, yður ávarpa jeg að lokum
af hrærðu hjarta með orðum
þeim er Victoria drotning mælti
á demantsafmæli sínu fyrir 38
árum, því að engin orð geta
betur eða einfaldlegar lýst til-
finningum mínum nú: „Af öllu
hjarta þakka jeg minni ást-
kæru þjóð. Guð blessi yður!“
(FU.).
Hátíðahöldin
um kvöldið og nóttina.
London, 7. maí. FÚ.
Hátíðahöldin í London hjeldu
áfram í gær fram á nótt. Veðrið
var gott, og kvöldið svo hlýtt,
að konur voru úti í kvöldfötuna
yfirhafnarlausar. Allan dagina
og fram á nótt var mikill mann.
| fjöldi fyrir framan Buchingham
! höll og um klukkan 10 komu
; konungur og drotning enn einu
sinni fram á svalirnar. Fagn-
; aðarópin, sem þá dundu á móti
; þeim, voru enn kröftugri og
meiri en nokkru sinni áður um
daginn, ekki síst þegar kon-
ungurinn gaf skipun um það að
slökkva skyldi ljósin í hallar-
gluggunum, en lýsa upp alla
hallarveggina með flæðiljósum.
Höllin baðaðist í dásemdum
hinna dýrðlegustu ljósa og fagn
aðarópum fjöldans ætlaði
aldrei að linna, uns konungs-
hjónin buðu öllum góða nótt..
Þinghústorgið var miðstöð
flæðiljósanna. Dómkirkjan var
höfð í daufu ljósi, en upplýs-
ingin þó höfð þannig, að hvert
einkenni og hvert svipbrigði
hinnar stórfenglegu kirkju kom
greinilega fram, en hinir stóru