Morgunblaðið - 23.08.1935, Blaðsíða 4
4
MORGUNBLAÐIÐ
Föstudaginn 23. ágúst 1935.
KVENDJOÐiri oa MEIMILIN
1LÍKAMSRÆKT
Undirliakan, liáriö o. íl.
Arineldur enn
Niðurl.
Undirhökuna ljótu, sem vill
koma með árunum, má fá burt
með því að fara daglega þannig
að: Frottéhandklæði er undið upp
úr köldu vatni, vafið saman, og
síðan er tekið í báða enda, með
sitt hvorri hendi, og handklæðinu
skelt fast undir hökuna, hvað
eftir annað, uns hún virðist loga
og brenna af hita. Mun þessi að-
ferð brátt gefa góðan ' árangur.
Gildir öklar og úlnliðir lagast
líka með tíðum, köldum bökstr-
um.
t
Andlitshörundið getur orðið
ótrúlega sljett og fallegt með eft-
irfarandi meðferð:
Einnj eggjarauðu og dál. sítr-
ónusafa er blandað saman, smurt
á andlitið og látið vera á um
stund. Síðan þvegið af með volgu
vatni — og skolað með ísköldu
vatni, áður en góðu anlitssmyrsli
er nuddað inn í hörundið og and-
litsdufti stráð yfir.
Húsmóðurinni veitist oft örð-
ugt að halda hárinu fallegu
Gas, eldavjelar, matartilbúningur
og hreingerningar — alt hjálpast
að við að gera það erfitt.
Fyrst og fremst ber að binda
klút um hárið við húsverkin, því
að tkki er altaf hægt að vera að
þvo hárið og þau óhreinindi sem
safuast í það, enda er tíður höf-
uðþvottur skaðlegur. Að húsverk-
unum loknum, er gott að bursta
háríð duglega góða stund, uns
maður finnur að hiti færist
í hársvörðinn. Setið örlítið
lantine eða Eau de Portugal,
árburstann síðast, áður en hár-
i > er greitt og lagað eins og það
á að vera. Einu sinni í háífum
mánuði, eða tíunda hvern dag, er
hárið þvegið ’ úr einni eða tveim
eggjarauðum og skolað vel á eft-
ir. í skolvatnið er blandað sítrónu-
safa, fyrir jarpt hár, og kamillu-
te fýrir Ijóst.
Það er afar þýðingarmikið að
hugsa vel um fæturna og hirð-
ingu þeirra, en að því verður
máske vikið hjer nánar í annað
sinn.
Konan hefir yfirleitt völ á svo
mörgum fegrunarmeðulum, sem í
raun og veru eru aðeins góð og
gömul húsráð. Fyrir húsmóðurina
ættu þau að vera sjerstaklega að-
gengileg, enda ekki nema sjálf-
sagt, að hún hafi nokkurn tíma
til þess að hugsa um sjálfa sig,
og notfæri sjer þau eftir bestu
getu.
— Þjer eruð slæmur í dag.
,ruð þjer ekki að mínum ráð-
i ög borðuðuð það, sem þriggja
a barn er vant að fá?
— Jú, læknir. i gær borðaði
y ögn af hafragraut, átta eld-
ýtur, strætisvagnsmiða og fjór-
buxnatölur.
Nú tekur sumri að
tími er kominn til
hugsa fyrir v^trinum,
ig best megi gera
hlýjar og vistlegar
halla og kemur nú á ný fram á sjón- arineldi, fái að sjá, hversu við-
þess að arsviðið, og því er ekki úr vegi kunnanlegt getur verið í slíku
og hvern- að lesendur, sem hug hefðu á; stofuhorni, þegar úti fyrir rík-
stofurnar að innrjetta hjá sjer stofu með i ir kuldi og myrkur.
Arineldur
Matreíðsía.
G ræn metisrjetti r.
Grænmetis frikassé.
1 blómkál.
1 kg. nýjar kartöflur.
5 gulrætur.
Vatn ög salt .
50 gr. smjörlíki.
50 gr. hveiti.
Grænmetissoðið.
1 eggjarauða.
Söxuð steinselja.
Grænu blöðin eru tekin af blóm-
kálinu. Kartöfíurnar og gulræt-
urnar eru skornar eins þunt og
hægt er.
Þegar saltvatnið sýður er græn-
metið sett út í og soðið þar til
það er meyrt. Tekið upp á fat.
Smjörlíkið brætt og hveitið
hrært út í og þynt út með græn-
metissoðinu. Eggjarauðan hrærð
méð Salti og sósan hrærð þar í
smátt og smátt- Söxuð steinselja
sett í og salt eftir smekk.
Sósunni er helt yfir grænmetið.
Borðað strax.
Eggjarauðunni má sleppa, og
eins má nota fleiri eða færri
grænmetistegundir í þenna rjett.
Soðið hvítkál með hrærðu smjöri
og gulrófum.
Hvítkál er hreinsað og skorið
í ræmur.
Gulrófur (eða gulrætur) eru
hreinsaðar og skornar í sneiðar.
Kálið og gulrófurnar er sett í
sjóðandi saitvatn og soðið í 10—
15 mín. Tekið upp og sett á heitt
fat.
Borðað strax með hrærðu
smjöri.
Hrært smjör.
Hrært smjör með grænmeti er
borið þannig fram:
Smjörið er hrært og sett í
sprautupoka. Sprautað í topp á
glerdisk. Undir diskinn er sett-
ur annar diskur méð serviettu á.
Saman við smjörið er gott að
hræra saxaðri steinselju.
Kartöflusalat.
% kg. nýjar, soðnar kartöflur.
Mayonnaise úr 2 eggjarauðum.
Salt og edik eða sítrónusafi.
Grænt salat.
Söxuð steinselja.
Kartöflurnar eru soðnar, flysj-
aðar og skornar í sneiðar.
Edik og salt er sett eftir smekk
í mayonnaisen og þar í er hinum
köldu kartöflum og saxaðri stein-
selju blandað.
Grænum salatblöðum er raðað
á fat- 1 matskeið af kartöflusal-
atinu er sett á hvert blað.
Borðað til kvöldverðar. Einnig
gött að borða það með allskonar
köldum fiski eða kjötrjettum.
Næpubuff.
1 y2 kg. næpur.
75 gr. hveiti.
Mjólk-
Salt og pipar.
200 gr. brauðmylsna.
250 gr- smjör eða tólg.
Næpurnar eru soðnar heil-
ar 5 saltvatni, en þær mega ekki
sjóða of mikið. Síðan eru þær
skomar í sneiðar. Mjólkin er
hrærð út í hveitið, svo að það
verði þykkur jafningur. Næpu-
sneiðunum er dýpt, ofan í hveiti-
jafnihginn, síðan ofan í brauð-
mylsnuna, sem er blönduð salti
og pipar. Sneiðarnar síðan steikt-
ar móbrúnar í tólg á pönnu. Borð-
að níeð blómkáls- eða hvítkáls-
jafningi ,einnig má hafa soðnar
kartöilur, og er þá gott að hafa
brúna kjötsósu með.
Gulrófumjólk.
iy2 1. undanrenna.
y2 kg. gulrófur.
Salt, sykur.
Gulrófurnar eru flysjaðar og
skornar í ferkantáða, þunna bita
og þvegnar vel. Þegar mjólkin
sýður eru rófubitarnir settir út í
og soðnir í y2 klst., eða þar til
rófurnar eru meyrar. Salt og syk-
ur sett í eftir smekk.
Helga Sigurðardóttir.
Fögur og herská.
í heiminum er nú vart um ann-
að meira rætt en Abyssiniu og
deilumál hennar. Þar lætur kven-
þjóðin og til sín taka, eins og að
líkindum lætur. Fyrir nokkru
hjeldu konur í Abyssiniu fund.
Þangað máttu engir karlmenn
koma. Þeir urðu að láta sjer
nægja að bíða fyrir utan og kíkja
inn um gluggana. En á fundin-
' um, var gerð samþykt um það, að
styðja allar hernaðarráðstafanir,
og hvetja stjórnina til að her-
væðast af öllum mætti. Konan
í Abyssiuiu er, eins og við sjáum
á myndinni, falleg kona, og hún
er líka herská.
Tíska.
Handsaumuð náttíöt og kjóll.
Handsaumaðir náttkjólar og
náttföt eru svo fínar og dýrar
flíkur, að fáir geta veitt sjer
þann „luksus“ að kaupa þær
tilbúnar. Til þess að eignast
slíkar flíkur verður maður að
sauma þær sjálfur, og því fyr,
því betur.
Náttkjóllinn á að vera með
vöf lu-rykkingum — þær eru
öllu fallegri á náttkjól en'
venjulegum dagkjól, þó þær
sjeu nú í tísku. Hliðarsaumana
getur maður með góðri sam-
visku saumað í saumavjel, en
alt annað á að vera handsaum-
að.
Náttkjóllinn hjer á mynd-
inni er úr bleiku, ljettu efni,
sundurskorinn í mitti, svo að
nægileg vídd fáist í blússuna.
Annars er hún með kimono-
sniði og sniðin við vöxt, svo að
rykkingarnar í hálsinn njóti
sín.
Stykki, með vöflu-rykkingum
er sett upp í pilsið. Stafurinn
framan í blússunni og dílarnir
í beltinu eru brúnir.
Náttfötin eru sjerstaklega
snotur. — Hvít Rússa-blússa,
með blárri snúru, belti og lín-
ingu í hálsinum. Buxurnar eru
líka bláar, með mikilli vídd.
Blússan er sundurskorin í
mittið, eins og kjóllinn.
M U N I Ð
— — — kamfúra og
nafta er ekki ávalt örugt gegn
mel, en steinolía á að vera góð,
því að melurinn drepst af lykt-
inni.
------— að hreinsa og þvo
flöskur jafnóðum og þær eru
tæmdar, en láta þær ekki
standa með smálögg í, sem oft
fúnar og skemmist, svo að ill-
mögulegt er að hreinsa flösk-
urnar síðar meir. Þegar flösk-
urnar eru þurrar og hreinar, er
settur tappi í þær, og þá eru
þær tilbúnar næst þegar þarf
að nota flösku undir saft eða
þ. u. 1. Þá þarf ekki annað en
skola þær úr heitu ediksvatni,
og síðan má hella saftinni sjóð-
heitri í þær og setja þjettan
bómullartappa í stútinn.