Morgunblaðið - 26.09.1935, Side 6
6
MORGUNBLAÐIÐ
Fimtudaginn 26. sept. 1935,
Blek og penKÍ ðþarft e»,
„ERIKA“ betur reynlat rajer.
Fegurst — sterkast — bestl
Sportvöruhús
Reykjavikur.
Gott
skrifstofulierbergi
við höfnina til leigu 1. okt.
Upplýsingar í síma 2893.
Hár.
Hefi altaf fyrirliggjandi hár vi8
íslenskan búning.
Verð við allra hæfi.
Versl. GoHafoss.
tangaveg 5. Simi 3436
Ralvarlvari
Lifur, hjörtu og svið.
Jóhannes Jóhannsson,
Grundarstíg 2. — Sími 4131.
Biðfilf um
LEITIÐ
npplýsinga um brunatryggingar og
ÞÁ MUNUÐ ÞJER
komast að raun um,
að bestu kjörin
FINNA
menn hjá
Nordisk
Brandforsikring A.s.
á
VESTURGÖTU 7.
Sími: 3569. Pósthólf- 1013.
Lifur og hjörtu,
Nýr Mör,
Nýtt Dilkakjöt,
úr Borgarfirði.
Kjötbúðin Herðubreið.
Hafnarstræti 18. Sími 1575.
iðin í Keflavík.
Gullfoss fók 1300
tn. tfil útflutnings.
Keflavík, 25. sept. FÚ.
í gær kom Gullfoss til Kefla-
víkur og ljet á land um 3000
tómar síldartunnur, en tók þar
1300 tunnur af síld til Kaup-
mannahafnar. Gullfoss kom
beina leið frá Vestfjörðum og
sóttu bifreiðar frá Steindóri á
annað hundrað farþega, þegar
eftir komu skipsins og fluttu
þá til Reykjavíkur.
Nokkrir reknetabátar voru á
veiðum í gær en fengu hvergi
síld. I gærkvöldi fóru flestir bát-
ar út til síldveiða og var veður
hið besta. Bátamir ljetu reka
víðsvegar um Faxaflóa og varð
rösklega helmingur bátanna
ekki var við síld.
Þessir bátar komu til Kefla-
víkur með síld í dag: Huginn
I. með 108 tunnur, Huginn II.
með 101 tunnu, Huginn ni. með
'107 tunnur, Freyja með 58
tunnur, Glaður frá Vestmanna-
eyjum með 35 tunnur, Viggó
með 19 tunnur, Stakkur með 37
tunnur, Herjólfur með 18 tunn-
ur og Kári með 39 tunnur.
1 Keflavík var að gera suð
austan storm kl. 17.30 í dag og
fjöldi báta, sem fór út til rek-
netaveiða í dag, var þá að koma
til hafnar vegna veðurs.
Móðurskip Ásgeirs Pjeturs
sonar og Óskars Halldórssonar
liggja í Keflavík og taka á móti
síld.
A Akranesi.
Akranesi, 25. sept. FÚ.
Fr j ettaritari útvarpsins á
Akranesi símar í dag að þessir
bátar hafi komið með síld til
Akraness: Víkingur með 60
tunnur, Ver með 26 tunnur, Val
ur með 48 tunnur, Egill með 20
tunnur, Skírnir með 12 tunnur,
Höfrungur með 9 tunnur, Ár-
mann með 14 tunnur, Hrefna
með 35 tunnur, Rjúpa með 30
tunnur og Alda með 48 tunnur.
Þegar frjettaritari símaði kl.
18,30 var verið að losa línu-
veiðarann Jarlinn fíá Akureyri.
Áætlað var að aflinn væri 180
*-200. tunnur.
Ný sljórn
á Spáni.
Lerronx ulanríkis-
ráðherra, Gil Robles,
fasistaforingi, her-
málaráðherra.
Madrid, 25. sept.
Chapa Prieta hefir myndað
stjórn.
Hann er sjálfur forsætis- og
fjármálaráðherra, Gil Robles
hermálaráðherra, Lerroux utan-
ríkismálaráðherra, Pablo Banco
innanríkismálaráðherra, Pedro
Rahola siglingamálaráðherra,
Salmon verkalýðsmálaráðherra,
Rocha fræðslumálaráðherra,
Martinez Velasco landbúnaðar-
málaráðherra og Lucia ráð-
herra opinberra framkvæmda.
(United Press. FB).
Landmælingarnar
á Islandi I sumar.
Nú er ekhi eftir óniælt af hygð
nema svæðið frú Berufirði vest-
nr að Lónsheiði.
Mælingum í óbygð verður lokið eftir fjögur ár.
Dönsku landmælingamennirnir,
sem hjer hafa verið í sumar, eru
nú á förum hjeðan. Þeir fara með
Gullfossi í kvöld .
Samtai við
Kaptein W. Ulrich.
Morgunblaðið hitti foringja
mælingamannanna, Kaptein W.
Ulrich í gær og spurði bann um
mælingarnar í sumar. Honum sagð
ist svo frá.
— Jeg hefi sjálfur verið með
mælingamanni í sumar á svæðinu
milli jöklanna þriggja, Langjök-
uls, Hofsjökuls, eða frá Geysi og
norður úr, og norður um Torfa-
jökul suður að Kirkjubæjar-
klaustri. Við vorum 113 daga í
tjöldum, og þar af voru 55 rign-
ingadagar. Flokkur mælingamanna
var við Hvítárvatn, eins og Morg-
unblaðið befir áður getið um.
Þeir mældu umhverfis Hvítár-
vatn, Kerlingafjöll og þar fyrir
austan, alls um 1900 ferkílómetra
svæði.
Fimm mælingamenn voru á
Austfjörðum og með þeim var
hinn ágæti aðstoðarmaður okk-
ar, Steinþór Siguíðsson. Þessi
flokkur Yann að mælingum bæði
í bygð og óbygðum og komst með
mælingarnar í bygð suður að
Berufirði.
— Hvað er þá mikið ómælt af
bygðum landsins.
1— Það er ekki annað en svæð-
ið frá Berufirði vestur að Lóns-
heiði, um 2/3 úr einu korti, sem
gert er eftir mælikvarðanum
1:100.000. Geta tveir mælinga-
menn hæglega lokið við að mæla
það að sumri, og þá er öl] straud-
lengjan mæld.
— En hvað er þá mikið eftir
ómælt í óbygðum?
— Það er öem svarar fjögra
sumra starfi, og er þá Vatnajökull
talinn með, en í sumar höfum við
mælt fasta punkta víðsvegar á
jöklinum, og flýtir það fyrir mæl-
ingunni seinna meir.
Stórkostlegar skekkjur í
korti Björns Gunnlaugssonar
— Jeg hefi í sumar gert þrí-
hyrnamælingar yfir Fjallabaks-
veg nyrðri, og komist að raun
um það, að Tungná er um 15—20
km. of norðarlega á korti Björns
Gunnlaugssonar, en Arnarfeli hið
mikla í Hofsjökli álíka miklu
sunnar en það á að vera. Vega-
lengdin milli Arnarfells og
Tungnár er því um 34 kílómetrum
meiri heldur en menn hafa haldið
fram að þessu.
Hæð nokkurra fjalla.
— Þá hefi jeg mælt nokkur
fjöll þarna í sumar, sem menn
vissu óglögt hvað há eru, og eru
hæðir þeirra hjer um bil þessar:
Loðmundur 1075 m.
Háfarmur í Torfajökli 1200 —
Sveinstindur hjá Langásjó 1100 —
Þóristindur 860 —
Kapt. W. Ulrich.
Ógleymanleg náttúrufegurð.
— Jeg hefi aldrei á ævi minni
sjeð svo dýrlega og ógleymanlega
náttúrufegurð, segir Kapt. Ulrich
ennfremur, eins og á Fjallabaks-
vegi nyrðri. Það er engu líkara
en opinberun að horfa yfir land-
ið af Torfajökli. Hin glæsilegasta
náttúrufegurð íslands er ekki í
dölunum, heldur uppi á örævum.
Og allir íslendingar, sem það geta,
ætti að skoða Fjallabaksveg.
Það er líka stórkostleg og hrika-
leg náttúrufegurð umhverfis Há-
nýpufít og Svartanúpsfjöll fyrir
vestan Skaftá. Þar eru stórir og
tignarlegir fossar. Minnisstæðast
verður mjer þar gljúfur eitt, lóð-
rjett standbjörg til beggja handa
200—300 metra há, hið tignarleg-
asta hlið, sem hægt er að hugsa
sjer og nokkuð inni í gljúfrun-
um er fagur foss, en ekki ýkja
hár. Er hann í á, sem fellur í
Ófæru.
Þjer megið hafa það eftir mjer,
að jeg fer hjeðan með ógleyman-
legar endurminningar um nátt-
úrufegurð íslands. Einu vonbrigð-
in, sem jeg varð fyrir, voru um
Eldgjá.
— Hvers vegna?
— Jeg hafði hugsað mjer hana
miklu hrikalegri og tilkomumeiri
heldur en hún er. En hún hefir
naumast annað til síns ágætis en
Vera lengsta gjá í heimi, 50 km.
löng, en lengdina sjer maður ekki
alla í einu.
Það er danska landmælinga-
stofnunin (Geodætisk Institut)
sem stendur fyrir landmælingun-
um hjer á landi. Formaður henn-
ar er prófssor Nörlund.
Kapt. Ulrich hefir verið fjögur
ár hjer við landmælingar. Ætlaði
hann ekki að vera hjer í sumar,
því að hann er nú í lífvarðarlið-
inu. En hann var fenginn til þess
að stjórna landmælingunum
vegna þess að Oherstlöjtnant
Jensen, sem hefir verið formaðnr
landmælingamannanna að undan-
förnu, var forfallaður.
Alls voru mældir um 6000 fer-
kílómetrar í snmar og þríhyrn-
ingamæh'ngar gerðar á ca.9000 fer-
kílómetra svæði.
Eden oj Laval
ræða Memeimálin.
London, 25. sept. FÚ.
Laval og Eden áttu viðræðu
í dag og töluðu þá meðal ann-
ars um Memel-málin.
Eiga kosningar að fara fram
í Memel á sunnudaginn kemur
og óttast Þjóðverjar, sem eru
mjög margir þar í landi, að þeir
verði ekki látnir njóta rjettlæt-
is í kosningunum. Hafa þeir
sent stjórnum þeirra ríkja, sem
tekist hafa á hendur að ábyrgj-
ast landsrjettindi í Memel, bæn-
arskjal um það að Þjóðverjum
í Memel verði trygður fullur
rjettur í kosningunum.
Yngsta skáld
íslendinga 17 ára.
Yngsti rithöfundur Islend-
inga, Ólafur Sigurðsson, verður
seytján ára í dag. Tvær bækur
liggja eftir þenna unga kappa
og þykja báðar góðar.
Kristmann Guðmundsson
skáld telur ólaf efnilegan
„collega".
Fer hjer á eftir stutt umsögn
Kristmanns um Ólaf:
Ól. Jóh. Sigurðsson,
Jeg hefi um margra ára skeið
lesið handrit að skáldsögum
ungra og upprenandi rithöf-
unda. Flestir þessara manna
hafa verið á líkum aldri og
eldri en Ólafur Jóh. Sigurðsson;
en jeg verð að segja að jeg hefi
enn ekki sjeð einS ákveðna frá-
sagnargáfu hjá jafn ungum
manní og Ólafi. Hann er auð-
sjáanlega fæddur skáld, og
mjer líst þannig á rit hans, þau
tvö sem þegar hafa verið gefin
út, að í honum eigi Island mik-
ið rithöfundarefni sem sjálfsagt
sje að hlúa að eins vel og hægfc
er. Hann er að vísu enn mjög
ungur, og framtíð hans að
miklu leyti undir dugnaði hans
sjálfs komin, en efniviðurinn
er mikill og góður. Og það er
spá mín, að hann muni efna
ríflega öll þau miklu loforð sem
bækur hans ,,Við Álftavatn“ og
,,Um sumarkvöld“ gefa: —
Mættu landar hans hjálpa hon-
úm til þess!
Kristmann Guðmundsson.
Mislit egg.
í París er hænumim víða gefið
sjerstakt föður, svo að þær verpi
mislitum eggjum, til jilbreytingar
og prýði. Eru eggiu allavega lit,
jafnvel með silfur- og gull-litum
blæ-