Morgunblaðið - 03.01.1936, Side 4
4
MORGUNBLAÐIÐ
Innflutningurinn 1935.
Efíir Hallgrím Benediktsson
Forstöðumenn ýmsra
stofnana fluttu stutt er-
indi í útvarpið á gaml-
árskvöld.
Birtast hjer í blaðinu
tvö þessara erinda, ann-
að um innflutningsversl-
Unina árið sem leið, eftir
Hallgrím Benediktsson
stórkaupmann, formann
Verslunarráðs íslands,
og hitt um sjávarútveg-
inn, eftir Kristján Bergs
son, forseta Fiskifjelags
Islands.
Innflutningurinn
sennilega 46 milj. kr.
Á þeim stutta tíma, sem jeg
hefi hjer til umráða, er að sjálf-
sögðu ekki hægt að gefa nema
mjög ófullnægjandi skýrslu um
svo yfirgripsmikið efni, sem inn-
flutningsverslunin er.
Jeg mun því aðeins stikla á
hinu stærsta og markverðasta,
og mun sleppa mörgu, sem nauð
syn bæri til að geta um, ef hjer
væri um ítarlega skýrslu að
ræða.
Eðlilegur og frjáls innflutn-
ingur ákvarðast fyrst og fremst
af magni þeirrar innanlands-
kaupgetu, sem ætla má, að á
hverjum tíma beinist að erlend-
um vörum.
Á því ári sem nú er að
kveðja, er óhætt að segja að
þessi regla hefir ekki verið í
gildi.
Orsökin er að eftirspurn eftir
aðkeyptum vörum hefir á árinu
verið meiri en svo, að gjaldeyr-
isástæður landsins leyfðu, að
henni yrði fullnægt.
Heildarinnflutningur til lands
ins mun þó að líkindum, þegar
allar skýrslur eru komnar fram,
reynast um 46 milj. krónur, en
bráðabirgðasamtalning Hagstof
unnar sýnir, að í nóvemberlok
er búið að flytja inn fyrir 39.-
549.000 kr.
Er það rumlega 5 milj. krón-
um minna en á sama tíma í
fyrra. En raunverulegur inn-
flutningur ársins 1934 mun að
líkindum reynast um 51 milj.
kr.
Kaupgeta og
innflutríingur.
Hjer er því- miður ekki tími
til að skýra vöruflokkaskiftingu
innflutningsins í ár. Þó má geta
þess að vörur til útgerðar er þar
langstærsti liðurinn, og er að
verðmæti Vi hluti alls innflutn-
hefði miðást við kaupgetu neyt-
enda í landinu. Hygg jeg að
ekki sje of hátt reiknað, þó ætl-
að sje að hann hefði orðið 6—7
milj. kr. meiri eða 52—53 milj.
króna. Þessi takmörkun inn-
flutningsins sem náðst hefir að
mestu með þeim gjaldeyris- og
innflutningsráðstöfunum, sem
alþjóð eru nú kunnar, hefir að
sjálfsögðu haft sínar afleiðing-
ar inn á við. Þannig hafa nauð-
synlegar vörubirgðir ýmsra
verslunargreina gengið mjög til
þurðar á árinu, svo að af geta
stafað vandræði ef ekki verður
úr bætt.
Utflutningurinn orsakar
óhagstæð vörukaup.
Um landaskiftingu innflutn-
ingsins, eða viðskifti vor við ein-
stakar þjóðir, er hjer heldur
ekki tími til að fjölyrða. Þó má
geta þess, að á þessari skiftingu
innflutningsins frá hinum ýmsa
löndum hefir orðið nokkur rösk
un frá því, sem verið hefir á
undanförnum árum.
Þannig hefir innflutningurinn
frá Ítalíu tvöfaldast frá því í
fyrra og innflutningurinn frá
Spáni og Þýskalandi aukist all-
verulega. Hlutfallslega er þessi
aukning meiri, þegar þess er
gætt, að innflutningurinn frá
flestum öðrum löndum hefir
beinlínis lækkað.
Breyting þessi stafar einkum
af viðskiftasamningum þcim er
ísland hefir gert við aðrar þjóð-
ir á undanförnum tveimur ár-
um. Á jeg þar sjerstaklega við
samninga þá, er gerðir voru við
Spán og Þýskaland á árinu
1934, og samningana við Ítalíu
og Danmörku á þessu ári. Samn
ingurinn við Þýskaland var og
einnig endurnýjaður í ár.
Út í samninga þessa er hjer
ekki hægt að fara. Þó mun láta
nærri að hægt sje að segja, að
með þeim öllum hafi fyrst og
fremst verið reynt að halda opn
um mörkuðum fyrir íslenskar
útflutningsvörur. Þessi fríðindi
hefir undantekningalítið orðið
að kaupa með skuldbindingum
um ákveðin 'vörukaup frá við-
komandi landi.
Mjer þykir í þessu sambandi
rjett að vekja athygli á því, að
með þessum sarnningum hefir
aðstaða og hlutverk verslunar-
stjettarinnar í ýmsu breyst. Fyr
meir rjeðu verð og gæði mestu-
um það, til hvaða landa kaup-
sýslumenn leituðu með innlcaup
sín.
Mikið af þeim vörum sem það-
an hefir verið keypt, hefir verið
hægt að fá ódýrar annarstaðar
og betur við okkar hæfi. Yið-
skiftin við Þýskaland hafa ver-
ið miklum mun hagstæðari,
enda þótt þess sjeu einnig
dæmi, að kaupsýslumenn hafa
orðið að kaupa þar vörur, sem
hagkvæmara var að kaupa ann-
arstaðar.
Afleiðing þessarar viðskifta-
stefnu hefir að sjálfsögðu orðið
sú, að neytendur hafa orðið að
greiða vöruna dýrara verði en
ella hefði orðið.
Þegar þessa er gætt, svo og
hins, að vöru'verð á heimsmark-
aðinum hefir yfirleitt hækkað,
þá er það alveg víst, að vöru-
magn það sem fengist hefir fyr-
ir þær 46 milj. kr., sem ætla má
að innflutningurinn muni nema
í ár, verði talsvert mikið minna
en það vörumagn, sem fekkst
fyrir sömu upphæð í fyrra.
Viðhorf
verslunarstjettarinnar.
Hjer hefir ekki unnist tími
til að drepa á nema fátt eitt.
En jeg vil áður en jeg lýk máli
mínu, rifja upp nokkur þau at-
riði sem afdrifaríkust eru fyrir
verslunarstj ettina.
Er þá fyrst að minnast þess
að rýrnun innflutningsins hefir
komið hart niður á kaupmönn-
um. Umsetning þeirra hefir
minkað verulega og hagur
þeirra þrengst. Hefði því verið
fylsta ástæða til að fækka
starfsfólki þótt kaupmenn hafi
enn sem komið er hliðrað
sjer hjá því, nema að mjög
litlu leyti. En eins og gef-
ur að skilja hefir þetta hvort-
tveggja orðið til þess að hækka
talsvert dreifingarkostnað á
hverja vörueiningu. Vert er
samt að geta þess að þrátt fyrir
þetta hefir ekki orðið verð-
hækkun útlendra vara á inn-
lendum markaði, svo verulega
nemi.
Ofan á þessa erfiðleika bæt-
ist svo það, að gjaldeyrisnefnd-
inni hefir ekki tekist að ná
fylsta samræmi í úthlutun inn-
flutningsleyfanna.
Þá hafa þær ráðstafanir, sem
leitt hafa af hinum nýju við-
skiftasamningum orðið til þess
að beina viðskiftum til landa,
sem lítið hefir verið keypt af til
þessa. Með þessu hefir gömlum
viðskiftasamböndum kaupsýslu-
manna verið riftað, að minsta
kosti í bili, og þeir knúðir
til að afla nýrra sambanda á
áður óþektum mörkuðum.
ingsins. Þessi vöruflokkur á-
samt „Efnivörum til iðnaðar“,
munu reynast einu liðir inn-
flutningsins, sem að talsverðu
leyti aukast frá því sem var á
árinu 1934. Allir aðrir liðir inn-
flutningsins hafa ^taðið í stað
eða lækkað að meira eða minna
leyti.
Það er erfitt að segja, hvað
innflutningur ársins 1935 hefði
reynst hár, ef hann að fullu
I ár hefir þetta sjónarmið
ekki gilt nema að nokkru leyti.
Hitt hefir oft ráðið meiru, hvort
hægt væri að halda opnum
markaði fyrir íslenskar fram-
leiðsluvörur, ef vörukaupum
vorum væri beint til ákveðinna
landa, alveg án tillits til þess,
þótt verð og gæði vörunnar
væru þar lakari. Þetta hefir að
talsverðu leyti gilt um vöru-
kaup okkar frá Ítalíu og Spáni.
Krefst þetta mikillar virinu
og- er kostnaðarsamt, auk þess
sem hin nýju sambönd bjóða
venjulega lakari kosti en hin
eldri, að minsta kosti fyrst í
stað.
Loks verður að minnast þess
atriðis sem vel getur reynst
verslunarstjettinni og raunar
allri þjóðinni örlagaríkt. En það
er sú stöðvun á yfirfærslu gjald
eyris sem bankarnir hafa iýms-
Föstudaginn 3. janúar 1936.
iHJ teimNi & €kjsm ííí
1K artoflur|
1 e 1 S frá okku ► r I
1 A L L 1 R ]
Framfarasjóður B, H. Bjarnasonar, kaupnSs
tekur til starfa 14. febr. 1936, á sjötugasta og fyrsta
aldursafmæli gefanda.
Tilgangur sjóðsins er að styrkja karla og konur af öllum
stjettum, lærða og leika, sem lokið hafa prófi í gagnlegri
námsgrein og taldir eru öðrum fremur efnilegir, til fram-
haldsnáms, sjerstaklega erlendis. Að öðru jöfnu skulu niðj-
ar og venslamenn gefanda hafa forgangrsrjett umfram
vandalausa.
Umsóknir um styrk úr sjóðnunt sendist undirritaðri
stjórnarnefnd fyrir lok janúarmánaðar 1936.
Reykjavík, 30. des. 1935.
Ágúst H. Bjarnason, H. H. Eiríksson. Vilhj. Þ. Gíslason.
Vínglös á 50 aura.
VínfEöskur á 3,50 — Vínsetl frá 0,50
Vatn§glö« á 30 aura - Issefit O manna 8,50
K. Einarsson & Björnsson.
Bankastræti 11.
Fyrirliggf andi:
Appelsánur Valeatda
do. Navel.
Vítiljer. Laukur.
Eggert Kpistjdnason & Co.
Sími 1400.
~ —
Sögur handa börnum og unglingum V.
safnað hefir sr. Friðrik Hallgrímsson.
Verð kr. 2.50.
Bókaver§Iun Sigfúsar Fynaundsssionar
og Bókabúð Austurbæjar, B. S. £., Laugaveg 34
um tilfellum neyðst til að grípa hennar erfiðara en nokkru sinni
til nú í haust. fyr.
Með þessari stöðvun hefir Verslunarstjettin mælist ekki
lánstraust það, sem íslenskir undan þeim vanda sem hennar
kaupsýslumenn hafa trygt sjer bíður og er þess búin að leggja
erlendis með áralangri starf- sig fram til hins ítrasta til þess
semi, beðið mikinn hnekki. En að ráða fram úr vandanum.
eins og stendur eru íslenskar; Ósk mín er sú á þessari
peningastofnanir ekki þess stundu, að á hinu nýja ári tak-
megnugar, að sinna lánfjárþörf ist með góðri samvinnu allra
innflutningsverslunarinnar, svo aðilja að leysa vandamál þess-
fullnægjandi sje. arar stjettar með hag alþjóðar
Af öllu þessu má ljóst vera fyrir augum.
að hlutverk verslunarstjettar-' Gleðilegt nýár.
ínnar er vandasamara og starf j -----* * *—:—