Morgunblaðið - 09.01.1936, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 09.01.1936, Blaðsíða 7
7 Fimtudagiim 9. jan. 1936. Háskólafyrirlestrar Framh. af 6. síðu. lestranna í fyrsta flokki, ásamt nýjustu þýsku rannsóknum og Skoðunum um þettá efni (H. Wirth). £ 2. fyrirlestraflokknum verð- ur skýrt frá trúarbrögðum Austurlandaþjóða í 7 fyrirlestr- um: fyrst Babyloniu- og Assyr- íumenn, þá Egyptar, þá trúar- brögð og heimspeki Kínverja, þá japanski shintoisminn, þá Kindúisminn og búddatrú. Þá verður drepið stuttlega á Mú- haméðstrú. 1 3. og síðasta fyr- irlestraflokknum verður gefið ýfirlit um indo-evropiska sam- anburðartrúfræði. Fyrsti fyrirlesturinn verður flutt(ir í kvöld í háskólanum <og hefst kl. 6,15 og heitir: „Fenomen och karakteristika inom primitiva religionen". Dagbók. .... 1 LO.O.F. 5 =117198'/* = EI.* Veðrið í gær: í morgun var orð- ið allhvast um NV-hluta landsins, og síðan hefir einnig hvest í öðr- uin landshlutum, svo að veðurhæð €r nú alt að 6—7 vindstig um alt land. Sunrianlands er víðast bjartviðri en snjókoma um norð- Urhelming landsins. Frost er víð- ast" 3—6 st., mest 10 st. á Hest- •eyri og 11 st. á Mælifelli í Skaga- firði. N-áttinni veldur lægð, sem •er fyrir austan land. Yfir NA- <}rænlandi helst há loftþrýsting en 4júp og víðáttumikil lægð yfir Atlantshafi og Bretlandseyjum. NA-læg átt mun haldast hjer á landi næsta dægur. Veðurútlit í Rvík í dag: All- hvass NA. Úrkomulaust. Dánarfregn. Sigurður Jónsson bóndi í Hreppshólum, andaðist í gær. « Heimatrúboð leikmanna, Hverf- isgötu 50: Almenn samkoma í kvöld kl. 8. — í Hafnarfirði, Linn- etsstíg 2: Vakningasauikomur hvert kvöld vikunnar kl. 8. — Allir velkomnir. Stúdentsprófi, úr máladeild, lauk Hélgi Tryggvason, kenriári, í des. s. 1. með hárri ii eírikunn, 7,07. Hann las utan skóla. Er þetta hæsta einkunn út ní^fedeild 1935. J' Hjúskapur. Nýlega voru gefin riaman í lijónaband af lögmanni, tíElsa Breiðfjörð, Hverfisgötu 102 «;S)g Gunnlaugur Ketilsson vjelstjóri á Baugsveg 7. Heimili ungu hjón- sftuna er á Ilverfisgötu 102. Hjúskapur. Á gamlársdag s. 1. voru gefin saman í hjónaband, ungfrú Hanna Jensen og Hannes Gamalielsson gjaldkeri Vífilsstaða hælis. Heimili briiðhjónanna er á Sjafnargötu 10, Rvík. Hjónaefni. Lára Lúðvíksdóttir, ■ Ingólfsstræti 21 B og Ágúst Sig- urðsson á Kleppjárnsreykjum, op- inberuðu trúlofun sína í fyrra- kvöld. Hjónaefni. Nýlega opinberuðu trúlofuu sína, Anna Jónsdótt.ir Stýrimannastíg 7 og Sigurjón Jóns son vjelstjóri, Laugaveg 54. Hjónaefni. Á gamlárskvöld op- inberuðu trúlofun sína, ungfrú Guðbjörg Steinsdóttir, vökukona, Laugarnesspítala og Óskar Páll Gunnarsson, vjelamaður, Vest- mannaeyjum. Sjúklingar í Kópavogi biðja Morgunblaðið að flytja hr. Finn- boga Finnbogasyni verkamanni, Marargötu 7 í Rvík, hugheilar nýársóskir, ásamt innilegasta þakk læti fyrir fádæma umhyggju og velvild í garð bókasafns sjúkl- inga, umhyggju, sem fram hefir komið í bóka^ og peningasöfnun, af hans heudi, ekki einu sinni, lieldur oft. Sjúklingar vilja einn- ig nota þettá tækifæri, til að þakka öllum þeim, sem fyr og síðar hafa gefið bækur til safns- ins; •tástæður þess eru þanmig, að hver sem vinnur að heill þess og eflingu hlýtur að téljast stuðn- ingsmaður góðs málefnis. Mánaðarblað K. F; U. M., októ- ber — deseínberheftið er komið út. Byrjar það á kvæði „Borgir guðs“, eftir M. R. þá er „Brot úr jóla- prjedikun“ eftir Fr. Fr., greinir um biblíulestur, „Sævar“, kvæði éftir Jóhs. Sig. o. m. fl. Snorri goði var væntanlegur af veiðum í'nótt. Rangæingafjelagið heldur fund í Kaupþingssalnum í kvöld kl. 8y2. — Eftir umræður verður frjáls skemtun til kl. 1. VænSt er til þess að fjelagar fjölmenni og taki með sjer Rangæinga. Bjarmi. Um þessi áramót hætti S. Á. Gíslason við útgáfu Bjarma, sem hann hefir haft á hendi í 29 ár. Við hafa tekið ungir ménn í Reykjavík og eru þeir í ritstjóm, Ástráður Sigursteinsson, Bjami Eyjólfsson og Gunnar Sigurjóns- son. Fyrsta blaðið undir stjóm þeirra er komið út og he'fir nú verið breytt um brot á því, svo að það er í dagblaðsformi en ekki tímaritsformi, eins og áður ,var. Skátafjelagið Emir, þriðja sveit. Sveitarfundur verður hald- inn í kvöld á Ægisgötu 27, kl. 8. Mætið allir stundvísle'ga. — Sveit- arforinginn. Dánarbú Ninu Grieg. Mestur hluti eigna þeirra, sem Nina Grieg, eklsja tónskáldsins Edwards Grieg, ljet eftir sig, alls um 600.000 kr., mun — að því er hermt er í Berg- ens Tidende, ganga til sjóðs þess, sem ber nafn manns hinnar látnu. (Edw. Griegs Fond). (FB.). K. F. U. M. A.-D.-fundur í kvöld kl. 8 y2, Páll Sigurðsson talar. Hjálpræðisherinn. Munið hina almennu jófetrjeshátíð í kvöld. Allir yelkomnir. íþróttanámskeið á Eyrarbakka og Stokkseyri eru nýlega afstaðin. Kensla hófst 25. okt. og stóð til jóla. Kennari var hr. Gunnar Ólafs son og kendi hanri á báðum stöð- unum, sinn daginn á hvorum stað. Urigmannafjelögin stóðu fyrir námskéiðunum. Áhugi er ,þarna mjög mikill fyrir íþróttum og skil yrði allgóð, sjerstaklega á Stokks- SJÁLFVÍRKT ÞVOTTAEFNI Öskaðlegt. Klórloust Gjörir þvottinn mjallhvltann án þess að hann sje nuddaður eða b I e i K j a ð u r. MORGUNBLAÐIfi ————■—■—^^———■————^ eyri. Aðallega voru. kendir fim- leikar en á Stokkseyri var einnig kend glíma, og lítilsháttar knatt- spyrna. Á Stokkseyri voru þátt- takendur rúmir 40 en á Eyrar- bakka um 60 alls. Að svo margir þátttakendur voru á Eyrarbakka kom til af því, að börn tóku þar einnig þátt í fimleikum, ,en við bal’naskóla Eyrarbakka er því miður engin fimleikakensla. Að námskeiðunum loknum voru haldn ar sýningar á báðum stöðunum, og ge'rður að þeim góður rómur. Hafnarvörður á Akranesi var kosinn á fundi bæjarstjórnarinn- ar í fyrrakvöld, Benedikt Stein- grímsson skipstjóri. Tekur hann við því starfi 1. mars n. k. | Kristniboðsfjelag kvenma heldur fund í dag. Skautasvell það, sem Knatt- spyrnufjelagið „Fram“ hefir látið gera á Austurvelli er nú tilbúið. Átti að opna völlirin fyrir almenn- ingi í gærkvöldi, en sökum storms var hætt við það. Ef veður verður gott í dag, verður völlurinn opn- aður til almenningsnota og mun lúðrasveit leika á vellinum um kvöldið. Eimskip. Gullfoss er í Kaup- mannahöfn. Goðafoss er á leið til Hull frá Vestmannaeyjum. Brúar- foss er í Kaupmannahöfn. Detti- foss er í Hamborg. Lagarfoss er í Kaupmannahöfn. Selfoss er í Reykjavíkt Samkvæmt símskeyti t«l Sjö- fartstidende fráLondon hafa smjör líkisverksmiðjurnar hækkað ódýr- ari tegundir á smjörliki um 7 shillings pr. hundredweight. (F. B.). Keflavíkursamskot. Gamall Mýra maður 10 kr., N. N. 10 kr., S. S. 5 kr„ N. N. 4 kr„ G. Á. 5 kr„ G. 10 kr„ Á. G. 10 ,kr„ Bylgja 5 kr„ Sigga og Dóra 11 kr„ Dóra 5 ltr„ Sigríður 2 kr„ E. J. 5 kr„ E. J. 10 kr„ S- 2 kr„ N. N. fekr., N. N. XIV. 60 kr„ Starfsfólk "li.f. Út- vegsbanka Islands í Rvík 150 kr„ S. G. 5 kr„ A. E. J. 100 kr„ Göm- ul kona í Reykjavík 10 kr„ N. N. á Njálsgötu 5 kr„ K. P. 5 lcr„ Ónefndur 5 kr„ Ónefndur 5 kr„ Þriðji bekkur Kvennaskólans í Rvík 28 kr„ Garðar 5 kr. Til Hallgrímskirkju í Saurbæ: Áheit frá Friðrik Bergssyni 10 kr„ frá Fr. 13 kr„ afh. af sr. Sig- urjóni Guðjýrissyni, áheit frá frú Stefaníu Ófefsdóttur, Hofi á Höfðaströnd 5 kr. Kærar þakkir. Ól. B. Björnsson. Útvarpið: Fimtudagur 9. janúar. 8,00 Enskukensla. 8,25 Dönskukensla. 10,00 Veðurfregnir. 12,00 Hádegisútvarp. 15,00 Veðurfregnir. 19,10 Veðurfregnir. 19,20 Erindi: Búnaðarfjelag Is- lands við áramótin, II (Magnús Þorláksson bóndi). 19,45 Frjettir. 20,15 Erindf: Orkulindir og hrá- efni, III: Vatnsaflið (Einar Magnússon mentaskólakennari). 20,40 Lesin dagskrá næstu viku. 20,50 Symfóníu-tónleikar, I: Tón- verk eftir Wagner, César Franck og Schumann. — Þú hugsar aldrei um neitt nema knattspyrnu. Jeg er viss um að þú hefir gleymt gifting- ardeginum okkar. — Nei, góða mín, það var daginn, sem íslendingar töpuðu fyrir Þjóðverjum með 11:0. ® 10 ára afmælisfagnafiur starfsmannafjelags Reykjavfkur hefst með sameiginlegu borðhaldi að Hótel Borg, laugardaginn 11. janúar 1936, kl. 8 e. h. Aðgöngumiðar verða seldir á Hafnarskrifstofunni, Lög- reglustöðinni, Gasstöðinni, skrifstofu Rafveitunnar og hjá Maríu Maack, Þingholtsstræti 25. Skemtinefndin. Tilkynninc. Þeir vjelbátaeigendur, sem ætla sjer að sækja um láá úr SKULDASKILASJ.ÓÐI VJELBÁTAEIGENDA, samkv- íögum nr. 99, 3. maí,1935, skulu senda umsóknir sínar til stjórnar Skuldaskilasjóðs í Reykjavík, eða áður auglýstra umboðsmanna hennar, í síðasta lagi 15. febrúar 1936. Umsóknir um lán úr Skuldaskilasjóði, er síðar berast, verða eigi teknar til greina. % Reykjavík, 8. janúar 1936. Stjórn Skuldaskilasjóðs vjelbátaeigenda. v Jón Baldvinsson. Georg Ólafsson. Ingvar Pálmason. Nðmskeið. vi\' o i ' 'Vv • . . - : x Kensla í nærfatasaumi byrjar aftur þriðjudaginn 14. þ. m. S M A R T, Kirkjustræti 8 B. Sími 1927. Erlend blaóaummæli um bækur Kristmanns Guðmundssonar. Skáldkonan Barba Ring í „Nati- onen“, Oslo: •■.. . . . „Fá skáld geta sagt, eins vel frá og K. G. . . . . Þó maður þelcti ékki ísland af öðru en skáld verkum K. G„ þá myndi maður geta fylgst með þjóð og landi gegpum aldirnar, og lært að sjá það hvorttveggja eins og það er, og elska það........Það e‘r erfitt að kynnast þessu afskekta, fjar- læga eyland, en það á góða sendi- herra í skáídum sínum..........“ , Docent L. Aas, í „Dagsposten", Trondhjem: .... „Með K. G. er ísland fyr- ir alvöru komið inn í bókmentir nútíðarinnar............ Skáldsaga hans er frumleg og sönn........... Börn jarðar er mjög gott dæmi upp á frásagnalist K. G........í bókinni eru ýmsar myndir frá íslensku bændalífi, framsettar á svo óbrotinn og skýran liátt, að maður freistast ósjálfrátt til að líkja þeim við sígildar frásagnir úr Lsfendingasögum............Eins eru í sögunni afbrigða fagrar nátt úrulýsingar frá íslandi: Bjartar sumarnsfetnr, sóiþjartir dagar, vetrarmyndir af snæþöktum fjöll- um og sljettum, hrikalegt lands- lag og hið volduga útsýni yfir heiðar og haf, elfur og hvítir foss- ar — sögueyjan í norðri, sem K. G. liefir sýnt okkur og gert að Xýreykl Kindabjúgu, Hrossabjúgu, Miðdagspylsur, best sem fyr í Milnersbúð. Sími 1505. Borgarfjarðar- hangikjöt, er best. Kjötbúðin Herðubreið. Hafnarstræti 18. Sími 1575. lifandi veruleika fyrir hiná mörgu fesendur sína......“ Ronald Fangen í „Tidens Tegn“, Oslo: . . . . „Þetta er tíunda bókin sem K. G. gefur út á norsku, . j. . Það hefir verið oss gleðiefni að hið gáfaða íslenska skáld vel- komið; hann hefir gefið þjóð vorri margar skáldsögur, sem hún hefir kunnað að meta, og sem hafa gert liann vinsælan á meðal vor....... Enn nú, heíir hann skrifað góða bók, sem hefir að geyma margt verðmætt og fallegt. ... — Maðurinn hennar fekk tvö þúsund krónur í skaðabætur. — Hvað keypti hún fyrir pen- ingana?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.