Morgunblaðið - 24.09.1935, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 24.09.1935, Blaðsíða 7
Þriðjudaginn 24. sept. 1935. ^ MORGUNBLAÐIÐ Teikniskólinn liefst 1. október. Upplýsingar gefur Maxteinn GuSnrandsson, Þingholtsstræti 14. Sími 4505. Marteinn Gúðmundsson. ' Bjöm Björasson. NB. Sjerstakt, ódýrt teikni- aámskeið fyrir börn, innan fermingaraldurs, og kent að móta úr leir. Spár um stríðið. Spár blaðamanna og stjórn- málamanna um það, hvenær stríð muni hefjast í Austur-Afríku, hafa tekið ástfóstri við daginn í dag og 29. sept. Um miðjan mánuðinn skýrði t. d. frjettaritari enska stórblaðsins „News Chronicle“ frá því, að náðst hefði í símskeyti frá Róma- borg til Asmara í Eritreru, þar sem ítalska herstjómin hefir að- setur sitt, og var í skeytinu fyr- irskipun um að hefja styrjöldina þ. 24. sept. 24. sept. er í dag. Pr. „Boðaioss" fer annað kvöld vestur og norður, kringum land. Kem- ur hingað aftur að austan. Aukahafnir: Patreksfjörður, Súgandafjörður, Bolungavík og Húsavík. Farseðlar óskast sóttir fyrir kl. 2 sama dag. „Gnllfoss" fer á fimtudagskvöld (26 september) um Vestmanna- eyjar og Eskifjörð til Leith og Kaupmannahafnar. Farseðlar óskast sóttir fyrir hádegi sama dag. Balbo. Sími 4966 RáSningarstofa Reyk j avíkurbæj ar Lækjartorgi 1 (1. Wti) Karlms nnadeiUin ofia frn M. I#—12 »er 1—2. KvennadeiMin afú frá kl. 2—5 e. k. Vinnuveitendum eg atvianuumeækj- andum er veití éll aðstoS vtð ráín- ingu án endurgjalds. Dansk Hjem, modtager noglé flere Pensionære. H A N S E N, Lækjargata 6 A II. Sah Hiðfið uiti Súr hvalur Nýreykt hangikjöt. Nýr mör. Nýtt dilkakjöt. Kjötbúðin Herðubreiö. Hafnarstræti 18. Sími 1575. Samkvæmt seinustu fregnum frá meginlandinu virðist sam komulag milli Italíu og Þjóða bandalagsins £etla að reynast ómögulegt. Eins og getið var um í einka- skeyti til Morgunblaðsins í gær vakti það vonir í Genf, að Mussolini sagði ekki alveg skil ið við allar sáttaumleitanir : afsvari sínu við tillögum fimm- manna-nefndarinnar. Reuter sagði frá þessu á þá leið (samkv. einkaskeyti til Mbl.) að dyrnar til samninga væri lokaðar en ekki læstar. Næsta spor varð Mussolini að stíga. í gær setti hann fram kröfur sínar um Abyssiníu. Kröfum þessum getur Þjóða bandalagsráðið ekki gengið að enda var þeim hafnað einróma af fimm-manna-nefndinni. Verður sjeð af kröfuni Musso lini að hann gerir sig ekki á- nægðan með minna en stýft sjálfstæði Abyssiníu og frjó- sömustu hjeruðin þar, þ. á. m Tana-vatnið. Tana-vatninu sleppa Bretar aldrei undir ítölsk yfirráð og Þjóðabandalagið getur ekki leyft að gengið verði á sjálf stæði Abyssiníu. Virðist því óbrúanlegt djúp milli Mussolini og andstæðinga hans. Óbrúanlegt? Fram til þessa hefir ítalska konungsins verið getið að Iitlu, og Balbo hefir ekki komið við sögu, nema þeg' ar getið var um það að hann myndi stjórna flugher ítala Abyssiníu. Geta þessir tveir menn brúað djúpið, sem nú virðist óbrúanlegt? Pr. Dagbóh. Veðrið (mánud. kl. 17): Grunn lægð suðvestur af Reykjanesi veldur fremur hægri SA-átt um aþ land. Nokkur rigning er á S- og A-landi, en úrkomulaust á Norðvesturlandi. Yfir Suður-Nor- egi er stormsveipur og illviðri. sem færist norðaustur eftir. Veðurútlit í Rvík í dag: SA- og S-kaldi. Smáskúrir . Mannalát vestan hafs. Hinn 13. ágúst andaðist að Betel elliheimili, elckjan Lilja J- Einarsson (Norð- man). Hún var ekkja Einars Ein- arssonar fyrrum bónda í Argyle Man. 23. ágúst andaðist Jóhann Edwald Sigtryggsson að húgarði sínum Argyle Man, eftir langa iegu. Hann var fæddur að Húsa- vík í Suður-Þingeyjarsýslu 1858:] Jóhann fluttist til Ameríku 1885, Hann byrjaði að búa í Argyle 1906. Heilsufræðisýning- Læknafjelags- ins var opnuð í barnaskóla Akur- eyrar á sunnudag kl. 4. Steinn Sveinsson borgarstjóri opnaði sýninguna, í viðurvist. ýmissa borgara bæjarins, sem boðnir voru jangað. Sýningin verður opin dag- lega til 6. október frá kh 4—7 og 8—10 síðdegis. Á hverju kvöldi verða flutt fræðsluerindi, eða sýn- ingin útskýrð af læknnm bæjar- ins og fleirum, og er skólabörn- um veittur ókeypis aðgangur, und- ir leiðsögn kennara, (F.U.). Hvalveiðamar. Hvalbátarnir frá Tálknafirði komu ti] hafnar á sunnudag með sinn hvalinn hvor og hafa þeir þá aflað 23 hvali samtals. Síðastliðinn ■ hálfan mán- uð hafa norðanstormar hamlað veiði. (F.Ú.). Kjöl erðið hefir nú einnig ver- ið ákveðið á fyrsta verðlags- svæði, þ. e. Rvík og Hafnarfirði og ee það sama og í fyrra, nema hvað flokkunin á kjöti af full- prðnu er önnur. TJtsöluverð á fyrsta flokks dilkakjöti, í hedum kroppum, verður hjer kr. 1,20 pr kg. Jakobina Johnsson, skáldkona kom á Elliheimilið í gær og skemti gamla fóllrinu með upplestri. Hef- ir blaðið verið beðið að færa henni þakkir fyrir komuna. Leiðrjetting. í síðasta blaði mis- prentaðist í frásögninni um ferm- ingarbörn síra Brynjólfs í Grinda- vík, þar sem stóð fá bömin kunnu að fleyta sjer — en áfti að vera flest börnin. Knattspyrnukappleikur. Sunnu- daginn 15. þ. m. keptu starfsmenn hjá Veiðafæraversl. „Geysir“ og starfsmenn hjá Natan & Olsen og sigraði „Geysir“ með 5:0. Ennfremur keptu starfsmenn Geysis síoastliðinn sunnudag við starfsmenn hjá 0. Johnsen & Kaaber og sigruðu þá með 4:0. Hjónaefni. Nýlega hafa opin berað trúlofun sína, ungfrú Her- dís Þ. Sigurðardóftir og Jónas G Konráðsson hifreiðarstjóri. . Happdrætti Hringsins. Á hluta veltu kvenfjel. Hringurinn komu þe'ssi númer npp í happdrættinu 1361, i/2 tonn kol; 952, 50 kr. peningum; 514, 1 kassi sykur; 603 1 haframjelssekkur, og 627, elda vjel. Músikklúbburinn endurtekur Norðurlanda-hljómleika sína (Sib elius og Grieg) annað kvöld (miðvikudag). Síldarsöltun í Keflavík. — sunnudag voru saltaðar rúmar 1200 tunnur og á þriðja hundrað tunnur í gær. Norskt flutninga skip tók í gær 1250 tunnur síldar til Stokkhólms. Gísli Villijálms son síldarkaupmaður var með skipinu- Síldarafli var heldur lje- legur í gær. Veðurspárnar spáðu austán stormi og var ekki húist við að bátar rjeru í nótt. Útvarpið: Þriðjudagur 24. september. 10,00 Veðurfrégnir. 12.10 Hádegisútvarp. 15,00 Veðurfregnir. 19.10 Veðurfregnir. 19,20 Danslög frá 17. og 18- öld (plötur). 20,00 Klukkusláttur. 20,00 Frjettir. . 20,30 Erindi; í Lundúnum (Guð- brandur Jónsson rithöf.). 21,00 Tónleikar: a) Lög eftir Jón Leifs, leikin af höfundinum á píanó; b) Lög á íslensku (plöt- ur) ; c) Danslög. Stærsta jogjjölbreyttasta blað landsins. Langbesta frjettablaðið. Nýlr kaupendur fá blaSUð ókeypis til næstkom- andi mánaðamóta. • » • Hringið i sima 1600 og gerftst kanpendnr. mm tm ■■ KAUPIÐ v Til Keflavfkur og Grindavfkur f V . .. era ferðir daglega | frá Blfrelðastan Stelnddrs. Sími 1580. *Ifcjl Ausfturbæfarskólimi. Dagana 24.—28. sept. verð jeg til viðtals á skrifstofu skólans kl. 10—11 f. h. og kl. 5—6 e. h., til að innrita börn, sem ekki voitt í Austurbæjarskólanum síðastl. vetur og ekki tóku próf inn í hann í vor. Prófvottorð frá öðrum skólum leggist fram ef til eru. Aðstandendur þeirra barna, sem óska að fá undirbúning til inn- töku í Mentaskólann eða Verslunarskólann, tali við mig á sama tíma. SKÓLASTJÓRLNN. Happdrætti Háskóla Islands. Endurnýjun til 8. flokks er hafin. Endurnýjunarfrestur til 3. okt. Dregið verður 10. okt. 450 vinningar, samtals 90200 krónur. Stærsti vinningur 20 þús. kr. Vinningar verða greiddir í skrifstofu happ- drættisins alla virka daga (nema laugardaga) kl. 2—3. Vinningsmiðar verða að vera áritaðir af umboðsmönnum. Sláturtfðin er að hefjast. Við seljum daglega í heilum skrokkum nýsiátrað dilkakjöt frá Hvammstanga, rígvænt og vel útlítandi. Sent heim ef óskað er. Lifur og nýsviðin dilkasvið fáið þjer einnig best hjá okkur. Ishúsið Herðubreið, Fríkirkjuveg. — Sími 2678. Til Búðardals og Störholts. Alla fimtudaga. — Til baka föstudaga. Biíreiðastððin Hekla, Sími 1515.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.