Morgunblaðið - 21.12.1935, Blaðsíða 2
2
Útgof.: Hi. Ár^aknr. Reykjayli:
Rltstjórar: J6t» Kjartanseon,
Valtýr gtof&nuoii.
Rltstjörn og aígrolT5»la:
Auatnratrœtl 8. — Slml lfOC.
A’ <íýBlng jrtjóri: B. Hafberg;.
AuKÍý’slnjKraakrlfstofa:
A» turatrœtl 1T. — 8Iml S70ð.
Helmaslmar:
Jön ívjartafLason, nr. 1742.
Valtýr 3t fánsson. nr. 4220.
Árnl óla, nr. 3046
B. Hafberg, nr. S770.
Áckr1ftaK«&l<i: kr. S.0\. á msánnOl.
í lausasölu: 10 aura aSntaklO.
20 aurt aeS I^sbök
Atvinnutr yggingr
og atvinnuleysis-
tryggingar.
Stjórn „hinna vinnandi stjetta“
lofaði að bæta úr atvinnuleysinu.
í»etta loforð táknaði það, að
stjórnin teldi það skyldu sína að
auka atvinnureksturinn í landinu.
Þetta loforð hefir ekki verið efnt,
og verður aldrei efnt af núverandi
stjórnarflokkum. Því stefna þeirra
leiðir ekki til aukningar atvinnu,
leiðir ekki til aukningar atvinn-
unnar heldur til aukninprar at-
vinnuleysisins.
Þetta e'r hverjum þeim manni
skiljanlegt, sem vill le'ggja það á
sig, að gera sjer einhverja grein
fyrir orsökum atvinnuleysisins.
Atvinnuleysið stafar auðvitað
fyrst og fremst af því að atvinnu-
reksturinn. hefir gengið saman. En
ástæðan til þess að atvinnurekst-
urinn hefir gengið saman, er með-
al annars sú, að skattabyrðin, sem
á honum hvílir, er þyngri en svo,
að undir verði risið. Þessu ve'rður
ekki mótmælt.
Leiðin til þess að bæta úr at-
vinnuleysinu getur þess vegna
aldrei orðið sú að þyngja skatt-
ana, heldur að reyna að draga úr
þeim.
Núverandi stjórn getur aldrei
bætt úr atvinnuleysinu, af því
hún er blind á því auganu sem
snýr að atvinnulífinu í landinu.
Þess vegna heldur hún áfram að
hlaða byrðunum á þá, sem eru
að sligast undir því sem fyrir var.
Þegar atvinnureksturinn getur
ekki letigur borgað mönnum fyrir
að vinna, þá er bætt á hann aukn-
um sköttum til þess að borga
mönnum fyrir að vinna ekki.
Þetta_ eru kallaðar atvinnuleys-
istryggingar. Með þessu hygst
stjórnin að efna Loforðin um að
hæta úr atvinnuleysinu! En með
þeim auknu sköttum sem af þessu
leiðir, er ekki verið að tryggja
atvinnuna eins og lofað var, held-
ur atvinnuleysið!
Stefna Sjálfstæðísflokksins hef-
ir ávalt verið sú, að búa svo að at-
vinnulífinu í landinu, að fram-
takið geti dafnað og atvinnan auk
ist. Þessvegna vill hann ekki
þyngja skattana, heldur Ijetta þá,
og til þess leitast hann við að
sníða útgjöld ríkisnis við getu
borgaranna.
Stjórnarflokkarnir hafa komið
atvinnuvegunum á knje og heimta
atvinnuleysistryggingar. Sjálfstæð-
isflokkurinn vill reisa atvinnuveg-
ina við, efla þá og styrkja. Hann
vill atvinnntryggingar.
IORGUNBLAÐIÐ
mmmmmmmmmimmmmmmmmtmm ... m
Lai^ar^agimi 21. dv:s. 1935..
ENN SYRTIR AÐ í AUSTUR-ASÍU.
Landamæraskærur
Róssa og Japana.
Kínverjar mótmæla
yfirráðum Japana í
Norður-Kína.
London, 20. des. FÚ.
Idag kemur fregn um
það, að horfurnar
sjeu að verða alvarlegar
milli Rússa og Japana,
á landamærum Manchu-
kuo og Mongolíu annars
vegar, og Sovjet-Rúss-
lands hinsvegar.
í gærkvöldi komu
fregnir um skærur milli
japanskra og rússneskra
hermanna, og telja báð-
ir málsaðilar, að brotist
hafi verið inn í lönd sín.
f skærum þessum hef-
ir bæði verið beitt vjel-
byssum og brynvögnum.
Japanir hafa bætt þúsundum
hermanna frá Japan við setulið
sitt í Manchukuo, ,og telja að
ástæður þess sjeu þær, að rúss-
neskir hermenn sjeu að leita
inn iá lönd Manchukuo.
Sjálfslæði Norður-
Kína.
ítatakir hermenn matbúa fyrir sig í Abyssiníu.
Kínverskir stúdentar í Tient-
sin, Peiping og Hankow hafa
dregið saman mikla flokka, til
þesá að mótmæla sjálfstæði
Norður-Kína, sem þeir telja að
tákni aðeins dulbúin yfirráð
Japana.
í Shanghai hafa 10 þúsund
stúdentar farið á fund borgar-
stjóra, og mótmælt því, að lýst
væri yfir sjálfstæði Norður-
Kína.
Skólum hefir verið lokað í
Hankow í mótmælaskyni gegn
flokkadráttum stúdenta þar í
borg .
Bandarikin vara
við Japönum!
KAUPMANNAHÖFN 1 GÆR.
EINKASKEYTI TIL
MORGUNBLAÐSINS.
í APANIR ætla að
*-* leggja undir sig all-
an heiminn.
„Japanir verða vold
ugasta þjóðin í heimin-
um, ef þeir ná yfirráð-
um í Kína“.
Þessi ummæli hafði
Pittmann, form. utanrík-
ismálanefndar Banda-
Farmh. á 3. síðu.
Abyssiníumenn sækja
fram á NorOurvíg- I
stöOyunum!
Italir segja að sóknin við
Takasse-fljótið hafi mistekist.
KAUPMANNAHÖFN I GÆR.
EINKASKEYTI TIL MORGUNBLAÐSINS.
ABYSSINfUMENN halda áfram sókn sinni við
Takassefljótið á norðurvígstöðvunum.
Fregnir frá Addis Abeba herma að þeir hafi
náð úthverfum Makale á sitt vald aftur.
í sömu fregn hermir
Kolaverkfail
I Bretlandl
I janúar?
KHÖFN I GÆR.
EINKASKEYTI TIL
MÖRGUNBLAÐSINS.
Námaverkamenn í Bret-
landi hafa ákveðið að hef ja
verkfall þann 27. janúar á
næsta ári, ef samningar
hafa ekki tekist þá milli
námaeigenda og náma-
verkamanna um launa-
hækkun. Námaverkamenn
kref jast þess að dagkaupið
verði hækkað um 2 shill-
inga.
Páll.
að
Abyssiníumenn ætli ekki að
linna sókninni fyr en þeir hafi
náð bæði Aksum og Adua úr
höndum ítala.
í tilkynningu frá her-
\
stöðvum Itala í Asmara
segir aftur á móti að sókn
Abyssiníumanna við Tak-
assefljótið hafi mistekist.
Mannfall hafi orðið mikið
og hafi Abyssiníumenn
mist 1000 menn úr liði
sínu. Páll.
ítalir eru varir
um sig.
Verður Neville Chambsrlain
utanrikismálaráðherra Breta?
Þingfundum frestað
i Bretlandi
fram f febrúar.
London, 20. des. FÚ.
Badoglio skýrir frá því, að
hernaðarflugvjelar Ítalíu sjeu
sífelt á sveimi yfir hjeruðunum
í kringum Takassefljót, og sje
aldrei minna en þrjár flugvjel-
ar á 'verði á þeim slóðum. Segir
hann, að með þeim hætti hafi
verið unt að hafa upp á og af-
króa alla abyssinska hermenn
á þeim slóðum.
Á suðurvígstöðvunum er bú-
ist við orustu næstu daga milli
Ras Desta og ítala. Er talið lík-
legt að orustan verðii í nágrenni
við Dolo.
Sir Samuel greip
höndum fyrir
andlit og hraðaði
sjer út.
Neville Chamberlain.
1 dag var fundum
Traustsyfirlys-
INGIN til Baldwins
og stjórnar hans var . . . - , *
samþykt í Neðri mál- |jreskf! hmssmf fresteð
stofunni í gær, eftir að
Samuel, Attleee,
Sir
Baldwin og Neville
Chamberlain höfðu lok-
ið ræðum sínum.
|þar til 4. febrúar.
Jafnframt var þó tilkynt, að
þingið mundi 'verða kallað sam-
an fyr, ef til þess þætti brýn
nauðsyn.
Framh. á 3. síðu.