Morgunblaðið - 21.12.1935, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 21.12.1935, Blaðsíða 5
Laugardaginn 21. des. 1935. MORGUNBLA0IB „Ðandormurinn“ kubbaður sundur í neðri deild Forseli úrskurðaði ffóra liði frá. ,,T3andormurinn“ hans Jónas- ar frá Hriflu, þ. e. litla frum- varpið um útflutningsgjald, sem fekk langa halann í efri deild, kom til atkvæða í neðri deild í gær; var til einnar umræðu þar. Jörundur Brynjólísson hafði flútt breytingartillögu við 1. gr. frumvarpsins, um að orða grein- ina um, þannig að fjórir liðirnir af þeim 16, sem þar voru, skyldu feldir burtu. Varð nokkuð þjark um til- högun atkvæðagreiðslunnar og kom þá upp úr kafinu, að Jör- undur hafði orðað breytingar- tillögu sína þannig, til þess að komast hjá að úrskurða frá 4 liði af þessum „bandormi“ Hrif lu-Jónasar, þar eð þeir færu í bág við stjórnarskrá og þing- sköp. Vegna þess karps sem varð um atkvæðagreiðsluna kvað for seti upp úrskurð um eftirtalda fjóra liði: 11. lið, sem var um það, fræðslumálastjórnin skyldi haustið 1936 sameina skóla- hjeruð landsins eða hluta úr þeim, þar sem því yrði 'við kom- ið. Hjer átti m. ö. o. að ger- breyta fræðslukerfi landsins. 12. lið, um að fela landssím- anum eftirlit það með raforku- virkjun, sem felst í lögum nr. 83, 1932. 14. lið, að fella niður 1. bekk Kennaraskólans frá 1. október 1936 og 16. lið, um að Kvennaskólinn í Reykjavík skyldi frá 1. júlí 1936 lúta ákvæðunf laga um gagnfræðaskóla, sem þýddi þáð, að ríkið hætti að styrkja skól- ann nema að litlu leyti. Forseti (Jör. Br.) bygði úr- skurð sinn, að vísa þessum fjór- um liðum frá, á því, að frum- varpið, sem upphaflega var flutt í Nd. hafi aðeins snert frestun á framkvæmdum laga um útflutningsgjald. í Ed. hefði frv. verið breytt, þannig að bætt hefði verið við mörgum nýjum liðum, sem einnig snertu framkvæmdir laga og að því leyti átt skylt við upphaflega frumvarpið. En auk þess hefði verið settir inn í Ed. aðrir liðir, sem ekki væri hægt að skoða fullkomlega hliðstæða frum,- varpinu, en sem röskuðu mjög framkvæmdum annara laga. Þess vegna úrskurðaði forseti fyrnefnda 4 liði frá. Var þvínæst gengið fil at- kvæða um þá 12 liði, sem eftir voru í frumvarpinu. Þriðji liður, um að fresta á árinu 1936 prentun umræðu- parts Alþingistíðindanna og skyldi það einnig ná til þing- tíðindanna 1935 var feldur með 16:15 atkv. Verður því haldið áfram að prenta Alþingistíðind- in. — Ellefti liður, um að heimila stjórninni að selja eða leigja varðskipin Óðinn,, Þór og vita- skipið Hermóð, var einnig feld- ur með 15:15 atkv. Aðrir liðir voru samþyktir. „Bandormururinn“ þannig kubbaður sundur var þvínæst endursendur efri deild og er nú eítir að vita hvaða breytingum hann tekur við það að koma aftur í námunda við Jónas frá Hriflu. Lýðræði rauðliða á Alþingi. Þeflr leyfa ekkl einu sinni framsö^u- mönnum að tala um málin. Ríkisútgáfa skólabóka eða námsbóka, eins og það heitir nú, er eitt af þeim málum sem sósíalistar heimta að samþykt verði á þessu þingi. Þetta mál hefir legið fyrir mörgum undanförnum þingum, en tók á sig nýja mynd í efri deild nú á þessu þingi, þar sem tillögur Viliriundar landlæknis komust þar inn í frumvarpið. Samkvæmt hans tillögu eiga öll heimili á landinu, sem hafa skólaskyld börn, að greiða eins- konar nefskatt, alt að 8 kr. á heimili og fyrir það eiga þau að fá þær skólabækur, sem hið nýja ríkisbákn lætur þeim í tje. Frumvarp þetta var nokkuð rætt í Nd. í fyrrinótt. en annari umræðu varð þó ekki lokið í gær og voru nokkrir á mæl endaskrá, þ. á m. framsögumað’ ur nefndar. Þegar málið var tekið til um ræðu í gær, hófst „umræðan“ með því, að forseti dró upp úrj vasa sínum „kröfu“ frá 6 þing- mönnum, þeim Bergi Jónssyni, Hjeðni Vald., Jónasi Guðm., Páli Þorbjörnssyni, Þorbergi og Bjarna Bjarnasyni, um að skera niður umræður „þegar í stað“. Forseti bar „kröfuna“ upp, án þess að leyfa þeim að tala, sem á mælendaskrá voru og var þó framsögumaður nefndar- hluta meðal þeirra. Alt stjórn- arliðið greiddi svo atkvæði með því að banna málfrelsi á Al- þingi. Er fullyrt að forseti hafi „á lager“ í vasanum nokkrar samskonar „kröfur“ til þess að leggja fram í þeim málum, sem eftir eru. Það eru flokkarnir, sem kalla sig lýðræðisflokka, sem þannig haga sjer!! Frumvarpið var þvínæst sam- þykt óbreytt og afgr. til 3. umr. Skóhlífar á börn og fullorðna, nýkomnar! riííi Jólapantanir. Oflkum eftir að þeflr, sem eijía eftir að panta i fólamatflnn gföri það i dag. í dag eru búðlr opnar tll kl. 12 Á mlðnœttl. Fjelag kjötverslana í Reykjavík. Brot úr kvæði. Muniff ti- eftir að panta Gæsir (að- eins fáar eftir), Rjúpur spik- jidregnar, Kalkúna, Svína- kjöt, Nautakjöt og allskon- ar Grænmeti með lækk- uðu verði. Milnersbúð Laugaveg 48. Sími 1505 (2 línur). I Gefið bornunum GæsamOmmu í )olaij)ðf. Tíðarandinn tætir sundur trú á þróun jarðarbúa. Gylling, skrum og skálkaframi skemmir menn og löndin hremmir. Grípa kenning grimmir snápar, gala hátt og fólki smala; lofa gulli og glæstum höllum, gjnna þjóð, en tæma sjóði. Heiminn allan heimskan villir, hatrið vex og dægurpexið. Landa milli lokast sundin, lagt er bann á frelsi manna. Foringjarnir fjeð ei spara, fjötra harðir vinnuarðinn; málaliði og vítisvjelum veröld fylla og menning spilla. Okkar land er einnig bundið aldarinnar svartagaldri: Höfuðpaurar höftum reyra heildarstarf í eigin þarfir. Níð og hræsni, dómgreind deyðir, dregur lýð í flokkastríðið; hugsjónir, sem víða vegu virðast benda, í myrkri lenda. —------ Maríus Ólafsson. *; p f sv, i z Reykfar rúllupylsur, 75 aura Vz kg. Verslunarmannafjelag R^ykja- víkúr auglýsir í dag hinar árlegu jólatrjesskemtanir sínar milli jóla og nýárs. — Menn ættu að at- huga að dagar þeir, sem auglýst- ir eru í dag eTu þeir rjettu, en ekki þeir, sem auglýstir voru í nrödiil plrbi l(iðtllúðin Herðöbreið, ® M ^ **“ * Hafnarstræti 18. Sími 1575. að gera jólainnkaupin lá 1 er jóla- LIVERPOOLSÚkkölaðÍð gær.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.