Morgunblaðið - 22.08.1935, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 22.08.1935, Blaðsíða 5
Fimtudaginn 22. ágúst 1935 MORGUNBLAÐIÐ 5 > Kjötsalan og skipulagið. Geta bændnr til lengdar lifað á blekkingum sf|érnarblaðanna ? anaður og gegn og einn af fremstu anönnum sveitarinnar. Þeim lijónum varð átta barna ^uðið og eru fimm þeirra á lífi: ■Guðríður, Sigríður og Vilhelmína og bræðurnir tveir, Einar bóndi á Kárastöðum og Magnús Skaft- fjeld. Á Brúsastöðum mistu þau ungan dreng, og varð frú Jóhönnu sú sorg mjög þungbær. Þá ljest elsta dóttir þeirra, Jóhanna. Hún var gift kona. En síðast yngsti sonurinn, Björgvin. Ennfremur tóku þau hjónin fósturson, Magn- ús Ólafsson. Hann ljest uppkom- inn. Einar tók við jörðinni nokkru eftir lát föður síns og býr þar síðan. Jóhanna dvaldist þá með börmun sínum á víxl, en hefir síðustu 11 árin átt lieima hjer í bænum á heimili Magnúsar son- ,ar síns- Frú Jólianna var metnaðar- kona í orðsins bestu merkingu, enda bar hún með sjer skörungs- skapinn til dauðadags. Hún var umhyggjusöm og góð móðir börn- um sínum öllum. En þó hygg jeg að Björgvin heitinn hafi vérið henni hugstæðastur, og bar þar margt til. Hann' var yngstur barna þeirra, óvenjulega gáfaður og glæsilegur drengur og hlaut því að verða augasteinn foreldranna og allra sem honum kyntust. — Hann tók á unga aldri meinið sem dró hann til dauða, tuttugu og tveggja ára gamlan. Sá áfangi mun hafa verið þungur fyrir móð- ur hans, þó að hún bæri það ekki ntan á sjer að jafnaði. En eftir fráfall hans var henni minningin um hann óviðjafnanlega mikils virði. Him talaði aldrei um hann sem dáinn, heldur eins og ástvin sem byggi í öðru landi. Var henni -einkar kært að minnast á son sinn við þá, sem þektu hann. Hún gaf út úrval af ljóðum Björgvins síð- astliðið ár, litla fallega bók, sem gefur það til kynna, að hann hefði getað orðið gott skáld, ef hann hefði getað fengið að njóta gáfu sinnar. Frú Jóhanna ljet öll menning- armál til sín taka, bæði trúmál og þjóðfjelagsmál. Afstaða hennar var hrein í hverju máli og varð hvergi þokað um sannfæring henn- ar. Hún hafði því milda láni að fagna, að vera heilsugóð a'la æfi. Mjer er minnisstætt áttræðisaf- mæli .hennar. Þá komu margir sveitungar og vinir heim til heun- ar á Slcólavörðustíg 28. Var þar veisla og gleðskapur alla nóttina. Að vísu þurfti hún ekk; fyrir gestunum að hafa annað en fylgj- ast með í gleði þeirra. En það gerði hún svo vel, að enginn sá þreytu á henni fremur en að hún væri að valtna um fótaferðatíma, þegar þeir síðustu fóru. Þó var hún þá fyrir fult og alt búin að missa sjónina. Hún var greind kona, fróð og minnug, mannvinur og dýravinur og hjelt öllum sálargáfum sínum óskertum fram á síðustu dægur. Hún verður jarðsett í dag x Þingvallakirkjugarði. Jón Magnússon. Stjórnarblöðin hafa mikið af því látið undanfarið, að bændur hafi haft mikinn gróða af kjöt- sölulögunum nýju og skiplagn- ingu kjötsölunnar. Tilefni þessara raupskrifa stjórnarblaðanna er skýrsla kjötverðlagsnefndar, sem birt hefir verið hjer í blaðinu. Það væri vel farið ef bændur gætu alment tekið undir þá stað hæfingu stjórnai’blaðanna, að hið nýja skipulag kjötsölunnar hefði fært þeim 12—25% hærra verð fyrir kjötið en áð- ur, því að þá mættu allir vel við una. En það er ákaflega hætt við, að bændur komist að raun um, við nánari athugun, að skrif stjómarblaðanna sjeu æði blekkingarkend og að gróðinn af hinu nýja skipulagi sje hvergi nálægt því sem af er lát- ið, þegar öll kurl koma til graf- ar. — Erlendi markaður- inn. Samkvæmt skýrslu kjöt- verðlagsnefndar var meðal- verðið til framleiðenda á freð- kjöti, sem selt var á erl. mark- aði 71 Yz eyrir pr. kgr. Meðal- verðið til bænda á samskonar kjöti árið áður var 78 aurar pr. kg., eða 6þ^ eyri hærra. Nú fengu bændur verðupp- bót á framleiðslu s. 1. árs og segir í skýrslu kjötverðlags- nefndar, að hún hafi numið 9 !/2 eyri á kgr. af freðkjöti. En þess ber að gæta, að þar í er innifalin uppbótin, sem Al- þingi ákvað að greiða úr rík- issjóði (150 þús. kr.) og kem- ur kjötlögunum eða skipulag- inu ekkert við. Það er eingöngu uppbótin úr verðjöfnunarsjóði, sem hjer kemur til greina. Hún mun vera um 4Ví>eyrir pr. kg. á freðkjöt. Verður því heildar- verðið til framleiðenda 76 aur- ar pr. kg., sem er tveimur aur- um lægra en árið áður (1933). Meðalverð saltkjötsins á erl. markaði var 54 aurar til fram- leiðenda s. 1. ár, segir kjöt- verðlagsnefnd. Árið áður (1933) var meðalverðið 58 aurar á kgr., eða 4 aurum hærra. Verðuppbótin á saltkjötið úr verðjöfnunarsjóði mun hafa numið 6V2 eyri á kg. og verð- ur því heildarverðið til fram- leiðenda 6014 eyrir pr. kgr., eða 21/2 eyrir hærra en með- alverðið 1933. Útkoman verður því sú, að þrátt fyrir hinn háa skatt (verðjöfnunargjaldið), sem lagður var á innanlandssöluna, hafa bændur ekki borið meira úr býtum en árið áður. Hitt kemur ekki að neinu leyti kjötlögunum við, að rík- issjóður var látinn bæta upp að nokkru þetta lága verð. Þess- um ríkisstyrk verður að halda algerlega aðgreindum frá verð- jöfnunarsjóði, því hann kemur skipulaginu ekkert við. ínnlendi markað- urinn. Segja mætti, að þessi út- koma fyrsta árs skipulagsins væri sæmileg, ef iimlendi markaðurinn hefði ekk' beðið neinn hnekki. við verðjöfnun- arskattinn. Því að þá hefði það unnist, að verðjöfnunarskatt- urinn, sem tekinn var af inn- lendu sölunni, hefði bætt upp verðfall það, sem varð á erl. markaðinum. En ef hinsvegar að verðjöfn- unarskatturinn á innlendu söl- unni, ásamt öðrum þvingunar- ráðstöfunum sem skipulaginu fylgdu, hefðu orðið til þess að rýra stórlega innlenda markað- inn, þá verður útkoman vitan- lega alt önnur. Því miður gefur skýrsla kjötvei’ðlagsnefndar ekki full- nægjandi upplýsingar um þetta atriði. Meira að segja má draga villandi ályktanir um þetta frá skýrslu nefndarinn- ar, enda hafa stjórnarblöðin og tveir nefndarmenn, sem um málið hafa skrifað opinber- lega, ekki sparað blekkingarn- ar í þessu sambandi. f skýrslu kjötverðlagsnefnd- ar segir, að meðalverð Slátur- fjelags Suðurlands, til framleið enda, hafi s. 1. ár numið 86 aurum pr. kgr. á dilkakjöti, en 68 aurum árið 1933, hvort- tveggja miðað við 10 kgr. kroppsþunga eða meiri. Þvínæst segir í skýrslunni: „Verðhækkunin til framleið- enda á þessu kjöti er því 18 aurar á kgr.“ Undir þetta taka svo stjórn- arblöðin hvert í kapp við ann- að og hrópa: Þeir, sem seldu á innlenda markaðinum, fengu 18 aura hærra verð pr. kgr. en árið 1933; þetta er kjötlög- unum að þakka! Væri sagan öll sögð með þessu, gætu sjálfsagt allir, eftir ástæðum, vel við unað, bæði þeir, er seldu á erl. mark- aði og eins hinir, er seldu inn- anlands. Þyrfti þá engar frek- ari áhyggjur að hafa af kjöt- sölunni, aðeins að halda sig við skipulagið eins og það var framkvæmt. Blekkingarnar. En — því miður — er sagan um kjötsöluna og skipulagið ekki nema hálfsögð með því, sem hjer á undan var sagt. Þess vegna eru skrif stjórnarblað- anna um ágæti skipulagsins blekkingar, sem koma bændum óþyrmilega í koll, ef trúnaður verður á þær lagður. Kjötverðlagsnefnd segir í skýrslu sinni, að 1. ágúst s.l. hafi legið í landinu óseldar birgðir af frosnu kjöti, sem hjer segir: Dilkakjöt 43 smál. Kjöt af rosknu 79 smál. eða samtals 122 smálestir. Því miður er ekkert um það sagt í skýrslu nefndarinnar, hvar þessar kjötbirgðir voru fyrirliggjandi. — Sjerstaklega vantar skýrslu um birgðirnar í ! Reykjavík. Reykjavík er, sem kunnugt er, langstærsti innlendi kjöt- markaðurinn. Bændur í 6 sýsl- um, Mýra- og Borgarfjarðar-, Gullbringu- og Kjósar-, Ásnes- og Rangárvallasýslum, eiga alla sína afkomu undir mark- aðinum í Reykjavík. Og það er ekki aðeins mark- aðsverðið um aðalsláturtímann á haustin, sem hefir þýðingu fyr ir þessi hjeruð. Sumarsláti’unin, sem mjög hefir farið í vöxt síð- ustu árin, kemur hjer einnig við sögu. Páll Zophoníasson núverandi formaður kjötverðlagsnefndar segir í grein í Tímanum nýlega, að innlenda verðið til bænda á 1 .fl. dilkakjöti hafi s.l. haust verið 92 aurar pr. kgr. En í skýrslu kjötverðlagsnefndar segir, að verðið til bænda í Slát- urfjelagi Suðurlands hafi verið 86 aurar pr. kgr. Nú er ekki vitað, að nokkurs- staðar hafi verið greitt hærra verð en hjá Sf. Sl. Hvernig stendur á þessum mismun? Skekkja Páls Zop- honíassonar. P. Zoph. og stjórnarblöðin þegja alveg um það, hvernig í þessari skekkju liggur. Skekkjan stafar sem sje af því, að Sláturfjelag Suðurlands greiddi bændum s.I. haust út OF HÁTT verð fyrir kjötið, og neyddist til að taka tapið á öðrum liðum — m. a. á gæru- verðinu. Hið almenna gæruverð var s. 1. ár um 85 aura pr. kgr., en Sf. Sl. greiddi bændum aðeins 60 aura, eða um 25 aurum lægra verð. Sf. Sl. sá sjer ekki fært, að greiða bændum neina upp- bót á gæruverðinu, vegna þess að það hafði greitt of hátt vhrð fyrir kjötið. Þessi mismunur á gæruverðinu svarar til þess, að kjötverðið til bænda lækkaði um nál. 5 aura pr. kgr., eða niður í 86 aura, eins og segir í skýrslu kjötverðlagsnefndar. En tap Sláturfjelags Suður- lands mun hafa orðið miklu meira en þessum gæruverðmun nemur. Fjelagið átti miklar kjötbirgðir langt fram á sumar og útsöluverðið ekki nægilega hátt lengi framan af vetri, til að standast geymslukostnað og rýrnun. En það kemur fyrst fram á þessa árs reikningum fjelagsins, hve mikið heildar- tapið hefir orðið. Sumarslátrunin. Stjórnarblöðin minnast ekki einu orði á sumarslátrunina, þegar þau eru að lofa og veg- sama skipulagið. Þó hefir hún síðustu árin verið veigamikill þáttur í kjötsölu sunnlenskra bænda, því að þá er kjötverðið langsamlega hæst. Skipulagið er hinsvegar á góðum vegi með að , gera sumarslátrunina að engu. Síðastliðið ár byrjaði sum- arslátrun hjer í Reykjavík 13. júlí. En nú í sumar byrjaði hún 15. ágúst, eða fullum mánuði síðar en í fyrra. Þessi seinkun sumarslátrunarinnar í ár staf- ar af hinum miklu kjötbirgð- um, sem hjer hafa verið fyrir- liggjandi. Bændur geta sjálfir best um það dæmt, hvaða tjón það er fyrir þá, að sumarslátrunin minkar svona stórkostlega. En það er einmitt sumarslátrunin, sem hefir gefið sunnlenskum bændum mestan hagnað síð- ustu árin. Skattur — markaðsvernd. Sunnlenskir bændur, sem Reykjavíkurmarkaðinn nota, gengu fúslega inn á, að greiða háan skatt (verðjöfnunargjald- ið) af sínu kjöti, því að þeim var talin trú um, að á móti kæmi markaðsvernd þeim til handa. Þessi skattur er líka svo hár, að þeir sem hann greiða eiga heimting á fríðindum á móti. Bændur í Sláturfjelagi Suður- lands munu t. d. hafa greitt s. 1. ár um 36 þús. króna í verð- jöfnunarskatt. En þegar til kom og farið var að framkvæma hið marg- lofaða skipulag, gleymdist al- veg að vernda markaðinn handa sunnlenskum bændum. Verði framkvæmdinni hagað eins framvegis, hlýtur afleið- ingin að verða sú, að Slátur- fjelag Suðurlands neyðist til þess, þegar á næsta hausti, að minka stórlega útborgunina til bænda. Þetta sá síðasti aðalfundur Sf. Sl. fyrir, því að hann heim- ilaði fjelagsstjórninni að minka útborgunina. Myndu sunnlenskir bændur una því vel og lofa skipulag- ið, ef sú yrði raunin á, að þeirra fjelag sæi sjer ekki fært að greiða þeim jafnmik- ið út hlutfallslega og verið hefir hingað til? Skaftfellingar. Áður en skilið er að fullu við þetta mál, þykir rjett að minn- ast lítilsháttar á Skaftfellinga og þeirra erfiðu aðstöðu til slátrunar. Skaftfellingar eru stofnend- ur Sláturfjelags Suðurlands og hafa frá öndverðu fylkt sjer um það fjelag. Lengi vel voru Skaftfelling- ar jafnrjettháir fjelagsmenn í Sf. Sl. og aðrir, en hin erfiða aðstaða þeirra varð þess vald- andi, að þeim var smám saman þokað í sjerstaka deild. Og nú er svo komlð, m. a. fyrir tilstilli skipulagsins, að Skaftfellingar eru klofnir frá sínu gamla fjelagi og settir á annað verðjöfnunarsvæði. Afleiðing þessa verður m. a. sú, að Sf. Sl., sem fær enga vernd á Reykjavíkurmarkaðin- um, neyðist til að bægja Skaft- fellingum burt af þessum besta, innlenda markaði og verða Skaftfellingar að láta sjer lynda lakasta erlenda markað- inn. Skaftfellingar eru ekki á-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.