Morgunblaðið - 14.01.1936, Blaðsíða 4
4
MORGUNBLAÐIÐ
Þriðjudaginn. 14. jan. 1936.
——- KVENÞjÓÐIN OQ MEIMILIN
Matseðill fyrir viku
handa 5-6 manns.
Eftir Helgu Sigurðardóttur.
1 þetta sinn gefur ungfrú
Helga Sigurðardóttir húsmæðr-
um uppskrift á miðdegisverð-
um fyrir alla daga vikunnar.
Eru rjettirnir allir fremur ódýr-
ir, og matarseðlinum hagað
þannig, að auðveldlega má búa
suma rjettina til úr leifum frá
deginum áður. Er það auðvitað
til mikils sparnaðarauka.
Þeim rjettum á matarseðlin-
um, sem hefir verið lýst hjer
áður í matardálknum, er slept
í mataruppskriftunum.
Tilbúinn hjeri.
Vij kg. nautak jöt. V2 kg. svína-
kjöt (eða feitt saltkjöt). 2 egg.
8 matsk. brauðmylsna. 1—2 te-
skeiðar salt. 2 sneiðar reykt
flesk. 2 dl. vatn. 50 gr. smjör-
líki. V2 1. mjólk. 2—3 matsk.
Sunnudagur:
Tilbúinn hjeri með brúnuðum kartöflum. Ódýr appel-
sínubúðingur.
Mánudagur:
Soðinn fiskur með kartöflum og fisksósu. Bygggrjóna-
grautur með rabarbaramauki.
Þriðjudagur:
Steiktur „hjeri“ (leifarnar frá sunnudeginum). Sœtsúpa.
Miðvikudagur:
Soðinn saltfiskur með rófum, kartöflum og bræddu.
smjöri. Hrísgrjónavellingur.
Fimtudagur:
Baunir með saltkjöti.
Föstudagur:
Saltfisk-rúllur (leifar frá miðvikudeginum) Áfabrauð-
súpa.
Laugardagur:
Saltsíld með soðnum kartöflum, söxuðum lauk, kapers og
hrærðu smjöri. Eggjagrautur með saftblöndu.
hveiti. Sósulitur.
Kjötið er saxað tvisvar sinn-
um í söxunarvjel. Látið í skál
og hrært með brauðmylsnunni
og eggjunum, saltað, (sje ekki
notað saltkjöt). Hnoðað á borði
og mótað eins og hveitibrauð.
Fleskið skorið í ræmur, og
stungið niður í kjötið. (í stað
fjesks má nota smjörlíki) —
„Hjerinn“ er látinn í steikar-
skúffu,sem er smurðmeð smjör-
líki, og steiktur móbrúnn. —
Hveiti, pipar og salti er bland-
að saman og hrært út í vatn-
ið og mjólkina. Sósuliturinn
settur í og jafningnum síðan
helt smátt og smátt yfir „hjer-
ann“. Steikist í 1 klst. Sósunni
þá helt af og hún síuð, og
krydd sett í eftir smekk. Ein
matsk. af berjamauki gerir
sósuna ljúffengari. (Best ribs-
berjamauk). „Hjerinn“ er bor-
inn fram í heilu lagi. Dálítið af
sósu helt yfir og brúnuðum
kartöflum raðað í kring. Gott
er að setja þeyttan rjóma í
sósuna.
Ódýr appelsínuábætir. j
% I. vatn. 80 gr. manna-
grjón. 2 appelsínur. 2 matsk.
sykur. 2 dl. rjómi 4 bl. matar-
lím.
Grjónin eru hrærð út í soðnu
vatninu og hrært í þar til sýð-
ur. Soðið í 10 mín. Rifnu hýði
af 114 appelsínu, safanum og
sykrinum hrært út í grautinn,
og matarlímið, sem áður er
bleytt í köldu vatni, sett saman j
við.Grauturinn kældur og hrært j
í á meðan.Síðan er þeytturrjómi!
látinn gætilega saman við. Helt
í skál og skreytt með V2 appel-1
sínu og þeyttum rjóma, ef vill.'
Rabarbarasultan og vatnið er
soðið saman, þegar sýður er
jafnað með kartöflumjölinu,
sem fyrst er hrært út í köldu
. vatni. Hrært í þar til sýður 0g
rauður ávaxtalitur settur í.
Borðað með grautnum.
Steiktur „hjeri“.
i „Hjera“-leifar. Soðnar kart-
öflur. 150 gr. smjörlíki. Salt og
pipar.
„Hjerinn“ skorinn í teninga,
sömuleiðis kartöflurnar. Smjör-
líkið brúnað á pönnu. „Hjer-
inn“ og kartöflurnar hitað og
brúnað lítið eitt í smjörlíkinu.
Framreitt með steiktum eggj-
um.
Saltfiskrúllur.
200 gr. soðinn og hreinsaður
saltfiskur. 125 gr. soðnar kart-
öflur. 1 egg. Salt og pipar.
Ekkjahvíta. Brauðmylsna.
Kartöflurnar eru saxaðar og
fiskurinn stappaður. Egg, salt
og pipar hrært og sett saman
við. Mótað með höndunum í
hnöttóttar kúlur, sem fyrst er
snúið uppúr brauðmylsnu,
eggjahvítu og síðan aftur upp-
úr brauðmylsnu. Steiktar mó-
brúnar í feiti, (eins og klein-
ur). Færðar upp á grápappír.
Raðað í topp á fat og borðað
með soðnum kartöflum og brún-
uðu smjöri. Á sumrin er best
að borða rúllurnar með græn-
káls- eða spínatjafningi.
Eggjagrautur.
100 gr. hveiti. 100 gr. kart-
öflumjöl. 1V4 1. mjólk. 1—2
egg. 1 Vz tesk. salt. 2 matsk.
kanel og sykur. V2 L saft-
smátt. Það, sem eftir er af
mjólkinni, er hitað. Þegar hún
sýður, er eggjajafningnum
hrært útí. Hrært í því, þar til
það sýður aftur. Soðið í 5 mín.
og hrært stöðugt í. Borðað með
kanel og sykri og saftblöndu.
HertogaMn aí Gloucester,
tengdadóttir Georgs Breta-
konungs, varð 34 ára gömul
á jóladag síðastl. Maður efast
um aldurinn, þegar maður lítur
á myndina af þessari ungu og
fríðu stúlku.
Gamalt ráð við kvefi
í smábörnum er það, að nudda
heitri tólg inn í iljamar á þeim,
og verma fætur .þeirra vel við
heitan ofn á meðan.
1 o »1 • * • v*r ^ ' •
miljomr orða a an.
blanda.
Rabarbaramauk með Eggið er þeytt vel. Saman við
bygggrjónagraut. það er hrært 6 dl. af kaldri Ein stiilka segir að meðaltali 12
2 matsk. rabarbarasulta. 3 mjólk. Kartöflumjöli og hveiti miljónir orða á ári. Er það álíka
dl. vatn. 1—2 tesk. kartöflu- ^ er blandað saman. Þar út í er orðaforði og færi i 450 bindi af
mjöl. eggjamjólkinni hrært smátt og skáldsögum.
Nýíiskw vetrarbápur.
I. mynd.
Flestir eru auralausir eftir
hátíðarnar, stúlkurnar einsog
aðrir. En sumar eru svo hepn-
ar, að hafa einmitt auðgast
fjárhagslega á jólagjöfunum,
og fyrir þær er freistandi að
fá sjer nýja vetrarkápu núna í
vetrarkuldanum.
Hjer eru nokkur tilvalin
kápusnið, eftir nýjustu tísku.
Kápan, sem sýnd er til
vinstri, á mynd I., er úr þver-
ofnu „duventine“, sem er lík-
ast gáróttu flaueli, en er auð-
vitað miklu sterkara. Hún er
þröng, nema dálítil vídd er höfð
í henni neðst. Kraginn er stór
og uppstandandi, bryddaður
með skinni. Ermarnar feiki-
víðar með þröngum hólk um
úlnliðinn. Hnapparnir eru úr
skinni.
Neðri kápan er með hinu
| margumtalaða liðsforingjasniði,
|sem enn er mjög mikið notað.
Hún er alveg sljett og þröng,
með litlum astrakankraga, víð-
um astrakanermum og skreytt
þykkum snúrum á barminum.
Við þessa kápu fer best að hafa
kósakkahúfu úr astrakani.
Kápan til vinstri á mynd II.
er brún, með mjúku skinni, lítið
eitt hringskorin að neðan, krag-
inn er með óvenjulegu sniði,
hár að aftan, en gengur niður
með barminum og myndar tvo
vasa sitt hvorum megin fyrir
neðan belti. Auk þess er lítill
kragi uppí háls að framan.
Kápan er hnept með stórum
skinnhnöppum.
Dúskurinn á húfunni er einsog
hnapparnir á kápunni, nema
stærri.
Hin kápan á mynd II. er
,,swagger“, víð í baki og tekin
saman í hálsinn með þykkri
snúru. Ermarnar eru mjög víð-
ar, ryktar saman um úlnlið. —
Framan á ermunum, í hálsinn
og á vösunum, er astrakan.
Pilsið er úr sama efni og káp-
an. Blússan er úr rúskinni.
Hvít skiðaföt.
Hvít skíðaföt eru nýjasta
tíska ,í ár. Það eru skiftar skoð-
anir um, hversu heppilegur
búningur það er til skíðaferða,
en hann er fallegur, sjerstak-
lega þegar haft er við hann
vetlingar, húfa og trefill, í öðr-
um lit, fagurbláum, rauðum eða
grænum. En hvít skíðaföt eru
aðeins fyrir grannar manneskj-
ur. —
Þessi hvíti skíðabúningur,
sem við birtum hjer mynd af,
er jafnt fyrir karla sem konur.
Hann er úr þykku ullarefni
og er frábrugðinn venjulegum
skíðafötum að því leyti, að í
stað þess að hafa síðar buxur,
eru notaðar þykkar hvítar legg-
hlífar.
M U N I Ð
---------að það er gott ráð
að smyrja ofurlitlu af græn-
sápu neðan á pottana, áður en
þeir eru settir yfir eldinn, ef
maður vill halda þeim vel hrein
um. Eftir notkun er þá auðvelt
að ná sótinu af þeim.
— — — að trjesleifar og
bretti verða Ijót af því að koma
í sódavatn. Gott er að hræra
pípuleir út í vatn og láta sleif-
arnar liggja í því, uns leirinn r
þornaður og þvo þær síðan og
bursta. Eftir þessa meðferð eiga
sleifarnar að vera hvítar og
fallegar.