Morgunblaðið - 24.01.1936, Síða 7

Morgunblaðið - 24.01.1936, Síða 7
Föstudaginn 24. jan. 1936. MORGUNBLAÐIÐ f7 I Dagbók. Veðrið í gær: Hæg N- og NA-átt Tim alt land. Dálítil snjókoma norðaustanlands en bjartviðri á S- og V-landi. Frost víðast 1—5 st. Allstór lægð er yfir Norðurlönd um og önnur skamt vestur af Bretlandseyjum á hreyfingu A- ■eftir, en hæð helst yfir Grænlandi. Lítur út fyrir, að NA-læg átt muni haldast hjer á landi næstu dægur. Veðurútlit í Rvík í dag: NA- gola. Bjartviðri. Þorrinn byrjar í dag. Fjelagið Germanía hjelt hátíð- legt 65 ára ríkisafmæli Þýskalands s. 1. laugardag. Formaður fjelags- ins, Þórður Þórðarson læknir bauð fjelagsmenn og ge'sti þeirra vel- komna og þá sjerstaklega Matt- hías Þórðarson forminjavörð og frú hans, en Matthías er heiðurs- fjelagi Germaníu. Þá flutti Matt- hías Þórðarson ræðu í tilefni dags ins og rakti vel og ítarle'ga helstu viðburði á s. 1. 65 árum, síðan þýska ríkið var sameinað. Dr. Timmermann, konsúll Þjóðverja í Reykjavík þakkaði ræðu Matthí- asar með nokkrum velvöldum orð- um og bað menn síðan að standa upp og hrópa ferfalt húrra fyrir auknri vináttu og samstarfi á milli íslands og Þýskalands. Binar Markan söngvari söng þá nokkur þýsk lög, varð hann að endurtaka mörg lög. Gunnar Sigurgeirsson var við hljóðfærið. Þá gaf Pjetur Jónsson óperusöngvari noklcur lög og aðstoðaði Haubold fulltrúi í þýska konsúlatinu. Var þeim þakk að með dynjandi lófataki og fagnaðarlátum. Þar næst var stíginn dans fram eftir nóttu. Gjafir til Kvennadeildar Slysa- varnafjelags Hafnarfjarðar 1935. Frá skipverjum á s.s. Venus 300 kr., Gjöf frá E. B. 8 kr., frá Konu 5 kr., frá Konu 5 kr., Áheit H. Þ. 10 kr. Kærar þakkir. Gjaldkerinn. M.s. Dronning Alexandrine kom til Leith kl. 10% í gærmorgun. Dýraverndunarfjelag barna í Sk.ildinganesi heldur aðalfund sinn í skólahúsinu, Baugsveg 30, næst- komandi mánudag, kl. 8 síðd. Hjálpræðisherinn. í kvöd kl. Helgunarsakoma, Adj. Molin stjórnar, Kapt. Nærvik aðstoðar. Allir velkomnir. Guðspekifjelagar. Aðalfundur Septínu í kvöld kl. 8%- Kaffi. ísfisksala. Tryggvi gamli seldi afla sinn í Hull í fyrradag, 1187 vættir, fyrir 914 stpd. Sindri seldi í Grimsby í gær 913 vættir, fyrir 530 stpd. Otur seldi í Grimsby í gær. 50 ára afmæli á í dag Einar Kr. Guðmundsson, múrarameist- ari, Ljósvallagötu 32. Til Iíallgrímskirkju í Saurbæ. Afh. af Sn. Jónssyni: Áheit -frá N. N. 5 kr. Með þakklæti mót- .tekið. Guðm. Gunnlaugsson. Eimskip. Gullfoss er á leið til Leith frá Kaupmannahöfn. Goða- foss er í Hamborg. Brúarfoss er í •Ólafsvík. Dettifoss fer vestur og morður í kvöld kl. 8. Lagarfoss var á Vopnarfirði í gær. Selfoss «r í Leith. M.-A.-kvartettinn kom til Víf- ilstaða 2L þ. m. og söng þar fyrir sjúklinga. Grjetar Ó. Fells kom einnig til Vífilstaða 22. þ. m. og flutti þar erindi. Hafa sjúklingar heðið Mbl. að fytja þessum mönn- iim kærar þakkir fyrir lromuna «g skemtunina. Fákur, hestamannafjelagið held nr fund í kvöld kl. 8i/2 í Ilóte'l Heklu. Sýndar verða að fundi lokn nm kvikmyndir af síðustu kapp- reiðum á Skeiðvellinum. Eldur í rafstöð. Laust fyrir mið- nætti á miðvikudagskvöld varð Lárus Salómonsson lögregluþjónn í Keflavík þess var, að eldur hafði kviknað í rafstöðinni þar. Stöðvar stjórinn var ekki við, og var því brotist inn í stöðina. Útblásturs- pípa á olíumótor hafði hitnað og var glóandi, en þaðan hafði hrokk ið neisti í smurningsolíubrúsa er stóð á gólfinu, svo kviknað hafði í olíunni. En brátt tókst að slökkva eldinn með því að demba yfir hann gólfábreiðum og þessh. Skemdir urðu mjög smávægilegar. Kristján Albertsson, rithöfund- ur, sem nú starfar sem lektor í íslensku við Berlínarháskóla, hef- ir nýlega ritað grein á þýsku í tilefni af aldarafmæli Matthíasar Jochumssonar. Grein þessi, sem er allítarleg liefir birst í fjölda blaða víðsvegar í Þýskalandi. Ágætt skautasvell hefir verið á Austurvelli, og sæmilegt á. Tjörn- inni, undanfarna daga. Hefir fjöldi bæjarbúa notfært sjer það, og ver- ið á skautum fram undir miðnætti. — Forráðamenn skautasvæðanna þyrftu að koma þar upp fata- geymslu, svo menn þurfi ekki að verða fyrir því oftar að tapa þar skóm og yfirhöfnum. \ Frá Grundarfirði verða gerðir út í vetur 2 bátar — vjelbáturinn Ægir tir Stykkishólmi og Svanur úr Grundarfirði, en vjelbáturinn Sæbjörn úr Stykkishólmi verður gerður út frá Sandgerði og fer þangað um næstu mánaðamót. FÚ. Saltskip er væntanlegt til Kefla- víkur í næstu viku. Er það á veg- um Ólafs Gíslasonar & Co., en farm inn eiga ýmsir útgerðarmenn í Keflavík._ ' Breiðfirðingamót verður haldið í kvöld í Hótel Borg. í því taka þátt Barðstrendingar, Dala- menn, Snæfellingar og Hnapp- dælingar. Rauða eyðimörkin. Alþýðublað- ið skýrir frá því í fyrrad., að ýms ir af bestu mönnum Bolungarvíkur sjeu sem óðast að flýja þorpið. Telur blaðið 5 menn, sem sjeu „flúnir" úr þorpinu. Ástæðan er sú, að sögn blaðsins, að ekkert sje að gera í þorpinu, enga atvinnu að hafa; „hið eina“ sem unnið liafi verið, hafi verið „fyrir fje frá hinni rauðu ríkistjórn“, segir Alþýðublaðið. Þetta eymdarástand í Bolungarvík, sem Alþýðublaðið er að lýsa, verður skiljanlegt, þegar þess er gætt, sem blaðið get- ur einnig um, að rauðliðar eru nú einráðir í hreppsnefnd Bolungar- víkur. Það er m. ö. o. rauða eyði- mörkin, sem þarna blasir við. Danski málaf ærslumaðurinn Ahlefeldt Rönne, sem undanfarið hefir unnið að því að koma á sætt- um milli Lauge Kochs og þeirra 11 manna sem á hann hafa ráðist sem vísindamann, fyrir síðustu bók hans um Grænland, tilkynnir í dag að horfur um friðsamlega lausn þessa deilumáls megi telj- ast farnar út um þúfur. (FÚ.). Fyrir 75 árum. Lengi mun minn- isstæð hin einkar hagstæða veðr- átta og má segja veðurblíða, er hefir haldist stöðugt yfir gjörvalt Suðurland og Vesturland að kalla má síðan um veturnætur og fram á þe'nna dag, því áhlaupið, sem gerði um jólaleytið (hjer með nálega 11°R. frosti) varð eigi nema fáa daga. Sama vetrar góð- veður er sagt að norðan, alt norð- ur til Öxnadalsheiðar, en að stríð vetrarharðindi hafi lagst að og haldist fram í f. m. um Eyja- fjörð, en einkanlega um Þingeyj- arsýslu og báðar Múlasýslur. Afli af sjó var mjög rýr næst- liðna haustvertíð alstaðar hjer syðra og eins undir Jökli; þar afl- aðist nokkur hákarl á jólaföstu, en enginn afli þar síðan nýár nje' heldur hjer syðra nema lítill reyt- ingur af uppflosnings fiski um Suðurnes; menn segja varð orð- ið við nýgenginn fisk í Höfnum í úessari viku. (Þjóðólfur, 9. fe'br. 1861). Útvarpið: Föstudagur 24. janúar. 8.00 íslenskukensla. 8.25 Þýskukensla. 10.00 Veðurfregnir. 15.00 Veðurfregnir. 19.10 Ve'ðurfregnir. 19,20 Hljómplötur: Ljett lög. 19.40 Auglýsingar. 19.45 Frjettir. 20.15 Bækur og menn (Vilhj. Þ. Gíslason). 20.30 Kvöldvaka: a) Valtýr Stef- ánsson ritstj.: Bernskuminning- *ar um fráfall Ólafs Davíðssonar þjóðsagnafræðings. (Dagskrá lokið um kl. 21,10). íslenska vikan í Leeds. f_T ÁSKÓLINN í Leeds gekst JL J. fyrir því ; haust, að haldin ■var einskonar íslensk vika við háskólann. Hefir háskólinn fyrir nokkru sent Morgunbl. skýrslu um hvernig henni var háttað og fe'r hjer á eftir útdráttur úr skýrslunni: í stóra sal háskólans var haldin sýning á málverkum eftir Eggert Guðmundsson. Við opnun sýning- arinnar helt Sir Ja,mes Baille ræðu. Mintist hann á að margir námsmenn frá Leeds hefðu stund- að nám á íslandi og einnig að tveir íslenskir stúdentar hefðu dvalið lengi við háskólann. Sir James sagði ennfremur að það væri vel ráðið að sýning þessi væri haldin undir vernd háskól- ans, vegna þess hve margir stúd- entar í Le'eds stunduðu íslensk fræði. Mr. Turville-Petre, lektor í ís- lensku, helt fyrirlestur um menn- ingarsögu íslands. Bruce Diojrins, prófe'ssor í enskri málfræði og norrænum fræðum, helt stutta ræðu. Hann sagði að enginn há- skóli í Bretlandi hefði vakið eins mikinn áhuga á íslenskum fræð- um, eins og háskólinn í Leeds. Mintist hann á að stærsta íslenska bókasafn sem til væri í Bretlandi væri í Leeds. I bókasafni þessu væri nú um 9 þús. bækur á nú- tíma og eldri íslensku. Væri þetta mest Islendingum sjálfum að þakka, bæði fjelögum og einstak- lingum, sem gefið hefðu safninu bækur. Sjerstaldega minti&t próf. Dickins, hve þau lijónin Margrjet og Eiríkur Benedikz hefðu starfað fyrir safnið k íslandi. Yfir þúsund manns sóttu mál- verkasýninguna og seldust marg- ar myndir, þar á meðal keypti háskólinn tvær myndir handa ís- lenska bókasafninu. Blöðin gátu þessarar íslensku „viku“ af miklum hlýleik og sltilningi. « — Jeg hefi reynt alt undir sól- unni til þess að geta hann skot- inn í mjer, en ekkert dugir. Hvað á jeg að gera! — Reyndu eitthvað undir tungl- inu. Kaupmenn! Aðeins nokkur dúsín af hinu vel þekta Cerebosalti, í glösum, óselt. I Eins og menn munu minnast frá blaða- og útvarpsfre'gnum, vildi það til áhlaupaveðursdaþinn 14. des. s. 1. að bærinn að Villingadal á Ingjaldssandi brann til kaldra kola. Bóndinn, Guðjón Guðmunds- son var þann dag fjarverandi frá keimili sínu, en kona hans, Kristín j Jörundardóttir fekk með’naúmind um bjargað börnum þeirra út úr hinum brennandi bæ. í bruna ! þessum mistu þessi efnalitlu hjón allan matarforða sinn, bæði heima fenginn og aðkeyptann, einnig nimfatnað allan og þarin íveru- fatnað, sem til var á heimilinu, nema það sem þau og börnin voru í, er bruninn vildi til. með morgunkaffinu Nýir kaupendur fá hlaðið ókeypis til næitkomandi mánaðamóta. flringið í síma 1600 . Má það augljóst vera, hversu hörmulegar fjárhagskringumstæð- ur hjóna þe'ssara urðu við brun- ann, þar sem hæði bærinn og alt annað sem brann var óvátrygt, en þau stóðu uppi allslaus með 5 ungbörn á aldrinum frá 1—10 ára. Eru það því vinsamleg tilmæli til bæjarbúa, ekki síst til hjer bú- settra fyrv. Dýrfirðinga og Ön- firðinga, að þeir vildu láta eitt- hvað af hendi rakna til hjálpar þessum bágstöddu hjónum. Gjöfum til ne'fndra hjóna verð- ur veitt móttaka á afg.reiðslu Morgunblaðsins. " Þ. G. Ó. Ull úr mfólk. Nýjasta uppgötvun ítala. V egna viðskiftabannsins hafa ítalir ekki getað flutt neitt út að undanförnu af sínum nafn- frægu ostum. En í stað þess hafa þeir fundið upp á því, að búa til ull úr þeirri mjólk, sem afgangs verður, þegar ostasalan bregst. Eins og menn vita, verður mjólk þykk og teygjanleg þegar hún er hleypt, og nú ætla ítalir að spinna þráð úr hetini og vefa. Það er mælt, að hin nýja framleiðsla geti sparað þeim um helming af ullarkaupum handa verksmiðjum sínum, og að Italir geti framleitt svo mikla ull úr mjólk á næstu árum, að samsvari því, að þeir spari innkaup á 15.000 smálestum á ull á ári. Englendingar trúa ekki á þe'ssa nýu framleiðslu. Prófessor A. King, klæðameistari við háskól- ann í Leeds, hefir rannsakað sýn- ishorn af hinni nýu ull Itala, og hann hefir sagt við frjettaritara og i'gerist kanpendin það besta fáanlega. Þurkaðir og nýir ávextir í fjöl- breyttu úrvali. jóhannes Jóhannsson, Grundarstíg 2. Sími 4131. „Daily Telegraph“: — Je'g held að aldrei verði gagn að þessari ull Itala. En framleiðslan er fal- leg á að líta, en jeg efast um það hún standist slit og þvott. — Það er hægt að búa til lampakveiki úr mjólkurhleypi og óbrjótandi gler, en ull af kindum er alt öðruvísi. Ullarframleiðendur í Yorkshire og ullarkaupmenn, er hafa, að því er „News oK the' World“ segir, athugað sýnishorn af þessari nýu ítölsku ull, segja að hún sje falleg álitum, en þoli ekki þvott, og sje ekki jafn sterk og önnur ull. Og niðurstaðan er sú, að þessi ull geti aldrei komið í stað reglu- legrar ullar, enda þótt ítalir geti máske bjargast við hana meðan viðskiftabannið háir þeim sem mest.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.