Morgunblaðið - 18.03.1936, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 18.03.1936, Qupperneq 4
MORGUNBLAÐIÐ Miðvikudaginn 18. mars 1936 T tilefni 20 ára afmælis Alþýðu- samb. Islands efndu forvígis- menn þe'irra samtaka til allskonar skemtana og mannfagnaðar fyrir bina óbrevttu liðsmenn þeirra og sjálfum sjer til dýrðar. Á þeim samkomum, sem haldið var uppi sjálfstæðum fögnuði voru hinir helsíu ræðumenn Alþýðuflokksins látnir flytja ræður. En í Gamla Bíó, þar sem lítt kunni að saka þótt óvönduð yrði frammistaðan, fjekk e'inn af hinum ómerkari þing mönnum flokksins, hr. Finnur Jónsson frá ísafirði, að leika smá forleik á undan kvikmyndasýn- íngunni. Hann flutti þar ræðustúf, sem ritstjóra Alþýðublaðsins fanst svo mikið til um, að hann sá á- stæðu til að birta hana eina af öllu því sem talað var þennan dag af ræðumönnum flokksins. Þáð hefir því gefist kostur á að lesa þessa „opinberun“ og skulu nú gefðar nokkrar athugasemdir við hana. Kvikmyndin heitir: Vinna handa öllum, og efnið er lýðskrum norsku sósíalistanna fyrir síðustu kosn- ingar þar í landi. Þeir höfðu nefni lega sömu loforð í frammi og litlu frændur þeirra hjer heima. F. J. er fullur hrifningar þess, að „bræðraflokkur“ þeirra í Noregi ætlar nú að verja 88 miljónum til að skapa vinnu handa öllum þar í lanái. Ef til vill stafar þessi hrifn- ing íslensku sósíalistanna af því, að þeir vita að þessi fjárframlög „br|teðraflokksins“ norska gerir þeim auðveldara að afsaka svik sín hjer við íslenskan verkalýð, er þeir lofuðu vinnu handa öllum. Það er augljóst og yfirlýst, að þesíurn fjárframlögum Norð- manna, harðvítugustu keppinauta íslensks a.tvinnulífs, verður að veru legú. leyti varið til að spilla mark- aði fyrir íslenskum sjávarútvegi. En semnilega verður að skýra „alheims bræðralags hugsjón" só- síalista með því, að enginn sje annars bróðir í leik. Finnur Jóns- háttur“, að láta skipin liggja í höfn. Er sagt að bæjarstjórinn í Hafnarfirði og útgerðarstjóri Bæj- arútgerðarinnar þar sjeu lít.t hrifn ir af þe'ssari árás flokksbróður þeirra, því að hvorugur togara bæj arútgerðarinnar en enn farinn á saltfisksveiðar. Væntanlega skýra þeir Finni Jónssyni frá, hvernig stendur á þessari „árás“ þeirra á hagsmuni verkamanna og sjó- manna. En þá kemur aðalefni prjedik- unarinnar, ef um aðalefni er hægt að tala í slíku ljettmeti. Það er árás á íslenska útvegsmenn fyrir það, að á undanförnum árum hefir mönnum, einkum þeim, er meira höfðu færst í fang var sýnd and- úð og jafnvel fullur fjandskapur, hatur og ofsóknaræði. En hvernig hefir nú Finni, hinum stranga dómara farnast forstaðan? í sem fæstum orðuin sagt, eru afrekin þessi: Ríkisstjórnin hefir orðið að greiða um 90 þúsund krónur fyrir Finn vegna ábyrgða sem fallið hafa á ríkið. Finnur hefir stofnað til skuldar hjá hafnarsjóði Isa- fjarðar fyrir um 140 þúsund krón- ur. Engir vextir hafa árum sam- an verið reiknaðir af skuldinni. Með vöx,tum væri lánið orðið nær LE ARINN son gleymdi alveg að skýra Bíó- gestum frá því hverjar afleiðingar þetta brölt norska sósíalista gæti haf.t fyrir íslenskan verkalýð. — Sennilega stafar það af vangá. Hinsvegar lýsti ræðumaður á- takanlega þeim hluta myndarinn- ar er- sýnir nauðungaruppboð í sveit. Er þar skýrt hvernig kýr fátæka hiannsins eru teknar af honum og ríki nirfillinn hefir þær á brott með sjer. Einmi,tt um það leyti sem ræðumaður sagði þessi orð, mun samherji hans Sigur- grímur í Holti hafa verið að troða inn í fjós Egils í Sigtúnum kún- um sem hann keypti smánarverði á nauðungaruppboði til innheimtu gjalda frá bændum í flokkssjóð sósíálista. Þessi ummæli koma því úr hörðustu átt. Víða gætir ótuktarskapar Finns Jónssonar í garð samherjanna. — Hann ræðst á bankastjórnina hjer á landi undanfarið og te'lur hana í megnustu óreiðu og má banka- stjórinn Jón BaldvinSson kunna gikknum góðar þakkir fyrir. Þá er illkvitnislega átalin sá „óþokka með morgunkaffinu. Nýir kaupendur fá blaðið ókeypis til næstkomandi mán- aðamóta. orðið halli á atvinnurekstri þeirra og skuldir því safnast fyrir í bönkum og öðrum lánsstofnunum. Heilvita menn vita að jafnframt því sem afurðaverðið hefir fallið, hafa stjórnarliðar þó hert á skötf- um og skyldum til ríkis og bæjar- fjelaga sem og kaupkröfum. Eng- inn getur því með nokkri sanngirni ásakað útvegsmenn fyrir þetta. — Töpin eru almenn en auðvitað mis- jöfn, eftir hví hvernig hefir ve'rið á haldið. Enginn hefir komist hjá þeim. Það er t. d. vitað, ’að sósí- alis,tar í Hafnarfirði hafa síðastlið- ið ár tapað á öðrum togara þeirra um 100 þúsund krónum. Sam- kvæm+ því ættu töpin að verða æði mikil hjá hinum stærri fjelögum er hafa marga togara. Um þessar staðreyndir verður eigi deilt en flesfir hugsandi menn telja það einmitt útvegsmönnum til lofs, að þeir hafa enn eigi látið bugast nje' lagt árar í bát, heldur haldið á- fram atvinnurekstrinum. En hví dæmir Finnur Jónsson svo hart? Finnur Jónsson fjekk vinrm hjá samherjum sínum þó,tt hinir ó- breyttu liðsmenn hafi verið svikn- ir um vinnu. Finnur fjekk ríku- lega launaða vinnu. Hann var skip aður framkvæmdarstjóri í stærsta vjelbátafjelagi landsins, Samvinnu fjelagi ísfirðinga. Fjelag þetta var stofnað með ríkisábyrgð. Það var óskabarn stjórnvaldanna. Þau dekr uðu við það og sýndu því innile'ga ástúð og drýgstu hjálpfýsi sam- tímis því sem öðrum útgerðar- FinnurJónsson alþingism. I Gamla Bló 12. þ. m. 200 þúsund krónur. Heildarniður- staðan er sú, að samtals mun Sam vinnufjelag ísfirðinga skulda nær 800 þúsund krónur en eignir fje- lagsins telja kunnugir hátt reikn- aðar um 300 þúsund krónur. Nú á að reyna að breiða yfir þetta með lánveitingu úr Skuldaskilasjóði vje'lbátaeigenda, en þeir nauða- samningar munu sýna það, að lík- lega er fjelag Finns, þrátt fyrir allan stuðning og allar ölmusur ríkissjóðs og bæjarsjóðs ísafjarðar aumast allra útgerðarfjelaga lands ins, Hví talar Finnur um skuldir. Töp annara útgerðarmanna eru slík, að þeir hafa sjálfir tapað fengnum fjármunum fyrri ára. En Finnur og fjelagar hans, sósíal- istabroddarnir á ísfirði höfðu þetta á annan veg. Árið 1932 þe'gar fyr- irsjáanlegt var, að það fje sem sósíalistarnir höfðu lagt fram til bátakaupa, samtals um 60 þúsund krónur var með öllu tapað, gripu hinir „óeigingjörnu alþýðuvinir“ Nf bók! Sögur handa bðrnum og unglingum V. safnað hefir sr. FriðrikfgHallgrímsson. Verð kr. 2.50. Bókaverslun Slgfúsar Eymundssonar og BókabúC Austurbæjar, B. S. E., Laugaveg tí Fyrirliggjandi: Haframjöl, fínt og gróft. Hrísgrjón. Slg. Þ. ^kfaldberg. (Heilsalan). til þess snjallræðis að selja Sam- vinnufjelaginu bátana eftir alt að að 4 ára sl;t fyrir sama verð og þeir voru upphaflega keyptir fyrir. Samtímis gdfa þeir skuldabrjef sjálfnm sjer til handa með ve'ð- rjetti í bátunum. Þeir kunna að bjarga því sem bjarga má, sjálfum sjer til hags, þessir fórnfúsu full- trúar hinna vinnandi stjetta!! — Ríkissjóður og bæjarsjóður fá svo að hirða skuldirnar. Það sýnir sig á því, að samtímis þessari sjálfs- björg lætur Finnur hafnarsjóð ísafjarðar taka 35 þúsund króna láii úr Fiskiveiðasjóði hjá Jóni Baldvinssyni. Síðan lána þeir Sam vinnuf jelaginu þetta fje, en draga að gefa hafnarsjóði veð, uns þeír eru biinir að tryggja sjálfum sjer forgangsveð. — Sómafólk alt það fólk. Auðvitað varð Finnur að fá samþykki flokksbræðra sinna í hafnarnefnd og bæjarstjóm á braski sínu, en svo var græðgin mikil, að Finnur tók 7 þúsund krónum meira að veði en hann gat fengið samþykt í bæjarstjórninni. Hví tala sósíalistar um fjár- málasiðgæði ? Þetta athæfi Sósíalistabroddanna hefir verið kær.t fyrir ríkisstjórn- inni, en slíkum herrum verður ef- laust hlíft, enda er Haraldur Guðmundsson ráðherra einn aðili þessa máls. Má nú Hermann dómsmálaráðherra rifja upp fyrir sjer fyTri svigurmæli um tvens- konar rjettarfar, annað fyrir „hvít brys,tinga“ eða fínu mennina en hitt fyrir sauðsvartan almúgann. Finnur lýkur svo máli sínu með viðeigandi kveðju til samherjanna, Framsóknarmanna. Hann bendír drengilega á það, að Alþýðuflokk- urinn stjómi ekki landinu. Fram- sókn hafi 2 ráðherra. Þarna er smuga f,il að afsaka sósíalista fyr- ir sviknu loforðin um vinnu handa öllum. Framsókn má eiga fyrsta veðrje*t í hinni sökkvandi þjóðar- skútu. Finnur er búinn að athuga, að hann gerir sig ánægðan með annan veðrjett. Því verður ekki neitað, að Finn- ur er forhertur leikari. Þegar tjaldið fellur mun hann sjá, að þetta var djarfur leikur. Einn maður hefir þó orðið frá sjer num- inn af hrifningu. Það e“r ritstjóri Alþýðublaðsins. Hann telur fram- komu Finns „afburða snjalla“. Bæði eru nú skærin góð. Væringjar Smásögnr frá ýmsum löndum eftir ónafngreindan höfund. Sögurnar eru bygðar á sönnum viðburðum úr lífi höf. sjálfs. Sumar þeirra lýsa áhrifarífecum atburðum, og er hver fullorðiim maður man og veit að eru bók- staflega sannir; aðrar fjalla um sjerkennilega menn, er höf. segist hafa mætt hingað og þangað, og eru sumir þeirra á lífi enn. — Ritleikni og hinum sjerstæða stíl höf. má óefað jafna við það besta er ritað hefir verið á ísl. tungu hin síðari ár. — í Eimreiðinni hefir birst eftir sama höf.: Á Dæla- mýrum, þættir úr dagbók Bjarna Sveinssonar, er mikla athygli hefir vakið. Nýkomin í bókaverslanir.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.