Morgunblaðið - 09.01.1936, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 09.01.1936, Blaðsíða 4
4 MQRGUNBLAÐIÐ Fimtudagiim 9. jan. 1936, Josep R&nk verksmiðjueigandi gerður að heiðursborgara i Hull. i mynd í Hull afhendir Josep Rank silfurmyndina, af vindmyllunni. Til hægri á inni situr frú Rank. Borgarstjórinn Mr. Joseph Rank byrjaði á því að vinna í lítilli vind- myllu, en er nú forstjóri stærsta mölunarfyrirtækis í heimi. Hann er fæddur í Hull og í sumar var hann gerður að heiðursborgara þar. Var það gert á samkvæmi, þar sem eigi voru aðeins allir bæjarfulltrúar í Hull, heldur einnig flestir helstu borgar- ar. Yfirborgarstjórinn rjetti honum heiðursskjal og minja grip, stóra eftirlíkingu af vindmyllu, gerða úr silfri. Yfirborgarstjórinn ávarpaði Mr. Itank og mælti meðal annars á þessa leið: — Jeg veit að þjer byrjuðuð snemma að vinna í þeim erfiðasta skóla sem nokkur lendir í — nefnile'ga hjá föður sínum. Feðr- um er gjarnt á það að krefjast meira af sonum sínum, heldur en af vandaiausum. Þjer lijéíduð þarna áfram þang- að til þjer voruð orðinn svo þrosk aður, að þjer vilduð fá meiri reynslu ’ng lögðuð þá leið yðar yfir Tweed. En þjer höfðuð ekki verið þar marga mánuði e'r þjer mistuð besta vin yðar — föður yðar. Þá komuð þjer aftur til fæðingarborgar yðar og byrjuð- uð aftur að vinna í myllunni. Þar voruð þjer þangað til þjer voruð þrítugur, þá færðuð þjer út kví- arnar og bygðuð stórt hús í Holdemers Road, sem margir kann ast við sem hús, en ekki meira. Níu árum seinna lögðuð þjer hornsteininn að einhverju hinu stærsta fyrirtæki í lieimi. Jeg hygg að þjer hafið verið fertugur, er þjer stofnuðuð hveitimyllurnar í Clareneestreet. Margir segja að fertugur maður sje ',,of gamall“. En þá voruð þjer að byrja ævi- störf yðar, sem nú eru öllum heimi kunnug. Hin mörgu fyrirtæki og myllur yðar senda vörur til allra land^ heims. Þegar þjer voruð fimtugur — tíu árum eldri en of gamall — fóruð þ.jer til London og stofnuð- uð hveitimyllur þar. Ekki nægði yður það; þjer fóruð þaðan til Bury, svo til Birkenhead, svo til Edinburgh, þaðan til Glasgow, svo til írlands og svo til Suður-Eng- lands. Og nú þegar þjer eruð helmingi eldri en of gamall, heiðrar fæðing- arborgin yður. Þjer hafið aldrei viljað að á það væri minst þegar þjer sýnduð rausnarskap, en það hafið þje'r inargsinnis gert. Þúsundir og aft- ur þúsundir sterlingspunda hafið þjer gefið. En stærsta gjöf yðar var til þessarar borgar. í mörg ár hefi jeg verið að brjóta heil- ann um það hvernig vjer ættum að láta gömlu og heilsulausu fólki líða vel. Þá kom Joseph Rank og sagði: „Jeg skal sjá um 500 þeirra, svo að æfikvöld þéirra geti orðið bjart“. En það er ekki eins vel kunnugt, að Mr. Rank greiðir um 10% til mannúðarmála í borg- inni ofan á allar aðrar gjafir, eða um 600 sterlingspund á ári. Svo jeg vona að þegar farið verður að gera upp reikninga yðar á efsta degi, þá verði ekkert ske'ytt um það hvað þjer grædduð eða töpuðuð, heldur hvernig yður fórst. í svarræðu sinni sagði Mr. Rank að hann hefði um ævina fylgt heilræði John. Wesley’s: „Græddu eins og þú getur, sparaðu eins og þú getur og gefðu eins og þú getur“. Hann gat um það hvernig kornið var malað í æsku hans. Þá sáust 22 vindmyllur í Hull, þeg- ar siglt var upp Humru', og þær urðu altaf að vera í gangi þegar vindur bljes. Faðir hans hafði gamlan vinnumann og stundum arhring í þrjá mánuði samfleytt. Þá voru vindarnir stöðugri en nú. Eitt sinn kvaðst hann þó hafa farið með skeppu af korni til myllunnar og ætlað að mala það. Hann beið í sex klukkustundir, en altaf var logn. Ef hann hefði getað malað kornið, hefði hann íengið tvro penee fyrir það. Þetta er nú stærsti atvinnurek- andi í Englandi og hefir margar þvisúndir manna í vinnu. Og nú þarf ekki lengur að bíða eftir vindinum. Orkuvjelar sjá um að kvarnirnar mali, hvefnig sem veð- Ur er. . Burtrekstur útfendinga Við og við heyrast raddir um það, að einn liðurinn í atvinnu- leysishjálpinni verði að vera sá að vísa burt úr landi þeim útlend- ingum, sém hjer hafa atvínnu. Þessar kröfur hljóma mjög sann- gjarnlega, að veita héldur inn- lendum mönnutu en útlendum þá vinnu sem hjer er að fá. — En málið er nú ekki svona einfalt. í útlöndum vinnur líka fjöldi ís- lendinga — hversu margir, veit enginn — en líklega miklu fléiri en þeir útlendingar, sem vinna hjer. Það er því mjög hættuleg braut að fara inn á, að vísa burt útleíidingum hjeðan, því að af- leiðingin verður óhjákvæmilega sú, að við fáum að minsta kosti jafnmarga íslendinga rekna frá atvinnu sinni í útlöndum og sénda hingað heim, ef ekki fleiri — alt eftir því hvernig litið er á málið á viðkomandi stöðum. Því að alstað- ar er atvinnuleysi og alstaðar er skorað á stjórnirnar að reka burt útlenjinga. Enn er ekki mikið talað um að íslendingar sjeu reknir burt að fyrra bragði, og sjé oss einhver vægð sýnd í því efni, þá njótum við sjálfsagt smæðarinnar sem oftar. En sú ástæða dugar oss vitanlega aðeins á meðan vjer sýnum þeim útlend- ingum vægð er hjer dvelja. Annað mál er það, að oss ber að nota þann rjett sem vjer höf- um til að vísa burt útlendingum til að reyna að koma í veg fyrir að íslendingar verði sviftir at- vinnu sinni erlendis. Slíkt er ekki nema sanngjarnt. Önnur hlið á málinu. Einnig ber að líta á þá hlið á málinu, að venjulega er skift um til verra, þegar mönnum er vikið frá starfi fyrir þá einu ástæðu að þeir eru útlendingar. Vjer græð- um á því á ýmsan hátt að hafa Miyndatöku- aðferðin j 15-FOTO | er nú orðin svo vinsæl að hún er að ryðja úr vegi eldri myndatöku, þeirri svo- kallaðri „vísitt“ og „kabenett". J 15-FOTO | hefir yfir- leitt líkað prýðilega vel, eins og margir þéktustu menn landsins hafa rjetti- lega áður getið — en síð- an hefir verið lögð enn meiri alúð við frágang myndanna, sem eðlilega liggur í því, að meiri æf- ing hefir fengist — bæði við sjálfa myndatökuna, og starfsaðferðum við stækkanirnar — og á jeg ekki síst mínum framúr- skarandi starfskröftum að þakka, vinsældir 15-FOTO ~ myndanna. hjer nokkuð af útlendingum og sömuleiðis á því, að íslendingar! hafi atvinnu erlendis. Sjerstaklega j ættum vjer að leggja oss eftir að j veita hjer atvinnu vel metnum og j vel kunnandi útlendingum, því að eftirtekjan af því er miklu meiri og vissari en af því að íslendingar misjöfnum hæfileikum búnir fari utan og komi svo heim og þykist j hafa lært einhver ósköp. Reynsl- an er búin að sýna það mjög á- þreifanlega, að landar vorir sem koma heim hálflærðir eða lítt lærðir í einhverri grein vinna helst það gagn að bægja burtu betur kunnandi kröftum og halda starfskunnáttunni á framhaldandi lágu stigi. — Sagt er nú til dæmis, að heimtað sje að vísað verði úr landi liljóðfæraflokknum af Hótel ísland, enda þótt það sje besti flokkurinn sem lengi hefir leikið hjer á veitingahúsi og enda þótt vitanlegt sje að engin tök eru .að fylla skarðið með innlendum kröftum og væntanlega yrði held- ur ekki fylt með Dönum, sem ráðnir yrðu í staðinn. Þetta er aðeins nefnt sem dæmi, en líkt getur átt sjer stað í fleiri grein- um. Af því að ísland er ekki einu sinni liálfnumið land, hafa oft komið fram tillögur um að fá útlendinga til að flytja hingað í stórum stíl eins og gert hefir verið í öðrum löndum, þar sem líkt hefir staðið á. Hvað sem sagt er um þessa innflutnings- stefnu, þá er þó að minsta kosti fulllangt spor stígið í ólíka átt ef nauðsynlegt þykir nú að fækka fólkinu í landinu til þess að allir geti haft nóg að gera. H. | 15-FOTO | Verð 4,50. | 15-FOTO J og talan 12, þýðir: l^myndir, og eru sjerstaklega ætlaðar fyrir 2 saman, börn eða full- orðna. VERÐ 4,50. „0“ (dálítið stærri en þær 15 og 12). 15-FOTO | og talan 9, þýðir: 9 myndir — eru þær teknar bæði á þvers og hæð og aðallega ætl- aðar fyrir fullorðna, alt að 3 saman — með þessari myndatöku fylgir ein stór mymd. VERÐ 10,00. 'EP (á þvers og hæð). | 15-FOTO |og talan 8, þýðir: 8 myndir enn stærri og ein stækkun stór fylgir. VERÐ 10,00. Ofangreindar 4 mynda- stærðir eru allar þraut- reyndar, og ölL efni til þeirra sannprófuð. gefur yður möguleika til að fá BETRl, LÍFLEGRI og EÐLILEGRI myndir en þekst hefir áður. Ef einhver ennþá heldur sjer að vanalegum mynda- tökum „vísitt“ og „Kabe- nett“, þá tek jeg þær auð- vitað líka — til dæmis fyr- ir fjölskyldur, og aðrar hópmyndir. MÆÐUR! Ef mögulegt er, þá kom- ið með börnin sem fyrst eftir kl. 1, til þess að þurfa ékki að bíða of lengi með þau. fæst aðeins hjá mjer. Einkarjettur á Islandi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.