Morgunblaðið - 27.02.1936, Síða 8

Morgunblaðið - 27.02.1936, Síða 8
8 MORGUNBLAÐIÐ Brún telpuskór, nýsólaður, tapaðist á leiðinni úr miðbæn- lun, upp á Freyjugötu, síðast- liðinn laugardag. Skilist í skó- vinnustofuna, Aðalstræti 12. 'lMmrOs OraviðgerSir afgreiddar fljótt og vel af úrvals fagmönnum hjá Árna B. Björnssyni, Lækj- artorgi. Gluggahretnsun. Sími 1781. Viðgerðarverkstæði mitt ger- ir við allskonar heimilisvjelar og skrár. H. Sandholt, sími 2635, Þórsgötu 17. Saumastofan, Hafnarstræti 22 (yfir ,,Irma“), saumar: Dömukjóla, barnafatnað og drengjaföt. Einnig Ijereftasaum allskonar og undirföt. Zig zag. Tekur mál og sníðir. Fatapressun Vesturbæjar, hefir -íengið nýja gufupressu. Sækjum: Sendum. Sími 4923. Vesturgötu 3. Saumum allskonar fatnað. Einnig úr efnum, sem komið er með. Sníðum, tökum mál, festum á blúndur. Sanngjarnt verð. Fljót afgreiðsla. Sauma- stofan Smart, Kirkjustræti 8 B. Sími 1927. Fimtudaginn 27. febr. 1936* ad-fundiS Dagbókarblöð Reykvíkings ftirfarandi auglýsing birtist ■*“* nýlega í dönsku blaði: „Aal- borg Amtstidende'". „140.000 atvinnuleysingjar eru sagðir í landinu í dag, og samtímis hefir í 5 mánuði verið reynt árangslaust að fá 4 vinnumenn til „Lundbæk Avlsgaard og Bisle'v lýörgaard pr. Nibe“, sem til 1. nóvember vilja vinna fyrir 600— 650 krónu kaupi ásamt fæði og húsnæði. Þeir fá góð íveruherbergi með rafmagnsljósi, baðhe'rbergi, ' sje'rstaka borðstofu og setustofu með útvarpstæki. Allar nýtísku vinnuvjelar eru á bænum, rafknúðar lyftivjelar í korn og heyhlöðum, dráttarvjelar 'o. fl. Menn snúi sjer til ráðsmanns ins á „Lundbæk Avlsgaard“ er gefur allar nánari upplýsingar“. i Svona e'r umhorfs í því landi Danmörku. | Auglýsing þessi var rædd um daginn í danska þio^inu. * i I ’C' yrir 30 árum var ökusveinn j einn daglega með leiguvagn sinn við járnbrautarstöðina hjá Chatlédun í Auvergne í Frakk- landi. Hann kom með vagn sinn nokkru áður en lestarinnar var von, sat í ökusætinu og beið þess að ferðamenn kæmu og vildu leigja vagn hans. Hann var altaf með bók með ! sjer og las af kappi. i Eitt sinn var hann svo niður- sokkinn í lesturinn, að hann gætti þess ekki að ferðamaður steig upp í vagn hans. Ferðamanninum mislíkaði eftir- tektarleysi hins unga ökusveins. Hann þreif bókina af sveininum. Þetta var latnesk málfræði. Hann spurði sveininn hvað þetta ætti að þýða. En hinn námfúsi ungi maður sagði að hann ætlaði sje'r ekki að vera ökumaður alla æfi. Hann ætlaði fyrst og fremst að ná stúdentsprófi. Ökusveinninn frá Chatlédun e'r enginn annar en Pierre Laval. * Oumarið 1810 vildi það til hjer ^ í Reykjavík, að tveir menn urðu svo ósáttir út af kve'nmanni, að þeir hugðu á einvígi. Voru það þeir Savignak hinn enslti kaupmaður er hjer var um þessar mundir, og Gísli faktor Símonarson. En kvenmaðurinn hjet Guðrún ,Einarsdóttir, og hafði hún verið á vegum Jörundar hundadagakonungs. Espólín segir frá afburði þess- um og farast honum svo orð : „Savignak var lcarlmannlegur maður að sjá, en ekki sterkur. Eitt sinn er Gísli var inni hjá biskupi kom Savignak þangað, hjelt á tveimur pístólum og fekk Gísla aðra. Reyndist síðar að sú var tóm, en Savignaks pístóla hlaðin. Með svo miklu falsi var það gjört. Síðan spentu þeir báðir (pístól- Þrjú herbergí og elahús til Kaupi íslensk frímerki. leigu 14. maí, Framnesveg 12. Schander, Skepparegatan 13* lbúð til leigu 14Tmaí~3—4 Stockholm, Sverige.______________ stórar stofur og eldhús, í háum Stór ko!aofn óskast keyptur.. kjallara móti suðri á Sólvöllum. gjmj 1754 Tilboð, merkt ,,Sólvellir“, legg- ---- ----------------------- ist inn á A. S. í. fyrir 29. þ. m. Frosin lambalifur. KaupfjeL Borgfirðinga. Borðið í Ingólfsstræti 16 sími 1858. 1■■ 1 —iL Útbleittar kinnar fást í öllum Fiskbúðum Hafliða Baldvins- sonar. Einnig hin eftirsótta Grindavíkur ýsa. Friggbónið fína, er bæjarins besta bón. urnar) en biskup þreif til þeirra, og setti þá niður hjá sjer báða, og gat síðan talað niður með þeim, svo þeim var óhætt hverjum fyrir öðrum að kalla. Stúlka sú, er þetta reis af fór til kóngsríkisins enska og barst mjög á, með gulli og silkiklæðum, sem þá gjörðu líkt fleiri þernur í Reykjavík." Kaupi gull og silfur hæsta. verði. Sigurþór Jónsson, Hafn- arstræti 4. Kaupi gull hæsta verði. Árni Björnsson, Lækjartorgi. f ' ° ~ | Kaupi íslensk frímerki, hæsta. verði. Gísli Sigurbjörnsson* Lækjartorgi 1 (opið 1—4 síðd.) Kaupi gamlan kopar. Vald. Poulsen, Klapparstíg 29. Trúlofunarhringar hjá Sigur- þór, Hafnarstræti 4. Allskonar brota aluminium kaupir Vjelsmiðja Kristjáns Gíslasonar, Nýlendugötu 15. Höfum fengið undirfata- og blússusatin í mörgum fallegum litum. Einnig sjerlega falleg pils- og blússusnið. Saumastof- an Smart, Kirkjustræti 8 B. Sími 1927. Kaupi frímerki hæsta verði. Erlendur Blandon, Leifsgötu 23- Ullarprjónatuskur Og gamalli kopar keypt á Vesturgötu 22.. Sími 3565. Allir Reykvíkingar iesa auglýsingar Morgunblaðsins. Fimm menn um milión. 41. iieyrðist fótatak í ganginum. Dutley laut fram. „Er það Burdett?“ „Já, nú kem jeg“. Burdett var gjörbreyttur. Röndóttu fötin, sem hann var í, voru illa útleikin og óhrein, og vað- málsskyrtan — með föstum flibba — var langt frá því að vera hrein. Þessi maður minti lítið á hinn snyrtilega herbergisþjón í Curzon Street. ,,Hvað er að, Burdett?“, spurði Dutley ofur rólega. „Ekkert sjerstakt, eftir því sem jeg veit best. Þetta hefir verið rólegur dagur“. Dutley tók samanböglaðan pappírsmiða upp úr vasa sínum og rjetti Burdett. „Er þetta frá yður?“ Burdett las miðann og hristi höfuðið. „Jeg hefi ekki haft neina ástæðu til þess að senda yður skeyti í dag. En ef þetta á að vera gildra, erum við ekki sem verst settir, því að við getum átt von á Tim og tveimur öðrum á hverri stundu“. Dutley opnaði gluggann varlega. Alt var kyrt og hljótt. „Það lítur ekki út fyrir, að neitt sje á seiði þessa stundina. En hvað hefir gerst í dag?“ „Ekkert sjerstakt. Mr. Ryde hefir verið á skrif- stofunni í dag. Hann kom heim með strætisvagn- inum á sama tíma og vant er, og það síðasta, sem jeg sá til hans var, að hann sat við arineldinn og var að spila á grammófón. Við mistum sjónar af baróninum um klukkustund í City, en hann kom heim á venjulegum tíma, til þess að skifta úm föt, og fór svo um kl. átta og sótti ungfrú Bessiter og bróður hennar, og þau fóru öll á Ciro. Mr. Hartley Wright eyddi mest öllum deginum í að heimsækja kyikmyndafjelög, en var stundarkorn hjá de Brest barón, áður en hann fór út. Dr. Hisedale fór beina leið frá Milen Court á rannsóknastofu sína, og >ar er hann ennþá. Tim er á Ciro og verður þar, þangað til hann er búinn að sjá baróninn komast heim til sín“. Dutley tók alt í einu upp- skammbyssu sína. Hann hafði næmari heyrn en Burdett og hafði heyrt fótatak niðri í garðinum, á bak við húsið. Hann heyrði marra í hurð, og að hún var opnuð hægt og hægt. En hann stakk byssunni brátt í vasa sinn aftur, því að það var Mr. Edward Wolf, sem stakk höfðinu gætilega inn um dyragættina. Hann leit hikandi í kringum sig. „Eru engir aðrir hjer?“, spurði hann hásróma. „Nei, hvernig komust þjer inn?“ „Það var ekki mikill vandi að opna þessar bak- dyr, það gæti hver óviti gert. Þjer ættuð að fá yður traustari lás, lávarður“. „Hvaða erindi eigið þjer hingað?“, spurði Dut- léy. „Yðar starf er að vera í Curzon Street“. „Það er ekkert að gera þar í kvöld. — Annars kom jeg til þess að tala við yður um þennan þarna fyrir handan. Vitið þjer nokkuð um hann?“ „Hann er hjerna hinum megin og hlustar í ró 0g næði á grammófóns-músík. Edward Wolf leyfði sjer að brosa. „Ó,nei, það er hann ekki, þá væri jeg ekki hjer. Jeg sá hann sjálfur stíga út úr strætisvagni á Shaftesbury Avenue fyrir klukkustundu! Og nú getið þjer sjálfur dæmt um, hvort jeg hefi á rjettu að standa. Strax og jeg vissi að hjer væri alt rólegt, skrapp jeg út í síma og sendi yður boð. Maðurinn, sem þjer eruð að eltast við, ætlar að mæta hinum úr klíkunni kl. 11V2 í Endale Street 7, A. Þeir verða þar allir nema einn, sem ekki má vita um fundinn. Jeg heyrði nafn hans ekki vel, en það var eitthvað með Matthew“. „Hvernig komust þjer að þessu?“, spurði Dutley forvitnislega. „Það dettur engum í hug að segja frá kænsku- brögðum sínum og aðferðum.-------------En hvað er þetta?“ Stór lokuð bifreið nam staðar hinum me^in vi<$ götuna. Dutley dró gluggatjöldin til hliðar og leit út. Hann kannaðist vel við manninn, sem stje út úr bifreiðinni og hringdi á dyrabjölluna á „The Towers“. Maðurinn hringdi þrisvar sinnum áður en dyrnar loksins voru opnaðar. Eftir að hafa tal- að nokkur orð við þjóninn, sem kom til dyra, stje Sir Matthew, því að sá var maðurinn, aftur inn í bifreiðina og ók í burtu. Dutley geklt að símanum og hringdi á Midland Hotel......Er Sir Matthew við? .... Ekki sem stendur? .... Viljið þjer gjöra svo vel að taka við skilaboðum til hans? Segið, að kunningja hans langi til að hitta hann í kvöld kl. IIV2 í Endale Street 7 A. Þetta er áríð- andi fundur. Ágætt. Þakka yður fyrir“. Dutley lagði heymartólið á símann og færði sig í yfir- höfnina. „Þjer verðið að halda vörð hjerna, Bur- dett“, sagði hann. „Jeg fer niður í Endale Street'L „Á jeg ekki að koma með yður?“, spurði Bur- dett í hálf biðjandi róm. Dutley hristi höfuðið. „Ef nokkuð verður að gera í nótt, verður það líklega ekki verk nema fyrir einn“. Það var dynjandi rigning úti, og stormurinn æddi næðandi eftir hinum breiðu trjágöngum. Hið fátæklega veitingahús við endann á Endale Street gortaði þetta kvöld með auglýsingu, sem hengd var út í einn gluggann og gaf til kynna að „heitar brauðkollur“ væru á boðstólum. Molluleg matar- lyktin angaði í þröngri veitingastofunni, svo að jafnvel Luigi, hinn einmanalegi þjónn, þoldi ekki mátið og fór fram í dyr, til þess að fá sjer loft í lungun, eins og fyrir nokkrum mánuðum, þegar hann eyrði ekki inni fyrir flugum og ólofti. Maður, í óhreinum 0g krumpuðum, hvítum kirtli kor» fram fyrir borðið og kallaði á hann. ,,®rn þeir ekkí komnir ennþá?“ Luigi hristi höfuðið og andrarpniii.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.