Morgunblaðið - 14.01.1936, Blaðsíða 8
MORGUNBLAÐIÐ
Þriðjudagrinn 14. jan. 1936*
Húllsaumur
Loka§tíg 5.
Góða stúlku, vantar á Björn-
inn, strax.
Tek að mjer vjelritun. Friede
Pálsdóttir, Tjarnargötu 24. Sími
2250.
Otto B. Arnar löggiltur Út-
varpsvirki, Hafnarstræti 11. —
Sími 2799. Uppsetning og við-
i
gerðir á útvarpstækjum og loft-
netum.
Sokkaviðgerðin, Tjarnargötu
10, 2. hæð, gerir við lykkjuföll
í kvensokkum, fljótt, vel og
ódýrt. Sími 3699.
Oraviðgerðir afgreiddar fljótt
og vel af úrvals fagmönnum
hjá Árna B. Björnssyni, Lækj-
artorgi.
Tannlækningastofa JÓns JÓns-
sonar læknis, Ingólfsstræti 9,
opin daglega. Sími 2442.
2303 er símanúmerið í Búr-
inu, Laugaveg 26.
Munið Permanent í Venus,!
Ur dagbókarblöðum
Reykvíkings.
A rið 1885 var unnið að því að
gera ve'g úr Reykjavík inn í
Laugar. Sagt er í Prjettum frá
íslandi, að um áramótin hafi veg-
urinn verið kominn alla leið frá
Reykjavík og inn að Rauðará, en
sú vegalengd er talin 600 faðmar.
*
T-jriðji hver verkamaður í verk-
lýðsfje'lögunum dönsku var
atvinnulaus núna um áramótin.
*
j Ovíar eru alvarlega farnir að ótt-
j ^ ast fækkun þjóðarinnar, vegna
þess hve barnsfæðingum hefir
I fækkað þar hin síðustu ár.
Nefnd hefir setið á rökstólum
til að rannsaka hvað gera skuli.
Hefir hún nú skilað áliti. Nefnd-
in vill gefa barnamönnum miklar
| skattaívilnanir. He'imilisfaðir með
6500 króna tekjum, sem á fyrir
þrem börnum að sjá, á engan skatt
að greiða af þeim til ríkisins.
*
> Isabel dóttir Mac Donald hefir
nú keypt veitingahús í hinu gamla
kjördæmi föður síns og ætlar að
veita því forstöðu.
*
Bók Hitlers, „Mein Kampf“
Austurstræti 5. Ábyrgð tekin á hefir nú komið út á þýsku í 2
öllu hári.
miljónum e'intökum.
Bálfarafjelag íslands. !„ A ,T
. , r. i , , » oagt er ao nu haii Marconi
lnnntun nyrra fjelaga 1 Bokaverslun °
Snœbjarnar Jónssonar.Árgjald kr.3.00. Lindið Upp loftskeýtatæki,
Æfitillag kr. 25.00. — Gerist f jelagar. þar sem bylgjulengd breytist í sí-
fellu, svo ómögulegt sje fyrir
nokkra aðra, en hinn rjetta mót-
takanda að heyra nokkuð af því
setn þessi tæki senda frá sjer.
Lengi hafa menn brotið heilann
um hvernig væri hægt að btla til
whisky í föstu ástandi — whisky-
teninga. Vísindamanni í Ástralíu,
JWills að nafni, hefir loks tekist
þetta. Hann bauð kunningjum sín-
um í veislu um daginn, og bar
þeim whisky, er þeir áttu að
borða með hníf og gaffli.
*
Eftirlit með kvikmyndum e'r
mjög strangt í Japan. Einkum
þykir eftirlitsmönnunum að leik-
ararnir kyssist óþarflega mikið.
Mælt er að alls hafi verið kliptir
burtu 3 kílómetrar af kossum úr
J japönskum myndum árið sem leið.
*
|
j Maður nokkur, sem á heim-
ili í nágrenni Hafnar, en sem hef-
,ir atvinnu inni í borginni, sagði
|frá því um daginn, hve ömurlegt
það væri, að vera eins og ókunn-
ugur maður í sinu eigin heimili,
jþví hann varð að fara til vinnu
jsinnar fyrir venjulegan fótaferð-
artíma — og kom e'kki heim fyr
en börnin voru sofnuð.
t
j En einn dag fór hann seinna
jheiman að en hans var vandi.
j.Hitti hann þriggja ára gamlan
^ son sinn fyrir utan húsið, fanst
hann ekki nægilega skjóllega bú-
inn og rak hann inn með harðri
liendi.
Drenghnokkinn kom skælandi
til móður sinnar og sagði lienni
sínar farir ekki sljettar, að maður
he'fði komið og verið vondur við
sig.
— Hvaða maður var það?
; spurði móðirin.
— Æi. Það er þessi maður, sem
er altaf hjer á sunnudögum, sagði
drengurinn.
I
*
I Ungur Englendingur fór heim-
an að og til Ástralíu. Hann lof-
aði heitmey sinni því, að hann
skyldi skrifa henni á hverjum
degi. Stúlkan átti heima í sveita-
þorpi. Unnustinn efndi loforð sitt.
En þegar hann loks kom heim til
að vitja unnustunnar var hún ný-
gift brjefberanum. Þau höfðu
kynst vegna þess hve oft hann
átti erindi til hennar með ástar-
brjefin.
Einsetumaður á Jótlandi fekk
sendar 8000 krónur sem var arf-
ur eftir bróður hans, er dó í
Ástralíu.
En erfinginn þvertók fyrir að
taka á móti peningunum, því hann
ætlaði ekki að gera hreppsnefnd-
inni það til eftirlætis að gefa
henni tækifæri til þe'ss að hækka
útsvarið sitt.
Nýreykf
Kindabjúgu,
Hrossabjúgu,
Miðdagspylsur,
best sem fyr í
Milnersbúð.
Sími 1505.
Jfaufis/mjuur
Óska sambands við æðar-
dúnsseljanda, nota mikið ár~
i lega. Tilboð á dönsku eða
j þýsku til Firma Joh. Schaibler
Bettwarenfabrik, Wien, IV.r
Wiedner Hauptstr. 42 Austria..
Kjötfars og fiskfars, heima-
tilbúið, fæst daglega á Frí-
kirkjuvegi 3. Sími 3227. Sent
heim.
Jeg hefi altaf notaðar bif-
reiðar til sölu, af ýmsum teg-
undum. Tek bifreiðar í umboðs-
sölu. Það gengur fljótast að'
framboð og eftirspurn sje á ein-
um og sama stað. Sími 3805.
Zophonías Baldvinsson.
----------------------------------
Kaupi ísl. frímerki, hæsta
verði. Gísli Sigurbjörnsson,.
Lækj.artorgi 1 (opið 1—4 síðd.>
Silkisokkar á aðeins kr. 1.90
parið í Versl. Ingibj. Johnson.
Sími 3540.
Húsmæður! Ef ykkur vantar
fisk þá hringið í síma 1669.
Sel gull. Kaupi gull. Sigur-
þ.ór Jónsson, Hafnarstræti 4.
Kaupi gamlan kopar. Vald.
Poulsen, Klapparstíg 29.
Kjallaraherbergi, . nothæft
fyrir vinnustofu, óskast í aust-
urbænum. Sími 2851.
Allir Reykvíkingar lesa auglýsingar Morgunblaðsins. ^
Fimm menn um miljón. 10.
„Hún jafnar sig fljótt. En jeg hjelt, að þú værir
laus við alt umstang við verksmiðjurnar?“
„Það er jeg líka venjulega. Þetta var alveg sjer-
gtakt. Segðu mjer Lucilla, hver var þessi hái, út-
lendingslegi maður, sem var að tala við þig, þegar
jeg kom inn? Hann glápir stöðugt á mig“.
„Hann er mikill atkvæðamaður. Hann heitir
Brest barón, og er hollenskur banka- og fjármála-
maður, væntanlega viðskiftavinur föður míns“.
„Mjer geðjast ekki að honum“.
Lucilla lyfti bogadregnum augabrúnunum. „En
þú þekkir hann als ekki“.
„Og vona, að jeg eigi það ekki eftir“.
Unga stúlkan hló og hrukkaði ennið. „Þú kemst
varla hjá því. Allan þennan tíma, sem þú hefir
vanrækt mig, hefir hann verið mín eina huggun“.
„Honum er óhætt að taka saman pjönkur sínar
úr þessu“.
Lucilla horfði rannsakandi augum á unnusta
sinn. „Þú ert augsýnilega mjög öruggur.“
„örfuggur með hvað?“
„Við sjáum til. Hvað ætlar þú t. d. að gera fyr-
ir hádegi á morgun?“
Dutley gretti sig ofurlítið. „Tala við Sir Matt-
hew og lesa brjefin, sem jeg hefi fengið, meðan
jeg var í burtu“.
„Jeg skal koma til þín og lesa þau fyrir þig.
Mig hefir altaf langað til þess að sjá hverskonar
brjef, miljónamæringar fá“.
„Jeg er alls ekki viss um, að Charles sje milj-
ónamæringur“, skaut bróðir hennar, ungur og
fjörlegur maður, sem vann í kauphöllinni, inn í.
jftlutabrjef hans fjellu niður í sjötíu og fimm í
dag. Kannske hefir það frjest, Charles, að þú ert
kominn heim og ætlar að taka til starfa í verk-
smiðjunni? “
„Heyrðu, Lucilla. Mjer finst fjölskylda þín ekki
tala í tilhlýðilegum tón úm velferð mína“.
„Það getur þú ekki sagt um mig?“ greip Mr.
Bessiter, sem sat í hinum enda herbergisins, fram
í. „Fyrir einum eða tveimur dögum kom til okkar
maður, gamall viðskiftavinur, og vildi hann fá
okkur til þess að fella Boothroydhlutabrjefin. En
jeg rjeði honum eindregið frá því, og gerði hon-
um skiljanlegt, að okkur kæmi ekki til hugar að
sinna því. Hann fór jafnnær frá okkur. Þetta kalla
jeg að halda með fjölskyldunni-------“
Samtalið hætti, er tilkynt var að miðdegisverð-
urinn væri tilbúinn. Dutley sat við hlið unnustu
sinnar, en við hina hlið hans sat eldri maður með
gleraugu, sem hann hafði ekki heyrt hvað hjet,
er þeir voru kyntir. „Því miður eru ekki jafnmarg-
ir herrar og dömur við borðið“, sagði Mr. Dessiter,
sem sat við annan borðendann. „En jeg gerði ráð
fyrir, að Charles sæi sjer sóma í að vanrækja ann-
an sessunaut sinn, til þess að geta talað við Lucillu,
svo að jeg náði ekki í fleiri stúlkur“.
„Mjer þykir leiðinlegt, ef það er jeg, sem hann
á að vanrækja“, sagði sessunautur hans og kink-
aði kolli til hans. „Jeg hlakka einmitt til þess að
kynnast Dutley lávarði. Jeg er einskonar keppi-
nautur fyrirtækis yðar“, bætti hann við.
„Jæja“, tautaði Dutley kurteislega. „Jeg er ekki
viss um að jeg hafi heyrt nafn yðar áðar“.
„Nafn mitt er Hisedale, dr. Hisedale. Jeg hefi
samband við þýska firmað Meyer í Offenbach. —
Sem stendur er jeg hjer að gera nokkrar tilraunir
á rannsóknastofu hjá kunningja mínum. Allur
heimurinn öfundar yðar firma, Dutley lávarður“.
„Jeg veit víst minna um það en skyldi“, svaraði
Dutley. ,,Jeg hefi aðeins starfað þar í tvö ár fyrir
stríðið. Þá dró jeg mig í hlje, og hefi ekki komið
þar síðan“.
„En jeg hjelt að þjer væruð forstjóri?“
„Nei, jeg er aðeins formaður í stjórn verksmiðj-
anna. Og það er líklega aðeins af því, að jeg á
nokkur hlutabrjef í fyrirtækinu. Jeg læt til mín
heyra aðeins einu sinni á ári og held þá ræðu yfir~
hluthöfum“.
„Undir miklum fagnaðarlátum, þegar gróðinn.
er nógu mikill?“ greip Lucilla fram. „Annars er
hann hrópaður niður“.
„Það er víst engin hætta á því, að gróði Booth-
royd sje ekki nógu mikill, til þess að uppfylla kröf-
ur, jaínvel hins kröfuharðasta hluthafa“, ságði dr-
Hisedale og brosti. „Við skoðum ykkur, sem drott-
ins útvöldu. Þið, eða rjettara sagt, efnafræðing-
arnir, sem faðir yðar valdi með slíkri skarpskygni,
hafa opnað nýjar leiðir á sviði iðnaðarins. Þið
berið sigur úr býtum, en við fálmum fyrir okkur
í blindni".
Dutley dreypti á kampavíni sínu. Það var und-
arlegt, að hann skyldi lenda í svona viðræðum ein-
mitt í dag.
Lucilla hallaði sjer dálítið fram yfir borðið og
sagði ólundarlega: „Vitið þjer, dr.. Hisedale,,
að þjer takið Dutley frá mjer. Hann er unnusti
minn, og jeg hefi ekki sjeð hann í marga mánuði,
fyr en í morgun“.
„Jeg bið yður afsökunar", sagði vísindamaður-
inn hátíðlega. „Mrs. Saunderson, hafið meðaumkv-
un með mjer, og segið mjer í hvaða leikhús ein-
mana útlendingur, sem á enga kunningja í Lond-
on, á að fara“.
Lucilla hló lágt. „Aumingja þú, finst þjer ekki
leiðinlegt þetta hjal um viðskiftamál? En það
lán, að þú skulir ekki þurfa að strita fyrir brauði
þínu“.
„En setjum nú svo, að jeg þyrfti þess?“
„Það gæti verið, að þú gætir grætt á því að
setja upp villidýr. Annars held jeg að þjer væru
ekki margar leiðir færar, vinur minn. Þó að jeg
elski þig ákaflega mikið, er jeg ekki viss um, að
jeg, með mína þörf fyrir veraldleg gæði, myndi
fela mig þinni umsjá ef svo færi“.
Dutley lagði frá sjer hníf og gaffaL „Jeg vissi