Morgunblaðið - 27.02.1936, Page 4
MORGUNBLAÐIÐ
Fimtudaginn 27. febr. 193b.
WH— lill—.. i WTniMilliÉaaMMagBBMMWBfc
Þing- og hjeraðsmálafundir.
Eftir Jón Auðunn Jónsson
Þingmálafundir.
Við sem höfum búið við tvens-
konar fyrirkomulag að því er
snertir undirbúningsfundi í hjer-
uðunum undir alþingishaldið, sem
sje þingmálafundi í flestum eða
öllum hreppum kjördæmisins og
þing og hjeraðsmálafundi, þar se'm
fulltrúar kjörnir í öllum hrepp;
um kjördæmisins mæta á einum
stað, erum undantekningarlaust
þeirrar skoðunar að fulltrúafund-
irnir sjeu að öllu heppilegri og að
þing og stjórn geti og eigi að
taka mun meira tillit til ályktana
sem gerðar eru á slíkum fundum
en hinum oft fámennu dreifi-
fundum sem haldnir eru ennþá í
allmörgum kjördæmum, þó þeim
fækki nú óðum.
Það er varla hægt að átta sig
á aðstöðu kjóseúda þegar svo er,
sem ósjaldan ber við, að þrenns-
konar mismunandi ályktanir eru
gerðar í sama málinu í einu og
sama kjördæmi. Á dreififundun-
um e,r enginn tínii til þess að rök-
ræða ágreiningsmálin. Funda-
menn fá máske nokkrar mínútur
til þeás að skýra flókin og erfið
mál pg kjósenclur eru oftast jafn
nær því að fá nauðsynlegar skýr-
ingar á þjóðmálunum þegar fundi
er lokið og þá er þeir komu á
fundinn. Þessir fundir eru oftast
mjög fámennir meðfram vegna
þess að kjóstndum finnast þeir
fá svo litla fræl5slu um stjórn-
málin óg að fundartíminn, sem
sjaldnast er nema fáar klukku-
stundir, fari meira í persónulegt
nagg.
Á þing og hjeraðsmálafundum,
þar sem kjörnir fulltrviar úr öll-
um hreppum kjördæmisins mæta
og sitja að fundarstörfum 3—5
daga eða lengur, er þetta á annan
veg. Fyrst er það, að með því
fyrirkomulagi ltemur aðeins ein
ályktun um hvert mál úr sama
kjördæmi. Annað að málin eru
rædd frá sjónarmiði allra þeirra
flokka sem hafa fulltríia á fund-
unum. Áheyrendur sem jafnan eru
margir á slíkum fundum, kynnast
skoðunum hinna ýmsu flokka á
þjóðmálum. Meðferð málanna ýt-
arlegri og ályktanir allar betur
undirbúnar.
Aulc þess verður kynning hjer-
aðsbúa meiri og betri til sam-
vinnu um nytjamál hjeraðanna.
Fundirnir eru haldnir sitt árið í
hverjum hreppi, eftir því sem á-
stæður leyfa, svo að sem flestir
hjeraðsbúa geti átt þess kost að
fylgjast með í rökræðum um
stjórnmálin enda mun það hafa
hjálpað mörgum til skilnings á
ýmsum málum.
Eina mótbáran sem jeg hefi orð-
ið var við ge'gn þing og hjeraðs-
málafunda fyrirkomulaginu er sú
að í mörgum sveitakjördæmum
sje ekki kostur fundahúss og gisti-
staða fyrir fulltrúana og þá af
kjósendum sem óska að hlýða á
umræður. Því er ekki að leyna að
þessi ástæða er í nokkrum hjer-
uðum, en víðast hagar svo til að
kostur er húsnæðis á fleiri stöðum
í kjördæmi til fundahaldsins og
að þar sem vera kann skortur
nauðsynlegs húsnæðis mætti halda
fundina að vori eða sumii til og
notast við tjöld eins og t. d. Vest-
mannaeyjingar gera árlega á hinni
niyndarlegu þjóðhátíð í Herjólfs-
dal. í mörgum hjeruðum eru stór
skólahús með heimavistum, sem
þá eru ákjósanlegir fundastaðir
og þessum húsum fjölgar með
hverju ári.
Þar sem menn sjá nauðsyn
sjíkra fundahalda tel jeg ekki að
húsnæðisskorturinn getí staðið í
vegi, ef viljinn eT góður. Við
Norður-ísfirðingar höfum haldið
þessa fundi í þrem landbúnaðar-
hreppnum. Auðvitað hafa hrepps-
búar haft meiri fyrirhöfn við und-
Happdrætti
r , \
Háskóla Islands.
5000 vinningar -1 miljðn og 50 jiúsund krónur.
Fimti hver hlutur fær vinning.
Vinningarnir eru útsvars -og tekjuskattsfrjálsir.
Leitið upplýsinga hjá umboðsmönnum happdrættisins:
Anna Ásmundsdóttir og Guðrún Björnsdóttir, Túngötu 3,
sími 4380.
Dagbjartur Sigurðsson, Vesturgötu 45, sími 2414.
Einar Eyjólfsson, Týsgötu 1, sími 3586.
Elís Jónsson, Reykjavíkurveg 5, sími 4970.
Helgi Sívertsen, Austurstræti 12, sími 3582.
Jörgen Hansen, Laufásveg 61, sími 3484.
Maren Pjetursdóttir, Laugaveg 66, sími 4010.
Stefán A. Pálsson & Sigbjörn Ármann, Varðarhúsinu,
sími 3244.
í Hafnarflrði:
Valdimar Long, sími 9288.
Verslun Þorvaldar Bjarnasonar, sími 9310.
Kaupið miða I dag. - Sjaldan hlýtur hikandi happ.
irbúning fundahaldsins þar, en í
sjóþorpunum, en að öðru hafa
fundahöldin farið ákjósanlega
fram og jafnan verið margt á-
heyrenda og eT þó strjálbýlt í
þessum hreppum.
Ögurfundurinn.
Ut af hinu sjerstaka tilefni, sem
grein Vilm. Jónssonar, landlæknis
í Alþýðublaðinu, 23. þ. mán. gefur
um þing og hjeraðsmálafundinn
að Ögri árið 1934 vil jeg taka
þetta fram.
V. J. vissi þega.r í fundarbyrj-
un að hann var í minnihluta á
þeim fundi, jafnframt mátti hon-
um vera kunnugt um að hann
komst á þing með 11 atkvæða
meirihluta, ,bæði vegna þess að
hann naut stuðnings kommúnista.
Frambjóðandi þeirra fe'kk eitt eða
tvö atkvæði og brugðust honum
þannig 12 meðmælendur lians,
ennfremur að Framsóknarmetan
veittu Vilmundi brautargengi og
loks að nokkrir tugir minna kjós-
enda mættu ekki á kjörfundi
vegna þess að þeir trúðu því að
jeg hefði svo rífan meirihluta að
þeir ])yrftu ekki að leggja á sig
mikla erfiðleika við kjörsókn. —
Mjer var þegar ljóst að skipulags-
breytingartillögur V. J. voru af
honum frambomar þegar í fund-
arbyrjun til þess að draga úr
öðrum störfum fundarins. En með-
fram til þess að fundarhaldið færi
í handaskolum og einnig áf
því jeg hálfvorkendi V. J. að vera
svo greinilega ofurliði borinn sem
fyrirsjáanlegt var að verða mundi
bar jeg fram tillögu til að víkja
þessu máli svo við að önnur á-
hugamál fundarins fengju af-
greiðslu. Var síðar á fundinum
kosin nefnd til að starfa milli
funda að breytingu á fundasköp-
um fundarins.
Við fundarskapabreytingartill.
V. J., sem hann birtir nú í Al-
þýðublaðinu, nokkuð breyttar,
hafði jeg sjerstaklega þetta að
athuga:
Ef aðeins þeir stjórnmálaflokk-
ar sem höfðu haft menn í kjöri við
alþingiskosningu í hjeraðinu
fengju að tilne'fna fulltrúa, á þing-
og hje'raðsmálafund gæti svo far-
ið að stórum stjórnmálaflokki, sem
hefði verið í kosningasambandi
við annan flokk, við síðustu al-
þingiskosningar, væri meinað að
taka sjálfstæðan þátt í ltjöri eða
tilnefningu á fulltrúum, og það
eins þótt þessir kosningabanda-
lagsflokkar hefðu slitið allri sam-
vinnu á kjörtímabilinu, og kom-
ist í andstöðu.
Engar breytingar sem verða
kynnu á afstöðu kjósenda í hjeT-
aðinu til þingmannsins eða floklrs
hans gætu komið fram. Skoðaniv
og vilji kjósenda.nna um fulltrúa-
val væri því algerlega fyrir borð
borinn. Benti jeg V. J. á sem
dæmi að hann hefði við síðustu
kosningu til alþingis fengið kjör-
fylgi á annað hundrað Fram-
sóknarmanna, auk Kommiinista.
Þessir kjósendur töpuðu rjetti sín-
um til fulltrúavals ef tilk hans
inæðu fram að ganga. Þegar af
þessum ástæðum gátum við Sjálf-
stæðismenn ekki fylgt till. V. J.
Þetta er líka skýlaust brot á öll-
um lýðræðisreglum.
Ymsa aðra agnúa benti jeg á,
en sleppi að minnast þeirra hjer.
Hinsve'gar hefi jeg jafnan hald-
ið því fram að rjettast væri að
hafa hlutfallskosningu í þessu
falli sem öðru, þar sem vilji kj.ós-
enda á að koma sem skýrast í ljós,
en það er ekki heimtað í funda-
sköpum þessara funda, en mun við-
haft ef kjósendur óska. Hinsveg-
ar er mjer ekki annað kunnugt n
að ávalt sje kosið skriflega til
fulltrúafundannna. Rjettum hlut-
föllum, svo engu skeiki, verður
vart náð við kosningu fulltrúanna,
fremur en við kosningu alþingis-
manna. Jeg veit ekki betur en V.
J. og flokksmenn hans taki feg-
inshendi við og haldi fast utanum
þann meirihluta sem nú stendur
að ríkisstjórninni, jafnvel brjóti
lýðræðisreglur til þess að halda
fylginu* er honum og þeim þó
vitanlegt að minnihluti kjósenda
þeirra, sem þátt tóku í síðustu al-
þingiskosningum, standa að baki
stjórnarflokkunum.
Liðsbón á næturþeli.
Hafi jeg verið harðhentur á
Ögurfundinum, sem jeg nú ekki
man eftir, þá er hitt víst að V. J.
virtist þar ef ekki hræddur þá
beygður, enda varð það mörgum
til gamans að hann læddist að næt
urþeli á sokkaleistum milli her-
bergja til liðsbónar hjá þeim Sjálf
stæðismönnum sem voru persónu-
legir ltunningjar hans og ltvört-
uðu margir um svefnleysi af þessu
rölti hans.
Jeg vænti þess að Norður-fs-
firðingar telji ekki til skulda hjá
mje'r þó jeg ekki beri fram frum-
vörp um skipuiagningu hjeraðs-
funda meðan svo er ástatt í þing-
inu að lýðræði er að litlu virt.
Hinsvegar vænti jeg að V. J.
og samherjar hans á fsafirði skili
bæjarfje'laginu því fje sem þfeir
hafa reynt að ná af því vegna að-
stöðu þeirra í bæjaratjórn ísa-
fjarðar. Hefi jeg með kæru minni
til atvinnumálaráðherra reynt, að
fá þá ósvinnu leiðrjetta. Jafn-
framt væri máske rjett að minna
hann á þá fullyrðingu hans að
hann skyldi aldrei bregðast því
,að greiða að sínum hluta, skuldir
Samvinnufjelags ísfirðinga. Þar
reynir fyrst á kappann þegar á
hólminn er komið.
Rakuðir i
þú þig í morg-
* >
t
un vinur?
ðhöldin
færðu
hjá okkur.
Reyhjnvílýur
ftpóteh
lijúhrunardcildin.
< ■
< >
< *
* ►
I