Morgunblaðið - 22.08.1935, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 22.08.1935, Blaðsíða 2
MOEGUNBLAÐIÐ Fimtndagiim 22. ágúst 1935, s a: Útgref.: H.f. Árvakur, Reykjavlk. Ritatjórar: J6n Kjartansson, Yaltyr Stefánason. Rltstjðrn og afgrelBala: Austurstrætt 8. — Sfml 1890. AuglýsingastjSrl: E. Hafberg. Anglýsingaskrif stof a: Austurstrætl 17. — SJmi 8700. Heimasimar: J6n Kjartansson, nr. 8742. Valtýr Stefánsson, nr. 4220. Árni Óla, nr. 3045. E. Hafberg, nr. 3770. Áakriftagjald: Innanlands kr. 2.08 á mánuBl. Utanlands kr. 3.00 i mánuBl. I lausasölu: 10 aura elntakiB, 20 aura meB Lesbök. Þýskalandsför Knattspyrnumannanna Á öðrum stað hjer í blaðinu er skýrt frá kappleik þeim, er ís- lensku knattspyrnumennimir háðu í 'Berlíh í gær við þýskan knatt- spyrnuflokk. Var síðari hálfleiknum endur- varpað hingað, og tókst endur Varpið vei.. En fyrir íslenska knattspyrnu Kðinu tókst leíkurinn jafn hörmu- lega, eins-. og í Dresden á sunnudag inn. Eftir slíka útreið getur mönn- um hrotið af munni: „Þeim hefði verið nær að sitja heima og fara hvergi“. Leiðsqgumenn knattspyrnu- ^þn.at|þa, sem sögðu frá leikn- um í útvarpinu í gær, komust að orði á þá leið, að það væri ekki gaman að standa þarna frammi fyrir þúsundum áhorfenda og sjá ófarjr landa sinna. ,Það rná vera, að þeim hafi þau augnablikin flogið hið sama í hug, að förin hefði verið betur áfarin,;;þrátt fyrir það, hve ágætar viðtökur hinn íslenski knattspyrnu ftokkur hefir fengið í Þýskalandi. Því eftir því, sem þeir fjelagar skýrðu frá í útvarpinu, hafa við- tökurnár verið þar alveg fram- úrskarandi að öllu leyti. Þjóð- verjar hafa bókstaflega horið hina íslensku knattspyrnnmenn á höndum sjer. Þeir hafa því áreið- anlega mikía ánægju af ferð þess- ári — bæði ánægj.u — og gagn. Því þeir drógu ekki dnl á það fjelagár þeirra, sem töluðu í út- varpið í gær, að hinir íslensku knattspyrnumenn og ísl. knatt- spyrnuíþrótt yfirleitt hefði gagn af för þessari. íslenska knattspyrnnmenn vant- ar leikni og kunnáttu, samanbor- íð við erlenda íþróttamenn. Og þá vantar grásvöll hjer heima til knattspyrnuiðkana. Það er tvent ólíkt, að iðka knattspyrnu á grasvelli og malar- vélli, eins og hjer er. Meðan íslenskir knattspyrnu- menn- hafa hjer ekki grasvöll til æfinga og kappleikja, geta þeir ekki ajtlað sjer, að fara utan og keppa á grasvöllum við sjer æfð- íiri men:, er hafa alt önnur og betiú; 'Skilyrði- Þötta hafa íslenskir íþrótta- menn og íþróttavinir nú lært. Þetta er lærdómúrinn, gajnið af Þýskalandsförinni, lærdómur, sem mann verða að færa sjer í nyt. Aunað hvort er fyrir íslenska knattspyrnumenn að hætta við Ráf$hei*i'af«iii€lfir i London i dag um Abysslniudeiluna. EINKASKEYTI TIL MORGUNBLAÐSINS. KAUPMANNAHÖFN í GÆR. Allar þjóðir bíða ná með óþreyju eftir því, hvað ger- ast kunni á ráðherrafundi breska ráðuneytisins, er haldinn verður á fimtudaginn. Lausafregnir hafa borist um það, að meirihluti ráð- herranna sjeu því mótfallnir, að komið verði fram þving- unarráðstöfunum í hefndarskyni gagnvart ítölum út af framkomu þeirra í Abyssiníudeilunni. Mælt er, að þeir líti svo á, að ef til þeirra ráða verði gripið, muni það geta leitt til ófriðar milli Breta og ítala. Ráðherrar nýlendanna vara Bretastjórn við því, aS gera nokkuð það, er til ófriðar geti leitt. Páll. Viðræður breskra stjórmálamanna. London 21. ág'úst. FÚ. Flestir bresku ráðherranna eru þegar komnir til London: Chamberlain og Baldwin frá útlöndum, og MacDonald frá Skotlandi. I morgun áttu utanríkisráð- herrann, Sir Samuel Hoare og Anthony Eden fund með nokkrum stjórnmáíaleiðtogum í utanríkisráðuneytinu. Meðal annara voru þar komnir Ge- orge Lansbury og David Lloyd George. Leiðtogi frjálslynda flokks- ins á þingi, Herbert Samuel, var meðal þeirra, sem síðar heimsóttu utanríkisráðuneytið, og átti hann tal, ásamt þeim Sir Samuel og Eden, við full- trúa Nýja Sjálandg, Ástralíu, Suður-Afríku, Canada og Irska fríríkisins. Síðdegis í dag fóru Viscount Cecil, formáðúi' Þjóðabanda- lagsfjelagsins í Bretlandi, og Winston Churchijil, á fund ut- anríkisráðherra, en litlu síðar gengu þeir Sir Samuel Hoare og. Anthony Eden yfir í nr. 10 Downing Street, til Baldwins forsætisráðherra. Sanatilræði við Dimitroíf í Moskva. Stanley Baldvin. Bandaríkin ælla að silja lijá. ef fil stya’f- aldar kemur. London 20. ágúst F. Ú. Ákafar umræður urðu í sam- einuðu þingi Bandaríkjanna í dag, um yfirvofandi stríðshættu í Abyssiniu. Voru allir á eitt sáttir um það, að Bandaríkin skyldu halda sjer að öllu leyti utan við slíka styrj- öld, og ekki hefja neinar umræð- ur út af Kellogg-samningunum, er gætu flækt Bandaríkin inn í málið. að hugsa sjer til að taka upp kepni við erleuda flokka á er- lendum vettvangi, ellega.- auka við kunnáttu sína, bæta þjálfun sína, taka íþrótt þessa fastari tök- um en gert hefir verið, og fá hjer bætt hin ytri skilyrði, grasvöll, til knattspyrnuiðkana sinna. Þetta er hin nokkuð dýrkeyita reynsla, sem flokkurinn er fór til Þýskalands kemur heim með. 1 Tillögur komu fram um það, að se! ja bann gegn öllum vopnafiutn-! ingi frá Bandaríkjunum til ítalíu og Abyssiniu, og að afgreiða ekki • skip, sem kæmu til amerískra hafna, ef þau flyttu hergögn til þessara landa. i i I Efamál að Banda- ríkjamenn gef 1 verlð hluflau^ir. Þrátt fyrir ítrekaðar yfirlýs- ingar Bandaríkjastjórnarinnar 1 og pólitískra leiðtoga í Banda-, ríkjunum um það, að Bandarík-’ | in muni vera algerlega hlut- 1 laus, ef til i styrjaldar komi milli Abyssiníu og Ítalíu, þá ef- ast New York Times í dag um að slíkt sje mögulegt, og bein- ir nokkrum spurningum til stjórnarinnar í því sambandi. j „Hverju ætlar stjórnin að svara“, spyr blaðið, ,,ef Bretar krefjast þess, að bún geri ræki- lega grein fyrir afstöðu sinni?“ Og ennfremur: „Myndu Bandaríkin standa utan við alment vopnaflutnings bann gegn ítalíu, ef Þjóða- bandalagið ákvæði slíkt bann?“ . Og loks: ,,Ef Bretar tækju fyrir kola- útflutning til ítalíu, myndu Bandaríkin einnig neita ítöl- um um kol, eða nota tækifær- ið til þess að koma vöru sinni á þann markað?“ ; l „Það er gott og blessað“, segir New York Times, „að, segjast ætla að vera algerlegaí Satnuel Hoare. hlutlaus, en kann að reynast örðugra að framkvæma það, og Evrópa mun krefjast þess, að fá að vita, hvort Bandarík- in ætla að hjálpa henni til þess að leiða þetta mál til eins happasælla lykta og unt er, eða ekki“. Þeir, sem ötullegast hafa beitt sjer fyrir „Hlutleysis- frumvarpinu“, hafa ekki svar- að þessari grein New York Times neinu. Kemur Þjóðabanda- lagsráðið saman í næsfu viku ? London 20. ágúst F- Ú. Frá Genf kemur tillaga um það, að ekki verði látíð bíða til 4. september að kalla saman fund í Þjóðabandalaginu, eins og áður hafði verið gert ráð fyrir, heldur verði fundur kallaður saman þeg- ar í næstu viku. Ástæðan er sú, að regntíminn í Abyssiniu er að verða búinn, og má búast við því, að Italir hefji árás þá og þegar á Abyssiniu, ef ekkert er að gert. Herllufningur Kfala licldur áíram. Tvö skip, hlaðin flugvjelum, og með 2000 svartliða, lögðu af stað frá ítalíu í gær til nýlendanna. ÍO—15 ára sfyrjðld. KAUPMANNAHÖFN í GÆR. EINKASKEYTI TIL MORGUNBLAÐSINS. Times skrifar í dag um Abyss- iníudeiluna: Engum kemur það á óvart, nema ítölum, þó styrjöld milli ítala og Abyssinínmanna standi yfír í 10—15 ár, ef til vopnavið- skifta kemur á annað borð. Blaðið spyr: Treystir Mussolini sjer til þess að hafa núljón hermanna undir vopnum ár eftir ár, og halda fjárhag ríkisins í því horfi, að ríkið geti staðið við skuldbind- ingar sínar? Blaðamenn hafa haft tal af Mae Donald- Hefir hann komist að orði á þessa leið : Abyssiníudeilan hefir gert á- stand og horfur í heiminum í- skyggilegri en þær nokkru sinni hafa verið síðan 1914. PálL Bimitroff, er hann sat í fangelsi í Þýskalandi. KAUPMANNAHÖFN I GÆR. EiNKASKEYTi TIL MORGUNBLAÐSINS. Liðsforingi í rússneska hern- um, Schobolioneff, rjeðst nýlega á hinn víðkunna búlgarska komm- únista, Dimitroff, er lengi var í haldi í Þýskálandí út af Þing- hallarbruhanum og særði’ hánn með skambyssuskoti. Páli. Norsk útvarpsfrjett í gærkvöldi hermdi, að Dimitroff hafi beðið bana af skotsárinu. Dansk-íslenska ráðgjafarnefndin. KAUPMANNAHÖFN í GÆR. EINKASKEYTI TIL MORGUNBLAÐSINS. Danska stjórnin hefSír boðið dönsk-íslensku nefndinni í ferða- lag þann 26.—31. ágúst um Dan- mörku. Eiga nefndarmenn að fá að kynnast ýmsum fyrirtækjum og mannvirkjum í Danmörku. Páll. Miklir hitar í Englandi. London 21. ágúst. FÚ. I dag er mikill hiti um alt England, en einna mestur í Lundúnaborg. Vegna langvar- andi þurka eru skógar og gras- lendi mjög eldfim, enda hafa borist fregnir af skógareldum víðsvegar að, og í dag kvikn- aði í skrælnuðu grasi í Hyde Park í Lundúnum. Farþegar með Dettífossi í gær til útlanda voru m. a.: María Markan, söngltona og Páll Hall- dórsson. t

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.