Morgunblaðið - 26.09.1935, Síða 8

Morgunblaðið - 26.09.1935, Síða 8
MORGUNBLAÐIÐ Fimtudagiim 26. sept. 1935. ^ ^ ^ ' W WiVVI ■VHnrV'Wl ,.Angóra“-garn, hvítt. Einnig nokkur sett af útifötum-barna. Versl. Lilju Hjalta. Smábarna kjólar og treyjur, aðeins fá stykki. Verslun Lilju Hjalta. Kaupi ísl. frímerki, hæsta verði. Gísli Sigurbjörnsson, Lækjartorgi 1 (opið 1—4 síðd.) Jörð eða grasbýli, helst ekki langt frá Reykjavík, verður keypt í skiftum fyrir hús á góð- um stað í Reykjavík. Kaupi gamlan kopar. Vald.' Poulsen. Klapparstíg 29. Fleiri tegundir smárjettir alt- af tilbúnir, heitir eða kaldir. Komið og reynið viðskiftin. Laugavegs Automat. Sími 3228. Kjötfars og fiskfars, heima- tilbúið, fæst daglega á Frl- kirkjuvegi 3. Sími 3227. Sent heim. Fornsalan, Hafnarstræti 18, kaupir og seiur ýmiskonar hús- gögn og lítið notaðan karl- mannafatnað. Sími 3927. &ZCft4fnnin$aG Munið fisksímann 1689 og reynið viðskiftin. Piano. Til leigu nýtt Grotrian Steinweg píanó. Sími 4923. Hver vill stríð? 1 Kent í Englandi gerði fræðslu málastjórnin nýlega tilraun um það hvernig börn sem fædd eru 1918, líta á stríð. Börnin voru 400. Voru þeim fyrst sýndar ýmsar kvikmyndir frá stríðinu og síðan voru þau spurð hvort þau vildi að stríð brytist út aftur. Svörin voru skrifleg og ÖU börnin svöruðu neitandi nema eitt. Það var stúlka. Nýir kaupendur að Morgun- blaðinu fá blaðið ókeypis til næstkomandi mánaðamóta. - -....-. ■* ■ . _ Tek börn til kenslu og les með skólabörnum. Guðrún Dan- íelsdóttir, Þingholtsstræti 9. Postulínsmálning. — Byrja kenslu 1. október. Væntanlegir nemendur beðnir að gefa sig fram. — Svafa Þórhallsdóttir, Laufási, sími 3091. PCií&ruB&i Tvær stofur með eldhúsi í Skerjafirði til leigu, fyrir fá- menna fjölskyldu. Sími 2899. Magnús Helgason. — Konan mín hefir hlaupið á brott með besta vini mínum. — Hver er 'hann 1 —- Það hefi jeg ekki hugmynd um. Heimtur úr helju. Þegar borgin Quetat í Indlandi fell í rústir í jarðskjálftanum mikla, var kaupmaður nokkur staddur í búð sinni í kjallara und- ir stóru húsi. Hiísið hrnndi alger- lega, en kjallarinn stóð, grafinn undir stórri lirúgu af grjóti, járni og spýtnabrotum. Þó var hrúga þessi svo sundurlaus, að loft streymdi sífelt inn í kjallarann. 1 Það lá við að kaupmaður misti vitið af hræðslu þegar húsið ; hrundi og bjósf hann við því á | hverri stundu að kjallaraloftið j mundi bila. En þegar hann sá að svo mundi ekki fara, gerðist honum hughægra. Fór hann nú að athuga hvernig hann gæti lif- að þarna sem lengst. í búðinni var talsvert. til af grænmeti og nið- ursoðnum matvælum og þar var líka tunna með drykkjarvatni, svo að hann var svo sem ekki á flæði- skeri staddur. Samt sem áður lifði hann mjög sparlega, því að ekki var að vita hve lengi hann þyrfti að treina sjer matvælin. Svo fór hann nú að hugsa um hvemig hailn ætti að komast út úr kjallaranum. Hann hafði ekki Til Keflavikur og Grlndavfkur cru ferðir daglega frá BifreftHastöð Sfeftndórs. Sími 1580. t önnur áhöld til þess en ausur þær, sem hann notaði til þess að ausa sykri og grjónum með. En , ineð þessum áhöldum tókst hon- um smám saman að losa um steina og rusl úti fyrir kjallaragluggan- um og grafa þar holu í gegn. Og á 47- degi gat hann skriðið iit um 'holuna. Hann hafði þá fyrir löngu ver- ið talinn af, og þegar hann hitti kunningja sína, trúðu þeir því ekki, að það væri hann sjálfur. Var það ekki fyr en hann sýndi lögreglunni holuna, sem hann hafði skriðið út um úr kjallaran- um, að honum var t.rúað, og síðan er hann dýrkaður sem hetja. Allir Reykvíkingar lesa auglýsingar Morgunblaðsins. FANGINN FRA TOBOLSK. 47. „Við skulum reyna,“ sagði hertoglnn og lyfti Símoni upp á axlir sjer. Það var ekki auðvelt verk, en það gekk betur, þegar Símon var búinn að ná taki á bjálka í loftinu. Hann kveikti á vasaljósinu ®g rannsakaði rifuna. „Það er ekkert hjer fyrir ofan,“ mælti hann. „Þetta hlýtur að vera útbygging. Þakið er tjarg- að, og eldurinn hefir ekki náð hingað.“ Hann tók vasaljósið í vinstri hendi og byrjaði á verkinu. Lausri múrskel og kalki, sem hann gat náð burt, kastaði hann út fyrir. En þakpappinn var harður og seigur og slæmt að rífa hann. —• Verkið sóttist seint. Bæði varð hann að fara var- lega, svo að ekkert hljóð bærist út til Mongólans og eins varð hann oft að gera hlje, því að her- toginn gat ekki borið hann lengi í einu. Eftir að hafa baslað við þetta í klukkustund, var rifan ekki orðin nema þrjátíu sentimetrar í þvermál. „Þetta gengur aldrei,“ sagði Símon örvænt- andi. „Rifan verður að vera þrisvar sinnum stærri til þess að við komumst í gegn.“ „Nei, nei. Ef við komumst með axlirnar, er alt gott. Víkkið rifuna um þrjár tommur á hvern veg, og þá skuluð þjer sjá, að við komumst í gegn. Við verðum máske illa útleiknir, en hvað gerir það?“ Símoni fanst varla köttur geta skriðið í gegn um opið. Neglur hans voru blóðrisa og hann verkjaði í fingurna, en hann hjelt ótrauður áfram. Næst þegar þeir hvíldu sig, sagði hertoginn uppörfandi: „Klukkan er ekkert orðin, varla tíu. Eftir klukkutíma erum við komnir hjeðan. Þei-þei; hvað var þetta?“ Þeir hjeldu niðri í sjer andanum og hlustuðu. Þetta þrusk kom ekki utan frá ganginum. Eitt- hvað þungt mjakaðist eftir þakinu. Dimmur skuggi huldi rifuna og alt í einu skein bjart ljós framan í þá. En það var óðara slökt aftur, og sjer til mikillar hugarhægðar, þektu þeir málróm Rex. „Hamingjan góða, hvað jeg er feginn að sjá ykkur!“ „Guði sje lof, að þú ert lifandi,“ hvíslaði Sí- mon. „Það stendur rauður dáti fyrir utan dyrnar. En ef þú getur hjálpað mjer til þess að víkka þetta op, skríðum við út til þín.“ Símon klifraði á ný upp á axlir hertogans, og þeir hjálpuðust að við verkið, alt hvað af tók. „Heyrðuð þið lætin áðan?“, hvíslaði Rex. „Tveir af þessum halanegrum smakka líklega aldrei framar á „vodka“. Jeg rakst alt í einu á þá. Hjelt reyndar í fyrstu, að það væruð þið!“ „Hvernig gastu fundið okkar?“ „Snjódrotningin okkar var orðin áhyggjufull, þegar þið komuð ekki aftur, svo að jeg varð að svipast um eftir ykkur. Síðan skothríðin byrjaði hefi jeg haldið mig hjer á þakinu, eða því, sem eftir er af því. — Gott að jeg er æfður eftir bjargsigið í fyrra. Svo sá jeg ljósið ykkar og hönd, sem var að kasta þakpappa út. — En nú held jeg, að þið komist út.“ Símon rendi sjer niður á gólf og þeir lýstu á opið. „Ágætt,“ sagði hertoginn. „Upp með yður, Símon.“ „Nei, þjer farið fyrst.“ Hertoginn svaraði með því að lyfta vini sínum upp. „Þjer eyðið aðeins tímanum.“ Símon rjetti hendurnar upp. „Taktu ekki í þakið. Það getur látið undan.“ Rex tók úm úlnliði hans og dró hann upp. Eftir nokkuð þrusk og hávaða var Símon kominn upp á þakið. Hertoginn horfði óttasleginn til dyranna. Mongólinn hlaut að hafa heyrt þetta. Hann flýtti sjer að klifra upp á koparketilinn, og er hann hallaði sjer áfram, náði hann hjerumbil upp að - opinu með höndunum. „Flýttu þjer!“, hvíslaði Rex, og rjetti honum hendurnar, Hertoginn hallaði sjer áfram eins langt og hann komst, tók í hendur hans og spyrnti í ketilinn. Kalkið var laust og nokkrir múrsteinar hrundu niður á gólf. Hurðin var óðara þrifin upp á gátt og mon- gólinn kom þjótandi inn, með Ijóskerið í annari hendinni og byssuna í hinni.Þarna hjekk hertog- inn augliti til auglits við þetta grimmilega og Ijóta andlit. Mongólinn þreif til hans, en hertog- inn gaf honum spark, ,svo að hann misti byssuna. „Togaðu í“, hrópaði hertoginn til Rex, en sjer til skelfingar, fann hann alt íeinu að Rex hafði slept taki á annari hendi hans, og að hann hekk í lausu lofti á annari hendi, og var að re'nna niður. Mongólinn gaf sjer ekki tíma til þess að leita að byssu sinni, en rjeðist á hertogann og dró hann> niður. de Richleau fann ógurlegan þyt rjett við eyrað,. svo að við lá að hljóðhimnan springi. Náunginn losaði átakið, fjell fram og gaf frá sjer einkenni- legt hljóð. Rex hafði skotið í gegnum munn hans. Þegar hertoginn kom aftur til sjálfs sín, var hann kominn upp á þakið, og voru þeir Rex og Símon að baslast við að flytja hann til. Þeir heyrðu greinilega, að hlaupið var fram og aftur fyrir neðan og sáu ljós frá mörgum Ijóskerum. Nú var eitthvað kallað upp og síðan var skotið af byssu. Kúla straukst rjett við höfuð hans, — og nú byrj-- aði skothríðin fyrir alvöru. SEYTJÁNDI KAPlTULI Bardaginn á þakinu. Kúluregnið dundi á veggnum, sem þeir höfðu hallað sjer upp að rjett áður. „Skjótið ekki fyrir alla muni,“ hvíslaði Rex hásum rómi, er þeir skriðu. meðfram þakrennunni,.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.