Morgunblaðið - 23.08.1935, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 23.08.1935, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ Föstudaginn 23. águst 1935. %ý 103. ðra og tiefir ðtt 15 konur. Robert A. Tliieme er amerísk- air ríkisborgari, sem átti 103 ára jafmæli fyrir nokkru. Á þeim há- •degisdegi var þessi mynd tekin af honum. Mestan hluta dagsins var hann að blaða í gömlu al- búmi, sem liefir að geyma myndir af fimtán eiginkonum, sem hann liefir verið kvæntur um æfina, og ■allar eru dánar. Thieme er yngstur af tuttugu og fimm systkinum. Hann hefir átt 16 börn, þar af voru sjö synir, sem allir fjellu í heims- styrjöldinni. Thieme er hress og kátur, eftir hinum háa aldri, og liann virðist vera ánægður við endurminningarnar um allar kon- urnar. Eða kannske er það aðeins myndin, sem hann er að skoða í þessu augnabliki, sem vekur hjá honum glaðar endurminningar ? Fyrsti flugmaður páfa. Bróðir Don Giovanni Sala, er fyrsti munkurinn, sem tekur flug- mannspróf. Hann er og fyrsti flugmaður Yatikansins. Flugmað- urinn sjest hjer við vjel sína. Þýskalands. Yellíðan. Kærar kveðj ur. Skipshöfnin á Gyllir. Ný bók. Jón Öfeigsson: Þýsk-íslensk orðabók, 944 bls. í stóru broti. Verð í ljereftsbandi kr. 25.00, í skinnb. kr. 29.00, Fæst, hjá bóksölum iitlli Bókaverslun Sigfúsar Eymimdssonat og Bókabúð Austurbæjar, B. S. E., Laugaveg 34. Fyrirliggf andi: Haframjöl — Hrísgrjón — Kartöflumjöl — Laukur, Bláber — Súkkat — Rúsínur — Kúrennur. Eggert Kristjdnsaan & Co. Sími 1400. Iðnsamband byggingamannn. Tfilkynning. Dagbók. I. O. O. F. 1 = 1178238'/2 = Veðrið í gær: í gær hefir verið A-stormur í Vestmannaeyjum vegna lægðar, sem er komin sunn- an af hafi' og mun þokast norður yfir landið. Hiin h,efir valdið mikilli rigningu á S- og A-landi. Á N-landi hefir rignt dálítið með fremur hægri A- eða NA- átt. Hiti er 9—13 st. um alt land- Veðurútlit í Rvík í dag: Hæg- viðri. Skúrir. Svafar Guðmundsson tekur við bankastjórastöðu við útbú Útvegs- bankans á Akureyri, þann 1. sept. Hann er farinn til Akureyrar. — Bjarni Jónsson bankastjóri þar, tekur við stöðu við aðalbankann hjer í Reykjavík. Gs. Primula fer annað kvöld il. 8 til Leith, um Vestmannaeyjar «g Thorshavn. Síra Árni Sigurðsson fríkirkju- prestur er nú kominn til bæjarins úr sumarleyfi sínu. Kr. Linnet. Alþýðublaðið birtir S gær yfirlýsingu frá Kr. Linnet bæjarfógeta í Vestmannaeyjum, þar sem fógeti lýsir því yfir há- tíðlega, að hann sje farinn ,úr Hokki Þ.jóðernissinna. Ekki getur íógeti þess, hjá hvaða flokki hann muni nú berja á dyr. Sjötugur er í dag Sigurður Jóns son, Lindargötu 17. Fundur sálsýkislækna hófst í dag í Stokkhólmi. Meðal þeirra, sem þar halda fyrir- lestra, er dr. Helgi Tómasson á Kleppi. (FÚ.) Leikrit Jóhanns Sigurjóns- sonar, Fjalla-Eyvindur, verður leikið í haust í Norske Teatret í Ósló. Frumsýningin verður <einhverntíma í septemer. (FÚ.) Spegillinn kemur út á morgun. Ungmennasamband Austfjarða. Að tilhlutun Skúla Þorsteinssonar kennara, er ferðast hefir milli ung mennafjelaga austanlands á veg- um Ungmennafjelags Islands, hef- ir venð stofnað TJngmennasam- band Austfjarða, og var fyrsta hjeraðsþing háð í Stöðvarfirði síðastliðinn sunnudag. —— Kosnir voru í stjórn þess: Formaður Björn Jónsson Stöðvarfirði, gjald- keri Þórarinn Sveinsson Norð- firði, ritari Snorri, Sveinsson úr Álftafirði, og meðstjórnendur Frið geir Þorsteinsson úr Stöðvarfirði og Benedikt Guttormsson. (FÚ-). Sundnámskeið. Nýlega er lokið þriggja vikna sundnámskeiði á vegum Ungmennafjelagsins Neisti á Djúpavogi. Nemendur voru 40, á aldrinum frá 8 ára, og allir úr þorpinu, en kennari var Þórarinn Sveinsson frá Kirkjubóli í Norð- firði. Sundlaugin var Breiðivogur, sem áður lá inn úr Hamarsfirði, en er nú stöðuvatn, girt sand- rifi. Tíð var óhagstæð fyrir sund- 1 kenslu, vatnshiti 10—15 stig á ! Celeius, en árangur talinn góð- ur. (FÚ.). ! Frá Djúpavogi. Fiskveiðar hafa (brugðist tilfinnanlega í Djúpa- ^vogi í sumar, mest vegna ógæfta. Heyskapur hefir gengið sæmilega, ' en grasspretta í tæpu meðallagi. | Uppskeruhorfur í görðum eru ekki álitlegar, og hefir borið á skemdum í kartöflugrasi, og álitið að um sjúkdóm sje að ræða. FÚ. Kíkhótsi hefir gengið á nokkr- um bæjum í Djúpavogi, en er í rjenun, enda náði hann ekki mik- illi útbreiðslu. (FÚ.). I Hjálpræðisherinn. f kvöld kl. 81/2 verður helgunarsamkoma. Of- ursti Halvorsenn talar. Adjutant Molin og frú, ásamt öllum öðrum foringjum aðstoða. Söngur og hljómleikar. Allir velkomnir. Skátafjelagið „Ernir“. Skátarn- ir komi allir á áríðandi fund að [Ægisgötu 27, klukkan 9 á föstu- dagskvöld. Meðal farþega á Dronning Alex- andrine voru: Einar Arnórsson, hæstarjettardómari og frú, Sig. B. Sigurðsson konsúll, frú og börn. kaptein Broberg og frú, Björn Skúlason, Þorvaldur Pálsson, jViggo Sigurðsson, Svane, lyfja- fræðingur, Guðmundur Sigmunds- son lóftskeytam., Sig. Guðmunds- son, frú Guðbj. Bergmann, Árni Kristjánsson. Ennfremur 15 aus- urískir mentamenn 0. fl. Iðnsamband byggingarmanna, hefir gert ráðstafanir til þess, að safnað verði skýrslum um það, hve mikið vantar af bygginga- vörum til þess að fullgera þau lnis, sem nú eru í smíðum, enn fremur verður safnað skýrslum um það, hve mörg hús bygginga- meistarar hafa tekið að sjer að byggja í vetur, og hvað vantar af efni tH þeirra. Sjómannakveðja. Erum á leið til Kveðjuhljómleika heldur Stefán Guðmundsson óperusöngvari í Gamla Bíó kl. 7,15 í kvöld. C. Billieh aðstoðar. Jóhanna Bertelsen, Hverfisgötu 83 á fimtugsafmæli í dag. Ljra fór til Bergen í gær. Eimskip. Gullfoss var í Hrísey í gær. Goðafoss er á leið til Vst- mannaeyja frá Hull. Dettifoss fór frá Vestmannaeyjum kl. 1 í gær á leið til Hull. Brúarfoss er í Kaup mannahöfn. Lagarfoss var á Mjóa- firði í gær. Selfoss er í Ánt- werpen. Ferðafjelag íslands, ráðgerir skémtiferð í Krísuvík næstkom- andi sunnudag. Ekið verður í þíl- um að Kaldárseli, gengið þaðan vestan Undirhliða um Kjetilsstíg að Kleifarvatni 0 g í Krísuvík. Verða skoðaðir liinir merkilegu hverir. Frá Krísuvík verður geng- ið að ísólfsskála og ékið þaðan í bílum til Reykjavíkur. Farmiðar fást í bókaverslun Sígfúsar Ey- mundssonar til kl. 4 á laugardag. Mannalát vestanhafs. Þann 25. júlí síðastliðinn andaðist í Dak Vien Man. Jóseph Benjamínsson, fæddur 24. júní 1848. — 28. júlí ljést í Winnipeg Magnús J. Nordal frá Cypress River. Man. Hann var 56 ára að aldri. Útvarpið: Föstudagur 23. ágúst. 10,00 Veðurfregnir. 12.10 Hádegisútvarp. 15,00 Veðurfregnir. 19.10 Veðurfregnir. 19,20 Tónleikar (plötur): Dans- lög seinustu kynslóðar. 20,00 Klukkusláttur. 20,00 Upplestur: Úr íslenskri sjó- mannsæfi, II (Guðm. G. Haga- lín rithöf.). 20,30 Frjettir. 21,00 Tónleikar (plötur): a) Frægir fiðluleikarar; b) Er- lend skógarlög. Max Baer giftir sig. Það var ekki nóg að Baer tap- aði heimsmeistaratitlinum. Hann tapaði einnig fyrir ungfrú Ellen Sullivan. Þau giftu sig fyrir skömmu í New York- En ekki stóð dýrðin lengi, því eftir 10 daga skyldu þau aftur. Hefir Þeir byggingameistarar, er efni vantar til að fullgera þau hús, sem nú eru í smíðum, eru beðnir, að senda nú þegar skrá yfir það efni, sem enn er ófengið leyfi fyrir, til skrifstofu sambandsins í Ingólfshvoli, til þess að hún fái yfirlit yfir, hversu mikið efni vantar til að fullgera byggingarnar. Sömuleiðis skulu þeir byggingamenn, sem búnir eru, eða ætla að taka að sjer nýbyggingar á komandi vetri, senda tilkynningu um það til skrifstofunnar, ásamt lista yfir þær byggingavörur er þeir þurfa að nota, hversu mikið af hverri vörutegund, og á hvaða tíma vörumar skulu notaðar. | Sambandsstjórnin. M.s. Dronning Alexandrine fer annað kvöld kl. 6 til fsafjarð- ar, Siglufjarðar og Akureyrar. Þaðan sömu leið til baka. Farþegar sæki farseðla í dag. Fylgibrjef að vörum komi í dag. g.s. Primula fer annað kvöld kl. 8 til Leith (um Vestmannaeyjar og Thors- havn). Tilkynningar um vörur Ráðningarstofa ( Sími Reykjavíkurbæjar Lœkjartorgi 1 (1. lofti). ( Karlmannadeildin opin frá kl. 10—12 og 1—2. Kvennadeildin opin frá "■ Kl. 2—5 C, fe, Vinnuveitendum og atvínnuumsækj- endum er veitt öll aðstoð við ráðn- ingu án er.durgjalds. Nýll i dag. Rabarbari, geymið ekki lengur að kaupa rabarbara til sult- unar, tvær tegundir. Blómkál, Hvítkál, Gulræt- ur, Rauðbeður, Púrrur, Rauðkál o. fl. •viUittsm Steinhús komi sem fyrst. Skipaafgr. Jes Zimsen Tryggvagötu. — Sími 3025. Baer sennilega pieiri hug á að ná aftur heimsmeistaratitlinum en konunni. við miðbæinn til sölu. Húsið er sama sem þrjár hæðir, með ágætum íbúðum og sölubúð. Alt í besta standi. Lausar íbúðir ef óskað er. Lítið hús á góðum stað gæti komið ; til mála upp í kaupin, annars hrein viðskifti og aðgengileg kaup Sá, sem vildi sinna þessu láti nafn sitt í umslag, merkt: STEINHÚS, á Afgr. Morgunblaðsins, fyrir mánaðarmót.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.