Morgunblaðið - 24.05.1935, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 24.05.1935, Blaðsíða 2
MO' G i’NBI A Ð 1 r Útget.: H.f. Árvakur, KeykJav. k. Ritstjörar: J6n Kjartansson, Valtýr Stefánsson. Ritstjórn og afgreiBsla: Austurstræti 8. — Sími 1600. Auglýsingastjðrt: J3. Hafberg. Auglýsingaokrifstofa: Austurstræti 17. — Sími 3700. Heimasímar: J6n Kjartansson, ivr. 3742. Valtýr Stefánsson, nr. 4220. Árni Óla, nr. 3045. B. Hafberg, nr. 3770. Áskriftagjald: Innanlands kr. 2.00 á mánuSl. Utanlands kr. 3.00 á mánuiSl. í lausasölu: 10 aura eintakiS. 20 aura meS Uesbök. Fundur saltfisks- framleiðenda. Fundur saltfisksframleiðenda um enduiTeisn. Fisksölusam- bandsins hófst í Kaupþingssaln um kl. 5 síðd. í gær. Haraldur Guðmundsson at- vinnumálaráðherra setti fund- inn, en fundarstjóri var kjör- inn Magnús Sigurðsson banka- stjóri og fundarritarar þeir Árni Jónsson frá Múla og Arn- ór Guðmundsson skrifari hjá Fiskifjelaginu. Því næst stýrði atvinnumála ráðherra frá fundarboðuninni og lýsti því hver væri tilgangur fundarins. Hann rakti sögu fisksölu- málsins í stórum dráttum frá haustþinginu. Hann skýrði og frá þeim samningaumleitúnum um endurreisn Fisksölusam- bandsins, sem fram höfðu farið frá því að síðasta þingi lauk og árangri þeirra. Undirtektir saltfisksframleið- enda úm þátttöku í fjelags- skapnum urðu þær, að þegar iokið var að taka á móti svör- um, höfð,u tjáð sig fylgjandi samtökunum framleiðendur, er höfðu yfir að ráða 247 þús. skpd. af afla s.l. árs, eða sem næst 64% framleiðslunnar. Síðar hefði talsvert af mönn- um bætst við, svo nú næmi fisk magn þeirra, er með voru sam- tökunum rúml. 254 þús. ckpd., eða 65.7% af framleiðslunni. Þessu næst gaf ráðherrann yfirlit yfir sölu- og markaðs- horfur í markaðslöndunum, fiskmagn hjer og í nágranna- löndunum. Að því loknu tilnefndi ráð- herra 7 menn til þess að taka sæti í kjörbrjefanefnd, er rann saka skyldi fiskmagn það, er fundarmenn hefðu umboð fyrir. Þessir voru tilnefndir í kjör- brjefanefnd: Thor Thors, Rvík, Emil Jóns son, Hafnarfirði, Helgi Pjeturs- son, Rvík, Jón A. Jónsson, Isa- firði, Ólafur Sveinsson frá Eski firði, Jónas Jónsson, Vest- mannaeyjum og Haraldur Böðv arsson, , Akranesi. Einnig var Ólafur Briem kjörinn nefnd- inni til aðstoðar. Kjörbrjefanefnd byrjaði þeg ar að fundi loknum að starfa og kemur aftur saman í Kaup- þingssalnum ld. 10 árd. í dag. Á kjörbrjefanefnd að hafa lokið störfum áður en næsti fundur verður haldinn, sem verður kl. 2 síðd. í dag. Fiskframleiðendur. Annar fund- ur fiskframleiðenda er í Kaup- þingsalnum kl. 2 í dag. Ófriðarhræðslan er mesta meinið, segir Stanley Baldwin. „Nóttin dimmust rjett fyrir dögun“. KAUPMANNAHÖFN í GÆR. BINKASKBYTl TIL MORGUNBLAÐSINS Hin langa og ítarlega ræða Stanley Baldwins ráðherra í breska þinginu í gær ,er skoðuð sem einhver hin snjallasta ræða er iiann nokkru sinni liefir haldið —ög er þá mikið sagt, því Stanley Baldwin er ræðuskörungur hinn mesti. Er því veitt sjerstök athygli hversu vinsamlega hann talaði í garð Þjóðverja, og forðaðist á allan hátt að segja nokkuð það er gæti styg't þá eða komið illa við þá. Hann lagði megináherslu á það, að benda á, að menn yrðu að taka fult tillit til ræðu Hitlers, er hann helt á þriðjudaginn. Bn með ræðu þessari væri afstaðajtÞjóðyérj'a til; Evrópumálanna mup skýrári, en hún hefir áður vériðt í endalok ræðu sinnar kömst Stanley Baldwiii að' orði á þessa leið: Mesta meinið í heiminum er það, hve þjóðirnar ala í brjósti mikla tortrygni gagnvart hvor annari. Allar óttast þær hern- aðarárásir. Hræðsla þessi er þó ástæðulaus sem stendur. Jeg vona, að eigi sje hægt að líkja ástandinu í heiminum nú við á- standið eins og það var í ágúst- byxjun 1914. Gleymið ekki, að nóttin er dimmust rjett áður en dagur rennur . Loksins í dag skýrði Times fýá því, að breyting á bresku stjórninní vteri í vændum. En úr því að Times viðurkendi að svo væri, ieikur enginn efi á því lehgur. Segir blaðið, að Mac Donald láti af forsætisráðherrastörfum samkvtemt læhnisráði, og Stanley Baldwin taki við af' honum. Þá segir blaðið ennfremur, að þéir Mae Donald og Stanley Baldwin sjeu ásáttir nm, að þjóð- stjórn verði áfram í Englandi. Páll. Ummæli um ræðu Stanley Baidwins. Lfittdon.' 23. maí. FtJ’ Athygli heimsbjaðánna beind ist í dag iangmest áð ræðu þeirri, sém Stanley Baldwin hjelt í eriska þinginu í gær. í umræðúm þéim, sehl fóru fram á eftir raíðunni voru allir stjórnarandstæðingar sammála um það, að aukning enska ioft- flotans væri ekki hepþileg, og sumir þeirra efuðúst um að hún væri nauosynleg. Þeir skor uðu á stjórnina að Íáta ekki ó- l notað það tækifæri, sem ræða | Hitlers biði til þess að taka upp aftur umræðurnar um afv.opn- lun- —■ ■ - nuÞ: j Þýsku blöðin segja, að!;ræða | Baldwins hafi lýst 3áttfýsi og góðvild. I . urgoo u’. I Frönsku biöðin leggjá aðal- ■ áhersluna á umrnæli hans um aukningu enska loftflotans • og láta í ljós ánægju sína yfir því. CiDftherinn þrefaldaður huað sem þaQ kostar. Skýrsla breska flugmála- ráðherrans. KAUPMANNAHÖFN 1 GÆR. EINKASKEYTI TIL MORGUNBLAÐSINS. Á meðan Stanley Baldwin flutti ræðu sína í neðri mál- stofu breska þingsins gaf flug- málaráðherrann, Londonderry, skýrslu í efri málstofunni um fyrirætlanir stjórnarinnar í loft varnamálunum. Hann komst m. a. svo að orði: Við Englendingar megum ekkí standa neinni þjóð að baki að því er snertir vígbúnað í lofti. Það er napðsynlegt, að Eng- lendingar byggi hernaðarflug- vjelar. Þeir mega ekkert tillit taka til þess hvað þær kosti. Þó kostnaðurinn verði svo mikili að útgjaldaáætlanir fjár laga standist ekki, má það eng- in áhrif hafa á framkvæmdir í þessu máli. Þess vegna hefir stjórnin á- kveðið að byggja 1000 hern- aðar flugvjeiar, er verði fuli- gerðar í mars 1937. Með því móti þrefaldast loft- varnir Breta. Auk þess verða æfðir 2500 flugmenn og férður 31 flug- völlur. s, , En við fiughérinn verður bætt 20 þúsund manns. Páll. Minnispeningar vegna sænska þing- afmælisins. KAUPMANNAHÖFN í GÆR. EINKASKEYTI TIL MORGUNBLAÐSINS. í tilefni af 500 ára afmæli 'sænska þingsins hafa verið gerðir dýrindis minnispeningar úr gulli. Minnispeningum þessum verð ur úthlutað til konungs Svía og ríkíserfingja, svo og til lög- gjafarþinganna á Norðurlönd- um, Páll. Föstudaginn 24. maí 1935. Litlar horfur á að 5ogsöeilan uerði leyst fyrst um sinn. Sáttasemjari hefir afhent möliö óleyst frö sjer. Eftir þeim fregnum, sem Morgunblaðið fekk seinnipartinn í gær, eru litlar borfur á því, aS takast megi að leysa vinnudéilu þá fyrst um sinn, sem staðið hefir yfir nú í mánaðartíma milli verk- fræðingafirmans Höjgaard og Schultz og Vöru- bílastöðvarinnar, eða Alþýðusambands íslands. I gærmorgun afhenti Höj- gaard verkfræðingur sáttasemj ara tiiboð til sátta í deilu þess- ari, þar sem hann bíður þessi kjcr. Hann býðst til þess að fje- lagsmenn í Vörubílastöðinni Þróttur ;fái keyrslu fyrir bíla fjelagsmanna á öliu því efni til íSogsvirkunarinnar, sem bílar þeirra eru hæfir fyrir, og sje flutniúgUr ;sá greiddur eftir reikningi. Bílarnir sjeu 2% tonna bílar í stöðugum rekstri. Við útreikning á flutnings- kostnaði sje auk vinnulauna ;tekið tillit til slits og fyrningar á bílunum, stjórnarkostnaði stöðyarinnar og síðan sje rgreiddur ágóði. Segir í brjefi verkfræðingsins, að þá sje öll áhætta bílstjóranna eða stöðv- arinnar útiiokuð. En annar flutningur, sem er svo þungur, að bílar stöðvar- innar eru óhentugir fyrir hann, sje fluttur á hinum tveim 'bíl- um firmans. Engin ágiskun er í tilboði véfkfröcíðm'gsms um það, hve verðlagið á fiutningunum verð- ur með þessu móti. En ef út af þessari tilhÖgun er brugðið, í atvinnubótaskyni fyrir bílstjórana, ætlast Höj- gaard verkfræðingur til þess, að bæjarsjóður greiði þann mis mun að hálfu, sem er á milii hins reiknaða kostnaðarverðs við flutningana og hins raun- veruiega flutningskosnaðar. En að hálfu býðst hann til að greiða þann mismun, þó ekki yfir 5000 krónur. Sáttasemjari gefur málið frá sjer. Blaðinu tókst ekki í gær að ná tali af sáttasemjara. En sennilega hefir hann skýrt um- boðsmönnum bílstjóranna frá þessu tilboði, sem að vísu er frekar grurtdvöllur til samn- inga, heldur en ákveðið tilboð, þar sem ^ftir er að komast að niðurstöðíU /rpeð hvernig kostn- aður við flutningana yrði reikn- aður. En síðari hluta dags í gær, skýrði sáttasemjari bæjarráði frá þvB að hann teldi frekari tilraunir til sáttagerðar í deil- unni tilgangslausar og gæfi málið frá sjer. Bæjarráðið vill ekki taka að sjer auka- greiðslur til flutning- anna- Um leið og Höjgaard verk- fræðingur skrifaði sáttasemj- ara, skrifaði hann bæjarráði um þessa afstöðu sína. Bæjarráðið kom saman á fund í gær, og tók þetta mál til meðferðar, Þar var gerð svohljóðandi samþykt út af brjefi Höjgaard verkfræðings: „Bæjarráðið vill taka það fram, að það getur ekki fallist á aukagreiðslur til verktaka, nema því aðeins að hann þurfi, með samþykki bæjarráðs, að greiða hærri verkalaun en voru samkvæmt kunnum kauptöxt- um hjer í bænum þegar verk- taki gerði tilboð sitt og samn- ingar voru gerðir, eða í annan stað, ef vinnunni yrði, fyrir for göngu bæjarráðs, hagað sein atvinnubótavinnu og verfcið yrði dýrara af þeim ástæðum, en bæjarráðið hefir ekki hugs- að sjer slíka tilhögun á fram- kvæmd verksíns að neinu leyti“. Hvað næst? Ilvað næsta skrefið verðúr í þessu rnáli er óvíst. Aðalmálgagn la ndsstjórnarinn ar, Alþýðublaðið, lætur allóírið- lega í gær. Er elcki annáo sýni- iegt af ski’ifum blaðsins, en það óski einkis frekar, en að deilan ieysist ekki, verkið verði stöðv- að, skip það, sem beðið hefir afgreiðslu í mánuð fári hjeðan, og virkjun Sogsins verði tafin um ófyrirsjáanlegan fcíma. Sennilega verður þetta mál á einhvern hátt lagt fyrir lands stjórnina, enda er það henni skylt. En eftir því sem málgagn hennar skrifar, eru ekki horf- ur á, að í herbúðum hennar ríki mikill áhugi fyrir því, að koma virkjuninni áleiðis. Vaxtatap bæjarins fyrir hvert ár sem Sogsvirkjunin tefst er um 300 þúsund krónur. Konur i iier- §kylduvínnu sainkvæmt hinum nýju herlögum Þjóðverja. KAUPMANNAHÖFN í GÆR. EINKASKEYTI TIL MORGUNBLAÐSINS. Hin nýju herskyldulög Þjóð- verja kveða svo á, að herþjóm- ustutíminn verði eitt ár. En áð- ur en sú eiginlega herþjónústa manna byrja eiga menn að vera eitt ár í þegnskylduvinnu, sem sje einskonar undirbúningstími undir herþjónustuna. Þá er ríkisstjórninni heimil- að að skylda konur til þegn- skylduvinnu við ýms störf, ef til ófriðar kemur. Páil.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.