Morgunblaðið - 23.08.1935, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 23.08.1935, Blaðsíða 8
8 MORGUNBLAÐIÐ Föstudaginn 23. ágúst 1935«. Jáutpsáapuv Sjerlega fallegir „Georg- ette“ og silki hálsklútar, falleg belti, og snúrur á baðsloppa. Versl. Lilju Hjalta. Armhringar og krossar,mjög fallegir. Versl. Lilju Hjalta. Vanti ykkur mat á kvöld- borðið, þá kaupið fisk frá Risnu. Matstofan Risna, Hafn- arstræti 17. t Silungur glænýr fæst dag- lega í Nordalsíshúsi. Sími 3007. Hangikjöt nýreykt. Nordals- íshús. Sími 3007. Kaupum gamlan kopar. — Vald. Poulsen, Klapparstíg 29. Sími 3024. Veggmyndir og rammar í fjölbreyttu úrvali á Freyju- götu 11. Til minnis. Þegar þjer þurfið að kaupa ný- reykt sauðakjöt, spaðsaltað dilka- kjöt og 1. flokks frosið dilkakjöt þá hringið í undirritaða verslun. Verslun Sveins Jóhannssonar. Bergstaðastræti 15. Sími 2091. 20 aura 2 kg. kartðflur (útlendar). Nýtlálrað (likakjöf, nýtt grænmeti. Kjötbúðin Herðubreið. , Hafnarstræti 18. Sími 1575. — Jeg vildi gjarna fá að líta á varðhundinn, sem þjer auglýstuð til sölu. — Mjer þykir það leitt, en hnoum var stolið í nótt. Allir mnna A. S. I. 19 ára gamall Atlantshafsflug- maður. J. H. Banstarter heitir 19 ára garnall piltur, sem emhvern næstu daga leggur upp frá ír- landi í flug til Queebec í Kanada. Hefir hann í'hyggju að heimsækja foreldra sína í sumarleyfinu. Nýr Caruso? 14 ára gamall Ind- verji, Dinesconet, er álitinn hafa > undrasönghæfíleika. Það er sagt að söngur hans sje töfrandi fag- | ur, crg hann hefir hlotið viðurnefn- ' ið „hinn nýi Caruso“. i Prófessor í heimskreppu. — Ameríkumenn eru ekki lengi á j sjer. Þannig var nýlega stofnað nýtt kennaraembætti við háskól- ann í Texas. Titill kennarans er prófessor í heimskreppu. Stúd- entarnir geta því nú fengið vís- indalegar skýringar á fyrirbrigð- inu, kreppa. Einræðisherra svarar. Lady Astor, sem er þingkona í neðri málstofu Cnska þingsins, spurði um daginn Stalin hvenær hann hefði í hyggjn að hætta að drepa mótstöðumenn sína í stjórnmálum. Lady Astor hneykslaðist mjög á svari Stalins, því það var: Þegar mjer finst ástæða til, Uppáhaldsdrykkur faróanna. — Þýskir vísindamenn, sem voru að rannsaka konungagrafir í Egipta- landi, hafa fnndið þar margskonar drykkjarker. Með kemiskum rann- sóknnm hefir þeim tékist að á- kveða hvaða drykkir voru í ker- unum og það var — öl. Hinir fomn faróar hafa sem sje fengið sjer bjórlogg við og við. Til Akureyrar. Á tveimur dögum: Alla þriðjudaga, fimtudaga og laugardaga, Á einum degi: Hraðferð um Borgarnes, alla þriðjudaga og- föstudaga. Frá Akureyri áframhaldandi ferðir: Til Austf jarða. Afgreiðsla í Reykjavík Bifreiðastöð íslands. -— Sími 1040. BifrelðafiföÐ Akureyrar. Allir Reykvíkingar lesa auglýsingar Morgunblaðsins. FANGIM FRA TOBOLSK. 23. „En ef því yrði stolið“, sagði Simon efablandinn. „Þetta eru dýrmætar perlur?“ „Nei, þær eru ekki mikils virði, en þú skalt segja þeim, sem á að færa mjer það: Valeria Petrovna mun gefa þjer 1000 rúblur, ef hún fær þetta men óskemt“. „Þú ert svo yndislega góð við mig“, sagði Simon og tók hana í faðm sinn. „Hvernig á jeg að geta lýst tilfinningum mínum með orðum?“ Dagur var þegar runninn yfir snævi þöktum götunum og ísjökunum á Moskva-fljótinu, þegar Simon læddist hljóðlega frá húsiValeríu Petrovna. En þegar hann yfirgaf það, vissi hann, að Rex var fangi í bænum Tobolsk úti í eyðimörkum Siberíu. NÍUNDI KAPÍTULI. Fyrir utan löe os riett. Hertoginn og Simon voru á gangi í görðunum innan borgarmúra Kreml. Það var hertoginn, sem átti uppástunguna að því að velja einmitt þenna stað — hjarta Sovjet-Rússlands — til þess að ræða þar hvorki meira nje minna en svikráð við Sovjetríkið. Simon hafði komið þreytulegur, en eftirvænt- ingarfullur, að morgunborðinu og ýtt pappírsmiða yfir borðið til hertogans, sem á var skrifað þetta eina orð: „Tobolsk“. Og þegar hertoginn var bú- inn að lesa miðann sagði hann bara: „Við skul- um koma og skoða Kreml eftir matinn“. » „Tobolsk er hinum megin við Úralfjöll", varð hertoganum að orði, er þeir voru komnir gegnum fyrsta garðinn. „Já, það er geysilangt hjeðan“. „Ca. tvö þúsund kílómetra leið, eða með öðrum orðum, dálítið styttra en til London“. Simon andvarpaði: „Tobolsk er í Siberíu, ekki satt?“ „Jú, vinur minn“, hertoginn brosti. „En Sibería er stórt land, svo að við megum þakka okkar sæla að Rex er ekki fangi í Tomsk, sem er þrjú þúsund km., eða Irkutsk, sem er fjögur þús. og fimm hundruð km., eða Jakutsk, sem er sex þús. km. hjeðan! En allar þessar borgir eru í Siberíu“. „Jæja, jæja, þá verðum við að hugga okkur við það“, Simon skríkti sínum venjulega hlátri. „En hvernig komumst við þangað?“ de Richleau leit í kringum sig, til þess að full- vissa sig um, að enginn heyrði til þeirra. „Jeg hefi rannsakað málið, og til allrar ógæfu liggur Tobolsk ekki á aðalSíberíu-brautarsvæðinu, heldur er hún hundrað og áttatíu km. norðar. En jeg hefi komist að því, að til er lítil einkabraut, sem liggur frá smáborginni Tyumen á landamær- um Rússlands og Siberíu, en sá er hængur á, að aðallestin hefir ekki viðdvöl þar. Svo er önnur braut, sem fer í norðvestur frú Omsk, en tækjum við hana þyrftum við fyrst að fara sex hundruð km. inn í Siberíu til Omsk, og það myndi kosta okkur einn dag minst“. „Það er augsýnilega erfiðleikum bundið að kom- ast þetta“, mælti Simon. „Óneitanlega er það erfitt. En jeg tel best að fara með aðaljárnbrautarlestinni til Sverdlovsk — eða Ekaterinburg, eins og borgin áður var nefnd eftir Katrínu keisaradrotningu. — Það er síðasta markverða borgin í hinu evrópeiska Rússlandi, og þar enda allar aðalbrautarleiðirnar. Þangað gæt- um við farið og tekið þaðan hliðarlest Síberíubraut arinnar. Hún fer til Tobolsk, það er að segja ekki alla leið, því að henni er ekki lokið enn. Hún ekur vestur með ánni Tavda, en milli Tavda og Tobolsk eru aðeins 100 mílur. Og það ætti engum vand- kvæðum að vera bundið að fá sleða þaðan sem járnbrautin endar og til Tobolsk. En við verðum að fara mjög varlega. Þá má ekki gruna, að við ætlum út fyrir þau ákveðnu takmörk, sem ferða- mönnum eru sett í Rússlandi“. „Eru nokkrar líkur til — eh — að ameríska. sendiherraskrifstofan geti hjálpað okkur?“ Hertoginn hló hátt. „Nei, kæri vinur. Þeir eru eins staddir í dag og þeir voru í gær. Hefðum við áþreifanlegar sannanir fyrir, að Rex væri í fang-, elsi í Tobolsk horfði málið dálítið öðru vísi við.. En eftir þær upplýsingar, sem þú hefir fengið hjá Valeríu Petrovna, þýðir ekkert að ráðast á Sovjet- stjórnina og segja, að hann sje þar í fangelsi. Þeir myndu óðara flytja hann í annað fangelsi. Það eina, sem við getum gert er að fara þangað sjálfir og rannsaka hvernig ástatt er. Nú er bara spum- ingin, hvernig við komumst þangað. Jeg tel best að við förum til Sverdlovsk og freistum þess síðan að komast þaðan til Tobolsk. „Hamingjan veit, hv'ort við fáum að fara þang- að. Sú leið stendur als ekki í hinni lögboðnu áætlun“. Við verðum að reyna okkur áfram. Þeir geta. að minsta kosti ekki meinað mjer að fara til Vladivostock, en allar lestir hafa viðdvöl í Sverd- lovsk, svo að þar get jeg farið úr. Já, það er best,. að jeg segi yður það strax, vinur minn, jeg ætlast ekki til, að þjer komið mjer í þetta ferðalag. „Nú, hví ekki?“ Augun í Simon leiftruðu. „Ýmsra hluta vegna“, sagði de Richleau róleg- ur. „Mjer finst þjer unið yður svo vel hjer í Moskva, að það væri synd að reka yður hjeðan. Þjer urðuð til þess að uppgötva J^ck Straw, sem gat sagt okkur, til hvers Rex kom til Rússlands. Og enn eruð það þjer, sem hafið komist að, hvar Rex er. En jeg hefi engu fengið áorkað, svo að nú er röðin komin að mjer. Þjer verðið að muna, að þegar jeg er kominn til Sverdlovsk er jeg kom- inn út fyrir verndarvæng laganna. Þá þætti mjer vænt um að vita af yður hjer öruggum, viðbúnum til þess að fá hjálp hjá ræðismönnunum, ef jeg kem ekki aftur. Það væri heimskulegt af okkur að stofna okkur báðum í voðann“.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.