Morgunblaðið - 24.09.1935, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 24.09.1935, Blaðsíða 6
MORGUNBLAÐIÐ Þriðjudaglnn 24. sept. 1935, Frá Mentaskólanum á Akureyri, Nýja stærðfræðideildin tekur til starfa. Samtal við Sijjurð Guðmundsson •kólameistara. Morgunblaðið átti tal við Sig- urð Guðmundsson, skólameist- ara, við Mentaskólann á Akur- eyri, sem undanfarið hefir dval- ið hjer í bænum. — Ög nú eigið þið að fá stærðfræðideild þar nyrðra, segjum Vjer. Jafnrjetti náð. — Já — og með því hefir Méntaskólinn á Akureyri feng- ið sömu rjettindi til að brott- skrá og undirbúa nemendur til háskólamentunar og Mentaskól- inn hjer í Reykjavík. — Og var nú veruleg þörf á þessari nýju stærðfræðideild? — Já, eindregin þörf, því það er vitað mál, að Mentaskól- inn á Akureyri er með allra ó- dýrustu skólum landsins, og getur því verið kleifur kostnað- ur' fyrir fátæka nemendur að sækja þangað nám, sem alls ekki gætu stundað nám við Mentaskólann hjer, sakir fjár- skorts. — Gerið þjer þá ráð fyrir að aðsókn til skólans muni aukast þegar ^tærðfræðideildin tekur nú til starfa? — JáT en reyndar hefir að- sókn að skólanum aukist svo á síðustu árum, að nemendafjöld- inn er alveg að sprengja utan af sjer skólahúsið. Síðasta vetur stunduðu rúmir 200 nemendur nám við skólann — og er það mun fleira en það hefir verið noKkru sinni áður. Allir nemendur skól- ans verða að búa í heimavist. — Verður þá ekki að reisa nýtt skólahús? — Jú — fyr eða síðar verður það óhjákvæmilegt. — Og hvernig hafið þjer hugsað yður þau mál? — Jeg hefi nú mikið brotið heilann um þetta — og það, sem jeg stefni að og mun leggja aðaiáhersluna á, er að bygt verði svo ríflega, að allir nem- endur, sveinar og meyjar, geti búið í heimavist — líka þeir, sem ættu foreldra í bænum. Innánbæjarnemendur gætu borð að heíma hjá foreldrum sínum og jafhvel lesið þar líka — þó þeir svæfu í heimavist, og lytu þar með sömu lögum hvað snert ir að vera, inni fyrir ákveðinn tíma á kvöldin. Jeg hefi óbif- andi trú á heimavistarskólum, og reýnslá mín er sú, að heima- vistarnemendur gefast betur — eru áhugasamari við námið og reglusamari en þeir, sem búið hafa í bænum. Auk þess verður kynning milli nemenda mun betri ef þeir búa allir á sama stað, en meðan sumir búa í heimavist og aðrir í bænum — og aðstaða þá öll miklu jafn- ari. Eftirtektarvert er það og í heimavístarskólum, hvem!ig eldri nemendur ala upp ný- nema, og mundi uppeldisstarf- Sigurður Guðmundsson. semi sú vaxa að vonum við sam- býlið. Það verður að venja menn við frelsið. Ætlið þjer þá ekk: að láta eitt ganga yfir alla, og loka alla inni á sama tíma, þegar allir nemendur skólans geta búið í heimavist? Nei. Mjer hefir dottið í hug að láta aldur nemenda ráða þar nokkru. T. d. að 5. og 6. bekkingar fengju að vera leng- ur úti en 1. og 2. bekkingar —- því að þeir hinir yngri þurfa meiri svefn. Þeir eru og lík- amlega veikbygðari og van- þroskaðri. Álítið þjer ekki að sá grein- armunur milli eldri og yngri nemenda verði misskilinn og illa sjeður? Jú, það get jeg ímyndað mjer — en það er vandstjórn- að svo vel fari og allir megi hljóta gott af. Eitt finst mjer líka mæla með því að eldri nemendur njóti meira frelsis í sameiginlegri heimavist, og það er: að efribekkinga verður að smávenja við frelsið áður en þeim er að fullu gefinn laus taumurinn — en það er þegar þeir koma í háskólana og eiga í höfuðatriðum að stjórna sjer sjálfir. Neðribekkingar geta og huggáð sig við það, að bráðum verða þeir sjálfir efribekking- ar. Fyrst verður að byggja yfir mötuneyt- ið og söfnin. Og hvað verður fyrst að byggja? Eins og nú standa sakir ríð- ur mest á að koma mötuneyt- inu og söfnunum út úr húsinu. Mjer hefir dottið í hug, að reist yrði húsaþyrping í stað þess að viðgengist hefir að reisa stórhýsi fyrir skóla. — í húsum þessum ætla jeg að rúm yrði fyrir kennara skólans og mætti skifta þeim niður í nem- endaíbúðirnar þannig, að nem- endur yrðu undir kennara eft- irliti og umsjá bæði nótt og dag. Með því hygg jeg að kynn- ing milli kennara og nemenda mundi aukast og við það bund- inn endi á ýms vankvæði í skólarekstrinum,, svo sem ó- stundvísi, slæpingsháttur við lestur, drykkjuskapur og önnur vandræði, sem skólum vilja fyigja. Það verður að læðast að Bakkhusi. Já, vel á minst. Þjer Ijetuð þess getið í opinberu samtali við yður nýlega, að Bakkhus yrði best unninn með því að læðast að honum. Hvað áttuð þjer við með því? Jeg sagði líka að menn þyrftu að kynnast honum og skilja hann. Með því að læð- ast að Bakkhusi átti jeg við að óbeinlínis mætti vinna á móti honum á ýmsan hátt og hefir mjer gefist það betur en að koma í berhögg við hann. — Fyrst er að vita, af hverju menn drekka, og síðan að finna leiðir til að ráða bót á drykkjuskapnum. —- Margir drekka af því þeir eru feimnir — drekka, til að losa um höml- ur og hemla, sem há þeim í daglegri framkomu. Þá er að gera menn ófeimna og djarfa og hygg jeg til þess besta ráðið fjallgöngur og útiíþróttir. —- Með því að klifa háar fjalls- hlíðar og snarbrattar urðir og kletta, liggja úti í kofum og snæða nesti í hreinu og örf- andi háfjalaloftinu, kynnast nemendum betur og verða djarfari og frjálsmannlegri hver við annan, en á meðan þeir sitja hlið við hlið í upp- ljómuðum sölum skólahússins. Fjallgöngurnar svala frumstæðum kvötum. Hitt er og vitað, að í f jallgöng- um og útilegum, sem þessum, þar sem frumstæðir manna- siðir eru hafðir um hönd og hver verður að bjarga sér eins og best gengur, fullnægja sumir þeim frumstæðu kend- um, sem fá þá til að drekka. Slarkhneigðin og æfintýraþrá- in er okkur öllum í blóð borin og merg runnin, og allar á- stríður eru sterkastar, og þá um leið hættulegastar, hjá ung- lingnum. Þessum hneigðum þurfa menn að svala og veitá viðnám — og hygg jeg, að fjall göngur, með þeim erfiðleikum og torfærum, sem þeim eru samfara, geti það komið þar að miklu liði. Þetta og þessu líkar krókaleiðir til að varna unglingunum áfengisneyslu, kalla jeg að læðast að Bakk- íusi — og Bakkhus verður aldrei unnin nema hann sje rjett skilinn, og það sje fylli- ega vitað hversvegna hver og einn láti tælast af veigum hans. Ekki uppeldisfræði — heldur sálsýkifræði. Og hafið þjer þá einhverjar uppeldisfræðilegar kenningar, og staðreyndir, að styðjast við í þessum efnum? Að nokkru leyti ,— og að nokkru leyti ekki. Þegar jeg hefi þurft að leysa vandamál þau, sem allri upp- eldisstarfsemi eru, og verða, samfara — hefir mjer jafnan að litlu liði komið lestur kunnra uppeldisfræði nga. Það heíir verið fyrir rr ;, að +ara í geitar- hús að leita ullnr. En af sál- sýkifræðingu^x ýn'sum hefi jeg t Landrjetfir. Sætaferðftr frá Bifreiða«löð íslands. Sími 1540, Kaupum flöskur eina viku, frá miðvikudegi 25. þ. mán. að telja. — Auk venjulegra tegunda kaupum við einnig hálf-líter og heil-líter flöskur. Áfengisverslun ríkisins, Nýborg. Komið með kjöiílái - og látið okkur salta í þau. — Hvammstanga dilkakjöt drýgst og best. — Isliúsið HerOubreið, Fríkirkjuveg. — Sími 2678. Málara- og teihniskóli Finns Jónssonar og Jóhanns Briem tekur til starfa upp úr mánaðamótunum. Teikning, olíulit- ir, vatnslitir og pastel. Einnig eftir lifandi fyrirmyndum. Veitum tilsögn fólki á öllum aldri. Finnur Jónsson, Laufásveg 2A. Sími 2460. Jóhann Briem, Skólastræti 1. Teikmistofa. Tek að mjer teikningar á húsum. Sömuleiðis útreikninga óg teikningar af miðstöðvum og járnbentri steinsteypu á teiknistofu minni, Hellusundi 6, sími 2176. Jón Magnússon, arkitekt. Fyrirligg jaodi: Kartöf lur — Laukur, Rúsínur — Gráfíkjur, Kúrenur — Bláber. '«1 .ðkúd.b ó imf . Eggert Kristiánsson & Co, Sfmx 1400. mikið lært, sem mjer hefir íomið að hagkvæmum notum. Freud er ,,móðins!“ Hvað segir þjer um Freud? Freud er góður, það sem hann nær, og svo er hann líka móðins — kannske of móðins! Hvað segið þjer þá um kenslu í kynferðismálum við æðri skóla? Jeg lít svo á, að hún geti verið þarfleg og komið að góðu gagni. En ekki má þó leggja of mikið upp úr fræðslunni einni saman. Auk þess eru fáir þeim vanda vaxnir að géta kent þau fræði, svo þau nái til- ætiuðum árangri — og sje góð- um árangri ekki náð, er betra heima setið. I lok máls síns segir skóla- meistari: Jeg ætla að biðja yð- ur að geta þess, að fyrir skól- ans hönd vil jeg þakka öllum, þeim góðu mönnum og konum, sem fyr og síðar, með ráðum og dáðum og í orði og verki, hafa styrkt hann í baráttunni fyrir rjetti sínum og tilveru — sem og öllum þeim, sem hafa og munu, á órunnu skeiði, auka hlýju í skólans garð. S. B.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.