Morgunblaðið - 09.06.1935, Page 4
MO RGUN BLAÐIÐ
Sunnudaginn 9. júní 1935».
Reykjavikurbrjef.
O • r 0
8. juru.
Aflinn.
Aflaskýrslur frá síðustu mán
aðamótum sýna svipaða út-
komu og áður. Aflinn verð-
ur mun minni í ár en í fyrra.
Munurinn nú 10 þús. tonn frá
því sem aflinn var á sama tíma
1 fyrra. Og mismunurinn hvað
mestur á Norðurlandi. En á
Norðurlandi var óvenjulega
rýrt aflaár 1934. En ennþá
verra í ár það sem af er. Svo
þar eru horfurnar slæmar við
sjávarsíðuna.
Markaðurinn.
En menn geta hugsað sem
svo. Til hvers að bera afla á
land, sem fyrirsjáanlegt er að
markaðir eru takmarkaðir.
Spánverjar hafa lokað fyrir
12 þúsunda tonna innflutn-
ingi af saltfiski, er við höfðum
þar áður, eða jafnvel meiri.
Því samningar við Spán hljóða
upp á 16 þús. tonna innflutn-
ing. En 22 tonn fengust til
landsins 1934, og er það 12
þús. tonnum minna en áður en
innflutningur á saltfiski var
takmarkaður þangað.
Nú nýlega er samningum lok
ið við ítali. Þar var saltfisk-
innflutningur minkaður um
helming. Þar mistum við mark-
að fyrir 10 þús. tonn. Svo alls
hafa saltfiskmarkaðirnir á
Spáni og Ítalíu rýrnað um 22
þús. tonn, en það er Yi af árs-
aflanum þegar aflinn er hjer
vfir meðallag.
Verslunin við
útlönd.
Samkvæmt skýrslu gengis-
nefndar frá síðustu mánaða-
mótum hefir útflutningurinn
fyrstu 5 mánuði ársins verið
nokkru meiri en í fyrra, kr.
14.673.000.00, en var í fyrra
nákvæmlega 2 milj. kr. minni,
eða kr. 12.673.000.00. Innflutn
ingurinn hefir aftur á móti ver
ið mjög svipaður og í fyrra,
kr. 17.852.00, en var í fyrra
kr. 17.879, eða 27 þús. kr.
meiri þá en nú.
100 ára afmæli
Matthíasar
Jochumssonar.
Þ. 11. nóv. næstk. eru 100
ár liðin frá fæðingu Matthíasar
Jochumssonar. Er þegar hafinn
undirbúningur hjer og á Akur-
eyri undir hátíðahöld þann
dag.
Eigi er blaðinu kunnugt um
hvernig þeim verður hagað. En
hinn nýi leikflokkur Haraldar
Björnssonar og Soffíu Guð-
laugsdóttur hefir gert samning
við erfingja Matthíasar um að
mega leika Skugga-Svein í til-
efni 100 ára afmælisins.
Á að vanda sem best til sýn-
ingar á þessu vinsælasta leik-
riti skáldsins, hvað snertir leik
endaval og allan útbúnað. svo
sýningin hæfi sem best minning
skáldsins.
Nýr græðireitur.
Einar E. Sæmundsen skóg-
fræðingur er nýkominn til bæj
arins austan úr Fljótshlíð.
Hann hefir starfað að því, með
Árna bónda Einarssyni í Múla-
koti, að koma upp nýjum
græðireit fyrir trjáplöntur þar
austur í túninu í gömlum
kartöflugarði.
Þar hafa verið gróðursettar
3000 birkiplöntur, sem fluttar
hafa verið úr Þórsmörk í vor,
svo og 2000 reyniplöntur, en
þær eru allar teknar úr garði
Árna í Múlakoti, nýgræðing-
ur frá trjám þar.
Fram til þessa heíir farið
meira orð af hinum Múlakots-
garðinum, garði þeirra hjón-
anna Túbals og Guðbjargar. En
eftir því sem Einar skógfræð-
ingur segir, hafa trjen í garði
Árna náð fult eins miklum
þroska. Mun það stafa af því,
að hverju einstöku þeirra, sem
nú eru þar, hefir verið veitt
meira vaxtarrými, með grisjun
í garðinum, jafnóðum og trjá-
gróður hefir þar vaxið og dafn
að. •—
Hæsta trje í garði Árna er
birkitrje, ættað af Þórsmörk,
er var þar gróðursett árið 1911,
þá 5—10 sentimetrar á- hæð,
en er nú rúmlega 8 metrar.
Svo telur Hákon Bjarnason, að
það trje muni á næstu árum
verða fegurst birkitrje á land-
inu. —
Hákon hefir hug á því að
fjölga græðireitum í landinu,
svo hægt verði að fullnægja
vaxandi eftirspurn eftir inn-
lendum plöntum til gróðursetn-
ingar við hús og bæi.
,,Engin æfintýri
væntanleg".
Tíminn skýrir frá því nýlega,
að kjósendur í landinu megi
ekki búast við neinum æfin-
týrum í afurðasölumálum, nje
í umbótum á hag almennings í
landinu.
Öðruvísi þaut í tálknum
þeirra Tímamanna í fyrrasum-
ar. Þá var alt þeirra tal æfin-
týratal um umbætur til sjávar
og sveita, ef þeir kæmust til
valda.
Og „æfintýrið" byrjaði með
því, að Hermann Jónasson varð
forsætisráðherra, með Harald
Guðmundsson og Eystein Jóns-
son sjer við hlið.
— En — ,,þar með var
draumurinn búinn“.
Því af bættum kjörum al-
mennings hefir síðan ekki
frjest. Heldur hafa „staðreynd
ir“ komið í stað gulls og
grænna skóga; hæstu fjárlög,
vaxandi álögur, skattar, tollar,
og höft, sem halda uppi háu
vöruverði, vaxandi atvinnu"
leysi, minkandi sölumöguleikar
á afurðum og sívaxandi hat-
ursfullar ofsóknir af hendi
rauðliða gegn frjálsu atvinnu-
lífi landsmanna.
Engin von um „æfintýri“
segir Tíminn.
Á fundum
Um síðustu helgi voru stjórn-
málafundir haldnir í Árnes- og
Rangárvallasýslum.
Þar varð stjórnarliðið að við-
urkenna, að- fjármál landsins
væru í hinu mesta öngþveiti.
Fjárhagurinn á heljarþröm,
síðan Framsóknarflokkurinn
eyddi 78 miljónum á 4 árum,
— og hældi sjer af „framför-
um í eyðslu“.
En hvernig hafa þessir menn
mætt erfiðleikunum?
Hamrað gegnum þingið út-
gjaldamestu fjárlög, sem
enn hafa sjest á Alþingi Is-
lendinga. Og í þingbyrjun í vet
ur voru þeir komnir með
landið út í það skuldafen, að
þeir urðu að hlaupa fyrir þing-
ið, eins og maður með víxil á
3. degi og heimta að þingið
„skrifaði uppá“ 11 miljón
króna lán í Englandi þá sam-
dægurs.
Síðan fá þeir þau skilaboð
fráBretanum, að nú megi þessi
íslenska stjórn ekki taka meiri
lán, eða ganga í ábyrgðir.
Og Eysteinn Jónsson, mað-
urinn sem samið hefir útgjalda-
hæstu fjárlög hinnar skuldugu
þjóðar, lofar öllu fögru til að
klófesta þetta síðasta lán.
Þetta eru staðreyndir sem
tala, og stjórnarliðið felur ekki.
Hvað á að gera?
En á fundunum um helgina
var birtist nýr kafli í þessari
hörmungasögu hinnar ráða-
lausu ríkisstjórnar.
Málpípur hennar, sem viður-
kenna eyðsluna, skuldasúpuna
og hin útgjaldahæstu fjárlög,
koma fram fyrir andstæðing-
ana, og spyrja þá, með bænar-
kvak í rómnum:
„Kennið okkur ráð til að
lækka útgjöld ríkissjóðs. Segið
okkur, sem með völdin förum,
hvernig við eigum að fara að?
Við eygjum engin ráð; eða vilj
um ekki beita þeim“.
En svar stjórnarandstæðinga
verður fyrst og fremst þetta:
Úr því þið viðurkennið fjár-
hagsvandræðin, og viðurkennið
vanmátt ykkar til þess að leysa
úr þeim, lækka útgjöldin, þá
væri ykkur sæmst að hverfa
frá vandanum og leggja niður
völd.
Annars mun mega benda
hinni rauðu landsstjórn á, að
fyrir hana væru hæg heima-
tökin að lækka ríkisútgjöldin
með því að fækka í bitlinga-
hjörðinni við ríkissjóðsjötuna.
En til þess skortir ríkis-
stjórnina viljann — og því fer
sem fer.
Framsókn og Reykjavík.
Blöð Framsóknarflokksins
hafa lagt út í skoplegan sam-
anburð á fjárhag ríkisins og
fjárhags Reykjavíkurbæjar. —
Ætla þeir með þeim skrifum
að efna til nýs kapítula í hin-
um ósleitilega rógi um Reykja-
vík.
En þau vopn, sem önnur snú-
ast í höndum þeirra gegn þeim
sjálfum.
Frá sjónarmiði hinna skamm
sýnu smámenna, sem mest láta
til sín taka í Framsóknar-
flokknum, ei; óvildin til Reykja
víkur skiljanleg.
Framsóknarflokkurinn hefir
talið sig höfuðmálsvara sveit-
anna. „Þungamiðja þjóðlífsins
er í sveitum“, hafa Framsókn-
armenn sagt.
En þessi „þungamiðja“
þeirra er með hverju ári að
færast til. Fólkið flýr sveitirn-
ar, flýr undan yfirráðum og
„regimenti“ Framsóknarflokks-
ins.
Aftur á móti fjölgar fólki í
Reykjavík með ári hverju.
„Ráðið“, sem Framsóknar-
menn hafa nú tekið til að
halda fólkinu í sveitunum, er
það, að koma atvinnuvegum
höfuðstaðarbúa í kalda kol,
svo hingað til Reykjavíkur sje
ekkerl lengur að sækja.
í skammsýni sinni koma
þessir menn aldrei auga á, að
jafnóðum og þrengist í búi við
sjóinn, minka möguleikar fyrir
lífvænlegum atvinnurekstri í
sveitum.
A!t skal það niður á við!,
er kjörorð Framsóknarmanna,
síðan þeir sáu, að eyðibýlum
fjölgar í sveitum, vandræði
aukast þar og fólkið flýr fi*á
jörðum og búskaparbasli —
undan skuldaklöfum kaupfje-
laganna.
Hverjum að kenna.
í Reykjavík fjölgar fólkinu.
Þar er nú nál. V;i landsmanna.
Fólksf jölgunin útheimtir auk-
in útgjöld, nýja skól, auknar
götutlagningar, rafmagn, vatns
veitur o. fl. o. fl. Þau lífsþæg-
indi, sem Reykvíkingar hafa
nú, hafa flestöll komið upp
á síðustu 20—30 árum. Alt
hefir þetta lcostað fje. — Og
Reykvíkingar hafa sótt lítinn
styrk í ríkissjóðinn. Þeir hafa
þurft að koma upp byggingum,
veitum og skólum, að mestu
fyrir eigið fje, meðan ríkisfje
hefir verið notað t. d. til að
teygja vega- og símakerfi upp
um afdali, þangað -sem fáir
vilja vera og engir sækja sæmi
legt viðurværi. Samt eru skuld-
ir bæjarsjóðs Reykjavíkur að
eins kr. 3% miljón, eða helm-
ingi minni að tiltölu við fólks-
fjölda en ríkisskuldirnar.
Vaxandi erfiðleikar.
En það skal fúslega játað,
enda öllum lýðum ljóst, að erf-
iðleikar Reykjavíkurbæjar fara
vaxandi.
En hverjum er um að kenna?
Skattabyrði hefir hin rauða
ríkisstjórn lagt tvöfalda á
herðar bæjarbúa.
Útgerð bæjarmanna er slig-
uð af of háum sköttum og
skyldum fyrir atbeina rauð-
liða. Svo t. d. útsvör þau, sem
þessi aðalatvinnuvegur hæjar-
manna áður bar, er nú kom-
inn á herðar almennings að
miklu leyti.
En aukin dýrtíð og erfiðleik-
ar fyrir frjálst atvinnulíf í
bænum varpar sífelt fleirum
og fleirum á kaldan klaka at-
vinnuleysisins, svo útgjöld bæj-
arsjóðs til atvinnubótaframlaga
og fátækrastyrks eru nú svip-
uð því, sem voru öll útgjöld
fyrir fáum árum.
Svo ætla rauðliðar með
Framsóknarfíflin í broddi
fylkingar að klína því á meiri-
hluta bæjarstjórnar, sem hefir
engin tök, hvorki á skattamál-
um, kaupgjaldsmálum eða
öðru því, sem mestu varðar
fyrir hag bæjarins, að það sje
hans sök, hvernig horfir við
hjer á sviði atvinnu- og fjár-
mála.
Mikilsverð viðurkenning.
Á bæjarstjórnarfundi nú í
vikunni lentu þeir í karpi Ól-
afur Friðriksson og Björn
Bjarnason kommúnisti, um
kaupgjald til bílstjóra fyrir
flutninga austur að Sogi.
Gat Ólafur ekki fallist á
það, að rjettmætt væri að
nefna það kauplækkun, þó
bílstjórar tækju að sjer flutn-
inga á nokkur þúsund tonn-
um fyrir 28 kr. tonnið, enda
þótt þeir fengju greiddar kr.
31,50 þegar um væri að ræða
flutning á einu einasta tonni
eða svo.
Því sagði Ólafur: Það er
eðlilegt að kaupið sje nokkuð
lægra, þegar mikil vinna er í
aðra hönd.
Hjer hreyfði Ólafur Frið-
riksson við máli, sem mjög er
mikilsvert fyrir allan almenn-
ing, og einkum vei-kamenn.
Tvær stefnur.
í atvinnumálum er það að-
allega þetta, sem skilur stefnu
Morgunblaðsins og stefnu
verkalýðsfjelaganna.
Morgunblaðið segir: Þeim
mun tryggari atvinna, hærri
árslaun, sem verkamenn fá,
þeim mun betra.
En verkalýðsf jelögin hafa
aftur á móti einblínt á tíma-
kaupið, þeim mun hærra sem
það væri, þeim mun betra, án
nokkurs tillits til þess, hvert
atvinna fengist um lengri eða
skemri tíma.
Þessi stefnumunur er svo
augljós, að eigi verður um vilst.
Annar vill sem hæst árskaup
manna. Hinn vill sem hæst
tímakaup, vitandi það, að
þeim mun ótryggari og styttri
verður atvinna hvei*s einstaks.
En nú hefir fyrverandi rit-
stjóri Alþýðublaðsins, ólafur
Friðriksson viðurkent opinber-
lega, að hann hafi skilið, að
stefna Morgunblaðsins í þessu
máli er hin rjetta. Það borgi
sig að slá af tíma- eða dag-
kaupinu — þegar löng og
trygg atvinna er í boði.
t'onandi að samherjar Ól-
afs beri smátt og smátt gæfu
til þess að átta sig á þessu máli
eins og hann.
„Það var barn í dalnum“.
Margir kannast við „Ókind-
arkvæði“ úr íslenskum þulum,
er byrjar svona:
Það var barn í dalnum,
sem datt on’í gat.
En þar fyrir neðan
ókindin sat.......o. s. frv.
Þetta dettur manni í hug í
sambandi við hinn horfna upp-
bótarþingmann Bændaflokks-
ins, Magnús Torfason, sem,
eftir frásögn hans við Ölfusá,
datt ofan um ausugatið á Fram
sóknarflokknum og síðan on’í
gat á Bændaflokknum, en „ó-
kindin“ í líki rauðu lands-
stjórnarinnar náði í skankana
á uppbótarþingmanni þessum
og hefir hann nú í hendi sjer.
En alt er þegar þrent er. Og
því mun engan furða, þó
Magnús Torfason eigi eftir að
lenda ofan um þriðja gatið. —
Ef t. d. hann skyldi hugsa sjer
að koma á Alþing, sem aftur-
genginn uppbótarþingmaður
Bændaflakksins, þá opnaðist
þar gat í gólfinu fyrir þetta
„orðuprýdda gamalmenni“, —
mátulega stórt handa honum
til þess að hverfa ofan í.
Æskulýðssamkoma verður hald-
ín í Betaníu, Laufásveg 13, annað
kvöld kl. 8y2. Steinn Sigurðsson
rithöfundur talar um bænina og
Magnús Runólfsson cand. theol.
um trúna á heilagan anda. Enn-
fremur verður upplestur, Zionskór
inn syngur og ungmeyjakór K. F.
U. K. syngur og spilar. Alt ungt
fólk er velkomið og aðrir meðan
húsrúm leyfir.