Morgunblaðið - 09.01.1936, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 09.01.1936, Blaðsíða 8
M 0 RGUNBLAÐIÐ JfuuftsíUipiw Jeg hefi altaf notaðar bif- reiðar til sölu, af ýmsum teg- undum. Tek bifreiðar í umboðs- sölu. Það gengur fljótast að framboð og eftirspurn sje á ein- um og sama stað. Sími 3805. Zophonías Baldvinsson. Ur dagbókarblöðum Reykvíkings. Sel gull. Kaupi gull. Sigur- þór Jónsson, Hafnarstræti 4. Ullar prjónatuskur allskonar og gamall kopar keypt, Vestur- götu 22. Sími 3565. Annast kaup og sölu verð- brjefa, veðdeildarbrjefa, kreppulánasjóðsbrjefa, skulda- brjefa og fleira. Sími 4825. Kaupi ísl. frímerki, hæsta verði. Gísli Sigarbjömsson, Lækjartorgi 1 (opið 1—4 síðd.) Tek að mjer að sníða og ... máta kvenfatnað. Guðrún Bíl- Alþýðublaðið skýrir frá því í ^ahl, Vesturgötu 9. Sími 3632. gær, að „fjárlög síðustu 10 ára . Grviðgerðir, fljótt afgreidd- lmfi verið samin t-il að blekkja ar> jfafnarstræti 4, Sigurþór. landsmenn með fölskum áætlun-; Saumum dömukjóla, kápur og barnaföt allskonar, eftir nýjustu tísku. Saumastofan, Kaupi gamlan kopar. Vald. Poulsen, Klapparstíg 29, Fasteignasalan, Austurstræti 17, annast kaup og sölu fast- eigna. Viðtalstími 11—12 og 6 —7. Símar 4825 og 4577 heima Jósef M. Thorlacius. 2303 er símanúmerið í Búr- inu, Laugaveg 26. Munið Permanent í Venus, Austurstræti 5. Ábyrgð tekin á öllu hári. um-. | Fjölritun — vjelritun. Aust- Meimirnir, sem staðið hafa fyrir urstræti 17. — Sími 4825. þessnm „fölsunum“ -og blekking- Oraviðgerðir afgreiddar fljótt um er blaðið talar um,^ eru þeir og yej af úrvals fagmönnum Einar Árnason, Ásgeir Ásgeirsson hjá Arna B. Bjömssyni, Lækj- og Eysteinn Jónsson. ! artorgi. Hvað skyldu þessir menn segja um þessa vinarkveðju frá sam- herjunum í Alþýðuflokknum ? * Alþýðublaðið biður lesendur sína , Hafnarstræti 22 (yfir Irma). afsökunar á því í} gær, að það skuli : — virða dagblaðsnefnu Tímamanna * svars. | jeta megi krækling í brauðmylsnu, Eftir því geta menn átt ,von á, steiktan krækling og krækling í að einskonar „þöglar ástir“ tak- ’skel. ist með þeim samherjunum í Al- þýðu- og Framsóknarflokknum. * Sveinbjörn Egilson ritstjóri Það er alveg áreiðanlegt, og þarf engum blöðum um að fletta, að auglýsingar í Morgunblaðinu Ægis hefir lagt margt á gjörva gera mest, best og fljótast gagn. hönd um dagana. Nú er hann * farinn að skrifa um matartilbún- Ef allar konur í ítalíu gæfu ing í Ægi. ríkissjóði giftingarhringa sína Hann segir þar hvernig matbúa myndi gullforði Þjóðbankans auk- á krækling. Hann mælir svo fyrir: ast um 20%. „Kræklingur er soðinn á venju- J * ltegan hátt og framr'eiddur á j Svo segir í ísafold fyrir rúml. djúpu fati með nokkru af soðinu 50 árum, í jan. 1885. á, se'm pipar og edik hefir verið { Tveimur íslenskum stúdentum látið í. Einnig má jeta hann með í Khöfn hafði orðið það á, að tala bræddu smjöri eða ediki. óvirðulegum orðum um Kristján Ennfremur segir Sveinbjörn að konung níunda, við öldrykkju á veitingastað. Þetta var flutt þeg- ' ar yfirvaldi, af einhverjum sem til heyrði, dönskum, og komu lög- reglumenn, að vörmu spori og tóku stúdentana höndum og höfðu í varðhaldi. Þetta var á Þorláks- messukvöld og sátu þeir í varð- haldi um hátíðarnar, illa haldnir, og til þess skömmu áður en póst- skip fór. Þá voru þeir látnir laus- ir, fyrir,tilhlutun góðra manna, að sögn einkum Hilmars Finsen, inn- anríkisráðherra (fyrrum lands- höfðingja). Mun málið þar með niður fallið. — Þannig var í Danmörku á Es- trupstímabilinu. Eigi veit blaðið hvaða landar urðu fyrir þessu. En slíkt og þvílíkt kom oft fyrir gagnvart Dönum sjálfum á þeim dögum. * — Þegar jeg sendi Jóni sím- skeyti, set jeg ávalt upphróp- unarmerki í skeytið. — Vegna hvers? — Jú, hann heyrir svo skratti illa, hann Jón. * — Hvað er fótgangandí maður? — Efni í bílslys. Allir Reykvíkingar lesa auglýsingar Morgunblaðsins. Fimm menn um mitjón. 6. „En einu hefir hann gleymt. Hver á að geyma uppskriftina í þessa mánuði, sem við eigum að bíða?“ „Hm“. Mr. Ryde ræskti sig. „Mjer var búið að detta í hug, að það kæmi til umræðu“. ,^Það getið þjer hengt yður upp á“, var svarið. „Þjer treystið mjer ekki, og jeg treysti yður ekki. Jeg heimta að fá vitneskju um, hvað þjer ætlið að gera við skjalið, áður en jeg fer hjeðan“. „Undanfarna daga hafa þau verið örugg hjá mjer“, sagði Thomas Ryde. „Má vera. En þjer látið yður líklega ekki detta í hug að við höfum treyst yður?“ hvæsti hinn. „Við höfum haldið mann, til þess að hafa gætur á yður og hann hefir ekki haft af yður augun, síðan þjer komuð til London. Við höfum ekki horft í kostn- aðinn, • Hisedale, baróninn og jeg! Þá vitið þjer það. En hvað ætlið þjer nú að gera?“ „Það er til gömul aðferð, til þess að útkljá slík mál“, sagði hann blíðlega. — Sem stendur er upp- skriftin í mínum höndum. Viljið þið slást um hana?“ Eftir þessi orð ríkti óþægileg þögn um stund, og það var auðsjeð, að öllum var mikið niðri fyrir. Thomas Ryde hafði dregið stól sinn dálítið frá borðinu. Augu hans Ijómuðu einsog demantar bak við gleraugun. Mennirnir fjórir, sem virtu hann fyrir sjer voru ekki sjerstaklega miklar bleyður. En þeim rann kalt vatn á milli skinns og hörunds, er þeir mintust þess, að þessi kaldgeðja maður hafði með grimmúðlegri rósemi sent tvo menn í dauðann, svo að segja á sömu mínútunni, án þess að kippa sjer hið minst» upp við það. „Verið ekki með þennan þvætting“, sagði Hart- ley Wright loks önugur „Við ættum ekki að þurfa að rífast. Við fáum allií* nóg“, sagði de Brest barón. „Sama segi jeg“, var hið rólega og ákveðna svar Thomas Ryde. „Þið segið, að þið hafið haft úti njósnir um mig. Þið hafið kannske komist á snoðir um, að jeg hafi heimsótt fjármálamenn eða verk- smiðjueigendur síðustu daga?“ „Það er enginn að ákæra yður um slíkt“, mælti dr. Hisedal og reyndi að láta, sem hann væri að miðla málum. „En jeg verð að játa það, að jeg hefi haft allmiklar áhyggjur út ,af því, hvernig hægt sje að koma skjölunum vel fyrir þenna tíma. Marg- ur maðurinn hefir látið miljónirnar freista sín“. Thomas Ryde stóð á fætur. „Við erum þá sam- mála um alment vantraust hver til annars. Mætið mjer í reykingasalnum í Cannon Street-veitinga- húsinu á morgun klukkan tvö. Þá skal jeg bera undir ykkur mína -tillögu viðvíkjandi varðveislu skjalanna. En nú ætla jeg að kveðja ykkur. Jeg bý fyrir utan bæinn, og er ekki vanur að vera seint á ferðinni. Þakka yður fyrir, dr. Hisedale. Með tilliti til hins almenna vantrausts, finst mjer óþarfi að kveðja alla með handabandi. Við hitt- umst þá á morgun klukkan tvö!“ Að svo mæltu gekk Mr. Thomas Ryde hægt og rólega út úr herberginu. Fundurinn var á enda. ÞRIÐJI KAPÍTULI. Daginn eftir fundinn hjá Hisedale kom Mr. Hogg, forstjóri, á skrifstofu sína klukkan að ganga þrjú. Hann var deildarstjóri í alþjóðafjelagi er hafði á leigu hólf, til þess að geyma í ýms verðmæti. Mr. Hogg hringdi á ritara sinn jafn- skjótt og hann kom inn. „Hefir nokkur spurt eftir mjer?“ spurði hann. „Það bíða fimm menn eftir yður“. Mr. Hogg varð forviða. Fimm viðskiftavinir um þetta leyti dags, var meira en hann átti að venjast. „Vísið þeim inn, eftir röð“. „Þeir komu allir saman“. Mr. Hogg varð ennþá meira hissa. Hann hallaði sjer aftur á bak í stólnum og leit upp fyrir gler- augun á ritara sinn. „Hvernig líta þessir menn út?“ Ungi maðurinn var á báðum áttum. Það þurftí meira hugmyndaflug en hann var gæddur, til þess^ að svara þessari spurningu. „Jeg gæti vel trúað að- einn þeirra væri listamaður, og annar Ameríku- maður“. „Jæja, látið þá koma inn“, tók Mr. Hogg fram í fyrir honum, „ef þeir vilja koma allir inn í einu“._ „Það hugsa jeg að þeir vilji. Það er einsog þeir sjeu hræddir um að missa sjónar af hver öðrum“_ Forvitni Mr. Hoggs var vakin. Hann hagræddi sjer í stólnum og tók skrána yfir lausu hólfin upp- úr skúffu. Að vörmu spori gengu mennirnir fimm inn. „Herrar mínir. Mjer þykir það leitt“, sagði for- stjórinn og stóð á fætur, „að jeg hefi ekki nóg aF stólum, M1 þess að bjóða ykkur öllum sæti. Hvað- get jeg gert fyrir ykkur?“ Mr. Ryde hafði orð fyrir hinum. Hann lagfærði gullspangargleraugun á nefi sjer, fjekk sjer sæti í besta stólnum, krosslagði fæturna og gætti þess vandlega að eyðileggja ekki nýpressuðu brotin í buxnaskálmunum. „Afsakið, Mr. Hogg, að við ryðjumst allir inn til yðar. Við verðum einnig að biðja yður að afsaka tortrygnina, sem hlýtur að skína út úr okkur, og gerir það að verkum að við þyrpumst svona í kringum yður. Nafn mitt er Thomas Ryde. Þetta er Mr. Hisedale, þektur vís- indamaður, sem þjer munið kannast við. Við hlið hans er Mr. Huneybell, aðstoðarmaður í smáfyrir- tæki, sem jeg á, Fyrir aftan hann Sigismund de- Brest, barón, hinn þekti hollenski fjármálamaður,. og maðurinn, sem er hjerna á milli mín og hurðar- innar, heitir Mr. Hartley Wright. Erindi okkar er- að taka hólf til leigu hjá yður, bað besta og ör- uggasta, sem þjer hafið. En við höfum nokkra erf- iðleika við að stríða, sem jeg mun koma að síðar. Má jeg spyrja yður einnar spurningar? Heimtið þjer að fá að vita hvað er í bögglinum, sem vi& fáum yður til varðveislu?“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.