Morgunblaðið - 09.01.1936, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 09.01.1936, Blaðsíða 3
Fimtudaginn 9. jan. 1936. MORGUNBLAÐIÐ ‘ ' ? s' ' • • >. Bæjarstjórn flkureyrar geng- ur I ábyrgð fyrir útgerð fjögra skipa. Eyðslustefna stjómarflokkanna verður þjóðinni dýrkeypt. Nú blasa við: Útgjaldahæstu fjárlög, álögur á álögur ofan, vaxandi atvinnuleysi, eymd og örbirgð fjöldans. AKUREYEI í GÆR. EINKASKEYTI TIL MORGUNBLAÐSINS. Bæjarstjóm Akureyrar sam- þykti á fnndi sínum í gærkveldi að ábyrgjast alt að % af þeim reksturhalla, sem kunni að verða á útgerð línuveiðaranna fjögra: „Jarlsins", ,,01av“, „Rúnu“ og „Andey“. Er bæjarstjórn heimilt að á- byrjast alt að 5000 krónum á skip yfir vertíðartíman, enda sjeu skipin ekki gerð út sketnmri tíma en 3y2 mánuð. Hásetar skulu vera búsettir á Akureyri. Einnig er það skilyrði sett, að afli skipanna veTði verkaður á Akureyri. Kn. Mikil síldveiði. Fregnir frá Ala- sundi herma, að síldveiði sje ó- venjulega mikil. Gamlir síldveiða- menn segjast varla muna eftir að hafa sjeð eins miklar síldartorfur. Flestir síldveiðabátar hafa orðið fyrir veiðarfæratapi. í fyrra kvöld ,var búið að setja á land 50.000 hektolítra af síld í Alasundi. Frá Haugasundi er símað, að síðan stórsíldveiðarnar byrjuðu sje bú- ið að selja lö’.OOO tunnur á sænsk- an markað fyrir 15 ikr. tunnuna. (F.B0. Almyrkvi á tungli. Tunglmyrkvi var í gær. Hófst hann kl. tæplega hálffjögur, og var almyrkvi um kl. 5. Myrkvi þessi sást mjög greini- lega hjer í Reykjavík. Tunglið var í austri, ekki mjög hátt á lofti, en himininn var skafheið- ríkur. Meðan myrkvinn var sem mestur, var eins og þykk brún slæða væri dregin fyrir tunglið og sást dauflega móta fyrir því 1 gegn um hana, en dökkblár himinn alt um kring. Var það einkennilega fögur sjón að horfa á myrkvann smástækka, þangað til síðast að örmjó gló- andi rönd þess hvarf. Almyrkv- inn stóð yfir í 23 mínútur, en þá fór að lýsast aftur og gægð- ist þá fram úr móðunni sú rönd tunglsins, sem fyrst myrkvaðist, skínandi fögur. Og svo dró það smám saman af sjer hjúpinn uns það losnaði að fullu við hann um kl. 7. Hjónaefni. Síðastliðinn laugar- dag opinbeTuðu trúlofun sína, ung- frú Svava Jónsdóttir og Olgeir Hilmarsson, hifreiðarstjóri. Þegar Tímamenn fóru að boða sparnað. Síðasta Alþingi sat á rökstólum í 124 daga og er það lengsta og dýrasta þing, sem háð hefir verið hjer á landi. Þjóðin myndi fyrir sitt leyti ekki hafa harmað það svo mjög, þótt þetta þing yrði bæði langt og dýrt, því að hún hafði vænst mikils af þinginu að þessu sinni. Sjerstaklega hafði húu væust stór- virkra aðgerða í fjármálunum. Og þjóðin hafði nokkra ástæðu til að halda, að nú yrði geTbreytt um stefnu í fjármálunum, því að foringjar Tímamanna voru farn- ir að þoða slíka stefnuhreytingu í blöðum sínum. Ýmislegt bendir og til þess, að hinir gætnari menn í Tímaliðinu hafi í fyrstu ætlast tjl, að ný fjármálastefna yrði upp tekin á þinginu. Á það henti starf fjár- veitinganefndar lengi framan af, því að það gekk aðallega út á niðurskurð á útgjöldum fjárlag- anna, Og fjármálaráðheTrann var látinn flytja nefndinni þau skila- boð, strax í upphafi, að ekki kæmi til mála að leggja nýja skatta eða álögnr á þjóðina að þessu sinni. En sósíalistar sögðu fyrir verkum. En það kom brátt á daginn, sem endranær, að Tímamenn voru ekki einráðir sinna gerða. Þegar fjárveitinganefnd var í þann veginn að lúka störfum og heUni hafði tekist að lækka út- gjöldin um 1—iy2 miljón króna og leggja grundvöllinn að nýrri fjármálastefnu, rísa sósíalistar upp og hedmta ný útgjöld, sem nema yfir miljón króna. Og sósí- alistar hótnðu stjórninni falli, ef ekki yrði að þessn gengið um- svifalanst. Hófust nú leynifundir með stjórnarliðinu og voru þeir haldn ir að næturlagi. Fimm manna nefnd,var kosin til þess að reyna að koma á sættum og var aðal- verkefni hennar, að reyna að fá sósíalista til þess\að falla frá út- gjaldakröfunni. En við það var ekki komandi. Sósíalistar börðu í ,borðið og hót- uðu að taka Harald úr stjórninni, ef. ekki yrði þe'gar gengið að þeirra kröfu. Auðvitað endaði þessi viður- eign þannig, að Tímamenn ljetu undan og urðu góðu börnin. Sósí- alistar fengn allar sínar kröfur fram. Uppgjöf þingsins. Þar með var alt starf fjárveit- inganefndar gert að engm. Og þar með hafði þingið algerlega gefist upp við að leysa þau vandamál, sem þjóðin hafði af því vænst. Eftir varð dýrasta þing, sem háð hefir verið hjer á landi, út- gjaldahæstu fjárlög og í kjölfar þeirra fylgdu nýjar álögur, sem nema a.’ m. k. 1 y2 miljón króna! Má óefað fullyrða, að aldrei hafi nokkrir þingfulltrúar á voru landi tekið eins háskalega og óviturlega ákvörðun og núverandi stjórnar- flokkar- gerðu á næturfundinum, nokkru fy.rir þinglokin, þegar á- kveðið var að halda áfram eyðslu- stefnunni og leggja nýja miljóna- skatta á þrautpínda atvinnuvegi og skattþegna landsins. Tvö raet. Næstu daga var svo ge'ngið frá hæstu fjárlögunum, sem sjest hafa. Útgjöldin eru þar áætluð um 16 miljónir króna! Nákvæm er talan ,kr. 15,932,733. Á haustþinginu í fyrra tókst Eysteini fjármálaráðherra að setja nýtt met, með útgjaldaliæstu fjár- lögum, sem þá höfðu sjest á Al- þingi. Útgjöldin á þeim fjárlögum voru þó ekki nema 14,3 milj. króna. Nú hefir, Eysteini tekist að „slá“ sitt fyrra met svo rækilega, að úgjöldin hafa hækkað um nál. 2 miljónir króna síðan í fyrra! . En Eysteinn hefir sett met á fleiri sviðum. Hann hefir einnig sett met í ^skattaálagningu. Á haustþinginu í fyrra námu hinir nýju skattar og tollar Ey- steins 2y2—3 miljónum króna. Á síðasta þingi bætti hann enn iy2— 2 miljónum króna við. Alls nema því hinir nýju skattar og tollar Eysteins, á því 1 y2 ári, sem hann hefir setið í fjármálaráðherrasæt- hm 4—5 miljónum króna! Geri aðrir betur! „Við erum að gera jöfnuð“. j „Við erum að gera jöfnuð — við tökum af þeim ,ríku og af- hendum þeim fátæku“, segir rík- isstjórnin, þegar hún er ákærð fyrir þetta taumlausa skattabrjál- æði. En myndi það e'kki vera rjett, sem Pjetur Magnússon sagði í þingræðu á dögunum, að hagur hinna fátæku hafi ekkert batnað við þessar aðgerðir, heldur hafi þvert á móti skapast meiri fá- tækt, meiri örbirgð? | Jú, vissulega er þessu þannig varið, sem verður skiljanlegt, þeg- ar þess er gætt, að allar aðgerðir stjórnarinnar miða að því, að koma aðalatvinnuvegum þjóðar- innar i rústir. Það hefir áreiðanlega tekist, eins og Pjetur Magnússon sagði, að ,gera þá fátæka sem eitthvað áttu. En hitt hefir fylgt í kjöl- farið, að skapast hefir geigvæn- legt atvinnnleysi í landinu, en því fylgir jafnan meiri eymd — enn meiri fátækt hjá fjöldan- um. Ávöxtur eyðslustefnunnar. Tveir utgjaldaliðir eru á fjár- lögunum, ,sem sýna betur en nokk- uð annað hve' hörmulega er komið fyrir þjóð vorri. Það eru vextir og afborganir skulda ríkissjóðs. Þegar Sjálfstæðismenn skiluðu af sjer í árslok 1927 námu þe'ssi útgjöld ríkissjóðs rúmlega einni miljón króna. Nú hafa þessir út- gjaldaliðir nálega þrefaldast — eru um 3 miljónir, króna. Þessir útgjaldaliðir sýna betur én nokkuð annað þann regiu- stefnumun, sem ríkt hefir og rík- ir en» Lfjármálunum, milli Sjálf- stæðisflokksins og rauðu flokk- anna. Ef Sjðífstæðismenn hefðu setið óslitið við völd öll árin, síðan 1927, myndi ríkissjóður geta spar- að um 3 miljónir króna á ári, en það iftr uppbæðin, sem nu fer ár- lega, í greiðslu vaxta og afborg- anir áf skuldum ríkissjóðs. I ÞaS þarf ekki að lýsa því hjer, hver áhrif það he'fði á allan bú- skap ríkisins, ef ekki þyrfti ár- lega að greiða út úr landinu 3 miljónir króna, til þess að forða ríldnu ffá gjaldþroti. Þá væri leikur einn að glíma við gjaldeyrismálin. Þá væru fjárlög komin niður í það, sem hæfilegt væri gjaldgetu þjóðarinnar og skattar og tollar væru 4—5 mil- jónum lægri en þeir eru nú. Þannig hefði íslenska þjóðin getað búið nú, ef hjer hefði setið við völd vitur og gætin fjármála- stjóm. En í stað þess, að halda áfram hinni gætilegu og heilbrigðu fjár- málastefuu, sem Sjálfstæðisme'nn mörkuðu á ámnum 1924—1927, hafa rauðu flokkarnir nú gengið svo langt í eyðslu og sukki, að það tekur þjóðina áreiðanlega ára- tugi að komast upp úr feninu — EP það tekst þá nokkurntíma. Þetta er ávöxtur eyðslustefn- unnar. -------------- Bæi brennur. i Mannbjðrg. Bærinn Sunnuhvoll í Hvolhreppi í Rangárvallasýslu brann í gær til kaldra kola. Mannbjörg varð, en mjög lítið bjargaðist af innanstoksmunum, aðeins eitthvað af rúmfatnaði. Húsin voru eign Einars Jóns- sonar, söðlasmiðs, vátrygð hjá Brunabótafjelagi íslands. Ókunnugt er um upptök. (FÚ.). Aftöku Haupt- tuanns var frest- að um þrjá daga. ©__ Hauptmann ypti öxlum. KAUPMANNAHÖFN í GÆR. EINKASKEYTI ,TIL r MORGUNBLAÐSINS X KVEÐIÐ hefir verið að Bruno Haupt- mann verði tekinn af lífi þ. 17. b. m. v , Aftökunni hefir því verið frestað um' nðeins þrjá daga. : Í889' Fyr hafði verið ákveðið að aftakan skyldi fará’ ' fíam á þriðjudag í næstu viku, en af- tökudeginum var frestað til föstudags. Þegar Hauptmann var til- kynt þessi ákvörðun í dag, gerði hann ekki annáð en að ypta öxium. Páll. í fregn frá Kalundborg til FÚ, segir, að Hauptmann hafi tekið tilkynningunni rólegur og brosandi, og hafi sagt; þegar lestri tilkynningarinnar var lok- ið, að hann væri viss um, að'það ætti aldrei fyrir sjer að líggja, að setjast í rafmagnsfetólinn. Itaiir hraktir úr Ogaden! Rigningar á norðurvíg- stöðvunum. Berlín, 8. jan. FÚ. T7 RÁ Addis Abeba berast fregriir um það, að Italir hafi alger- lega yfirgefið stöðvar sínar í Ogaden. Suður-herlínan liggi nú frá Wal-Wal yfir Gerlo Gubi og Kubari og yfir til Dolo. Sunnan við Dolo halda Italir áfram hernaðarundirbúningi sínum. Af norðurvígstöðvunum í Abyss- iníu frjettist, að regnskúrir haldi áfram að hindra sjerhvert meiri- háttar hernaðarfyrirtæki. Tembien hásljettan á valdi Abyssiníu- manna. Abyssinskar fregnir • herma þó, að Abyssiníumönnum hafi nú tek- ist að stökkva ítölum á brott úr Framh. á 6. síðu. ✓

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.