Morgunblaðið - 28.08.1935, Side 8
MORGUNBLAÐIÐ
Miðvikud. 28. ágúst. 1935-
mssm
SlŒynnvnyac J&uips/uiftuc
Þýskukensla. — Get tekið
nokkra nemendur í þýsku. Sjer-
stök áhersla lögð á talæfingar.
Upplýsingar í síma 1248.
Slysavamafjelagið, skrifstofa
við hli§ hafnarskrifstofunnar í
Hafnarhúsinu við Geirsgötu.
Seld minningarkort, tekið móti
gjöfum, áheitum, árstillögum
m. m.
Spírella. Er aðeins við, til að
taka mál og pantanir, mánuð-
ína júlí og ágúst, á þriðjudög-
utn og föstudögum kl. 3—6
síðd. Guðrún Helgadóttir,
Bergstaðastræti 14.
JC4Í&Tt€&£Í
2 sólrík herbergi til leigu
fyrir einhleypt fólk. Aðgangur
að eldhúsi og baði getur kom-
ið til greina. Laugavatnshiti.
Upplýsingar hjá A. S. í., ekki
í síma.
Regnhlífar teknar til viðgerð-
ar. Breiðfjörð, Laufásveg 4.
Vetrarkápuefni nýkomin. —
Ullarkjólaefni, hlý og falleg.
Kjólakragar, fallegt úrval. —
Versl. Guðrúnar Þórðardóttur,
Vesturgötu 28,
Silkisvuntuefni, skotks Og ein-
lit. Silkiundirsett. Silkisokkar,
barnaföt, alskonar. Verslun
Guðrúnar Þórðardóttur. Vest-
urgötu 28.
Kaupum gamlan kopar. —-
Vald. Poulsen, Klapparstíg 29.
Sími 3024.
Rúgbrauð, franskbrauð og
normalbrauð á 40 aura hvert.
Súrbrauð 30 aura. Kjarnabrauð
30 aurá. Brauðgerð Kaupfjel.
Reykjavíkur. Sími 4562.
Barnavagnar og kerrur tekn-
ar til viðgerðar. Verksmiðjan
Vagninn, Laufásveg 4.
Veggmyndir og rammar í
fjölbreyttu úrvali á Freyju-
götu 11.
20 aura
2 kg. kartöflur
(útlendar).
Sterkur Rússi.
j Rússar vilja halda þyí fram að
sterkasti maður í heimi sje Rússi,
Grigori Glikin. Hann vinnur um
þessar mundir í Stalin-vjelaverk-.
smiðjunni, hleður á vagna, flytur
til þungar vjelar, lyftir stundum
alt að fimm tonna þunga. Rúss-
neska Sovjet-stjórnin kann vel að
notfæra sjer og meta krafta
Glikins. Hann hefir aldrei fengið
að sýna sig opinberlega, en hefir
verið sendur til erfiðisvinnu úr
einum staðnum á annan, þar sem
vinna liefir ekki gengið nóg og
vel, til þess að vera öðrum verka-
mönnum til fyrirmyndar.
Sovjet-rússneskir vísindamenn
hafa skrifað vissan matseðil fyrir
hann, fær hann þrisvar sinnum
stærri brauðskamt en hinir verka-
mennirnir og má fá 60 pd. af
kjöti á mánuði, en það er sami
skamtur og venjulegur verkamað-
ur fær á ári.
Skotasaga.
Enskt blað segir frá því — í
fullri alvöru, að því er virðist —
að Skoti nokkur hafi sótt um það
til útvarpsráðs að fá að greiða
hálft afnotagjald fyrir útvarps-
tæki sitt, þar eð hann sje heyrn-
arlaus á öðru eyranu.
í
Þrír lærðir prófessorar
í Melbourne veðjuðu fyrir
nokkru við tólf stúdenta um það,
að þeir gætu staðist stúdentspróf.
Þeir fellu allir, þegar til kom, til
mikillar ánægju fyrir stúdent-
ana.
Til Akureyrar:
Alla Mánudaga, Miðvikudaga og Föstudaga.
Frá Akureyri
AUa Mánudaga, Miðvikudaga og Föstudaga.
Afgreiðsla á Akureyri er á Bifreiðastöð Oddeyrar.
Bifreiliasiöll Sfeindórs.
Sími 1580.
Timburverslun
j P. W. Jaeobsen & Sðn.
Í Stofnuð 1824.
Símnefni: Granfuru — Carl-Lundsgade, Köbenhavn C.
Selur timbur í stærri og smærri sendingum frá Kaup-
mannahöfn. — Eik til skipasmíða. — Einnig heila
skipsfarma frá Svíþjóð.
Hefi verslað við Island í meir en 80 ár.
I •
Allir Reykvíkingar lesa auglýsingar Morgunblaðsins.
FANGIM FRA TOBOLSK. 27.
en honum ofbauð að sjá meðbróður sleginn þannig
til jarðar fyrirvaralaust. „Það er hryllilegt —
hryllilegt“, stamaði hann.
„Takið það nú ekki svo nærri yður, drengur
minn, þó svona þorpari sje sleginn niður. Sem
betur fer, hefi jeg gert út af við marga hans líka.
Þjer mynduð enga meðaumkvun hafa með honum,
ef þjer hefðuð verið sjónarvottur að því, sem jeg
sá hann og samskonar kumpána og hann aðhafast
á árunum 1912—1920. Þeim skelfingum verður
ekki með orðum lýst. Jeg hefi reynt af fremsta
megni að gleyma því. — En komið nú og hjálpið
mjer að fela þenna auma skrokk“.
Simon setti bakpokana frá sjer og dró andann
djúpt. Þetta var nú einu sinni búið og gert, hugs-
aði hann, og tjáði ekki að fást um það. Þegar
hann var búinn að jafna sig dálítið, tók hann það
sem einn lið í því æfintýri, sem hann var kommn
út í. —
Skúrhurðin var aðeins bundin aftur með kað-
alspotta, en inni í skúrnum var fult af verkfær-
um. Hægt og hljóðlega ýttu þeir hrúgu af brotn-
um skóflum og rekum til hliðar, báru líkið þang-
að og þöktu það með verkfærunum. Síðan lok-
uðu þeir hurðinni vendilega, afmáðu öll vegsum-
merki í snjónum og skunduðu af stað.
»Simon var áhyggjufullur út af því, að spor
þeirra myndu sjást, en de Richleau brosti.
„Lítið til himins“, sagði hann. „Eftir hálfa
klukkustund verður snjórinn búinn að þekja alt“.
„Aldrei hefði mjer dottið í hug, að jeg gledaist
yfir snjókomu“, sagði Simon og hló. „En hvað er
nú fyrir höndum?“
De Richleau hagræddi bakpokanum á baki sjer.
„Nú eigum við vandasamt verk fyrir höndum. Án
þess að vekja grun, verðum við að ’komast að því,
hvenær lest fer til Tavda-fljótsins og fá okkur
farmiða“.
„Hvað er — eh — langt til Tobolsk?“
„Lestin fer um þrjú hundruð kílómetra, og svo
eigum við eftir að fara líklega hálft annað hundr-
að kílómetra þvert yfir landið. En eitt höfum við
að minsta kosti verið hepnir með“.
„Og hvað er það?“
„Að við komum hingað svo snemma morguns.
Ef lestin skyldi fara í dag, komumst við með
henni“.
,,í dag?“ Simon rak upp stór augu. „Fer ekki
lest daglega?”
„Nei, kæri vin. Á slíkum úthala veraldar fara
lestirnar ekki nema tvisvar í viku, þar sem best
lætur, þriðja hvern dag“.
„Hamingjunni sje lof, að við komum ekki um
hánótt!“
„Já, þá hefðum við verið orðnir að ísströnglum
fyrir dögun“.
Þeir voru nú komnir spölkorn frá vörujárn-
brautarstöðinni og beygðu niður stíg, sem lá frá
járnbrautarstöðinni. Eftir að hafa gengið sjer til
hita um 1 km., sagði hertoginn:
„Nú er okkur óhætt að snúa við, lestin átti ,að
hafa hjer viðdvöl, tuttugu mínútur, og jeg hugsa
að nú sje klukkustund liðin frá því að vinur okk-
ar, brytinn, slepti okkur“.
„Bara að hann komist ekki í vandræði okkar
vegna“.
„Við skulum vona það. Ef hann hefir vit á að
segja, að hann hafi ekki sjeð okkur eftir mið-
degisverð í gærkvöldi, er honum borgið. Auðvitað
verður hann yfirheyrður í Irkutsk, en hann kveðst
þá ekkert vita um hvarf okkar“.
Simon fór að berja sjer. „Hamingjan góða, sá
kuldi. Ef maður fengi nú ærlegt morgunkaffi!"
„Ekki ætti að þurfa að standa á því. Jeg er
illa svikinn, ef engin krá er hjer í grend“. Og
hertoginn hafði á rjettu að standa. Því að ekki
leið á löngu áður en þeir fundu krá — að vísu
þriðja flokks — þar sem einn einasti gestur var,
hátíðlegur bóndi, er sat fast við ofninn og svolgr-
aði í sig tei, um leið og hann horfði fram fyrir sig;
starandi augum.
Hertoginn klappaði saman lófunum, og gest-
gjafinn, snotrasti náungi, hreinlegur, í hvítri stíf-
aðri blússu, kom inn. Eftir nokkrar bollalegging-
ar fór hann fram, en kom að vörmu spori aftur
með morgunverð: egg, svart og hart rúgbrauð og.
te. Og þó eggin væru steikt í floti og teið biturt,
smakkaðist þeim maturinn vel, því að þeir höfðu
með honum besta kryddið, hungrið.
Eftir matinn ræddu þeir við gestgjafann, kváð-
ust vera þýskir loðskinnasalar og væru að leita
fyrir sjer með innkaup á vöru; spurðu hvernig;
markaðurinn væri í Sverdlovsk.
„Slæmur“, sagði gestgjafinn, „því að veiði-
mennirnir vilja ekki lengur fara á loðdýraveiðar.
Og því skyldu þeir gera það? Stjórnin vill ekkert
borga fyrir skinnin, og engir auðmenn eru hjer
lengur til, sem vilja kaupa þau. Þeir fara á veið-
ar nokkrar vikur á ári, svo að þeir, ásamt konum
og börnum, geti dregið fram lífið, selja skinnin
í skiftum fyrir korn og olíu, aðra daga ársins —
sofa þeir!“
Hertoginn kinkaði kolli.
„Rjett, segið þjer; en haldið þjer, að betra sje
að fara lengra norður á bóginn?“
„Það tel jeg vafasamt, eftir því, sem jeg hefi
heyrt. Máske eru ástæðurnar betri a,ustar“.
„I Omsk?“ spurði hertoginn.
„Þar og annarsstaðar í Siberíu, þar sem minna
er um embættismenn. Þar er öll verslun frjálsari“.
„En í Tobolsk?“
„Það væri ef til vill allra besti staðurinn, ef þið ■
þá getið komist þangað, því að Tobolsk er í „hinu
forboðna landflæmi“.
„Hið forboðna landflæmi?“, spurði hertoginn
og fetti brýrnar. „Hvað er það?“
Maðurinn ypti öxlum. „Það er eitt af brjálæðis-
tiltækjum stjórnarinnar, stórt landflæmi, þar sem: