Morgunblaðið - 24.09.1935, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 24.09.1935, Blaðsíða 8
MORGUNBLAÐIÐ 8 mm Þriðjudaginn 24. sept. 1935.. SiCkiýnninyac '&ÍTma, Bálfarafjelag Islands. Innritun nýrra fjeiaga í Bókaversiun Sncebjarnar Jónssonar. Argjald kr. 3.00. Æfitillag kr. 25.00. — Gerist f jelagar. Fœði einstakar máltíðir í Café Svanur við Barónsstíg. GÓBur matur. Sanngjarnt verð. Nýir kaupendur að Morgun- blaðinu fá blaðið ókeypis til næstkomandi mánaðamóta. Jáu&ftsÁafiue Veiti unglingum tilsögn í ís- iensku, dönsku, ensku og reikn- ingi. Kensla gegn fæði gæti komið til greina. Upplýsingar í síma 2025. Góð stúlka óskast á barn- laust heimili nálægt Reykja- vík. Engir þvottar. Upplýs- ingar í síma 9275. Fomsalan, Hafnarstræti 18, kaupir og selur ýmiskonar hús- gögn og lítið notaðan karl- mannafatnað. Sími 3927. Kaupi* ísi. frímerki, hæsta verði. Gísli Sigurbjörnsson, Lækjartorgi 1 (opið 1—4 síðd.) Fleiri tegundir smárjettir alt-. af tilbúnir, heitir eða kaldir. « Komið og reynið viðskiftin. Laugavegs Automat. Sími 3228. Ibúð, 3 stór herbergi og stórt eldhús hentugt fyrir 2 fjöl- skyldur, samrýmdar, til leigu 1. október í Mjóstræti 6, efstu hæð. Lág leiga. EGGERT CLAE8SEN hæstarj ettarmálaflutningsmaður. Skrifstofa: Oddfellowhúsið, Vonarstræti 10. (Inngangur um austurdyr). Hár. Jörð eða grasbýli, helst ekki Hefí altaf fyriíliggjandi hár við langt frá Reykjavík, verður íslenskan búning. keypt í skiftum fyrir hús á góð- Ver8 allra hæfi_ um stað í Reykjavík. Kaupi gamlan kopar. Vald. GoðttfOSS* I’oulsen. Klapparstíg 29. Langaveg B. Sími 3436. Kirkjur í Grænlandi. Það e,r nú verið að reisa stein- kirkju í Umanak á Grænlandi og er það hin fyrsta steinkirkja sem þar er bygð síðan íslensku land- nemamir voru þar. Það era mörg ár síðan byrjað var á kirkjusmíð- inni. Vegna þess hvað Umanak er norðarlega í Grænlandi, er ekki hægt að vinna að steypuvinnu þar nema stuttan tíma um hásumarið, því að endranær eru þar nætur- frost. í kirkjunni eiga að vera sæti fyrir 150 manns, en söfnuð- urinn er 200 manns. f Vestur-Grænlandi eru 150 bygðir og þar eru 90 kirkjur og samkomuhús. Stærsta kirkjan er í Goodhaab og rúmar hún 3—400 manns. Lawrence. í ítalíu kom upp sá kvittur, að Arabíu-Lawrenee væri alls ekki dauður, heldur myndi hann. kom- inn til Abyssiniu og sje ráðgjafi keisarans í hernaðarmálum. Þetta minnir á það, sem Lawrence sagði sjálfur einu sinni þegar kviksaga kom upp um að, að hann væri dá- inn: —Þegar jeg kveð heiminn fyrir fult og alt, þá mun enginn trúa því að það sje rjett. Hvar er Trozky? Bók Trozky um rússnesku hyltinguna hefir selst vel í Ameríku. Forleggj- arinn sendi því Trozky stóra pen- ingaupphæð um daginn. Pening- arnir liggja isamt enn á norskri póstskrifátofu, því enginn veit hvar viðtakandi heldur sig nú. Nýveiddir| Afsláttur Nú gefum við helmings afslátt af öllum fyrirliggj- andi glerjum og umgjöríum. Til dæmis Celluloid um- gjarðir með gyltum eyrnagormum, sem hafa kostað kr- 13,25, eru nú seldar fyrir kr. 6,65 o. s. frv. Skoðið vörur vorar og sparið helming krónunnar. KojniS og notið tækifærið. % Gleraugnasalan, Lækjargötu 6 B. gegnt Amtmannsstíg. > Allir Reykvíkingar lesa auglýsingar Morgunblaðsins. FANGKVN FRA TOBOLSK. 45. „Hlustið nú á mig“. Fulltrúinn hallaði sjer fram og síó í borðið með kreftum hnefa. „Ameríkaninn kom til Moskva fyrir tveimur eða þremur mánuð- um. Hann hverfur — en við finnum hann í lest- inni á leið til „hins forboðna landflæmis“. Er hanrr ásni eða njósnari? Við vitum það ekki með vissu og setjum hann auðvitað í fangelsi. — Svo komið þið. Dag og nótt leitið þið upplýsinga um hann. Einn dag heyrir einn af okkar mönnum tal ykkar við einhvern náunga í dýragarðinum, og þið nefnið Shulimoff prins á nafn. Allir í Rússlandi kunna söguna um Shulimoff og hina huldu fjár- sjóði hans. Og nú vitum við að Ameríkaninn kom upphaflega til Rússlands til þess að leita þeirra. Maður þurfti ekki annað en leggja saman tvo og tvo til þess að sjá, að þið mynduð reyna að ná honum úr fangelsinu, og síðan myndi hann — eða þið allir saman fara og leita að fjársjóðnum. Þess vegna sat jeg hjer fyrir ykkur. Við skulum ekki eyða tímanum til einskis. Hvar eru gim- steinarnir?“ Hertoginn hvíslaði einhverju í eyra Simonar. Simon skríkti. „Hvað er nú“, hvæsti Leshkin. de Richleau hneigði sig. „Það var bara skrítla um rautt hár, sem við kunnum á ensku“. Leshkin glápti fjandssamlegum augum á her- togann, en Simon bætti við. „Því miður getum við ekfei hjálpað yður“. Flærðarlegur svipur færðist í augu fulltrúans. „Þið segið það nú. En það getur verið að maður finni ráð til þess að fá ykkur til þess að leysa frá skjóðunni“. de Richleau tók fram í fyrir honum: „Fyrir- gefið“, sagði hann kurteislega. „Mr. Aron hefir þegar sagt yður, að við skildum við van Ryn. Við höfum báðir heyrt talað um gimsteinana, en við höfum ekki hugmynd um, hvar þeir eru fólgnir“. Rússinn leit til hans óhýru auga. „Ef til vill er eitthvað satt í því, sem þjer segið. Sem betur fer, kemst Ameríkaninn aldrei langt. Fyrir kvöldið verðum við búnir að handsama hann. En úr því að þið vitið ekkert, hefi jeg ekkert gagn af yður. Hví að eyða tímanum til einskis — best að skjóta yður strax“. „Einmitt það, og með hvaða rjetti, ef jeg má spyrja?“ sagði hertoginn ofur rólega. „Þjer hafið hjálpað fanga til flótta og þjer hafið verið á hinu forboðna landflæmi, og ef til vill sjeð meira en gott er. — Auk þess eruð þjer fæddur óvinur öreigalýðsins, og því fjandmaður flokksins — það nægir. Þakkið þjer yðar sæla fyrir að vera skotinn. Öðru máli er að gegna með mr. Aron. Hann sleppur ekki eins vel.“ Hertoginn brosti. Hann virtist fullkomlega ró- legur, þegar hann sagði: „Þjer spurðuð Aron hvort hann hjeldi að þjer væruð asni. Það hefði jeg ekki haldið, en þjer eruð það, ef þjer látið skjóta mig“. „Og hvers vegna?“ flýtti Leshkin sjer að spyrja. „Jeg gæti orðið yður skæður dauður, — en Iifandi get jeg verið yður til aðstoðar“. „Þvættingur, þjer getið ekkert fyrir mig gert“. de Richleau hallaði sjer fram yfir borðið og horfði á fullti'úann með glöggum og gáfulegum augunum. „Ef þjer eruð svona viss, getið þjer lík- lega sagt mjer nafnið á manninum, sem var með okkur Aron í veitingahúsinu „Úlfurinn ýlfrandi“, daginn eftir að við komum til Moskva?" f „Jeg veit það ekki, og mig langar heldur ekkert til þess að vita það“. Hertoginn var íbygginn, brosti og sneri sjer svo hægt frá fulltrúanum. „Nei“, sagði hann ljettilega. „Stalin segir heldur ekki öllum alt — og hví skyldi hann líka gera það?“ Þegar Leshkin heyrði nafn Stalins — járnkarls- ins —fulltrúans, sem var yfir öllum fulltrúum og stjórnaði Rússlandi með meira einræðisvaldi en nokkur Zar — hnykkti honum við. Andartak var' dauðaþögn. „Stalinn“ endurtók Leshkin hljótt og það var bæði virðing og ótti í röddinni. de Richleau var hinn öruggasti. „Skjótið þjer mig bara. Jeg er gamall maður, og hefi oft horfst í augu við dauðann fyr. Jeg er hvergi smeykur. — En minnist þess, að þjer eigið að bera ábyrgð á gerðum yðar fyrir Stalin“. „Ef þetta er rjett, hljótið þjer að hafa skjöl því til sönnunar“. Leshkin rjetti fram höndina. „Lofið mjer að sjá vegabrjef Ogpu!“ „Jeg hefi engin skjöl“, sagði de Richleau með fyrirlitningu. „Það eru til öfl sterkari en Ogpu, öfl utan við Sovjet-ríkið. Og Stalin beitir margra bragða til þess að efla flokkinn út á við“. „Jeg trúi ekki orði af því, sem þjer eruð að segja", tautaði Leshkin geðvondur. „Þekkið þjer nokkuð til mín“, hjelt de Richleau áfram. „Ef þjer gerið það, vitið þjer líklega, að jeg er pólitískur landflóttamaður, og var flæmdur úr föðurlandi mínu af auðvaldsstjórn, fyrir fjöru- tíu árum. Og ennfremur — vitið þjer, hversvegna madame Karkoffe tók strax á móti Aron, þegar hann kom til Moskva? Eftir skipun. Þjer hafið aðeins hugsun á hinu leynilega starfi, sem þarf að vinna innan flokksins. — Við gerðum ýmsar fyrir- spurnir til þess að jafnvel Ogpu skyldi ganga í gildruna. Og vitið þjer hver Ameríkaninn er. Hann er sonur Channock van Ryn, sem er einn auðug- asti maðurinn í Ameríku. Við urðum að koma okkur vel við manninn. Hann hafði öðrum hnöpp- um að hneppa en leita að fáeinum gimsteinum. Það er eins og hvert annað þvaður. Annars efast jeg líka um að þeir sjeu hjer“. Hann gerði stutta þögn og horfði í augu Rússans. Leshkin sat þögull um stund og klóraði í skegg- ið. Honum var kunnugt um, að Stalin hafði njósn- ara utan Ogpu — en var það mögulegt, að þessir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.