Morgunblaðið - 10.01.1936, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 10.01.1936, Blaðsíða 8
r 8 ijfmm MORGUNBLAÐIÐ Föstudaginn 10. jan. 1936. Húlliaomur Lokastíg 5. Tek að mjer vjelritun. Friede Pálsdóttir, Tjarnargötu 24. Sími 2250. Úr dagbókarblöðum Reykvíkings.. Við undirritaðar byrjum sníða- og saumanámskeið um miðjan þennan mánuð. Kennum einnig að flosa, stoppa og bró- déra á saumavjelar. Ólína og Björg, Miðstræti 4, Otto B. Arnar löggiltur út- yarpsvirki, Hafnarstræti 11. — Sími 2799. Uppsetning og við- gerðir á útvarpstækjum og löft- netuníi. Sokkaviðgerðin, Tjamargötu 10, 2. hæð, gerir við lykkjuföll í kvensokkum, fljótt, vel og ódýrt. Sími 3699. Úraviðgerðir afgreiddar fljótt ðg vel af úrvals fagmönnum hjá Árna B. Björassyni, Lækj- artorgi. {SfáJtynnbrujav Húsmæður! Ef ykkur vantar fisk þá hringið í síma 1669. 2303 er símanúmerið 1 Búr- ínu, Laugaveg 26. Munið Permanent í Venus, Austurstræti 5. Ábyrgð tekin á öllu hári. Halldór Kiljan segir í bók sinni „Sjálfstætt fólk“: „Það sein mað- nrinn leitar að finnur hann hjá hundinum". Það sem Jónas frá Hriflu hefir leitað að, hefir hann m. a. fundið Nú um áramótin liafa komið upp hjá Ilalldóri Kiljan. veggspjöld á hurðir eða við inn- j Er þá Halldór, eftir kenningu ganga á skrifstofur og aðrar vinnu hans; einn af hundum Jónasár stöðvar, þar sem það er tekið Jónssonar? fram, að bönnuð sje,öll innheimta . Eða er e'kki rjett að telja Jónas hjá starfsfólkinu í vinnutímanum. með mönnum? t Þetta er til augsýnilegra þæg- * inda bæði fyrir þá, sem vinna og j „Frjálslyndi" sósíalista virðist ekki síst fyrir vinnuveitendur, sem oft anmikium takmörkum háð. þannig skapa verkafólki sínu frið- j Þeir vilja> sem kunnUgt er, að land fyrir innheimtumönnum. enginn missi atkvæðisrjett sinn En vesalings rukkararnir, þeir til A11)ingis fyrir sakir fátæktar, hafa ekki verið öfundsverðir og og hefir sú stefna fengið byr. verða það síst hjer eftir, ef þeir j En til þess að hafa rjett til að þurfa að „yfirfæra vinnutíma kjúsa { stjórn Dagsbrúnar, þurfa sinn á aðra tíma sólarhringsins. j fjelagsmenn að geta greitt 17 * krónu árstillag. Skuldugir fjelags Á fundi kratabrodda um daginn menn hafa ekki atkvæðisrjett. er tillaga kom fram um það, að J * hafa Árna Ágústsson í kjöri í j ísle'nskan er fræg fyrir það hve Dagsbrúnarstjórn: Snerist Ólafur hún hefir löng orð í fórum sín- Friðriksson öndverður ge'gn því. um. Til leigu ,nú þegar, þrjár stofur og eldhús. Öll nútíma þægindi. Upplýsingar í síma 2191. Konur leggja nú mikla stund á íþróttir og er brúnn hörundslitur talinn hæfa þeim best. Sá litur er því tískulitur hörundsins. * Vantar þig íbúð eða herbergi, vinnukonu eða olíuofn, eða hvað sem er, þá er hægurinn hjá að auglýsa í Morgunblaðinu. * Hann sagði m. a.: Jeg get ekki skilið hve'rnig Hjer eru tvö sýnishorn: Grindavíkurvegagerðarmanna- nokkrum í Alþýðuflokknum get- brauðaflutningsdrengur. ur dottið í hug að stinga upp á j Hæstarjettarmálaflutningsmanna- Árna Ágústssyni í stjórn Dags- skrifstofuþjónaíbúðarhúsabygg- brúnar, manni, sem hefir gert sig ingaverkstjóramánaðarlaun. sekan í því, að styja verkföll“. | * — Hann átti við bílstjóraverk-, Tískuvaldur einn skrifar nýlega: fallið. J Platínulitað hár á konum er nú „Öðruvísi mjer áður brá“, má ag hverfa úr tískunni, því það er segja um Ólaf. Honum þótti hjer'gyo <jýrt að halcia þeim lit vig. um skeið, það eúginn sjerlegur Nýjasta tíska í háralit er rauð- blettur á mönnum, þótt þeir örf-'gult. Annars nota tískukonur | Árni Friðriksson segir í Ægi merkilega sögu af því, að grunn nokkurt sem heiti Elísabetar- grunn, og er suður af Islandi, j austanverðu, hafi lengi verið týnt. |En rannsóknabáturinn Thor, sem ^ hingað kom sumarið 1934 fann grunn þetta í le'iðinni hingað, svo nú ætti það ekki að tínast aftur. * Ósýnílegar flugvjelar hafa Bret- ar nú smíðað, eftir því sem Sun- day Express segir. Flugvjelarnar ^eru að vísu sem aðrar flugvjelar ! að gerð, að öðru^leyti en, því, að jþær eru málaðar þannig, að ill- mögulegt er að greina þær frá umhverfinu, þegar litið er á þær úr lofti. JíaujtsHapu^ Jeg hefi altaf notaðar bif- reiðar til sölu, af ýmsum teg- undum. Tek bifreiðar í umboðs- sölu. Það gengur fljótast aö framboð og eftirspurn sje á ein- um og sama stað. Sími 3805. Zophonías Baldvinsson. Sel gull. Kaupi gull. Sigur- j þór Jónsson, Hafnarstræti 4. | Ullar prjónatuskur allskonar og gamall kopar keypt, Vestur- götu 22. Sími 3565. ! Kaupi ísl. frímerki, hæsta í verði. Gísli Sigurbjörnsson, Lækjartorgi 1 (opið 1—4 síðd.) i-------------------------- I Kaupi gamlan kopar. Vald. Poulsen, Klapparstíg 29. Kjötfars og fiskfars, heima- tilbúið, fæst daglega á Frí- kirkjuvegi 3. Sími 3227. Sent heim. Veggmyndir og rammar í fjölbreyttu úrvali á Freyju- götu 11. Búð til leigu, með 2 bakher- bergjum. Upplýsingar á Berg- 'staðastrætí 21. uðu til verkfalla. * mest þann háralit, sem fer vel við hörundslit þeirra., I — Þjer eruð ákærður fyrir að hafa bitið Petersen(í eyrað. að jeg gæti veþtrúað honum til að — Jeg gerði það e'kki hr. dómari. liafa bitið sjálfan sig í eýrað til' Auk þess er Petersen svo illgjarn þess að fá mig í „steininn“. Allir Reykvíkingar lesa auglýsingar Morgunblaðsins. Fimm menn um miljún. 7. „Engan vegin", svaraði Mr. Hogg. ,,Jeg verð aðeins að fá vissu fyrir, að hann innihaldi ekki sprengiefni". „Þurfum við að opna böggulinn, til þess arna?“ „Nei, það nægir að vega hann“. „Ágætt“, hjelt Thomas Ryde áfram. „Nú kem jeg að aðal erfiðleikunum. Við erum allir fimm í fjelagi í vissu fyrirtæki, ásamt einum manni til, sem þjer hafið ekki sjeð. Við skulum kalla hann Mr. X. Þetta fyrirtæki útheimtir starfskrafta manna með ýmsum hæfileikum og því höfum við bundið með okkur þenna f jelagsskap. En innbyrðis þekkjumst við lítið. Okkur hefir hlotnast verð- mæti, sem er okkur mikils virði, en sem ekki er hægt að koma í fje að svo stöddu. Lykillinn að þessu verðmæti er í þessum böggli. Hann er okk- ur miljón punda virði, lágt metið. Þjer munuð því skilja hið gagnkvæma vantraust okkar“. „Já, svo að jeg tali hreint út: Þið getið ekki komið ykkur saman um, hver eigi að geyma lykil- inn að hólfinu?“ „Einmitt rjett“, var hið greiða svar. „Þið getið fengið sinn lykilinn hver“, sagði Mr. Hogg hikandi. Hálf gletnislegum og hálf hæðnislegum svip brá snöggv^st fyrir á andlitum þeirra fjelaga. „Haldið þjer, að nokkrum okkar kæmi dúr á auga vitandi það, að fjórir aðrir menn hefðu að- gang að fjársjóðnum? Við erum aðeins mannlegir, Mr. Hogg. Og jeg hefi þegar sagt yður frá tor- trygni okkar. Uppástunga yðar leysir ekki úr vandamáli okkar. Aftur á móti hefir mjer dottið í hug“, sagði Thomas Ryde og tók eitt brjefsefni, merkt fjelaginu, úr hillu á borðinu. „Þjer gefið okkur kvittun fyrir að hafa tekið á móti bögglin- um, en geymið lykilinn að hólfinu fyrir okkur. Klýittunina rífum við í 6 hluta. Jeg fæ tvo, annan fyrir mig, og hinn fyrir Mr. X. og hina fjóra fá þessir fjórir fjelagar mínir. Lykilinn megið þjer að- eins afhenda gegn því að fá alla kvittunina, límda saman, eða í 6 hlutum“. Mr. Hogg hugsaði sig um. „Það er ekki nauð- synlegt, að hver og einn komi með sinn hluta?“ „Nei“, svaraði Thomas Ryde. „Það gæti vel komið fyrir, að það væri ekki hægt. En til þess að geta afhent lykilinn, verðið þjer að fá í hendur þessa sex hluta úr kvittuninni, og ganga úr skugga um, að það sje sú rjetta kvitt- un. Þá fyrst getið þjer afhent lykilinn og eruð lausir allra mála“. Mr. Hogg leit á Thomas Ryde. „Þetta eru þau einkennilegustu skilyrði, sem mjer hafa verið sett“, sagði hann. „En ef þið eruð allir á eitt sáttir, herr- ar mínir, þarf jeg aðeins að líta á böggulinn“. Hinir fjórir mynduðu hálfhring um Thomas Ryde, þegar hann lagði böggulinn, sem var í brún- um umbúðum og vendilega innsiglaður, á borðið. Mr. Hogg vóg hann í hendi sjer. Hann var ekki nógu þungur, til þess að hann gæti innihaldið vítis- vjel og hann þóttist viss um, að ekkert væri í hon- um nema skjöl. „Ágætt, herrar mínir“, mælti hann. „Leiga fyrir hólf í þrjá mánuði — við leigj- um þau ekki fyrir skemri tíma — er fimtíu pund. Ef- þið viljið greiða upphæðina, skal jeg skrifa kvittunina“. Thomas Ryde lagði fimm tíupunda seðla á borð- ið og krotaði eitthvað í vasabók sína. Svo las hann kvittunina og ljet vel yfir. „Að lokum“, sagði hann, „Iangar mig til þess að biðja yður að rífa kvittunina í sex hluta og af- henda mjer tvo, en hinum sinn hvorn“. Mr. Hogg gerði einsog fyrir hann var lagt. Hann setti hvern miða í umslag og rjetti þau yfir borðið. „Jeg játa það, að marga einkennilega viðskiftavini hefi jeg afgreitt um dagana, en enga eins og ykk- ur, herrar mínir. Við skulum nú fara og koma fjár- sjóði ykkar á sinn stað“. Hann hringdi og tveir menn, sem mintu mann helst á fangaverði, fylgdu þeim niður í neðanjarð- ar hvelfingar í húsinu. Þeir fóru í gegnum ótal dyr, sem allar voru læstar með mismunandi lásumr og komu loks inn í lítinn ferhyrndan klefa, ram- lega gerðan. Hólf voru bygð inn í veggina alt í kring, og á hverju hólfi var sjálflýsandi númer- Mr. Hogg nam staðar fyrir utan hólf nr. 14 og stakk lyklinum í skráargatið. „Takið þið nú eftir“„ sagði hann um leið og hann sneri lyklinum örlítið- Mikil hringing og hávaði heyrðist. „Á þessari mínútu“, hjelt hann áfram, „kviknar rautt Ijós á aðalskrifstofu minni og á herbergi mínu — og nú aftur“. Hann sneri lyklinum á ný- Hringingin hætti, en í stað hennar heyrðist sker- andi ýl um alt herbergið. Hólfið opnaðist. Bögglin- um var komið fyrir. Og alt var aftur hljótt. „Nú getið þið verið rólegir“, sagði Mr. Hogg ákveðinn á svip, „og verið vissir um að miljónin ykkar er eins örugg og frekast verður á kosið“. Hann fylgdi hinum einkennilegu viðskiftavinum sínum út í dagsbirtuna og tók eftir því, að þeir hik- uðu við útidyrnar. Þeir höfðu víst ekki sömu siði og annað fólk, því að þeir hirtu ekki um að kveðj- ast þegar þeir skildu, heldur hurfu þeir hver í sína. áttina, án þess að segja eitt einasta orð. FJÓRÐI KAPÍTULI. Charles Philip Boothroyd, öðru nafni Dutley barón, kom angandi af ilmvatni og rakara- sápu út úr baðherbergi sínu og gekk niður hin breiðu stigþrep og inn í skrifstofuherbergi sitt, þar sem gestur beið hans. „Mjer þykir leitt, að jeg hefi látið yður bíða“, sagði hann í afsökunarrómi- „Jeg kom ekki heim úr klúbbnum fyr en rjett áð- an, maður hittir altaf marga kunningja þegar maður kemur heim eftir langa burtveru. í þetta sinn er jeg líka búinn að vera nærri ár að heiman“- Sir Matthew Parkinson rjetti honum höndlna, en sagði ekkert strax. Hann var hár og herðibreið- ur Yorkshirebúi, þrjár álnir á hæð, teinrjettur og

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.