Morgunblaðið - 23.06.1935, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 23.06.1935, Blaðsíða 4
M0ROUNBLAÐlÐ 4 SBS* Sunnudaginn 23. júní 1935. Svíþjóðarför. Viðtal vlð Gísla Sveins- son sýslumann. Meðal farþega á Gullfossi síð- ast var Gísli Sveiusson sýslum., eins og getið liefír verið um. Var hann eins og kunnugt er, einn af þeim fjórum fulltmum, sem Al- þingi sendi til þess að vera við hátíðahöld þau, sem fram fóru í Svíþjóð vegna 500 ára afmælis ríkisþings Svía, s'einustu daga maímán. s. 1. Var G. Sv. kjörinn af hálfu Sjálfstæðisflokksins, en af hinum voru þeir Stefán Jóh. Stefánsson fyrir Alþýðuflokkinn, (varamaður Jóns Baldvinssonar), Jónas’ Jónsson af Framsóknarfl. og Hannes Jónsson (sem varam. J>orst. Briem) af Bændafl. Morgunblaðið hitti hr. G. Sv. að máli og bað hann segja nokkuð af ferð þessari. — Það er ekki auðgert í stuttu máli, sagði G. Sv. Þess er fyrst að geta að við fórum hjeðan með „Lyru“ 16. f. m., fíl Noregs, og vorum þar saman 3 fulltrúarnii', en Jónas Jónsson var farinn á undan til Kaupmannahafnar. Það Arar hinn mesti skemtunarauki, að fara þessa leið og frá Bergen yfír landið þvert (Bergensbrautina) til Ósló; fjallalandið norska er fagurt og minningaríkt. — Var viðstaða ykkar annars löng í Noregi? — Nei. Aðeins 3 dagar alls. En ágætis viðtökur fengum við hjá frændum vorum Norðmönnum. í Osló sátum við lxeimboð (þá var Jónas þangað kominn) hjá full- trxia íslands við íslensk-dönsku sendisveitina þai’, hr. Vilhj. Fin- sen. Er hann lífið og sálin í öll- um viðskiftum voi’um við Noreg og tilbúinn til aðstoðar víðar. Svíar taka á móti gestunum í Ósló. — Og í Ósló tóku Svíar við okkur, heldur G. Sv. áfram. Sendu þeir þangað mann til móts við okkui’, hinn dygga norræn-íslenska fræðimaxxn, pi’ófessor Hjalmar Lindroth í Gautaborg, sem síðan ATar leiðsögumaður okkar alt til Stokkhólnxs. Var það ferðalag alt undirbúið með hinni mestu prýði. Var fyrst haldio til Karlsstaðar (Karlstad) höfuðstaðar Verma- lands, skoðaðar þar hinar miklu verksmiðjur (í trje og járni), sem heyra til furðuverka mannanna. Þá var farið norðnr Vermaland, yfir Vestmannaland og alt í Dali (Dalarne), til Fálúnsborgar. Þar voru okkur sýndar hinar frægu námaverksmiðjur og söfn þeirra o. fl. (og einnig því óskylt safn, sem sje málarans Carl Larssons); má taka fram, að móttakan í Falim var glæsileg, en liana ann- aðist námuverkfræðingur Quenner- stedt kapteinn. Blakti þar íslenski fáninn á hárri stöng, samhliða hinum sænska (og hafði hann aldrei fyr komist svo norðarlega í Svíþjóð), og ýms önnur viðhöfn var þar sýnd. T. d. var í frægri gestabók námusafnsins xxtbiiin ein blaðsíða með skjaldarmerki Islands Gísli Sveinsson. og rituðu íslendingarnir þar nöfn sín. — Fcrðuðust þið enn lengra norður um Sviþjóð? — Til þess var nú ekki tími, enda hafði ferðin um Jandið tekið 3 daga. Nú hjeldum við suður til Stokkhólms (um Uppsali) og kom um til höfuðborgar Svía sunnudag inn 26. nxáí. Þegar um kvöldið sátum við fyrsta boðið þar, hjá seridiherra Dana og Islendinga, og voru þá og' þangað komnir full- trxxar frá danska ríkisþinginu. — En livenær byrjuðu hin eig- inlegu af'mæ'lishátíðahöld sænska ríkisþingsins ? —- Þau hófust daginn eftir, að morgni mánudagsins, 27. maí, Konum okkar hafði frá þeim tíma verið sjeð fyrir sjerstökum skemt- unurn, því að svo var manmnargt að eigi gátu þær verið með þeim karlmánnasæg, sem fíl afmælisins kom. Var m. a. farið með þær unx merka staði í og után borgar, þeim fíl mikillar ánægju og fróðleiks, og þeim gei’t alt tíl þægðar; var þeim fengin sjerstök leiðsögukona (ungfrú Benedix, sem er æfð frá foi’stöðu í alþjóða-kvennafundum). Með þeim voru og hinar ísl. kon- ur í Svíþjóð, systumar frá Nesi við S'eltjörn — fi’ú Wennerström (ráðherrans) og frú Bergström (ríkisþingmarinsins). En nú Oá leiðin fyrst til Arboga — hinnar fornu, en litlu borgar í Vestinannalandi, þar sem þjóð- hetjan Engilbrekt Engilbrektson stofnaði fíl þjóðþings Svíanna fyr ir rjettum 500 árunx, þess, er síðan hefír verið óslitið, annaðhvoi’t ráð- gjafar- eða lögjafarþing þeii’ra og kallast „ríkisdagur“. -—Og hvað, var svo aðhafst x þessum bæ? — Þar byi’juðu hátíðahöldin. Var fyrst ekið með járnbraut vest ur þangað, alt sjerlestir vegna þessa tilstands (ríkisþingið eitt hefír 380 nxeðlinxi). Voru nú komn ir fulltrúar frá öllum þingum á Norðurlöndum, fjórir frá hverju, íslendingum, Dönum, Norðmönn- um og Finnunx. Mynduðu fslend- ingar og Norðmenn eina „sveit“ með sama leiðsögumanni (sem þeim voi’u fengnir til aðstoðar all an tímann); var okkar leiðsögu- maður ungur herramaður, kammer jnuker Hallin, sonur kamnxerherra Hallins, sem heimsótti ísland við Alþingishátíðina 1930. Danir og Finnar höfðu fulltrúa 'í utanríkis- stjórninixi sænsku, Kumlin að xxafni. 1 hátíðar- eða móttöku- nefndinni voru m. a. þeir Hallin eldri og dr. Hildebrandt ríkis- skuldastjóri (formaðxxr nefndar- innar, liann er mágur próf Lind- roths í Gautaborg); þessir báðir eru einnig fyrv. þingmenn. Þegar allur hópurinn kom til Arboga, var þar ti'l staðar kon- ungur Svía með ríkiserfingja og’ allri sinni fjölskyldu, og tók bæjar- arstjórn á móti með hinn glæsilega formann sinn í fararbroddi, er Göransson heitir. Hann fekk þann dag almannalof fyrir orðfar sitt og- fx’amkomu. Annars fóru há- tíðahöldin þar eftir — skrúðgöngu í góðu veðri frá járnbrautarstöð — að miklu leyti fraxn í hinni fögru og æfagömlu Arbogakirkju (Þrenn ingarkirkju), sem talin er vera frá tímum Engilbrekts; var þar m. a- flutt forspjall í ljóðum eft- ir dr. Karl Asplund. Síðan var af- hjúpað þar á torginu nýtt minn- ismerki (líkneski) Engilbrekts, næsta sjerkennilegt, og loks sest að borðhaldi í mikilli tjáldbxxð, og var þar saman kominn ai’agrúi hinna merkustu manna og veitt hið ríkmannlegasta, svo sem Sví- um er lagið. Sátu þá og ávalt síð- an í matboðum hátíðalialdanna hinir boðnu fulltrúar Norðurlanda þingmanna hið næsta háborði eða A'ið það, en hinummegin við það sat konungur með fjölskyldu sinni og öðrum fígnarmönnum. Um kveldið þess dags var ekið til Stokkhólms aftur. — Og hjelt þetta þannig áfram dag eftir dag? — Já, 3 næstu daga í röð í höf- uðborginni (alls 4 daga). Þriðju- daginn 28. maí má telja aðalhátíð- isdaginn þar. Þá meðtóku for- setar Svíaþings gjafir þær, er bor- ist höfðu, í þinghxxsinu, að við- stöddu miklu fjölmenni. Síðan var gengið í kirkju þá, senx er dóm- kirkja í Stokkhólmi og nefnist „Storkyrkan"; var þar að vissu leyti messusamkoma og einnig ræður fluttar. Stje 'erkibiskup Svía (í Uppsölum) dr. Eidem í stól og konungur og forsetar (Vennersten og Sávström) fluttu ræður; einnig voru lesin ávörp frá þingum frændþjóðanna. Ávarp Alþingis íslendinga las Stefán Jóh. Stefánsson (varaforseti Nd.) í sænski’i þýðingu, sem gerð hafði verið heima og reyndar gefin út í allmörgum eintökum, en ávarpið sjálft, sem er á ísl. og hið skraut- legasta að útbxxnaði, hefír víst ver- ið birt í blöðunum hjer. En það sem einna mest lireif menn við kirkju- athöfnina, var hið stórfenglega tónverk (kantata) Sten Selanders og tónskáldsins Hugo Alfvéns. Síðdegis þessa hátíðisdags hafði svo ríkisþingið boð inni. — Gerðu Svíar góðan róm að ávarpinu frá Alþingi? — Já, þeir ljetu ótvírætt í Ijósi gleði sína yfír því og hmu afhenta málverki af Þingvöllum (þing- staðnum) eftir Ásgr. Jónsson. Og næsta dag, miðvikud. 29. maí, stóð borgarstjórn Stokkhólms fyrir veit ingum og bauð tíl miklu mann- va H, en áður um daginn voru fund arliöld í báðum deildum ríkisþings, reyndar nxeira til sýnis en í al- vörxx. Um kvöldið helt konungur stói’boð í höll sinni; hafði hann og konungsfjölskvlda látið kynna sjer alla seridimenn Norðurlaxida- þinganna daginn áður. Eins og kunnugt er, hafa konungbornir menn Svíanna mikið orð á sjer fyrir gáfur og höf'ðingsskap, en eru jafnframt hinir ljúfmannleg- ustu í kynningu og njóta mikillar hylli nxeðal þjóðarinnar, eins og líka bert kom fram við brúðkaup Ingiríðar prinsessu, dótfur Gustafs Adolfs ríkiserfingja, er hxxn dag- ana þar á undan gekk að eiga Friðrik krónprins Dana og ís- lendinga. — Var ])að ekki þenna daginn, sem Jónas Jónsson átti að flytja ræðu þá, sem heyrst hefir hjer heima, að Stef. Jóh. hafi „xxr- skurðað“ hann i’jettbæran til? — Já, satt var það. Og það er ekkert leyndarmál, heldur sjálf- sagt til þess að verða heyrin kunn ugt, að Jónas sótfi það fast að fá að segja þarna nokkur orð (að eins fáar mínútur voi’ix ræðumönn- um ætlaðar), en krafa hafði kom- ið fram um það í sendmefndinni, að ræðumaður yrði fulltrúi stærsta flokks Alþingis, Sjálfstæðisflokks- ins, sem hefði vei’ið það eðlileg- asta og- reyndar sjálfsagt, úr því að fulltrxxi xxr stjói’narflokkunum liafði flxxtt ávarpið. En það máttu þeir St. Jóh. og' einkum Jónas ekki heyi’a, senx var ósvífni, reynd- ar fram flxxtt með hlægilegxxnx rökunx. Nxx, þótt svona tækist leið- inlega til, voru þó ýms tækifæri önnxxr á ferð þessari fyrir „í’æðxx- höld“, og þess vil jeg láta gefíð, að samkomulagið var að þessu eina ati’iði undanteknu hið ákjós- anlegasta nxeðal sendimanna, alla leið nxeðan þeir voru saman. — Annars varð af þessxx ræðuhaldi J. J. minni gleði en ætla hefði mátt, með því að vegna óhapps (bilun- ar á raftaug -til gjallai’horns) heyrðist ekki nenxa lítill Muti af máli ræðumanns, en þetta var við borðhaldið í liinu rnikla borgai’húsi Stokkhólms (Stadshuset). Á f jórða og síðastu degi, fimtud. 30. maí, lauk hátíðahöldum þessum með samkomu (hergönguskemt- un og ræðuhöldunx) á Stadion- sviði, og um kvöldið leikum og sýningum á ,,Skansínum“, sem er alkunnur útiskemtistaður í höf- uðborg Svíþjóðar, en þenna dag voru konur fxxlltnianna með þeixn. Kvaddi þá og' móttökunefnd gesti með samsæfí, en þeir þökkuðu fyrir gig sem maklegt var. — Var svo heimför sendimanna ráðin eftir þaðf — Fáa daga var enn dvalið í. Svíþjóð, en síðan kostuðu Svíar för okkar „yfír landamærin"; eru minningarnar unx þessa Svíþjóðar för óviðjafnanlegai- og viðkynning in við fjölda afbi’agðsmanna þar. Þaðan lá leið oldtar um Dan- nxörk og tók sendiherra vor í Kaupmannahöfn, Sveinn Björns- son og frxx hans, okkur opnum örmum, en fyrir gestrisni sína og alúð ei’ix þau rómxxð xxm öll Norð- urlönd. Er hr. G. Sv. hafði gefið blaðinu framanskráðar upplýsingar úr Fækkun presta og afstaða kirkjunnar. Eftir Sigurbjörn Einarsson stud. theol í Uppsölum. Það er haft við oi’ð, í fullri al- vöru að því er virðist, að fækka stórxxm stárfsmanualiði Þjóðkirkj- unnar. Það er gert fíl þess að rjetta við hag ríkisins. Það er vit- anlega gleðilegt og alls hróss vert, að þeir, sem falið var að gera fíl- Jögur til meiri sparnaðar á rekstri þjóðarbúsins, skyldi bera giftu tit þess að ráðast á garðinn þar sem hann. var hæstxxr, klípa á því kýl- inix sem sárast sveið. Það má teljast því skarplegar gert sem færri höfðu áður gei’t sjer grein fyrir því, Iivað kirkjan gengxxr nærri gjaldþoli ríkissjóðs! Hvílíkxxr ljett ir vex-ður ekki það á fátækum al- menningi, hvílíku oki verðxxr ekki af þjóðinni Ijett, þegar þessir þurftarfreku 40—50 prestai’, snxátt og smátt týnast xxr embættunxun og hætta að hrifsa til sín opin- bert fje! Ætli mönnum bregði ekki við! Að þessum tillögxxnx standa líka nienn, sem vilja stenxnxa á að ósi, livað þjóðfjelagsmeinin snertir og má segja að ekki þurfi að örvænta um dygga fylgd við það kjörorð úr því ekki var ver af stað farið. Jeg hefi leyft nxjer að „skemta u m lxinn óskemtilegasta hlut“ (\ ítlalín) og er þó málið í raun- ’rini ekki þannig vaxið að vert sje að við hafa um það skapyi’ði, enda þótt bai’na- og óvitaskapxirinn í þessxxm fíllögum sje liinn háðuleg- asti. Kemur það víðar fram en í till. mn fækkun presta. Barna- kennararnir rnunu heldur ekki fá ofbirtu í augun yfir dýrðinni framundan, ef þetta nær fram að ganga, (sbr. grein eftir Hl. Sig'- ux-ðsson kiennara í Alþbl. fyrir nokkru) og Nýja Dagbl, liðaði ný lega í sundur, hvað sparnaðurinn yrði nauðalítill, þó farið yrði að tillögum nefndarinnar. gem sagt: Itíkið þarf að draga sanxan seglin og hinum vísu verður þá fyrst fyrir að hefta tvær helstu lífs- taugar menningarinnar í landinu: Kirkjuna og bai’nafræðsluna! Fyr er nú illa komið í þjóðfjelagi, sem vill bera ábyrgð á þegnum sínum, en slíkum aðferðum sje beitt. Slík ar aðgei’ðir minna meir á þið svai’t asta einveldi á verstu tímum. Eig- um við e. t. v. skemmri leið ófarna yfír í fascistiskt þjóðskipxxlag eða kommúnistiskt en okkui- er tamt að gex’a ráð fyrir? Svíþjóðarför fulltrúa Alþingis', spui’ðum vjer hann þess, hvernig sænsku blöðin liefðu tekið þeim. Kvað hann það alt hafa verið x besta lagi. Hefðu fyrst sendimenn blaðanna haft saixxtal við fulltrxx- ana alla í senn og blöðin birt nokkurnveginn rjett umnxæli þeirra hvers um sig. geinna hefðu svo helstu blöðin í Stokkhólmi beðið um sjer-viðtöl við þá, hvei’n í sínu lagi, en þar skýrðu þeir frá áliti sínu á stefnum og stjórnmála- horfxxm á íslaxxdi, — J. J. í Svenska Dagbladet, St. Jóh. Stef. í Social Demokraten og G. Sv. x Stock- holms Tidningen.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.