Morgunblaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurjanúar 1936næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    2930311234
    567891011
    12131415161718
    19202122232425
    2627282930311
    2345678

Morgunblaðið - 14.01.1936, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 14.01.1936, Blaðsíða 6
MORGUNBLAÐIÐ Þríðjndagmn 14. jan. 193A 6 Sjómannaveckfallið Lyra hafði 20 tonn af vörum til Eyja, en aðeins 6 fengu að fara i land. „Uppbótarþingmað- urinn“ fór um borð og „sorteraði" úr _hinar leyfðu vörur. SJÓMANNAVERK- FALLIÐ skall á í Vestmannaeyjum á há- degi á sunnudag, eins og boðað hafði verið. Frá sama tíma gekk og í gildi afgreiðslubannið á útgerðarvörur. Lyra kom til Vestmannaeyja kl. 5 síðdegis í gær. Hafði hún meðferðis ca. 20 tonn af vörum, aðallega til útgerðarinnar, sem fara áttu í land í Eyjum. Þegar Lyra kom á höfnina, fóru verkfallsmenn, undir for- ystu Páls Þorbjömssonar „upp- bótarþingmanns" um borð, til þess að vinsa úr vörur þær, er í land máttu fara. Fór Páll strax niður í lest ■kipsins, ásamt tveimur „fje- lögum“, þeim Finnboga Finn- bogasyni og Arthur Ones, norsk um manni, sem mun hafa verið einskonar túlkur. Var nú farið að róta til í lestinni, en lítið fanst þar af varningi, sem flytja mátti í land. Loksins, eftir 3*4 klst. strit, höfðu þó náðst ca. 6 tonn, eða í einn bát, sem máttu fara í land. Hitt, eða ca. 15 tonn af vörum þeim, er í land áttu að fará, reyndist bannvara og fór áfram með skipinu. Þessi bann- vara voru vörur til útgerðarinn- ar, sem ýmsir áttu. Fer varan vafalaust til Noregs með skip- inu og getur því ekki komið út- gerðinni að gagni fyr en eftir 3 vikur, hvað sem úr verkfall- inu verður. • Annars var alt með kyrrum kjörum í Eyjum í gær; en fólk- ið átti erfitt með að skilja þá ráðstöfun verkfallsmanna, að leyfa ekki að flytja útgerðar- vörurnar í land. Engar samningaumleitanir hafa farið fram milli sjómanna og útvegsmanna síðan verkfall- ið hófst. ísfisksölur. í gær seldu ísfisk í Grimsby: Belgaum fyrir 1595 stpd., ókunnugt um afla. Geir 1136 vættir, fyrir 827 stpd., Hauka- nes, 1242 vættir, fyrir 935 stpd., Júní seldi fyrir 863 stpd., ókunn- ugt um afla. í Hull seldu Gull- toppur, 1842 vættir, fyrir 1122 stpd., o g línuveiðarinn Ólafur Bjarnason, 849 vættir, fyrir 602 stpd. 1 Aberdeen seldi Hafsteinn 1040 vættir, fyrir 1187 stpd. KHÖFN 1 GÆR. EINKASKEYTI TIL fööltGUNBLAÐSINS. Lögfræðingur í Chicago er lagður af stað flugleiðis til New Jersey, til þess að reyna að frelsa Hauptmann. Lögfræðingurinn ætlar að sanna, að tveir menn í Chica- go eigi 20 þús. dollara af Iausnarfjenu, sem greitt var fyrir bam Lindberghs. Náðunardómstóllinn ákvað á laugardaginn að hafna beiðninni um náðun Haupt- manns. Síðan hafa vinir Haupt- , ■ j t manns verið að reyna að finna Ieiðír til þess að forða honum frá rafmagnsstólnum. Búist er við að verjendur hans reyni að nýju að áfrýja máli hans til hæstar jettar.. Þá héfir verið ákveðið að Condon, sem greiddi barns- morðingjanum Iausnarfjeð fyrir hönd Lindberghs, skuli tekinnfastur. Condon hefir nýlega ritað grein í tímarit þar sem hann fullyrðir áð hann þekki tvo af þeim mönnum, sem sjeu meðsekir í barnsráninu. o.iArJLf - A ’f - Búist er við að Hoffmann, ríkisstjóri í New Jersey fresti aftökunni, þar til Condon hef ir verið yfirheyrður. Páll Breskur togari strandar í Reykjarfirði. Búist vi«í að hann náist út óskemdur. Hólmavík í gær. Breski togarinn Scaron frá Grimsky'strandaði við Reykj- arfjörð á Ströndum á laug- ardae:imiv var. Skipið mun vera lítið sem ekkert skemt og var búist við að-twÆ].G;ir“ myndi ná því út með flóðinu í nótt- Skipveffar hafa haldist við um borð síðan skipið strand- aði. Toguilnn kom inn til Kúvíkur vjð Reykjartjörð um miðjan dag á laugardaginn. Sakir dimmviðris mun skipið hafa farið of nálægt landi og þeg- ar það ætlaði út aftur, festist það á skerihu. * ■'? r; rWC Veður befir ve'rið stilt síðan skipjð sttrandaði og virðist því eugin b/íjtta búin á meðan veður helSt; gptt'^jj; . Varðskipið „Ægir“ kom á strandstaðinn seinnihluta dags í dag og <mun gera, tilraun til að ná skipínu Út með flóðinu í kvöld o| er biTist við að það takist ■íít p ihft, Hann andaðist í fyrrinótt úr lungnabólgu. Er þar í valinn fallinn einn af atorkumestu viðskiftarekendum þessa bæjarfjelags, góður og gegn borgari. Því að þótt hann væri Norðmaður. kæmi hingað fulltíða og teldi sig altaf norskan, var hann orðinn íslendingur og sam- gróinn aðalatvinnuvegi Islendinga, útgerðinni. Ellingsen rjeðist hingað haustið 1902, sem formaður fyrir Slippn- um og hafði því verið búsettur hjer í rúm 33 ár. Forstjóri Slipps- ins var hann í rúm 13 ár og end- urbætti hann mikið á þeim tíma. Lagði Ellingsen alt kapp á það að vanda allar viðgerðir skipa sem allra best, enda fekk Slippurinn orð á sig fyrir vandvirkni. Og margar íslensku skúturnar, sem voru orðnar ósjófærar, og Slipp- urinn gerði upp að nýju, eru enn á fiskiveiðum, nú eign Færey- inga. , Fyrir 20 árum byrjaði Ellingsen veiðarfæraverslun fyrir eigin reikn- ing og rak hana af framúrskarandi dugnaði og fyrirhyggju til dauða- dags. Var verslunin fyrst IV2 ár í Kolasundi, en fluttist svo í Hafn- arsttæti 15, rjett hjá steinbryggj- unni, og hefir verið þar síðan. Verslunin byrjaði í smáum stíl, en yar nú orðin ein af allra stærstu verslunum landsins í þe'ssari grein. Ellingsen var fæddur kaupmað- ur, og ekki vantaði áhugann fyr- ir starfinu. Þar var hann vakinn og sofinn. Með fráfalli hans er því stórt skarð höggvið í hóp hinna framtakssömu og sjálf- stæðu kaupsýslumanna þessa lands. Ellingsen var maður einarður og viljasterkur. Hann var í með- allagi hár á velli, ett saman rekinn og mátti á hinum kúptu herðum hans sjá, að hann hafði krafta í köglum. Stjórn „Fram“ hefir tilkýnt Vetrarhjálpinni, að sá inngangs- eyrir, sem kemur inn á skauta- brautinni á Austurvelli í kvöld, renni til starfseminnar. Einnig hefir lúðrasveitin „Svanur“ lofað að leika á vellinum ókeypis. Ætti betta að vera mönnum hvöt til að fjölmenna nú enn meir en áður á skauta, á Austurvöll í kvöld. Rauðikrossinn byrjar námskeið sitt í kvöld kl. 8 í I. R.-húsinu við | Túngötu, unpi. Grein Ólafg Thors: Framhald af bls. 3. vegar ekki Hermann Jónaason, Haraldur Guðmundsson, Ey- steinn Jónsson, Bjarni Ásgeirs- son, Hjeðinn Valdimarsson eða Stefán Jóhann Stefánsson, — vilji englnn þessara manna hefja umræður um málið, þá er það a. m. k. ekki af hlífð við mig eða Sjálfstæðisflokkinn, og þá verður það í meðvitund allr- ar þjóðarinnar skoðað sem þög- ull en þungur áfellisdómur yfir atferli Jónasar Jónssonar, og þá munu menn skilja að hverj- um var stefnt hinni gagnorðu ádeilu í nýjárskveðju forsætis- ráðherrans er hann mælti: „Þessir menn hafa bjrrjað með því að sverta og svívirða trúnaðarmenn þjóðarinnar, bera þeim á brýn mútur, eið- rof, föðurlandssvik, alveg út i bláinn...... Flestir hafa vitað að þessar árásir voru tilefnislausar, að þær voru vísvitandi ósannar, að þær voru aðferð til að drepa lýð- ræðið“. Og þá mun þjóðin öðlast full- komnari skilning á þessum orð- um forsætisráðherrans: „Það er ekki óalgengt í þessum lýðræðislöndum, að siðlausir öfgamenn fái að sitja í fangelsi nokkra mán- uði fyrir að Ijúga vísvitandi upp á trúnaðarmenn þjóðar- innar að þeir sjeu föðurlands- svikarar og mútuþegar“. Ólafur Thors. Rafmagnið: Framh. af bls. 3. gerðum, vegna vatnsskortsins? spyr tíðindamaður blaðsins. — Jeg geri ráð fyrir, segir rafmagnsstjóri, að hægt verði að halda þessari spennu um nokkurt skeið. Verði langvar- andi frost og þurkar ennþá, getur vitanlega svo farið, að þetta nægi ekki. En við vonum að þetta muni nægja. Við höfum gert ráðstafanir til þess að spara rafmagnsnotk- un allsstaðar, þar sem sparað verður. Erfiðleikarnir verða vitanlega mestir á tímabilinu, sem ljósanotkunin er mest. en það er frá kl. 5—7. En, sem sagt, segir rafmagns- stjóri, jeg vona að takast megi að halda þessari lægri spennu nokkurt skeið og ætti það þá ekki að koma iðnaðinum að veru legri sök. Það hjálpar, að raf- magnsnotkunin er minkandi vegna þess að dagurinn fer lengjandi. Þetta ætti að vinna nokkuð á móti hinu minkandi vatnsrensli, sem verður í ánum, ef frostin og þurkarnir haldast áfram. Abyssinia: Framhald af bls. 3. það, að þeir muni ekki fáðast á þá. Jernod telur engan vafa á því, að árásin á Rauða-Kross- vagninn við Dolo hafi verið gerð að fullkomlega yfirlögðu ráði. Páll. EGGERT CLAESSEN hæstarjettarmálaflntningsmaðiur. Skrifstofa: Oddíellowhúsia, Vonarstræti 10. (Inngangnr am anstnrdyr). Dragið ekki til morgnns það, sem þjer gtjdS gert í dag. Uftryggið yðnr í Andvöku, Lækjartorgi 1. — Sími 4250. Borgarljarðar- hangikjöt, er best. Kjotbúðin Herðubreið. Uafnarstræti 18. Sími 1575. Bækur Sagan um San Michele. íslensk fornrit, Egilssaga, Laxdæla og Eyrbyggja. Ennfremur úrval af nýjuro bókum. Bókaverslun Þór. B Þorlákssonar Bankastræti 11. Sími 3359» Dagbók. □ Edda 5936114—1 Atkv.gr. Veðrið (xnáimd. kl. 17): Hæg- viðri um alt land nema á Austf j. er ennþá N-strekkingur. Veður er bjart og úrkomulaust um alt land. Frost víðast hvar 8 st. ett sumst. er alt að 18 st. frost (Þingv.). Loftþrýsting er há um Island og A-Grænland. Hinsvegar er storm- sveipur við V-strönd Noregs og grunn lægð yfir SV-Grænlandi. Veðurútlit í Rvík í dag: Hæg- viðri. Ljettskýjað. Horfur eru nú taldar hinatt verstu fyrir Lofot-fiskveiðum Norðmauna, þar seta harðfiskS- sölu til ítalíu er uú lokið. Þó er búist við, að margir taki þátt í fiskveiðunum, með því að menn eiga ekki annarar atvinnu völ. FÚ. Haraldur Sigurðsson, píanóleik- ari, heldur hljómleika í Oddfell- owhöllinni í Kaupmannahöfn á föstudagixm kemur. (FÚ); Keflavíkursamskot: B. S. 5 kr., Kamma og Lolla 10 kr., S. G. 10 kr., G. P. 20 kr., Magnús Benja- mínsson 50 kr. íþróttafjelag kvexina. Handa- vinnukvöld verður næst haldið á Skjaldbreið næstkomandi mið- vikudagskvöld kl. 9. Betanía. Biblíulestur 1 kvöld kl. 9. Allir velkomnir. Langvarandi frost, sem verið hefir undanfarið í Rangárvalla- sýslu, hefir valdið því að ísalög á vötnum í hjeraðinu eru nú óvenjulega mikil og vatnsskort- ur er á ýmsum bæjum. (FÚ). * Tjón Einars Jónssonar að Sunnta hvoli í Hvolshrepp í Rangárvalla- sýslu, sem varð fyrir brunanum 8. þ. m. hefir nú verið metinn 4 þúsund króuur. Misti hann óvá- trygt allt innanstokks nema ívera- föt — þar á meðal misti hamx söðlasmíðaverkstæði sitt með á- höldum og efnivörum. (FÚ).

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað: 10. tölublað (14.01.1936)
https://timarit.is/issue/103773

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

10. tölublað (14.01.1936)

Aðgerðir: