Morgunblaðið - 18.03.1936, Síða 5

Morgunblaðið - 18.03.1936, Síða 5
Miðvikudaginn 18. mars 1936 MORGVNBLAÐIÐ bh Evrópu Friðurinn í í hættu. Óttinn við Þjóðverja. FRAKKAR eiga um tvent að velja: að fara í stríð við Þjóð- verja strax, og reyna þannig að stöðva framrás Hitlers í Ev- rópu. Eða að semja við Hitler ng treysta því að takast megi á næstu áratugum að vinna bug á erfðadeilu Frakka og Þjóð- verja. Hitler býður Frökkum 25 ára öryggi. Hann býðst til að á- byrgjast Belgum og Frökkum að Þjóðverjar skuli ekki fara með ófriði á hendur þeim, í næstu 25 ár. Bretar og Italir eiga að vera ábyrgðaraðilar, að samning þeim, sem gerður kann að verða. Rjúfi Þjóðverjar þenna samning, þá eru Bretar og Italir skuldbundnir til að veita Frökkum og Belgum hem- aðarlegan stuðning. * FRAKKAR eru tregir til að taka þessu boði. Fyrst og fremst vegna þess, að þeir treysta ekki Þjóðverjum. Þjóðverjar hafa sýnt það oftar en einu sinni á síðastliðnum árum, að þeir, virða alþjóðasamninga einskis. Og hversvegna skyldum við fremur treysta þeim nú, segja Frakkar, þó að þeir bjóði nýja öryggissamninga. * EN Frakkar eru einnig tor- tryggnir, vegna þess, að her- veldi Þjóðverja er að aukast og mun aukast á næstu árum og áratugum. Þjóðverjar eru þriðjungi fleiri en Frakkar, íólksfjölgunin í Þýskalandi er hlutfallslega örari en í Frakk- landi og Þjóðverjar eru her- skárri þjóð en Frakkar. Frakkar segja að Hitler bjóði friðarsamninga til þess að geta aukið þýska herveldið óáreittur í góðu tómi. Takmark Þjóð- vérja sje landvinningar á kostnað Frakka. Og hversvegna býður Hitler aðeins 25 ár? * FRAKKAR geta gert sjer góðar vonir um að vinna stríð við Þjóðverja, ef stríðið hefst árið 1936. En verða sömu skil- yrði fyrir hendi árið 1960? Hitler hefir ekki haft nema þrjú ár til að vígbúast. Þessum þrem árum hefir hann að vísu varið vel. Flugvjelaher hans er öflugur. Hergögn hafa verið framleidd í stórum stíl. Og lög- regluliðið, SA, SS og Hitler- æskan hafa verið alin upp í ströngum hernaðaraga. Sumir telja að Þjóðverjar geti hvenær sem er boðið út 2 miljónum af þaulvönu herliði. En landa- mæravíggirðingarÞjóðverja eru litlar. — Frakkar hafa hinsvegar ' öflugar landamæravíggirðingar. Frakkar hafa ágætan land-, sjó- og flugher. Og Frakkar • eiga bandamenn en Hitler enga " (nema Pólverja?) — og það skiftir miklu máli. * BANDIÐ, er bindur Frakka og bandamenn þeirra, er sam- eiginlegur ótti þeirra við Þjóð- verja. Vjer höfum sjeð undan- fama daga, hverjir eru banda- menn Frakka. Þegar Þjóðverjar sendu herinn inn í Rínarhjer- uðin lýsti „Litla bandalagið“, (Rúmenar, Tjekkar og Júgó- slafar), Rússar og jafnvel Tyrkir, Grikkir og ítalir yfir stuðningi sínum við Frakka. 1 Tjekkóslóvakíu er þing- flokkur þýska minni hlutans jafnstór og flokkur stærsta tjekkneska flokksins, bænda- flokksins. Bráðum líður að því, segja Tjekkar að Hitler fari að heimta að þýski hlutinn í Tjekkóslóvakíu verði sameinað- ur föðurlandinu. Til þess að hindra það, styðja Tjekkar Frakka. Rúmenína fekk vænan skika af austurrísk-ungverska keisara dæminu eftir styrjöldina. — Ef Þjóðverjar og Austurríkismenn sameinast — og stefnir ekki að því? — þá mun áð því líða að Þjóðverjar taki aftur það, sem þeir segja vera sitt og e. t. v. meira. Þessvegna eru Rúmenar með Frökkum. Og Júgóslafía er að miklu leytiausturrískt-ungverskt land. Öll þessi þrjú lönd eru auk þess tengd innbyrðis böndum í Litla bandalaginu og fylgja hvert öðru. ítalir, Grikkir og Tyrkir ótt- ast að Þjóðverjar geti orðið ná- búar þeirra — og hættulegir nábúar síðar. Þeir óttast að „jafnvægið raskist“ og að Þjóð- verjar muni geta boðið þeim afarkosti. * ÞANNIG er það óttinn við Þjóðverja, sem bindur Frakka og fylgdarlið þeirra. Aðstaða þeirra í hernaði er góð. Þeir geta sótt að Þjóðverjum úr tveim áttum. Að vestan við landamæri Frakklands og Belg- íu, að sunnan og suðaustan frá Tjekkóslóvakíu og Rúmeníu. Undanfarið hefir verið rætt mikið um leynisamninga sem sagt er að Rúmenar og Rússar (og Frakkar að baki), hafi gert með sjer um það, að rússnesk- ur her megi fara yfir Rúmeníu, ef til þess kemur, að Rússar verði að styðja Frakka í hem- aði við Þjóðverja.Þá er og full- yrt að Rússar hafi gert samn- ing við Tjekka, þar sem Rúss- um er trygt að þeir geti haft flugvjelabækistöð í Tjekkósló- vakíu. Hernaðaraðstaða banda- manna er því góð — í bili — þegar þess er líka gætt, að Þjóð verjar standa einir. Þess er a. m. k. tæplega að vænta að Pól verjar styðji þá í ófriði og ef ekki Pólverjar þá engir. Þjóð verjar myndu því verða að standa einir gegn óvígum óvin- um. * ÞANNIG er ásatt árið 1936. En hvernig verður aðstaðan 1961? Yerða Þjóðverjar ekki búnir að koma sjer upp öflugum víg- girðingum á vesturlandmærum sínum árið 1961, og geta því varist að vestan meðan þeir sækja fram að austan? Verða Þjóðverjar ekki búnir að koma sjer upp öflugum og velútbún- um her, eftir 25 ár og verða þeir ekki búnir að fá sjer banda menn? Vjer vitum, að flestir vilja fylgja þeim sterka. Þessar eru röksemdir Frakka. Vegna þessarar afstöðu Frakka, er friðurinn í Evrópu í hættu. Pr. • ••*———••• Landhelgisgæsl- an á Faxaflóa. Þingsályktnna r f il- laga frá Pjelri Otte- sen og Ólafi Ihors. Ð jetur Ottesen og Ólafur A Thors flytja hing-sálykt- unartillögu um landhelgis- gæslu á Faxaflóa. Tillagan er svohljóðandi: „Alþingi ályktar að skora á ríkisstjórnina: a. Að láta nú þegar smíða nægilega stóran, traustan og ganghraðan, vopnaðan vjelbát til þess að annast landhelgis- og veiðarfæra- gæslu á Faxaflóa. b. Að leigja til gæslunnar, meðan á smíðinni stendur, þar til hæfan vjelbát, er búinn sje nauðsynlegum tækjum.“ I greinargerð segir: Landhelgisgæslu og gæslu veið- arfæra utan landhelgi er mjög ábótavant á Faxaflóa. Hlýst af þessu hvorutveggja stórtjón ár- lega. Nú hefir hallað undan fæti með landhelgisgæsluna við það, að Óð- inn,. annað aðalvarðskip ríkisins, hefir verið seldur til útlanda. Má nú ekki við svo búið standa stundu lengur, að það skarð sje ekki fylt, enda var heimild sú, sem ríkisstjórnin fjekk til þess að leita tilbocja í Óðinn og selja hann, ef viðunanlegt boð fengist, bundin því skilyrði, að landhelgisgæslan biði ekki hnekki við söluna. Til- lagan miðar að því, að nú þegar verði hafist handa að ráða bót á þessu að því er Faxaflóa snertir, me'ð þeim hætti, er í tillögunni fels,t. SJÁLFVIRKT bVOTTAEFNI 'Oskaðlegt. Klórlaust Gjörir þvottinn mjallhvítann á n þess að hann sje nuddaður eða b I e i k j a ð u r. Besta hjálp húsmóð- urinnar. Timburverslnn P. W. Jacnbsen & SSa. StofnuÖ 1824. Símnefai: Granfiini — C&rl-Lcuulsgmde, Köbeahmvn C Selur timbur f stasrri og nuerrl tendmgam frá Kaap- mMmahifn. — Eik til skipasmíSa. — Efnnig h«fl« skipsfarma frá Svíþjóð. Hefl verslað við Island í meir en 80 ár. Rúðugler. Utvegum allar tegundir af glerl frá Belgiu eða Þýskalandi. Eggert Rrisljánsson & Co. Hornbúð sú, sem hárgreiðslustofan Ondula hefir nú í húsinu Aust- urstræti 14, er til leigu frá 14. maí n. k. Einnig til leigu frá sama tíma salur og nokkur herbergi á efstu hæð hússins. Uppl. hjá umsjónarmanni hússins. Jáhanni Ásmundssyni, Sími 3740. I(f ’ötj i\

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.