Morgunblaðið - 06.10.1935, Síða 4

Morgunblaðið - 06.10.1935, Síða 4
4 Reykjavíkurbrjef. e -i.i'i_ Síldin. Nú er, síldarafM landsmanna orðinn «m 105 þúsund tunnur. En afliníi í fyrra var 216 þús. tunnur. fíaldi aflimji tijer í Faxa ,flóa áfram nokkra daga enn, verður heildaraflinn fljótlega yfir hleming á við aflann í fyrra, að magni til. Erfitt er að giska á hve mikið verð fæst fyrir síldaraflann. En vafalaust má gera sjer í hugar- lund að útflutningsverðið verði % á við verðið í fyrra. Síðustu daga hafa komið á land hjer við Faxaflóa um 2000 tunnur á dag. M!eð því verði sem verið hefir upp á síðkastið fæst yfir 100 þús. kr. fyrir þann dagsafla. Kunnugur maður hefir sagt blaðinu, að 15 tunnur síldar myndu gefa mönnum sama hagnað eða betri en góður róð- ur á þorskvertíð. 2000 tunnur af síld jafngiltu því fyrir bú- skap þjóðarinnar 133 góðum veiðiferðum báta á þorsk. ísfisksalan. Flestir togararnir eru nú á veiðum og veiða í ís. Hefir ís- fisksala í sumar og haust geng- ið með greiðara móti, bæði í Englandi og Þýskalandi. I ágúst var seldur 21 togara- farmur, 14 í Englandi, 7 í Þýskalandi. Meðalverð í Eng- landi var 1182 stpd., en í Þýska landi 16.329 ríkismörk. Var markaðurinn í Englándi þann mánuð vitund lakari en í fyrya, 1 "Þýskálándi að meðaltali 4000 Rm. hærri. 1 sept. voru seldir 33 farmar, 24 í Englandi, fyrir 1323 stpd. að meðaltali á hvern farm. Er það nál. 250 stpd. hærra verð en þar fekkst í sept. í fyrra fyrir hvern farm. En til Þýskalands fóru 9 farm ar í þeim mánuði, og var með- alverð þeirra 26.084 ríkismörk, en 17.508 Rm. fekkst að meðal- tali fyrir þá farma sem seldir voru til Þýskalands í sept. í fyrra. Gestgjafi. 1 þjóðbrautinni milli hofuð- staðarins og sýslnanna austan- fjalls hefir um áratugi búið gestgjafinn þjóðkunni, Sigurður Daníelsson á Kolviðarhól. Hann er nú nýlátinn. Með honum er fallinn í valinn þjóðlegur en sjerkennilegur maður. Ötuíl og djarfur fylgdarmað- ur var hann og ósjerhlífinn með afbrigðum, þegar til þurfti að taka, að koma ferðafólki leiðar sinnar yfir Hellisheiði, í hvaða veðri sem var. Og þegar komið var í kotið hans á Hólnum, voru veitingar þar með afbrigðum, og borgun jafnan við hvers manns hæfi. En þegar að þeim þætti kom, mun húsfreyjan vitaskuld eiga sína góðu hlutdeild. Fjallakotið, sem var, varð í hans tíð að reisulegu býli. Allir, sem gistu Sigurð, munu á eitt sáttir um, að hann var um langa starfsæfi sína, rjettur m^iður á rjettum stað, hjálpfús, glaðvær, með hlýtt og viðkvæmt hjartalag. íslepsk gestrisni var rík í huga hank- Hann hafði valið sj.er það hlutskifti að greiða götu þeirra, sem lögðu leið sína um fjölfarnasta fjall- veg landsins. Og hann inti það starf af RepRi með svo mikilli alúð, að gestgjafinn á Hólnum líður mönnu.m seint úr minni. MerkUeg tillaga. Gunnlaugur Briem símaverk- fræðingur hefir nýlega þorið fram tillögu um það, að reynt yrði að koma á útvarpskafla, svo sem stundarf jórðung á hverjum sunnudegi gegn um stuttbylgjustöðina hjerna, þar sem sendar yrðu hjeðan frjettir og annað á erlendum tungu- málum, um ýmislegt það, er aukið geti kynningu erlendra þjóða á Islandi og málefnum Islands. Eigi hefir það enn ve.rið rapn sakað, hve mikið slíkar út- varpssendingaf myndu kosta. En augljóst mál er það, að ef stuttbylgjustöðin reynist það langdræg, að til þennar heyrð- ist víða um lönd, þá yrði hjer farið inn á nfjög áhrifamikla og hagkvæma leið til að kynna land vort og þjóð út á við. Stöður. Ríkisstjórnin hefir auglýst lausa þjóðskjalavarðarstöðuna, og ef umsóknarfrestur útrunn- inn. Umsækjendur eru allmarg- ir. En staða þessi var afnumin með lögum fyrir nokkrum ár- um, og ákveðið ,að hún skyldi sameinuð landsbókavarðarstöð- unni, ef staða þjóðskjalavarðar losnaði. Sennilega hefir núverandi rík isstjórn einhver ráð með, að veita stöðu, sem ekki er tií, ef hún með því getur hugnað ein- hverjum flolfksmanni. Þegap svo ber undir er sparn- aðarhugurinn aldrei mikill. Landsímastjóra- og póstmála- stjórastöðuna gat stjórnin sam- einað, og varð ekki mikið fyrir. En kunnugir telja, að sú sam eining hefði getað orðið víð- tækari með því að slengja út- varpsstjórninni ofaná. A. m. k. liggur ólíkt nær að sameina símastjórn og útvarpsstjórn, en síma og póst. En máske kemur stjórnin auga á þessa sparnaðarleið. Á ísafirði hefir bakari nokk- ur nýlega fengið gjaldkerastöðu í Útvegsbankanum þar. Maður- inn heitir Sigurður — talinn handlaginn við deig. Sumir halda að bakari þessi hafi verið tekinn fram yfir aðra menn í stöðu þessa vegna ætt- rækni atvinnumálaráðherra, Haraldar Guðmundssonar. Bak- arinn er bróðir hans. Utvarp Reykjavík! Þulan okkar er inndæl og röddin klukkutær. En hún er stundum svo angurvær, bless- unin, að maður býst við ein- hverjum leiðindafrjettum. Og svo er þetta þá ekki annað en kvenfjelagsskemtun á Akranesi eða tombóla í Grindavík. Það er til kvenfólk, sem alt af klökknar, ef það nefnir þlá- ber eða daggardropa. Þessi lýr- íska viðkvsemni er ósköp sset á sínum stað. En hún er alveg á- stæðulaus þegar verið er að segja frá tombólu í Grindavík, að maður nú ekki nefni síldar- MQRGUN BLAÐIÐ söltun þjá Öskarij í Keflavík eða ísfiskssölu hjá Grimsby- lýðnum í Engl,andi. Sunnudaginn 6. okt 19S5. r... ——-••.• — nmnr Tilkyrniing. Flateyjarklerkurinn. í gamla Páfi. var sagt ffá því að Demosthenes hefði gengið um sjávarströndu með smá- steina í munninum og þrumað í köpp við brimgnýinn. Ekki er grunlaust umaðSigurður klerk- ur hafi farið að dæmi þessarar fornu fyrirmyndar, enda er nóg fjörugrjótið í Flatey. En munurinn er sá, að Demo- sthenes skirpti út úr sjer áður en hann fór að tala fyrir lands- lýðinn. En Sigurður skirpir mölinni beint í eyrun á áheyr- endunum. Þótt íslenskan sje stundum hörð viðkomu, þá er hún ekki slíkt klungur, að maður þurfi að láta eins og grjótmulnings- yjel, til að koma henni út úr sjer. Það er líka alveg óþarfi að háma í sig orðin eins og Sig- urður gerir,rjett eins og svang- ur smali væri að jeta spaðsúpu. ViS og við. Einn af forystumönnum Al- þýðuflokksins, Ólafur Friðriks- son ljet svo um mælt á bæjar- stjórnarfundi á dögunum, að verkamenn hjer í bænum væru orðnir því svo vanir, að hafa enga atvinnu tímunum saman, að þeir sættu sig við það mögl- unarlaust, að hafa ekkert að gera og engar tekjur — nema við og við. En þessa atvinnu ,,við og við“ áttu þeir svo að fá í atvinnu- bótavinnu bæjarins. Gera má ráð fyrir því, að meginþorri þeirra manna, sem Ólafur Friðriksson þar talar um, myndu telja sjer hag í því að öðru vísi væri ástatt um lífsbjargarmöguleika þeirra- — Að atvinnuvegi lands- manna yrði hægt að byggja upp á þá lund, að atvinnu þeirra yrði stöðug. Að árstekj- ur þeirra gætu með því aukist að mun, enda þótt þeir kynnu að bera minna úr býtum fyrir hverja þá stund spm þeir ynnu. Það væri ekki annað, en sannvirði vinnunnar yrði greitt á hverjum stað og tíma, og at- vinnulíf landsmanna fengi þannig að blómgast að nýju. En gegn þessu vinna núver- andi stjórnarvöld með hnúum og hnefum. Og þess vegna er stefna þeirra í atvinnumálum hel- stefna, jafnt fyrir einstaklinga sem þjóðfjelagið. Bjarni Björnsson skemtir í Gamla Bíó í dag kl. 3. Hlutaveltu heldur íþróttafjelag Reykjavíkur í K. R. húsinu í kvöld. Svo hafa forgöngumenn hlutaveltunnar tjáð blaðinu, að þar sem fjelag þetta eigi marga vini og velunnara innan verslunar stjettarinnar, þá sje óvenjulegt safn, góðra muna á hlutaveltu þessari. En kórónan í öllu sam- an er það, að fjelagið hefir 1000 krónur í happdrætti, sem dregið verður um, að hlutaveltunni lok- inni. Á síðustu hlutaveltu f. R. var alt uppdregið kl. 814 að kvöldi. Svo menn mega ekki koma of semt, ef þeir ætla að ná í drætti. Það tilkynnist hjer með, að jeg undirrituð hefi selt Hr. bryta Guðlaugi Guðmundssyni matsöluhúsið Heitt og1 Kalt. Um leið og jeg þakka hinum mörgu viðskiftavinum fyrir viðskiftin undanfarin ár, vona jeg að Heitt og Kalt megi njóta sömu vinsælda undir stjórn hins nýja eiganda. Fyrir mína hönd og annara aðila. Virðingarfylst. ísta Þorsteinftdóttr. Samkvæmt ofanskráðu, hefi jeg undirritaður keypt matsöluhúsið Heitt og Kalt. Mun jeg gera mjer alt far um að gera viðskiftavinina ánægða og vona að Heitt og Kalt megi framvegis njóta sömu vinsælda og áður. Virðingarfylst. Guðlaugur Ouðmundsson. Olfrið Sieldur króninnl meira en minna á Kiluta* veltu í. R. I K.R.-húsinu. ...... Tilkynning. Hjer með leyfi jeg mjer að tilkynna að jeg hefi flutt verslun mína af Hverfisgötu 40 á Hverfisgötu 34. Jafnframt hefi jeg í sambandi við verslunina opnað mafsölu, þar sem selt er Tast fæði, svo og lausar máltíðir, á mjög sanngjörnu verði. Alt á sama stað, matvörur og matur. Virðingarfylst. Þorv. Jónsson Matvöruverslun. — Matsala. Hverfisgötu 54. Sími 4757. Appelsinnr. MURCIA: 240 — 300 — 390 og 504 stk. VALENCIA: 300 — 390 og 504 stk. NAVEL: 126 — 150 — 176 og 200 stk. Allar þessar tegundir koma um mánaðamótin nóvember og desember. Verðið hvergi lægra. Eggert Xristjánsson & Go.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.