Morgunblaðið - 23.06.1935, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 23.06.1935, Blaðsíða 8
8 MORGUNBLAÐIÐ Sunnudaginn 23. júní 1935. Allir Reykvíkingar lesa auglýsingar Morgunblaðsins. Jfoujts&ajiue' ÍHiktfnttiiicjac Breytið til og reynið Kabaret Kvikmynd af Mekka Það er harðlega bannað að taka mynciir í Mekka, hinni lieilögu borg Múhamedstrúarmanna, og Ef þjer viljið fá heimsendan góðan miðdegisverð þá hringið „ ^ „ , , „ . „ í síma 1289 Þóranna Thorla- fra Smurðs Brauð* Buðinni. 15 margir menn, sem hafa reynt það, tegundir álegg. Það er eins|iiafa orðið að láta lífið fyrir. ______ þægilegt að taka Kabaret með Belgiskt-hollenskt innflutn- í nestið eins og borða það ingsfirma óskar góðs umboðs- heima hjá sjer. Laugaveg 34, cius, Tjarnargötu 16. manns fyrir ný og óvanaleg sími 3544. viðskifti. Mikill ágóði. Aðalum boð og föst laun. Skrifið á Ferðaskrifstofa fslands, Aust ens'kuT MskuTði frönsku ti'i. urairseti 20, sími 2989, hefir af- M. Engelen, 32 Rue du Pont,l8K,8slu fynr flest sumarhðtel- Roosendaal, Hollandi. Benedikt Gabriel Benedikts- son, Freyjugötu 4, skrautritar ávörp og grafskriftir, og á skeyti, kort og bækur, og sem- ur ættartölur. Sími 2550. in og gefur ókeypis upplýsing- ar um ferðalög um alt land. Kelvin Diesel. — Sími 4340. Kaupum gamlan kopar. Vald. Poulsen, Klapparstíg 29. Sími 8024. Hangikjöt, nýreykt. Nordals- íshús. Sími 3007. Slysavarnafjelagið, skrifstofa við hlið hafnarskrifstofunnar í hafnarhúsinu við Geirsgötu, seld minningarkort, tekið móti gjöfum, áheitum, árstillögum m. m. Lundi fæst í Nordalsíshúsi. Erfðafestuland til sölu.---- Upplýsingar í síma 4445. Rúgbrauð, franskbrauð og normalbrauð á 40 aúra hvert. Súrbrauð 30 aura. Kjarnabrauð 30 aura. Brauðgerð Kaupfjel. Reykjavíkur. Sími 4562. — Er þetta gott svefnmeðla, herra lyfsali? — Það besta, sem til er. Við gefum yekjaraklukku með hverri einustu flösku. Veggmyndir Og íjölbreyttu úrvali götu 11. rammar í á Freyju- ‘ItircrKL' Barnavagnar og kerrur tekn- ar til viðgerðar. Verksmiðjan Vagninn, Laufásveg 4. Frú: Eruð þjer nú viss um að þessi jurt beri blóm einu sinni hvert hundraðasta ár? Blómasali: Alveg viss! Ef hún gerir það ekki megið þjer skila henni aftur. En nú hefir f ranskri konu, madame Dahabu tekist það að ná kvikmynd af borginni og helgisið- um þar. Hún vann það til að kasta trú sinni og taka Múhamedstrú svo að hún mætti ferðast um alla borgina og taka þátt í helgisiðum o g guðsdýrkun. Kvikmyndavjel hennar var afar lítil og útbúin sem brjóstnæla. Fyrir skömmu er frúin komin til Suez og þar hafa umboðsmenn ótal kvikmyndafjelaga slegið hring um hana til þess gð krækja í inyndina. Hafa henni verið boðn- ar 100 þúsundir dollara fyrir hana. En nú, þegar hún þóttist sloppin úr alli hættu, og menn fóru að rífast um að ná í mynd- ina, vaknaði hjá henni uggur og ótti. Hvað munu sanntrúaðir Mú- liamedsmenn segja um það ef helgisiðir þeirra og guðsdýrkun er sýnt á kvikmyndum hjá annari eins efnishyggjuþjóð og Banda- ríkjamönnum ? Væri það ekki næg ástæða til þess að þeir sæti um líf þess, er myndina tók? Læknir: — Drekkið þj er nú eins og jeg hefi sagt yður Karls- baðvatn klukkutíma fyrir mat. Sjúklingur: Já, læknir, það er að segja — lengur en stundar- fjórðung get jeg ekki haldið út að drekka vatn! BMu-finkisnsisrsteiiin og kaffistellin eru komin aftur, sama lága verðið. Einnig ýmsar fleiri tegundir af nýtísku stellum, nýkomnar. K. Eflnarsson & Ifljörnsson, Bankastræti 11. V æntanlegt. APPELSÍNUR, 240, 300 og 390 stk. KARTÖFLUR. Eggert Kristjánsson & Co. Simi 1400. I SNÖRUNNI. 41. og sagði ákveðinn á svip: — Eitt verður mjer ljósara með hverri stundu, sem líður, og það er, að við verðum bráðlega að ná tali af Edward lávarði. — En vitið þjer, hvar hann er niðurkominn? Hann er ekki í Norfolk. — Það ættum við að geta fengið upplýsingar um eftir augnablik. En nú verðum við að tala nokkur orð við unga stúlku, sem er hjer. Hann hringdi og gaf skipun um, að láta stúlk- una koma inn, og von bráðar kom ung, vel búin stúlka inn. Smithers bauð henni stól og Matterson spurði kurteislega: — Nafn yðar er Julie Somerby, ungfrú. — Já. — Og þjer eruð einskonar ritari hjá Edward lávarði og lafði Louise? — Já. — Mig langar til þess að biðja yður að svara örfáum spurningum, sagði Matterson. Vitið þjer, hvort þeir voru miklir vinir eða kunningjar, Ed- ward lávarður og Mr. Brandt, sem hengdur var fyrir nokkru í Wandsworth? — Nafnið Brandt er ekki til á þeim lista, sem jeg færi yfir fólk sem láva^ðurinn og lafði Louise umgangast, með öðrum orðum hefir hvorki Brandt eða kona hans komið til Keynsham Hall. — Ein spurning enn, ungfrú Somerby. — Mr. Brandt sálugi var meðlimur í Shannon veiði- klúbbnum, Doldrumas klúbbnum og Bifreiða- klúbbnum, er Edward lávarður meðlimur í ein- hverjum þessara klúbba? — Nei, Edward lávarður er aðeins meðlimur í Malborough klúbbnum, Carlton og bifreiðar- klúbbnum. — Eftir þessum upplýsingum yðar, get jeg þá dregið þá ályktun, að þjer hafið aldrei sjeð Ed- ward lávarð með Mr. Brandt? — Já, það er yður óhætt. — Við þökkum fyrir upplýsingarnar, ungfrú Somerby, sagði ofurstinn og stóð á fætur, þegar hún bjóst þess að fara. — Þjer spurðuð hana ekki, hvar lávarðurinn væri, mælti Smithers. — Jeg er hræddur um, að þjer lesið ekki nógu vel „Frá hirðinni og samkvæmislífinu“, Smith- ers, svaraði Matterson brosandi. Það stóð í Times/ í morgun, að hans hágöfgi hefði haft mjög tigna gesti um borð á lystiskipi sínu á höfn Monte Carlo, og meðal þeirra Monaco fursta og frú hans. Og það er ekki búist við honum heim, fyr en eftir 3—4 daga. Á meðan verðum við að nota tímann og sjá, hvað við höfum áunnið í málinu. Að svo komnu standa sakir þannig: Við vitum hver lagði á ráðin í fyrra sinnið og ljet pinta ráð- herrann á ómannúðlegan hátt. Við vitum, að sami maður heimsótti frú Brandt, daginn áður en hún hvarf, og hlýtur það að skifta nokkru máli. Hjer hefi jeg nokkur orð um Edward lávarð: — Edward Keynsham lávarður er sonur her- togans af Durham í þriðja lið. Ættin var illa stæð en samkvæmt æfagamalli venju ver Keynsham látinn ganga í skóla í Eton og síðan í sjóliðsfor- ingaskólann í Sandhurst. Hann var jafnan í ann- ari lífvarðarsveit, og sýndi framúrskarandi hreysti og dugnað. Hann sýndi og óbilandi kjark og dugnað á öðrum sviðum, því að þegar hann kom heim eftir stríðið, og komst að raun um, að fjöl- skylda hans var gjaldþrota og bræður hans komn- ir á vonarvöl, gerðist hann atorkusamur verslun- armaður. — Hann gerðist meðstjórnandi gamals og vel- þekts verslunarfyrirtækis, sem keypti te, kaffi, engifer, rúsínur, kúrenur og krydd til útflutnings. Fjelagið, sem annars var velstætt, var að fara í hundana af því að það var rekið með úreltu fyrir- komulagi, en eftir að Edward lávarður tók við stjóm þess, tók það að dafna og blómstra á ný, og nú er það talið auðugasta og öflugasta fyrir-- tæki í heimi í sinni grein. Enda sjest það glögt á öllu líferni lávarðsins að hann er vel fjáður. •— Hann keypti aftur ættaróðalið Keynsham Hall, lifir nú þar, sem stórauðugur herramaður, já, eins og miljónamæringur, iðkar íþróttir og gefur stór- gjafir í velgerðarskyni. Auk þess vitum við, að þau systkynin hafa ver- ið bestu vinir Sir Humphreys Rossiters. Og þrátt fyrir alt þetta er Edward lávarður eini maðurinn, sem við getum haft grun á. — Þessi ungfrú fór illa með okkur, með því að segja, að hann hafi ekkert átt saman við Mr- Brandt að sælda. Annars hefði það legið í aug- um uppi, og einmitt komið heim við ágæta lyndis- eikun og sterkan vilja lávarðarins að leggja alt í sölurnar til þess að bjarga lífi vinar síns, sagði Smithers. Pank ræskti sig. — Smithers hefir á rjettu að standa, — jafn viljasterkur maður og Edward lávarður, myndi leggja alt í sölurnar til þess að bjarga vini sínum. En myndi hann ekki líka leggja mikið á sig í gagnstæða átt? Ofurstinn leit upp hissa. — Jeg skil yður ekki, Pank. — Áður en jeg geri frekar grein fyrir máli mínu, vildi jeg biðja yður að lesa lýsingu á Brandt. Matterson tók blað, sem lá fyrir framan hann og las upp hátt: — Cecil Brandt, 43 ára að aldri, fæddur í Windermerl. Faðir hans var sóknarprestur, og margir ættingjar hans áttu jarðir þar í hjeraðiniu Hefir fengið skólamentun þar í þorpinu. Fór til Ástralíu 19 ára gamall. Er síðar talinn hafa ferðast víða um og grætt of fjár. Kvæntist fyrir sex árum, Katherine Milsom, hinni góðkunnu leik- konu, og settist að í London. Keypti Imperial- leikhúsið fyrir hálfa fjórðu miljón króna og gaf

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.