Morgunblaðið - 05.08.1936, Page 5

Morgunblaðið - 05.08.1936, Page 5
Miðvikudaginn 5. ágúst 1936 MORGUNBL A ÐIÐ S Auglýst eftir Hvar er flugvjelin? H ~ VAÐ er orðið um flugvjelina?“ spyr margur og á þá við flugvjelina, sem Helgi Eyjólfsson kom með hingað til lands með „Goðafossi“ síðast. Mbl. getur svarað þess- ari spurningu: hún er . geymd í Shellportinu og yerður geymd þar á- fram, ef ekki verður und inn að því bráður bugur að útvega flugvöll, þar sem vjelin geti hafið sig til flugs. I bili vantar flugvöll. Vatns- mýrin, þar sem hollensku flug- mennirnir voru með vjelar sín- .ar, mun vera hentugasti flug- völlurinn, en hann hefir verið Ieigður til beitar — í bili. í skipulagsuppdrætti Reykja víkur er gert ráð fyrir, að þarna verði flugvöllur 700 m. á hvern veg. Þótt sú stærð sje fullnægj- andi, þá vantar þó á, að hún sje samkv. alþjóðareglum, sem mæla svo fyrir, að flugvellir skuli vera, a. m. k. 1000 m. á hvern veg. Vjer áttum tal um nýju flug- vjelina við tvo áhugasama flug- :menn í gær, þá Sigurð Jónsson og Agnar Koefod-Hansen. „Við viljum gera alt, sem í okkar valdi stendur“, sögðu þeir, ,,til að vekja athygli á þessari flugvjel, sem er fyrsta flugvjel Islendinga nú um sex ára skeið. Við Islendingar erum eftirbátar flestra annara þjóða í flugmálum — en það er aft- ur annað mál. Við vitum, að flugvjel Helga ■er góð og í góðu standi. Hún ;gæti hafið sig til flugs hvenær sem væri, ef flugvöllur væri til. Á Vatnsmýrinni þyrfti ekki að gera aðrar breytingar en taka niður eina girðingu og fylla upp í skurð, og flugvöllurinn væri til. Nýja flu'gvjelin getur e. t. v orðið vísirinn til nýrrar sóknar í flugmálum okkar. Þess vegna teljum við þýðingarmikið, að gatan sje greidd cg flugvöllur útvegaður“. Vatnsmýrin er leigð frá vori til vors. Næsta vor ætti að vera auðsótt að fá hana til afnota fyrir flugvöll. En þangað til? — Flestum Reykvíkingum mun verða gleði- efni að sjá íslemka flugvjel á sveimi yfir Reykjavík — og það sem fyrst. En getur nokk- úr bent á hentugan flugvöll? «■ VBHBBnanHnnBBiBBBHnnaBHnnMBi JBGGERT CLAE8SEN h^arjÆíteimál^ttfcnitogsiaaðŒr. fficrifstofa: Vonarstmti 10. TÓNAS frá Hriflu hefir verið í vondu skapi lindanfarna daga. Það er leitt til þess að vita, að mánaða dvöl á Laug- arvatni á landsins kostn- að, skuli eigi hafa megn- að að rrtilda skapsmuni gamla mannsins. Hann hefir verið að senda mjer tóninn öðru hvoru og undrar mig það. Jeg hjelt, að jeg ætti ekkert sökótt við hann. Mundi satt að segja ekki eftir því, að hann væri til enn þá. Það er langt síðan hann færðist í huga mjer yfir í heim þeirra, sem faldir eru tjaldi pólit- ískrar fortíðar. En það er satt, það er víst hægt að lifa sjálfan sig. Það er sárt hlutverk, og þess vegna vorkenna margir gamla manninum. AFBRÝÐISSEMI. HIMNARÍKI JÓNASAR. EFTIR THOR THORS. ÞAÐ sem mjer er nú fundið til foráttu er það, að jeg sje of góður við Dani. Þetta fanst mjer nær óskiljanlegt á- sökunarefni frá hendi Jónasar frá Hriflu. Jeg beið því skýr- ingar. Hún kom. Stauning, for- sætisráðherra Dana hafði talað við mig, og sýnt mjer alúð, er hann dvaldi hjer síðast. Þetta þoldi Jónas ekki. Hann varð af- brýðissamur. J. J. segir, að jeg hafi í síð- ustu dvöl minni í Danmörku „skriðið marflatur fyrir Dansk- inum“ og hafi það komið fram í viðtali, sem jeg átti við danskt blað. I því viðtali sagði jeg Dönum bæði kost og löst í fullri hreinskilni. .Jeg ávítaði þá fyrir megna vanþekkingu á íslandi og íslendingum, og taldi, að þeir gætu tekið betur ýmsum náms- mönnum og listamönnum, sem þangað leita. Hins vegar ljet jeg í ljósi ánægju mína og þakk- læti yfir því, að þeir sendiherr- .. , . . ar Dana, er jeg hafði kynst í för minni um Argentínu og Brasilíu, hefðu reynst mjer hið besta og sint málefnum íslend- inga sem eigin málefnum. — Þetta hefir ríkisstjórnin nú við- urkent, þar sem forsætisráð- herra Hermann Jónasson hefir hlutast til um, að íslensk-danski sendiherrann í Argentínu hefir verið sæmdur íslensku tignar- merki. Mjer fanst það beinlínis skylda mín, enda var mjer það mjög ljúft, að láta það koma opinberlega fram, að þessum málefnum Islendinga hefðu Dan ir sint ágætlega. En vegna þess- ara ummæla minna segir Jónas, af sinni þjóðkunnu sannleiks- ást, að jeg hafi lýst því yfir ,,að alt sje gott, sem Danir hafi gert á íslandi!“ Það er ekki klipið af því! andróður gegn Danmörku ogj unt var að viðhafa áður fyr, fyndi nú ekki lengur bergmál í hugum þjóðarinnar. Það er skoðun mín, að frá því sam- bandslögin komust í fram- kvæmd, líti Islendingar yfirleitt á Dani, sem eina af frændþjóð- um vorum á Norðurlöndum, og því sje eigi lengur um neitt Danahatur að ræða hjer á landi, líkt og áður var. Annað eða meira sagði jeg ekki. Um sama leyti og þetta við- tal við mig birtist í „Berlingske Tidende“ kom viðtal í öðru dönsku blaði við fulltrúa Fram sóknarflokksins á norræna þing mannafundinum, Bjarna Bjarna son. Viðtalið var við „Ekstra- bladet“. Það hefir verið eins- konar flokksblað Framsóknar- manna í Danmörku, þótt Jónas frá Hriflu afneiti því nú og kalli það „eitt hið vesælasta sorp- blað í nábúalöndum Islands“. Þetta blað spyr Bjarna Bjarna- son: „Hvernig lítur íslenska æskan á Danmörku?“ Bjarni svarar: „Jeg álít ekkí, að það sje nein „stemning“ fyrir því, að skilja við Danmörku“ (nogen Stemning for at komme bort fra Danmark). BJARNI er ekkert myrkur í máli og ekkert óþægileg- ur við Danskinn! Það mun ýms- um finnast athyglisvert hvað hann segir, því það er vitað, að hann er einn af þróttmestu - Viðtal þetta var í hinu „vesæla sorp- blaði“ 2. júní síðastliðinn. En þá má minnast einnar kempu, sem fór um Danmörku. Henni hafði eitt sinn, sem oft- ar, verið gefið þar vel að jeta. Þó stóð hún upp og hjelt ræðu og sagði, að Danmörk væri himnaríki næst á jörðu hjer. — Þessi ,,kempa“ heitir Jónas Jónsson og er kendur við Hriflu. Ræðuna flutti hann í veislu íslensk-dönsku nefndar- innar í Álaborg í september síðastliðnum. Það hefir altaf þótt sönn dygð í mannheimi, að vera trúr málstað himnaríkis, og reynir Jónas nú eftir megni að breyta eftir þeirri kenningu. Nú þessa dagana eru nýstign- ir á land hjer nokkrir ágætis- menn frá Danmörku, dönsku nefndarmennirnir í sambands- laganefndinni. Þeir birtast Jón- asi sem fulltrúar hinnar himn- esku þjóðar. Þá þarf að bjóða velkomna, syngja þeim lofsöng og sanna hið rjetta hugarfar. En veslings Jónas kann aðeins níð um andstæðinga sína. Með þeirri trúarjátningu hygst hann að kaupa sjer sæluvist í himna- ríki sínu. AFBRÝÐISSEMI Jónasar yf- ir viðkynningu Staunings og mín er nýttsjúkdómseinkenni hjá honum. Jeg skal nú hugga hann með því, að óþarft er fyr- ir hann að láta hugfallast. Enn þá hefir ekkert skeð. Jeg hafði þá ánægju á fundi norrænna þingmanna í maímánuði síðast- liðnum, að kynnast mjög lítil- lega Stauning, sem stjórnaði því móti með rausn og prýði. Þessi litla viðkynning var endurnýj- uð við komu Staunings hingað. Enda þótt við sjeum algjörir andstæðingar í skoðunum, er mjer ljúft að viðurkenna hina merkilegu persónu Staunings, hans mikla þrek og farsælu stjórngáfu. Hann hefir á stjórn- arferli sínum sýnt, að hann þorir og getur farið sínu fram, hvað sem kreddur og villukenn- mgar sósíalismans segja. Hann er jafn stór karl og hinir rauðu aðdáendur hans á íslandi eru litlir karlar, einn fyrir alla og allir fyrir einn. En einmitt í þessari staðreynd er fólgin mik- il hætta. HINN danski blaðamaður spurði mig hver væri hug ur æskunnar á Islandi til Dan- merkur. Jeg tjáði honum, að sambúðin hafi batnað frá því að sambandslögin öðluðust gildi. Hver vill neita því? Ennfremur sagði jeg honum, að samskonar einn söng, og það er rógur og SVO langt gengur afbrýðis- semi Jónasar, að hann virð ist hafa haft menn til að snuðra um ferðir hins mæta gests. Og hann gjörir sig beran að sið- leysi, sem vart mun eiga sinn líka meðal manna, sem þykja siðaðir. Hann fer að ræða op- inberlega um það, sem hann verður vísari í húsum annara manna, sem hann dvelur í sem gestur. Gróueðlið þarf altaf að segja til sín. Og auðvitað lýgur hann á þá andstæðinga sína, sem voru svo ógæfusamir, að þurfa að vera undir sama þaki og hann um stund. Fátt sannar betur, hversu þessi uppskafn- ingur er gjörsneyddur allri vit- und um mannasiði. — Slíkur skrælingjaháttur er ósamboðinn öllum nema Jónasi frá Hriflu. Djúpt eru íslensk stjórnmál sokkin, ef menn af andstæðum flokkum mega ekki mætast sem gestir á hlutlausu heimili góðra manna, án þess að eiga á hættu að vera svívirtir og rógbornir fyrir það í blöðunum. ANDSTÆÐINGARNIR eru mjög sárir yfir skrifum Morgunbl. undanfarna daga. Morgunblaðið hefir rjettilega heimtað, að þeirri leyndarblæju sem ríkisstjórnin hefir varpað yfir erindi Staunings hingað og aðgjörðir hjer, verði svipt burt Þegar erlendur þjóðhöfðingl kemur hingað í opinberum er- indum, á þjóðin lýðræðislegan rjett á að vita hver þau eru. Þennan rjett vill ríkisstjórnin nú hafa af þjóðinni. Morgun- blaðið hefir ennfremur mótmælt hinum niðrandi tón, sem dönsk blöð nú eru tekin að viðhafa í garð íslensku þjóðarinnar. Það var skylda ríkisstjórnarinnar að mótmæla þessu og verja heiður þjóðarinnar. Stjórnin má ekki vera að því. Mbl. minnir hana á skylduna, og krefst, að sómi landsins sje verndaður. Einu svör stjórnarflokkanna eru þessi: „Það er Ijótt af ykkur, að vera að skamma hann Stau- ning. Þið megið það ekki, því að ykkar menn voru í veislu með honum“. Hjer skjóta kemp urnar sjer bak við Stauning. En sá feluleikur dugar ei. Þetta eru mál, sem íslenska þjóðin á við íslensku ríkisstjóm ina. Stauning er hjer „stikfrí“. Hann er ekki með í leik. Islenska stjórnin verður sjálf að gjöra hreint fyrir sínum dyr- um. — SJÁLFSTÆÐISMÁL þjóðar- innar eru nú mjög rædd þessa dagana. Elins og fyr, gleyma menn sjálfum sjer í þeim umræðum og sjá ekkert nema Dani og Danmörku. Fyrir mjer snýr sjálfstæðismálið fyrst og fremst að okkur sjálfum. — Höfum við í stjórnarbaráttu und anfarinna áratuga sýnt þá þjóð- arkend, að við megnum að standa á eigin fótum? Höfum við undanfarna áratugi trygt fjárhag ríkisins svo, að við get- um verið öllum óháðir? Jeg hygg, að við ættum að nota næstu árin til þess að glæða og tryggja þetta hvorttveggja, svo að við verðum sjálfir einfærir um að vernda fjöregg þjóðarinn ar, en þurfum ekki að leita á náðir annara. Skætingur í garð Dana eður smjaður og skriðdýrsháttur við þá á að minni hyggju ekkert skylt við hið raunverulega sjálf stæðismál íslensku þjóðarinnar. Þess vegna er Jónas Danaskott óskaðlegur einnig í þessu máli. Lax, nýr og reyktur. Hólsfjalla; hangikjöt, Tómatsar, Blómkál, Rófnr. Rabarbari. Miannes Jéhannsson, Grundarstíg 2. — Sími 4131.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.