Morgunblaðið - 03.01.1936, Page 6
6
MORGUNBLAÐIÐ
Bruninn í
Framh. af 2. síðu.
Þá er þar kominn maður með
Ragnar Ásmundsson, er hafði feng
ið djúpt sár á læri af glerbroti.
Lagði hann Ragnar á húströpp-
umar og bað lækni að hafa hrað-
ann á.
Blóðferillinn lá frá brunastaðn-
nm að bústað læknisins. En Ragn-
ar fell í öngvit þar í höndum
læknisins, er brátt stemdi blóð-
rásina.
Áður en varði var vinnustofa
læknisins orðin troðfull af fólki,
ungum og gömlum með brunasár
og sárar kvalir. Sótugir vora flest-
ir út úr eldinum og afskaplega
illa til reika. Varð þar margt
að gera á stuttum tíma, en margar
hendur til hjálpar er frá leið.
Hventig aðkoman var.
Guðmundur Guðmundsson odd-
viti hefir látið blaðinu í tje eftir-
farandi frásögn.
Jeg var staddur í .einu af næstu
húsum.
Þegar jeg gekk þar inn, leit jeg
til samkomuhússins og sá ekkert
athugavert.
Jeg hafði vart dvalið þar meira
en fimm mínútur, þegar maður
kemur ofan af loftinu og segir að
kviknað sje í samkömuhúsinu.
Rauk jeg þá út og var húsið þá
að sjá alelda og þeir komnir út,
sem björguðust.
Blasti þá við hin hörmulegasta
sjón. Tíu ára stúlka kemur hlaup-
andi í brunnum klæðum, hljóð-
andi af kvölum og ótta.
Tólf ára drengur æðir grátandi
um, því fóstra hans og eina at-
hvarf var að brenna inni. Hafði
hún hlaupið inn aftur í húsið til
að ná í drenginn, sem hún vissi
ekki að var kominn út.
Tveir gamlir meUn leita og
spyrja. Annar fann konuna sína,
eT áður var að mestu blind,
hættulega brunna í næsta húsi.
Foreldrar og systkini koma
hlaupandi úr öllum áttum. Kvíð-
inn og óttinn lýsa sjer í orðum
og látbragði. Allir spyrja um
börn sín og systkini. Sumir finna
þau, aðrir ekki og halda leitinni
áfram. Jeg er líka á hlaupum.
Stjúpdóttir mín var við veitingar
í húsinu og drengurinn minn, Ól-
afur, var á skemtuninni.
Eftir stund hitti jeg hana ótta-
slegna. Við spyrjum hvort annað
samtímis: „Hefirðu sjeð hann
Óla?“ „Nei“. Við hlaupum áfram
sitt í hvora áttina, spyrjum og
spyrjum. Einhver hafði sjeð hann,
en það var ekki víst og því var
ekki að treysta.
Við höldum leitinni áfram og
þegar sýnt var, að hann var ekki
finnanlegur í nánd við bruna-
stöðvarnar, hlupum við heim.
Hann var einn þeirra, er komust
niðúr í kjallarann og út bakdyra-
megin. í dauðans ofhoði hljóp
hann beint heim.
Jeg sný aftur í skyndi til eld-
stöðvanna. Þar heldur enn áfram
sama leitin. Fjöldi manna hleyp-
ur hús úr húsi og spyr og spyr.
Óttinn og vonleysið fara vax-
andi, eftir því sem lengra líður.
Örlögin verða ekki umflúin. Sex
manns hafa brunnið inni, tvær
Keflavfk.
konur og fjögur börn. Sorg og
söknuði foreldra og aðstandenda
fá engin orð lýst.
Fæstum var svefnsamt hjer
þessa nótt þó tilraun gerðu til að
sofa. Margir voru á ferli þangað
til að kvöldi hins næsta dags.
Hjá Helga lækni Guðmunds-
syni var örtröð alla nóttina til
að spyrja um þá sem vantaði,
leita læknanna og bjóða aðstoð
sína, því allir voru boðnir og.hún
ir til hjálpar.
Þeir, sem dáið hafa.
Kl. 2 um nóttina voru menn
orðnir þess fullvissir hverjir
hefðu brunnið inni.
Þeir sem inni brunnu voru:
Guðrún Eiríksdóttir, 56 ára að
aldri. Bjó hún með Bjama
Þorsteinssyni, sem er mjög við
aldur og lasburða orðinn. Höfðu á
fóstri drenginn Guðbjörn Her-
mannsson. Hin konan var Kristín
Halldórsdóttir, 76 ára gömul.
Flutti hún fyrir nokkrum árum
vestan úr Dalasýslu, og var nú
hjá dóttur sinni Vigdísi Guð-
brandsdóttur.
Börnin, sem fórust í e'ldinum
voru þessi: Loftur 10 ára gamall,
sonur Kristins Jónssonar frá
Loftsstöðum, Borgar 5 ára, sonur
Björns Guðbrandssonar. Guðbjörg
7 ára, dóttir ekkjunnar Stefaníu
Vilhjálmsdóttur og Solveig, 7 ára,
dóttir Guðmundar Guðmundsson-
ar, er flutti til Keflavíkur frá
Bala á Miðnesi fyrir mánuði
síðan.
Auk þessara eru dáin af bruna-
sárum: Anna, 10 ára, dóttir Guð-
mundar Gíslasonar, og Árni,
sonur Júlíusar Vigfússonar í
Hlíð í Ytri-Njarðvíkum. Alt voru
þetta hin efnilegustu börn. Dáin
er einnig á Hafnarfjarðarspítala,
Þóra Eyjólfsdóttir, kona Gamalí-
els Jónssonar, 65 ára að aldri.
Uppgröftur líkanna.
Á gamlársdagsmorgun var
grafið í rústum samkomuhússins
eftir líkunum. Fundust þau brátt.
Þau voru mjög brunnin flest.
Lík þeirra bamanna þriggja,
Lofts, Guðbjargar Sigurðard, og
Solveigar Guðmundsdóttur urðu
ekki nafngreind. Þau voru lögð í
sömu kistu.
En lík kvennanna þektust á
smáhlutum er þær höfðu haft í
vösum sínum, og á fataleifum, svo
og lík drengsins Borgars Björns-
sonar.
10 sjúklingar era nú á spítölum,
flestir í Landakoti, og eru sumir
þeirra allþungt haldnir enn.
Bágar ástæður hjá hinu
Taunamædda fólki.
Morgunblaðið hefir spurst
fyrir um ástæður þesas fólks, sem
varð fyrir hinum þunga harmi
við brunann.
Hefir blaðið fengið eftirfarandi
upplýsingar frá oddvita hrepps-
nefndar.
Björn Guðbrandsson er fátæk-
uí verkamaður. Hann misti móð-
ur sína og son í brunanum. Hann
á 5 böm og hefir fyrir aldraðri
tengdamóður að sjá. Tveir dretig-
ir hans liggja nú veikir, annar af
brunasárum, en hinn hefir legið
í mánuð.
Fátæk ekkja, sem á 5 hörn inn-
an við fermingu, hefir nú rúm-
fastan 11 ára dreng er brendist
mikið.
Onnur fátæk ekkja með 3 born
innan við fermingu á nú 2 syni
skaðbrenda á spítala.
Þriðja ekkjan með þrjár dætur
allar innan við 10 ára aldur, misti
dóttur sína í brunanum.
Tvö böm fátækra foreldra
hrunnu mikið, drengur á spítala,
dóttir liggur rúmföst heima.
Svipaðar sögur má segja frá
fleiri heimilum.
Veikindakostnaður fyrir þessi
fátæku heimili verður mikill.
Brunasár gróa seint.
Því hefir hreppsnefnd Keflavík-
ur sent blaðinu eftirfarandi á-
varp til birtingar, þar sem hún
beinir áskorun um hjálp til al-
mennings, því hún telur að nauð-
syn beri til, að þessum heimilum
verði hjálpað í hinum þungbæru
raunum þeirra.
W
Avarp til hreppsbúa
!rá hreppsnefnd Keflavíkur.
Samkomuhússbruninn í Keflavík hinn 30. þ m.
er einstæður sorgaratburður í sögu okkar hrepps-
fjelags.
Fjögur börn og tvær konur brunnu inni, þrett-
án voru fluttir í sárum á sjúkrahús, þar af eru tvö
böm og öldmð kona dáin, en tólf eru minna brunn-
ir ,heima
Þeirra, sem mest brunnu, bíður langvarandi
sjúkrahússvist.
Harmi lostnir kvöddu hreppsbúar hið liðna ár.
Syrgjendur hinna látnu og aðstandendur hinna
sjúku heilsa hinu komandi með sorg og kvíða.
Ástvinamissinn getum við ekki bætt, en sorg-
ina og áhyggjumar má ljetta hinum sjúku, þjáðu
og fátæku með hjálpsemi, samúð og fjárstyrk.
Hreppsnefndin væntir þess að þeir, sem ham-
ingjan hefir forðað frá þessum áföllum, bregðist
rú vel við og rjetti hjálparhönd með því að láta af
mörkum nokkrar krónur, eftir efnum og ástæðum.
Keflavík, 1. janúar 1936.
F.h. hreppsnefndarinnar.
Guðmundur Guðmundsson.
Tekið á móti samskotafje á afgreiðslu Morgunblaðsins.
ðlæði á gamlársKvöld.
Framhald af bls. 3.
Pósthússtrætis og var öll um-
ferð gangangi manna stöðvuð
um þær götur, sem liggja að
lögreglustöðinni.
óvenju mikið um
ölvaða menn.
Svo að segja alla nóttina var
lögreglan á þönum, bæði við
að koma reglu á götuumferðina
og þá sjerstaklega við að að-
stoða fólk vegna yfirgangs ölv-
aðra manna.
Mun aldrei hafa verið jafn
mikið um ölvaða menn hjer í
bænum og þetta kvöld.
Á tveimur klukkutímum, frá
2l/2—4V2 um nóttina, var lög-
reglan kölluð 22 sinum vegna
ölvaðra manna.
Hafði lögreglan 3—4 bíla í
gangi fullmannaða.
Engin stórmeiðsli urðu á
mönnum þessa nótt, en margir
fengu „glóðaraugu" og smá-
skrámur í handalögmáli.
Áfengisverslunin opnuð.
Strax þegar það frjettist um
morguninn á gamlársdag að
bílstjóraverkfallinu væri lokið
fór að kvisast um bæinn að
Áfengisverslun ríkisins myndi
verða. opnuð.
Starfsmenn verslunarinnar
voru viðbúnir og um kl. 10 mun
hafa komið skipun úr Stjórnar-
ráðinu að opna verslunina.
Streymdu menn nú í hundr-
aða tali að vínversluninni og
komust færri að en vildu. Varð
að hafa lögregluvörð við dyrn-
ar og var mönnum síðan hleypt
inn í smáhópum.
En hópurinn, sem beið fyrir
utan, minkaði lítið og urðu
margir frá að hverfa án þess að
hafa náð í það sem þeir ætluðu
að kaupa. Dæmi er til að menn
hafi biðið í tvo klukkutíma áð-
ur en þeim tókst að komast inn
í verslunina.
Virðist sú ráðstöfun ríkis-
stjórnarinnar harla undarleg,
að fara að opna vínútsöluna á
gamlársdag, eftir að hafa haft
lokað í meira en viku. Er líkast
því, sem stjórnin hafi beinlínis
verið að stofna til ærsla og ó-
eirða á gamlárskvöld.
Glímufjelagið Ármann á 30 ára
afmæli þriðjudaginn 7. þ. m. Af-
mælisins minst með samsæti í Iðnó
þann dag og hefst það kl. 9
stundvíslega. Til skemtunar verð-
ur: Söngur, kvartett, glímusýn-
ing, leikfimissýning (úrvalsflokk-
ur karla) og dans. Áskriftalistar
liggja frammi hjá Þórarni Magn-
ússyni, afgreiðslu Álafoss, skrif-
stofu S j óvátryggingarf j elagsins,
skrifstofu Olíuverslunar Islands
og á skrifstofu Ármanns. Skemt-
unin er aðeins fyrir f jelagsmenn.
Föstudaginn 3. janúar 1936,.
Linsur.
Baunir með hýði.
do. Viktoria.
do. hvitar.
do. brúnar.
áo. grænar. Pást í
er besta
það besta fáanlega.
Þurkaðir og nýir ávextir í fjföl-
breyttu úrvali.
ióbannes Jóhannsson,
Grundarstíg 2. Bími 4131.
Bækur
Sagan um San Michele.
íslensk fornrit,
Egilssaga, Laxdæla
og Eyrbyggja.
Ennfremur úrval af nýjum
bókum.
Bókaverslun
Þór. B. Þorlákssonar
Bankastræti 11. Sími 3359.
Lottárás Itala,
Framh. af 3. síðu.
eð Abyssiníumenn háfi
drepið tvo ítalska flug-
menn sem hafi orðið að
nauðlenda. Abyssiníumenn
hafi skilið höfuð flugmann-
anna frá búknum og borið
höfuðin á stöngum í sigur-
för til Harrar.
Árásinni hafi ekki verið beint
gegn Rauðakrossi, en hitt sje
kunnugt, að herforingjar Ábys3
iníumanna flýi oft í tjöld
Rauðakrossins. *
Haile Selassie
mótinælir.
Keisarinn í Abyssiníu hefir
sent mótmæli til Þjóðabanda-
lagsins, vegna árásarinnar á
Rauðakross-vagninn.
Páll.