Morgunblaðið - 24.09.1935, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 24.09.1935, Blaðsíða 5
riðjudaginn 24. sept. 1935. MORGUNBLAÐIÐ 8 .eikmót Olympsnefndar islands. , Sveinn Ingvarsson K. R., setur nýtt met i 400 mcira hlanpi og Karl Vilmundsson annað met í stangarstökkl. Síra Ólafur Ólafsson fyrv. fríkirkjuprestur átfræður. Leikmót Olympsnefndai’ Islands fór fram eins og ákvéóið liafði ver- ið, s. 1. sunnndag. IJm 20 kepp- endur tóku þátt í mótinu og voru Jþeir frá þessum fjelögum: Glímu- fjetagið Ármann, Fimleikaf jelag Hafnarfjarðar, íþróttafjelag Eeykjavíkur, Knattspyrnufjelag Reykjavíkur og Knattspyrnuf je- Jag Vestmannaeyja. Veðnr var ekki gott. Er mótið liófst. var rigning og nokkur vind- ur, en annars altof kalt og lirá- slagalegt til þess að sá árangur næðist, sem íþróttamennirnir þó munu færir um að ná, ef aðstaða "væri sæmileg. Má t. d .nefna það, að íþróttamennirnir urðu að halda sig inni í bíl meðan þeir biðu eft- ir að keppa, og hlupu síðan út vir hílnum í hvert sinn er röðin kom að þeim í kappraununum. En eins og allir vita er það fyrsta skil- yrðið til þess að sæmilegur árangur náist í íþróttakeppni að keppend- unum sje vel heitt, jafn ljettklædd- ir og þeir verða að vera, og að ekki sje of mikill munur á líkams- hita þeirra og hitastígi loftsins. Að þessu sinni var alt of kalt, í veðrinu til að þeir gætu sýnt það besta sem þeir eiga tik Þó voru sett þarna 3 ný met. Sveinn Ingvarsson, sem er að verða einn glæsilegásti íþróttamaður, sem við eigum, setti met í 400 m. hlaupi á 54,1 sek., og bætti þar með met Baldurs Möller frá meistaramót- inu í fyrra mánuði. Þá setti okkar fjölhæfasti íþróttamaður Karl Vil- mundsson met, í stangarstökki, stökk 3 metra 32 cm. og bætti 7 cm. við met Friðriks Jessonar frá Vestmannaeyjum, sem hann setti 1929. En eins og menn vita var Friðrik Je'sson á sínum tíma einn af bestu og áhugasömustu íþrótta- mönnum landsins. S. Gunnar Sig'- nrðsson setti nýtt drengjamet í 1500 m. hlaupi á 4 mín. 31,5 sek. Er hann efnilegur íþróttamaður. Árangur í einstökum íþróttagrein- nm var sem hjer segir: 100 m. hlaup. Svéinn Ingvarsson 11,5 sek. Baldur Möller 11,7 sek. 'Garðar S- Gíslason 11,7 sek. Spjótkast. Kristj. J. Vattnes 45 m. 69 cm. Gísli Sigurðsson 42 m. 53 cm. Skarj)h. Jóhanness. 40 m. 79 cm. Stangarstökk. Karl Vilmundsson 3 m. 32 cm- (nýtt met). Hallsteinn Hinrikss. 3 m. 10 em. Sigurður Steinsson 3 m. 00 em. 1500 m. hlaup. Sv. Jóhannesson 4 mín. 29,8 sek. Gunuar Sigurðss. 4 mín. 31,5 sek. Jón H. Jónsson 4 m. 51,8 sek. í þrístökki gerði Sigurður Sig- urðsson frá Vestmannaeyjum til- raun til að setja nýtt met (á sjálfur metið nú), en tókst ekki að þessu sinni, sem ekki var von því öll aðstaða var mjög erfið. En að sjálfsögðu verður honum gefið tækifæri síðar til að reyna að bæta met sitt. Og enginn vafi er á því, að honum muni takast það bráðlega. Yfirleitt gekk mótið fljótt og vel, var stundum kept í tveim íþróttagreinum samtímis, og varð því eklci um tafir að ræða, sem ástæða er til að finna að. Það, sem að öðru leyti einkennir mótin í frjálsum íþróttum undan- farið og nú, er það hve margir af hinum ungu íþróttamönnum eru sífelt að ná betri og betri árangri. Er gleðilegt til þess að vita að iað eru éinmitt hinir yngri menn, sem best æfa sig, og eru jafnvel sumum íþróttagreinum farnir fram úr þeim eldri. Má þar sjer- staldega nefna þá Svein Ingvars- son og Kristján J. Vattnes, sem enn munu ekki hafa náð tvítugs aldri. Einnig er um framfarir sumar að ræða t. d. hjá þeini Baldur Möller, Stefáni Þ. Guð- mundssyni, S. Gunnari Sigurðs syni, Guðm. Sveinssyni o. fl. Og mikils má vænta af Sigui’ði Sig- urðssyni í framtíðinni. Fleiri skulu ekki nefndir að sinni, en tækifæri mun verða síðar til að minnast á og athuga nánar keppnina yfirleitt frjálsum íþróttum í sumar. K. Þ. Langstökk. Karl Vilmundsson 6 m. 30 cm. •Georg L. Sveinsson 6 m. 22 cm. Stefán Guðmundss. 5 m. 61%cm. 400 m. hlaup. Sveinu Ingvarsson 54,1 sek. nýtt met. Baldur Möller 55,8 sek. •Guðm. Sveinsson 56,5 sek. Kúluvarp. Kristján J. Vattness 11 m. 71 cm. Ágúst Kristjánss. 11 m. 20 cm. Gísl’ Sigurðsson 10 m. 20 em. 800 m. hlaup. Guðm. Sveinsson 2 mín. 12,9 selt. Baldur Möller sami tími. Stef. Guðmxxndss. 2 mín. 13,8 sek. Kringlukast. Karl Vilmundsson 36 m. 34 cm. Þorgeir Jónsson 35 m. 53 cm Kristj. J. Vattness 34 m. 30 em. Bannað að hjóla. Fyrir 40 árum síðan stóð þessi auglýsing dönsku hlaði: Bæjarráðið í Stege bannar allar hjólreiðar um götur bæjarins. — Meixn eru ekki of góðir til að nota faúurna. Það verð jeg að gera, sagði horgarstjórinn. Stungið upp í. í Cirkus í Árósum voru nokkrir öivaðir menn nýlega meðal áhorf- enda. Æptxx þeir og ljetu ókvæð- isorðum i‘igna yfir þá er sýndu, sjerstaklega fíflin. Þá sagði annað fíflið við hitt: „Veistu hvaða munur er á okk- ur og þeim þarna? — Við fáum peninga fyrir að láta eins og fífl, en þeir borga fyrir það“. Jcg gleymi aldrei fyi*stu kirkjuferð minni í sveit. Það var fyrir 42 árum, að jeg sunnu- dag einn í blíðskaparveðri fekk að fai*a til kirkju að Reykjum Ölfusi. Mjer finst jeg enn heyra húsbónda minn, Björn á Þúfu, segja við fólkið, sem var að búa sig til kirkjunnar: „Þið lofið drengnum að fylgjast með ykkui*“. Alt var svo nýstárlegt fyrir augum mínum. Fólkið prúðbúið og í hinu besta skapi. Kirkjan fyltist af fólki, þar xittust vinir og kunningjai*, það var auðsjeð og auðfundið, að allir bjuggust við hátíðlegri stund. Menn urðu ekki fyi*ir vonbrigðum. Þegar samhriixgt var gekk presturinn inn í kirkj- una, og nú hófst hátíðleg guðs- xjónusta. Presturinn hjelt á- írifamikla ræðu og mjer fanst mikið um orð hans og hina snjöllu söngrödd. Þá var síra Ólafur Ólafsson í fullum krafti. Þegar jeg hugsa um sveita- presta, um messur og annað prestlegt starf, þá rifja jeg' upp fyrir mjer minningarnar um xær stundir, er jeg var í kirkju hjá síra Ólafi, ýmist á Reykj- um eða í Arnarbæli. Það væri óskandi, að alstaðar hjer á landi væri eins mikil birta yfir samverustundum manna, eins og var við þær guðsþjónustur. Svo mikið er víst, að þessar kirkjuferðir veittu mjer mikla gleði, og frá -þeim árum hefir mjer altaf þótt vænt um síra Ólaf. Einu sinni, er jeg var vika- drengur fyrir austan, heyrði jeg síra Ólaf halda líkræðu yfir konu, er árum saman hafði átt við sjúkdóm og fátækt að stríða. Mjer fanst ræðan koma beint frá hjartanu, og jeg hefi oft hugsað til þeirrar ræðu, er síra Ólafur hefir í ræðu og riti talað máli olnbogabarnanna. Þegar jeg hlustaði á síra Ólaf, er hann tígulegur og málsnjall stóð 1 prjedikunarstóli og fyrir altari, var jeg viss um, að það hlyti að vera skemtilegast af öllu að vera prestur. Þegar jeg hugsa til þeirra stunda, er jeg fekk að fara í kirkju austur í Ölfusi og vera við messu hjá síra Ólafi, hefi jeg oft yfir með sjálfum mjer orð Stgr. Thor- steinsson, er hann lýsir helgi- deginum: Helgi Drottins dagur! Dýrðar sunna þín eins og guðdóms ásjón upprennandi skín; er sem opnist himinn, er sem bæn og náð mætist milli skýja, morgunn gyllir láð; bergmálsblíð um dali berast klukkna hljóð, en í hæðum óma engla sólarljóð. Öllum er það kunnugt, að Síra Ólafur Ólafsson. mál lýsa, að „menn fóru að finna hann oft“. Það var talið sjálfsagt að leita ráða til hans, og hann ljet sjer ant um hag sóknarbarna sinna. Hann var oft á ferð um sveitina og hon- um var fagnað, því að þar kom sá gestur, er var vitur og ráð- hollur. í þessum mánuði ei*u 39 ár iðin frá því jarðskjálftarnir ögðu mörg býli í rústir hjer sunnanlands. Man jeg það, er við sunnudagsmorguninn 6. sept. 1896 voi'um að leita að kaffikatlinum og könnunni, og horfðum á hruninn frambæinn og útihús fallin, að þá kom maður xúðandi, settist hann hjá okkur spui'ði um, hvort allir væru heilir á húfi, og talaði í okkur kjark. Maður þessi var síra Ólafur, og kom hann þá við á öllum bæjum í sveitinni. Það eru engar ýkjur, að þá töluðu menn vel um prestinn sinn. Þá könnuðust allir á landi hjer við dugnað síra Ólafs, og ávalt er hans þannig minst. Um margra ára skeið hefir síra Ólafur ver ið þjóðkunnur maður, ekki að eins sem prestur, heldur einnig sem fulltrúi á löggjafai*þingi, og altaf hefir mátt manninn sjá og heyra, því að hann hefir oftast verið framarlega í bar daganum, og aldrei farið dult með skoðanir sínar og sannfær- ing. Hann hefir aldrei kært sig um að leyna því, hverju hann fylgdi og hverju hann væri and vígur. Það væri ekki rjett lýs ing á síra Ólafi að halda því fram, að hann hafi, eins og stundum er sagt um prestana verið uppi í skýjunum. Hann hefir í starfi sínu verið niðri á jörðinni, og þegar slys hafa orð ið og vanda hefir borið að hönt um, þá hafa hin hvetjandi orð hans orðið mörgum sorgbitnum og bágstöddum að miklu liði Síra Ólafur er bæði þrekmikil og viðkvæmur, og á þá kosti, er >era hann að málsvara þeirra er eiga í baráttunni. Hjer í bæ var síra Ólafur prestur um 20 ára skeið og mörgum hefir hann flutt hugg- unarorð. Jeg þai*f ekki að lýsa prests- starfi hans, bæði hjer og í Hafn arfii'ði, því að það er öllum kunnugt. En mig langar til þess að þakka síra Ólafi vináttu og trygð, því að þegar jeg kom hingað ungur prestur tók hann á móti mjer sem góður vinur og enginn skuggi hefir á þá vin- áttu fallið. Jeg átti því láni að fagna að starfa við hlið síra Jóhanns og síra Ólafs, og er ávalt þakklátur fyrir hjálp og bendingar þeirra beggja, er voru mjer miklu reyndari. Síra Ólafur lítur yfir langan starfsdag. Vígðist hann prestur 22. ágúst 1880 og 7. sept. s. á. cvæntist hann konu sinni, frú Guðríði Guðmundsdóttur, og eru því prestsái'in 55 og hjú- skaparárin 55. Hefir síra Ólaf- ur verið sá hamingjumaður að eiga þá konu, sem hefir eflt íxeill og heiður heimilis þeixra. Gleði og hagsæld hefir þeim xjónum hlotnast og bæði hafa xau lánsöm verið. Veit jeg, að til þeirra hefir einnig sorgin tomið, og nýlega hefir sár íarmur verið að þeim kveðinn við átakanlegan sonai*missi. En xað hefi jeg og sjeð, að kjark- ur var þeim þá báðum gefinn. Heill þjer, síra Ólafur., Sú er mín afmælisósk, að fagurt aft- anskin varpi birtu á æfikvöldið. Bj. J. Jakobina Johnson skáldkona. Upplestur og kvcð)u- samsœtl. síra Ólafur hefir verið mikill má með sanni segja, að fjöldi prjedikari. En það vita menn J manna hefir kynst honum bæði einnig, að hann var vinur sókn- á gleði- og sorgarstundum arbarnanna. Síra Ólafur hefir Víða hefir hann komið til þess verið eins og vinurinn, er Háva- að samgleðjast mönnum og Frú Jakobína iJohnson las upp í Iðnó s.l. fimtudag. Húsið var troðfult áheyrenda og var skáldkonunni tekið með miklum fögnuði. Á laugardaginn var skáld- tonunni haldið fjölment kveðju samsæti í Oddfellow-húsinu. Vilhjálmur Þ. Gíslason skóla- stjóri stýrði hófinu og bauð gesti velkomna. Aðalræðuna flutti Guðmund- ur Finnbogason landsbókavörð- ur. Auk hans töluðu Benedikt Sveinsson, Indriði Einarsson, síra Friðrik Friðriksson, Húsa- vík, frú Ragnhildur Pjeturs- dóttir, frú Briet Bjarnhjeðins- dóttir, frú Laufey Vilhjálms- dóttir, Pjetur Halldórsson borg- arstjóri o. fl. Jón Magnússon flutti kvæði Matthíasar Jochumssonar til Vestur-Islendinga, er hann orti Ameríkuförinni 1895. Enn- fremur flutti Kjartan Ólafsson kvæði er hann hafði ort til skáldkonunnar. Klukkan 12^4 risu menn frá borðum og skemtu sjer síðan við dans. Hófið fór hið besta fram. I kvöld heldur fjelag Vestur- íslendinga kveðju fyrir skáld- konuna í Stúdentagarðinum. Mary Pickford er löngu hætt að leika í kvikmyndum, en hef- ir í stað þess stofnað kvikmynda- töknfjelag með frægum kvik- myndastjóra, Jesse Lasky. Mynð- ir þeirra koma hrátt á xuarkað- inn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.