Morgunblaðið - 14.06.1936, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 14.06.1936, Blaðsíða 4
4 MOKGUNBLAÐIÐ Sunnudaginn 14. júní 1936. — Heykjavíkurbrjef — támmzæmmmmmmmmmmæmmmssé J3. júní. V erslunarþingið. erslunarþing það, sem nú stendur yfir hjer í Reykjavík er greinilegur vottur þess, að hin unga, íslenska verslunarstjett efl- ist óðfluga í samtakahug og fram- takssemi. Binn raunalegasti þátturinn í sögu þjóðarinnar undanfarin ár er það, hvernig við íslendingar höfum bókstaflega með vaxandi þjóðfrelsi hnept einstaklingsfrels- ið í fjötra. Ofsókn rauðliða gegn verslunarfrelsi landsmanna er ljót- asti kafli þess söguþáttar. Meðan íslensk verslunarstjett var ósjálfbjarga, kaupmenn margir erindrekar erlendra verslunarfyrir- tækja, var umhyggj.a þeirra og skilningur á þjóðarhagsmunum oft af skornum skiamti. En verslun og viðskif'ti ís- lenskra kanpsýBlumanna nú á dög- um, er ólík og óskyld hinum horfnu selstöðuverslunum. Nýjar leiðir. Aundanförnum árum hefir hin upprennandi íslenska versl- unarstjett leitað uppi hagkvæm viðskifti um gjörvallan heim. Hver hagkvæm kaup á nauð- synjum þjóðarinnar, hver happa- sæl sala á íslenskum afurðum, sem hinir framtakssömu menn hafa komið í kring, hefir orðið til aukinnar hagsældar fyrir þjóðar- bú vort. En þetta þrautryðjandastarf hinnar íslensku verslupíarstjettar hafa skammsýnar aurasálir rauðu flokkanna aldrei skilið eðta viljað skilja. Og síð.an það fólk hefir náð völdum í landinu, hefir þjóð- heillastarf nýtra verslunarmanna verið torveldað á marga lund. Gegn um sorprennur rauðra róg- blaða hefir verslunarstjett lands- ins verið svívirt og nídd, og sáð öfundarhug og tortrygni í hennar garð í huga almenning. Hefir því þar verið óspaft haldið á lofti, að íslensk verslunarstjett væri sjer- góð og óþjóðholl. Fátt hefir betur hamlað gegn rógi þessum og áhrifum hans, eins og verslunarþing það, er hjer var háð á síðastliðnu hausti, þar sem kaupmenn lögðu megináherslu á, að vinna þeirra í viðskiftum út á við sem inn á við væri til styrktar þjóðinni og sjálfstæði hennar. Með það merki í stafni fara ís- lenskir kaupmenn fram á, að njóta jafnrjettis við aðra þjóðfjelags- þegna og fá skilyrði til að leysa 0f hendi störf sín, til hagsbóta fyrir iandslýð og þjóðarbú. Síldarmálin. T T ndanfarna viku hefir mönn- um orðið tíðrætt um undir- búning undir komandi síldarvertíð. Enn eru þau mál í óvissu að miklu leyti, og yfirvofandi hætta á því, að veiðiskapur tefjist fyrir glundroða þann, sem ríkisstjómin hefir sett í þau mál, sakir stífni og klaufaskapar. Tveir af stjómarnefndarmönn- um ríkisverksmiðjanna hafa ekki þokast lengra en að greiða kr. 5.30 fyrir hvert síldarmál. En sá þriðji, ÞórarijMi Ejjilson, lagSi ti, að greiddar yrðu kr. 6.00 fyrir fyrstu 180.000 málin, sem verksmiðjurn- ar fengu, og kr_ 5.30 fyrir afgang- inn. Þórarinn miðaði þessa tillögu sína við það, að þegar er búið að selja afurðir frá verksmiðjunum, sem fást úr ea. helming aflans, fyrir mjög hátt verð, svo hátt að upp úr hverju máli fæst nran meira verðmæti en 6 krónur. En „stjórn hinna vinnandi stjetta“ fylgir tillögu Finns leik- ara og Þorsteins M. Jónssonar kennara og segir: kr. 5.30 fyrir síldarmálið, og ekki eyri meira. Þetta kalla menn að skamta úr hnefa. Hefir Al])ýðublaðið á und- anförnum árum verið ófeimið við að skrafa um það, ef aðrir at- vinnurekendur á landi hjer notuðu slík fantabrögð. Hið rjetta andlit. fstaða stjórnarvaldanna til sjómanna í þessu verðlagsmáli er mjög lærdómsríkt dæmi um það, hvemig ríkisrekstrarfyrirkomulagið lítur út í reyndinni, og hvaða á- hrif það hefir á kjör „hinna vinn- andi stjetta“. Hjer er ríkisstjórnin atvinnurek- andinn. Hún rekur síldarverk- smiðjurnar — og hefir fullan hug á því, að reka þær sem okurfyrir- tæki. Þessi stjórn hefir flotið upp í valdastólinn með því að gefa fög- ur fyrirheit um umhyggju fyrir velferð hinna vinnandi stjett,a. Núverandi stjórnarherrar hafa fram hverri kauphækkttnar- kröfu á fætur anruari á hendur at- vinnurekendum, og ausið þá menn hinum verstu svívirðingum, sem kynnu að vilja spyrna við fæti og hamla á móti ósanngjömum kröf- um til framleiðslufyrirtækja. En nú er niðui'röðun hlutverka breytt, alt í einu. Nú eru það sósíalistabroddamir, sem eru orðn- ir yfirráðamenn síldarverltsmiðj- anna. Þá er hvorki tími nje tækifæri fyrir þá að sinna kröfum sjó- manna, þó allir, hver einasti mað- ur verði að viðurkenna að þær sjeu sanngjarnar. Þá er hnefinn á lofti Hjá þessum herrum. Þá segja hinir kjaftgleiðu alþýðuflokks- broddai’: Þetta skömtum við ykk- ur, sjómenn. Ef þið gerið ykkur ekki ánægða með kr. 5.30 fyrir síldarmálið sem þið veiðið, getið þið soltið heima. Kauptrygging. il þess ofurlítið ;að klóra yfir þessi beinu svik sín við sjó- mennina, fjölyrða sósíalistabrodd- arnir um það, að útgerðarmenn þurfi að láta sjómennina, sem síld- veiðar stund;a nokkra kauptrygg- ingu í tje; Það er eðlilegt, að í sömu and- ránni, sem útgerðarmenn sjá, og sanna með tölum, að sósíalista- stjórnin ætlar að svíkja út úr þeim verulegan hluta af sannvirði aflans, þá sjeu þeir seinir til að láta í tje þessa nýju tryggingu. En hefði ríkissjórnin kært sig nokkra vitund um að fá þessa trywgingu sjómönnum til handa, umsvifa- og umyrðalaust, þá var ekki annar vandinn en að greiða s,annvirði fyrir síldina. Þessa leið kusu sósíalistar ekki. Þeir kusu hina, að nota sín venju- legu bolatök í málinu, neita að rökræða málið, nota svívirðinga- aðferðina, vel vitandi, að með því rnóti var beinlínis verið að stefna litgerð þessari í voða, með því að tefja að veiðarnar byrji. En hitt er rjett að viðurkenna að ef síldarútgerðin er yfir- leitt orðin svo aðþrengdur at vinnuvegur, sakir óstjórnar í land- inu, skattabrjálæðis og þar af leiðandi dýrtíðar og erfiðleika, að hann geti ekki trygt mönnum lágmarkskaup um hábjarg- ræðistímann, þá er ekki sýnilegt að hann sje sú búbót í þjóðarbú- skapnum sem hann að rjettu lagi á að vera. 1. grein í loforða skránni. ára áætlun sósíalista fyrir ár- in 1936—1939 byrjar með því að á þessum árum skuli atvinnu- leysi „afnumið“ í landinu, rjett eins og menn „afnámu“ t. d. iað- flutningsbannið. Áður en núverandi stjórn tók við völdum, var atvinnuleysið farið að gera svo vart við sig, að menn höfðu fylstu ástæðu til þess að fagna hinu væntanlega „afnámi“ þess. Þó menn treystu því að sjálf- sögðu misjafnlega, að sósíalistar gætu efnt loforð þessi, má gera ráð fyrir að nægilega margir hafi lagt trúnað á það, til þess að segja megi, að á þessu hafi rauðu flokk- arnir flotið upp í valdastólinn. Þegar sósíalistar koma á mann- fundi á þessum síðustu og verstu tímum, minnast þeir ekki einu orði á 1. grein loforða sinna, um útrýming atvinnuleysisins. Þeir hafa gleymt þeim, ellegar þeir vefja þau inn í silkipappír þjóðsvika sinna til geymslu fyrir næstu kosningahríð. En nú tala þessir svikarar um hið gífurlega sívaxandi atvinnu- Ieysi, sem alt ætlar að sliga og eyðileggja. Vinnan og vínið. ósíalistar eru sjerstaklega fjöl- orðir um atvinnuleysið hjer í Reykjavík, sem þeir útmála með svörtum litum, jafnfnamt því, sem þeir brýna fyrir meirihluta bæjar- stjórnar að þörf sje á aukinni bæj- arvinnu. Á það var minst hjer nýlega, að beint lægi við, að auka tekjur bæjarsjóðs að mun, svo bæjarvinna yrði hæglega aukin. Þetta er hægt að gera með því, að Reykjavíkurbær fengi í sínar hendur áfengissölu þá, sem hjer er rekin. Gæti bærinn tekið hana að sjer með því skilyrði, að ágóð- inn af lienni rynni allur til aukinn- •ar vinnu í bænum. Ríkið fær toll- tekjurnar af víninu, en bæjar- sjóður verslunarálagninguna. Með þessu mælir hin fylsta sanngirni. Ef sósíalistum er umhugað um að sýna það í verki, að þeir vilji bæta hag reykvískra verkamanna, þá styðja þeir tillögu þessa. VETIJR SUMAR VOR OG HAUST er ekkert jafn hressandi og góður kaffisopi. Það er hægt að búa til kaffi á margan hátt, en eigi það að vera verulega gott verður að nota LUDVIG DAVID KAFFIBÆTI. Munið, að það er aðeins LUDVIG DAVID kaffibætir, sem gefur kaffinu hinn rjetta lit og bragð. Húsmæður, gleymið ekki að heilsufræðingar telja S K Y R með hollustu fæðutegundum. að flestum ber saman um að ljúffengari og betri mat en S K Y R fái þeir varla. að S K Y R er íslensk framleiðsla í þess orðs bestu merkingu. Kærur «11 af úrskurðui niðurjöfnunarnefndar á útsvarskærum skulu komnar á skrifstofu yfirskattanefndar í Alþýðuhúsinu við Hverfis- götu (Skattstofuna) í síðasta lagi laugard. 27. júní n. k. Reykjavík, 13. júní 1936. YFIRSKATTANEFND REYKJAVÍKUR. Snúist þeir andvígir gegn henni, sýna þeir enn sem fyr, að tal þeirra um umhyggju fyrir kjarabótum, hinna vinnandi stjetta, er glamur, sem lítt er nnark á takandi. Alþýðublaðið ræðst á Jón Axel. ón A. Pjeturss. hefir undanfarið staðið í samningum við H.f. Kveldúlf um kaupgreiðslur á Hest- eyri. Er þessum samningum nýlega lokið með besta samkomulagi. — Alþýðublaðið rjeðist í gær á þess.a samninga og þá fyrst og fremst á Jón Axel. Alþýðublaðið hefir hvað eftir annað verið að ilskast við Kveldúlf fyrir það livað ka«p sjómannanna á togurunum væri lágt. Þegar Lftil geymsla, rakalaus, óskast, Upplýsingar á Barónsstíg 12, uppi. verðið á síldarmáli var 9 krónur Var premian 3 aunar, alveg eins og nú. Ef afli verður sæmilegur má áætla að kaup háseta á Kvöldúlfs- togurunum við síld- og karfaveið- ar frá Hesteyri verði frá 2000 til 2500 ki'ónur auk fæðis og hlunn- inda. Þótt „gráðugasta manninum“ finnist þetta máske smánarkaup, þá er óhætt að fullyrða að sjó- mennimir sætta sig sæmileega við það.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.