Morgunblaðið - 23.06.1935, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 23.06.1935, Blaðsíða 3
HO RG,U N BL AÐIÐ 3 Sunnudaginn 23. júní_1935. Islenska skáldkonan „Komin heim“. Samtal við frú Jakobinu Johnson. í g-ær náði Morg'unblaðið tali af skáldkonunni Jakobínu John- Son á heimili Villijálms Þ. Gísla- sonar skólastjóra; þar dvelst hún meðan hún er hjer í bænum. Hún A’a!■ aðeins 5 ára, þegar hún fluttist vestur um liaf og á því fáar. lifandi endurminn- ingar um ísland. En fyrstu orð hennar voru: -— Það er gott að vera komin heim. — Ekki tók ísland þjer þó eins Og skyldi. Rigningin í gær og dimmviðrið hafa sjálfsagt, orðið þjer mikil vonbrigði. Hin dásam- !e_ga útsjón, þegar siglt. er inn til Reykjavíltur, hefir algjörlega fal- ist. — Það gerði ekkert til. Móttök- urnar voru svo hjartanlegar. Og um miðja nótt fór jeg á fætuf til þess að horfa á hina dásamlegu björtu sumarnótt — og hún heill- i aði mig. — Hvernig gekk ferðalagm að vestan? awalaiD Í — Það gekk svor að í dag eru ^ rjettar þrjár vikur síðan jeg tagði' á stað — og tíminn leið fljótt, því að lmgurinn bar mig hálfa leið. —- Hvernig verður dvöl þinni hjer háttað? Hvenær ferðu norð- ur í átthagana? Plvað ættarðu að ferðast yíða, um landið? — Mig langar til að dveljast h.jer í Reykjavík svo sem viku- tíma. Svo fer jeg norður og verð- ur frænka mín, Jóhanna Friðrilrs- dót.t,ir hjúkrunarkona í fylg'd með mjer. En ekki veit jeg hve víða jeg ferðast. Mig langar að nota tímann til þess að s.já ýmsa sögu- staði og fræðast um alt íslenskt að fornu og nýju, svo að jeg geti túlkað íslenska menningu þegar jeg kem vestur um haf aftur. Af sögustöðum þrái jeg að sjá Hof í Vatnsdal, þar sem Tng-imundur gamji bvgði, B.farg í Miðfirði þa.r Jakobína Johnson. sem Grettir fæddist og þó sjer- staklega öéjrþjófsfjörð, þar Sem Gísli Súrsson var. Hefir ’sága hans numið hug minn fastast frá barnæsku — hin dapurlegu örlög hins góða manns, sem aldarand- inn ieiddi út á glapstigu. Og' svo eru sögustaðir úr Fóstbræðra sögu. Pabbi á.tti gamla Út.gáfu af henni og Iiana las jeg hvað eftir annað við sálarþorsta. En það vantaði aftan af bókinni, og varð pabbi því jafnan að segja mjer frá orustunni á Stiklarstöðum og jfalli Þormóðar Kolbrúnarskálds. | Já —,og ótal margt annað langar Imig til að sjá og lcynnast. Mig jlangar meira til þess, meðan jeg jdvel lijer, að fræðast um land- háttu og' þjóðháttu heldur en sit.ja í boðum og veislum. Jeg hefi alla ævi haft tíma af skornum skamti, orðið að læra og lesa, eftir erfitt og langt dagstarf, meðan aðrir jsváfu. En jeg hefi aldrei getað ikannast við að jeg hafi lent á j rangri liillu í lífinu. Og því ætti j enginn maður að trúa um sjálfan sig, heldur taka með hetjuskap hverju því, sém að höndum ber. Jeg raun því ekki fara hjeðan óánægð, enda þótt allar vonir mínar í sambandi við „heimkom- una“ rætist ekki. Landsmálafundirnir í Morður-ísafjarð* arsýslu. Sjalfstæðisflokkurinn böðaði 5 lau<i's.mál;afuu(li í N.-iísaf jarðar- sýslu. Fyrsti fundurinn var á föstúdag, í Reykjanesi, fyrir inn- d.júpið. Reykjanesfund- urinn. Hánn sóttu 50—60 manns. Þar mættu Jón A. Jónsson og TJior Thors fyrir Sjálfstæðisflokk- inn, Sigfús Sigurhjartarson og Guðmundur Hagalín fyrir stjórn- arliðið. Þessi fundur var svo að segja ó- skiftinr með Sjálfstæðisflokknum. Tvéir innaÍUijeraðsmenn töluðu á fundinum, þeir Halldór .Jónsson bóndi á Rauðamýri og Jón Fjall- dal a, Melgraseyri. Halldór á Rauðamýri er elsti bóndinn í sýslunni og einn af helstu jarðahótafrömuðum þar. Stefna sósíalista í ýmsum* mál- uin bar á góma á fumlinum, þ. á in. afnám sjálfsábúðarinuar og þjóðnýting jarðanna. L fundarlokin stóð upp öldung- urinn á Eauðamýrh og sagðist ekki ætla að halda ræðu, en eina ósk kváðst liann liafa fram að bera; hún væri sú, áð g’uð gæfi það, að uppvaxandi bændur íslands lentu aldrei undir þaki hjá sósíalistum. Sigfús Sigurhjartarson virðist búinn að „fá á heilann“ Kveldúlf og Thorsbræður, því hann getur ekki um annað talað á fundunum. En eftir því sem lengra leið á fundinn í Reykjanesi, urðu meiin leiðir á Sigfúsi og svo mun reyn- ast annars staðar. GOLF. nnga r - Iþród fyrir sein gamla. Stofnun Golfklúbbs Islands. Golfklúbbur íslands. Myndin er tekin á vígsludaginn. Golfklúþbur íslands hefir, tekið á leigu landflæmi í svo' nefndu Austurhlíðarlandi ogi látið gera þar völl til golfiðk-1 ana. í sambahdi við völlinn er snoturt Íítið klúbbhús, sem meðlimir lclúbbsins Iiafa ,að- gang að Húsvörður og bryti klúbbsins er Valur Nordabl,1 velþektur frammistöðumaður, frá skipum Eimskipaf jelags- j ins. Stjórn Golfklúbbs. Islands' bauð blaðamanni frá Morgun-j blaðinu inn á völl til að kynn-: ast tilhögun allri og fekk hann' um leið tækifæri til að talaj við kennara klúbbsins Mr. Walther Arnéson. Mr. Arneson er Ameríkumaður, :sem hefir ferðast víða itm Evrópu og m. a. verið golfkennari í Noregi ög Danmörku. — Gjaldkeri ldúbbsins, Gottfred Bernhöft, ók frjettaritará blaðsins inri- eftir. Þegar þa-ngað kom voru þeir Helgi H. Eiríksson skóla- stjóri og Mr. Arneson að enda leik, og er þeir höfðu lokið Liffærum ftiald- !ð lifandi * k 1 lengi eftir að þau eru 'fekin úr líkanianum. KAUPMANNAHÖFN í GÆR. EINKASKEYTI TIL MORGUNBLAÐSINS. Lyflæknadeild Rockefeller- stofnunarinnar skýrir svo frá: Flugmaðurinn Oharles Lind- bergh og Nobelsverðlaunamað- urinn Carrel hafa lengi unnið saman að því að útbúa vjel, sem geti haldið líffærum lif- andi í langan tíma eftir að þau eru tekin úr líkamanum. Eru líffærin sett í gerilsneytt hylki, en fljótandi fæðu er dælt í slagæðar líffæranna. Páll. bopum var gengið inn í hið vistlega klúbbhús. Helgi H. Eiríksson skólastj. skýrði frá stofnun og sögu Golfklúbbs Islands. I fyrrahaust komu nokkrir menn saman á fund. Höfðu sumir þeirra haft nokkur kynni af golf-Ieik erlendis og fengið brénnandi áhuga fyrir þessari íþrótt. Á fundi þessum var kos- in nefnd manna til að undirbúa stofnun goifklúbbs og að fá hingað kennara. í desember mánuði • s.l. var stofnfundur haldinn og 12. janúar þ. á. kom Könnarinn hingað. í maí mánuði vai’ golfvöllurinn til- búinn og klúbbhúsið opnað. — Var það haldið hátíðlegt með vígslu 12. maí. Við það tækifæri hjelt form., klúbbsins, Gunnl. Einarsson; læknir ræðu, þar sem hann j segír meðal annars: „Hvaða erindi á nú þettaj golf hingað? er spurning, sem við heyrum daglega. Flestir! vita, að það er leikið af göml-j um körlum í Englandi og þyk-j ir fínt. Þessvegna halda menn, að við, sem höfum fyrir þessu! barist, sjeum annað hvortj hræddir við ellina eða viljum vera afskaplega fínir. ímynd fordildar, fínheita og sjervisku sje hjer uppmáluð. Þetta stafar alt af vanþekk- ingu og af skilningsleysi þeirra, er hafa lesið bók Wodehouse um golf og slá um sig með því. Það er sá sannleiksneisti á þessu, að hver, sem byrjar golf, spilar það til elliára, en nú síðan eftir stríðið og eink- um á allra síðustu árum, eru það hvarvetna ungir og mið- aldra menn, sem bera uppi golf hreyfinguna. Jeg segi golf- hreyfinguna af því, að golf hefir breiðst mjög ört út um alla Ameríku og Evrópu hin síðustu 10 ár. Fyrir þann tíma var t. d. í Danmörku aðeins einn golfvöllur, en nú eru þeir 17. I Svíþjóð voru fyrir 10 ár- um aðeins 2, en nú eru þéir yfir 20. Þetta kemur hreinlega af því, að íþróttin hefir endur- fæðst. I Ameiíku hafa menn tekið upp alt aðra aðferð til að slá boltann, en venjan er samkvæmt enskum leikreglum. Sú aðferð miðar að því, að stæla jafnt alla vöðva líkam- ans og gera golfleikinn um leið að alhliða íþrótt. Þetta tekst öllum, sem rjett kunna að slá, og í því liggiir beinlínis sá stóri viðgangur og vöxtur golfleiks- ins um allan heim. Gömlu golf leikararnir streyma í golfskól- ana til að breyta ,,teknik“ sinni og læra amerísku aðferð- ina, og hún hefir verið kend hjer. Þegar við þetta bætist langir göngutúrar (á golfbraut unum) í fögru umhverfi og spennandi leikur, þá er von að margur falii fyrir ffeisting- unni og haldi áfram þeim mun ákveðnar þegar hann finnur þau hress'andi áhrif á líkama og sál, sem leikurinn skapar. Það er ennfremur eiginleiki golfleiksins þar sem hann tek- ur til svo margra vöðva, að hann samstillir þá og kemur á jafnvægi í líkamanum, sem aftur verkar á sálarlífið og dregur úr ,,nervösiteti“. Golf- kennarar eru rólyndustu menn beint af starfinu og allir, sem golf iðka til muna, finna fljót- lega, að það styrkir ekki ein- asta líkama, heldur taugar. Jeg held nú, að öllum megi ljóst vera, hvert erindi golf á P;! ' til okkar, sem flestir sitjum inni allan daginn eins og belja á bás og öndum að okkur bæj- arrykinu, þegar við skjótumst í bíl milli húsa. Golf gefur okk- ur holla hreyfingu og loft í lungun í skemtilegu umhverfi, við spennandi leik sem sam- stillir vöðva og taugar og verð- ur okkur ómetanleg og heill- andi heilsubót og lífs-elexír, Framh. á 6 síðu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.