Morgunblaðið - 29.08.1936, Qupperneq 3
Laugardagur 29. ágúst 1936.
MORGUNBLAÐIÐ
3
trrrjr
Liðhlaupar
teknir fastir af
stjórnarhernum
Lokið hýskalandSmarkaðinum
og opnið þann rússneska!
Myndin er tekin af liðhlaupum úr liði uppreisnarmanna í gæslu
hermanna úr stjórnarliðinu.
Frá Olympiuskákmótinu:
Islendingar hlutu
5 vinninga í gær.
4 af Svisslendingum
einn af Tjekkum.
Tslendingar tefldu tvær umferðir í gær (15.
og 16. umferð) við Tjekka og Svisslend-
inga. Þeir unnu fjórar skákir, töpuðu sex, tvær
gerðu þeir jafntefli og fjórar urðu biðtefli.
Fyrir hádegi tefldu þeir við Tjekka:
Leikar fóru þannig:
Baldur vann Zinner, Foltys
vann Gilfer, Hromadke vann'
Snævarr, Gilg vann Steingrím
og Pokorny vann Sigurð; 3
skákir urðu biðtefli (einn vinn-
ingur og 4 töpuð).
Síðari hluta dags tefldu ís-
lendingar við Svisslendinga og
fóru leikar þannig:
Gilfer vann Naegli, Einar
vann Voellny, Guðmundur vann
Pluess, Dikemann vann Sigurð
og Gygli vann Snævarr.
Jafntefli gerðu: Ásmundur
og Grob, Ari og Strehle; ein
skák varð biðtefli. (4:3).
Á erlendum blöðum sem
hingað eru komin sjest að Aust-
urríkismenn hafa vinning
gegn 21/4 vinning íslendinga.
Af því verður ráðið að biðskák
sú, sem eftir var hafi tapast
biðskákina átti Einar Þorvalds-
son.
Kunnur íslenskur taflmaður
hefir skrifað eftirfarandi fyrir
Morgunblaðið um árangurinn
af þátttöku íslendinganna á
O'ympíuskákmótinu fram til
þessa.
Það hefir vakið sjerstaka at-
hygli á Olympíuskákmótinu í
Miinchen að íslendingar sigr-
uðu Frakka í 4. umferð með
41/4 gegn 31/4- í þýska blaðinu
Völkiseher Beobachter frá 20.
þ. m., sem hingað hefir bor-
ist, er þess sjerstaklega getið að
,,hið litla Island“ skyldi sigra
Frakka með 41/4 gegn 3l/2.
í fyrstu fjórum umferðunum
gerði Eggert Gilfer jafntefli við
Erik Andersen skáKmeistara
Danmerkur og Eliskases skák-
meistara Austurríkis, en sigr-
aði Doesburg á efsta borði Hol-
lendinga og Betbeder á efsta
borði Frakka. Það hefði ver-
ið gaman fyrir fslendinga, ef
Eggert hefði haldið áfram á
þennan hátt alt skákþingið, en
svo er að sjá, sem hann hafi
ofreynt sig á þessum fyrstu
fjórum skákum, því í næstu tíu
skákum nær hann aðeins fjór-
um jafnteflum. í gær vann
hann Svisslendinginn Naegli.
Þess ber vitanlega að geta,
að Eggert teflir ávalt við sterk-
ustu mennina frá hverju landi,
Þetta er boðorð
kommúniita.
Á þessu byggist
sienTJií- .
síldarsalan til Rússa.
Það er staðreynd, að nú er hægt að selja
fyrsta flokks sjerverkaða Faxa-síld
fyrir alt að 40 kr. tunnuna fob. og gegn stað-
greiðslu.
Það er einnig' staðreynd, al Síldarútvegs-
nefnd bannar að selja sáldina þessu verði, því að
hún hefir gert samning við Rússa um §ölu síldar-
innar fyrir 22 kr. fob., en greiðsla fari fyrst fram
30 dögum eftir sýningu pappíra 1 Khöfn.
Loks er það staðreynd,
að Síldarútvegsnefnd
bannar mönnum hjer
syðra að veiða síld til,
sölu erlendis, ef þeir
ekki vilja hlýta hennar
boði. >A, jl
FRAMH. Á SJÖTTU SSÐU.
*
Morgunblaðið hefir leyft
sjer að finna að þessu fram-
ferði Síldarútvegsnefndar, en
Alþýðublaðið lofar og veg-
samar nefndina fyrir hennar
verk og á ekki orð til yfir ó-
svífni Morgunblaðsins!
Alþýðublaðið þarf ekki að
halda, að það kæfi þetta mál
með stóryrðum og skömmum.
Málið er miklu alvarlegra en
svo.
Hjer er sem sje að endurtaka
sig nákvæmlega samá sagan og
í fyrra. Þá hafði Síldarútvegs-
nefnd gert fyrirfram samninga
um sölu matjes-síldar fyrir
lágt verð.
En hið marglofaða „skipu-
lag“ hagaði því þannig, að lít-T
ið sem ekkert var farið að
salta upp í fyrirframsamning-
ana þegar síldin hvarf fyrir
Norðurlandi.
Síldarskorturinn varð til þess,
að verðið á matjes-síld hækk-
aði mjög erlendis. Samt stóð
verðið í stað hjá nefniinni. En
þá kemur Faxa-síldin til sög-
unnar og sá hluti hennar, sem
verkaður er á rjettan hátt, selst
fyrir ágætt verð, þegar nefnd-
in hafði neyðst til að gefa síld-
ina frjálsa á markaðnum.
*
Svipuð saga er að endurtaka
sig nú. Síldarskortur verður fyr-
ir Norðurlandi eins og í fyrra.
Verðið stórhækkar. En Síldar-
útvegsnefnd hafði- einnig nú
gert fyrirframsamninga um
sölu á allmikilli matjes-síld,
en verðið er miklu lægra en
nú er fáanlegt á frjálsum
markaði.
Nefndin hafði lagt ýmsar
tálmanir á síldarsöltun með-
an næg veiði var í sumar og
svo lendir hún í ógöngum og
vandræðum. Menn vilja ó-
gjarnan láta síldina af hendi
ti! nefndarinnar upp í fyrir-
framsamningana, þegar þeir
g_eta fengið miklu hærra verð
á frjálsum markaði.
V4tanlega er það engu öðru
en glópsku Síldarútvegsnefnd-
ar að kenna, að eigi var fyrir
löngu búið að salta í fyrir-
fram samningana.
En útgerðarmenn og sjó'
menn hjer syðra skilja ekki
þann þankagang Síldarútvegs-
nefndar, að þeim skuli vera al-
gerlega varnað að njóta hins
háa verðs, sem nú er fáanlegt
fyrir síldina. I þess stað kem-
ur Síldarútvegsnefnd og skip
ar með valdboði, að þeir skuli
selja síldina til Rússlands fyr-
ir alt að því helmingi lægra
verð, en annars staðar er fáan-
legt. Ella fái þeir ekki að veiða
síld!
Alþýðublaðið er að gaspra
um það, að matjes-verkuð Faxa
síld muni eyðileggja markað-
inn, því að hún sje miklu verri
vara en I. fl. norðlensk síld,
verkuð á sama hátt.
Veit ekki Alþýðublaðið, að
Faxa-síldin hefir verið og
verður seld á erlendum mark
aði undir sínu sjermerki? Það
getur því á engan hátt spilt
fyrir sölu norðlenskrar síldar,
að Faxa-síldin sje matjes-
verkuð, ef hún er seld undir
sínu sjermerki. Og þe^ar norð
lensk matjes-síld er ófáanleg,
hví mega kaupendur þá ekki
fá Faxa-matjes, ef þeir óska?
Nei, Alþýðublaðið finnur
mjög vel, að málstaður sá
sem það hefir tekið að sjer að
verja er óverjandi.
Það er óverjandi með öllu
að valdhafarnir skuli með vald-
boði banna mönnum að nota
besta fáanlega markaðinn, ti
að selja sína vöru.
10 togarar
stunda karfa-
'j-- S
veiðar á
Hafamiðum.
Fleiri herpinótaskip
hætta veiðum.
Stöðug síldveiði
í Faxaflóa.
OEKNETAAFLI var með
* “ Biinrwa r«óti norðan
lands í fyrrinótt, enda vsfer
veður stilt og því lítið drif
hjá reknetabátum. í fyrri-
nótt komu nokkrir bátar
með herpinótaafla frá Þist-
iifirði, en þar veiddist ekk-
ert í gær.
Seint í gærkvöldi kom
frjett frá vjelbátnum Val-
birni um að hann væri á leið
til Siglufjarðar með 150
tunnur af herpinótasíld, sem
veiddist vestan við Mánar-
eyjar í gærdag. Höfðu nokk-
ur herpinótaskip verið þar
að veiðum, en ókunnugt var
í gærkvöldi hvort þau hefðu
aflað nokkuð.
Fleiri skip bætast mí í þann
hóp, sem hættir herpinótaveiðum.
Línuveiðarinn Ólafur Bjarnason
fór lieimleiðis í gær. En ætlaði á
heimleið að Ieita síldar á Húna-
flóa. Huginn, Hafnarfirði, fór
heimleiðis í gær x>g tók tómar
síldartunnur til Hafnarfjarðar.
Einnig ern mörg skip, sem hætta
kerpinótaveiðum, að búa sig út á
reknetaveiðar.
í fyrradag var alls saltað á
Siglufirði 3211 tunnur rekneta-
síld og 1073 tunnur herpinótasíld.
Eftir verkunaraðferðum skiftist
síldin þannig:
Matjessaltað 1179 tn.
Grófsaltað 1566 —
Stórsíld grófsöltuð 59 —
Magadregin saltsíld 334 —
Kverkuð og krydduð 1 —
Hausskorin og magadregin 392 —
Venjuleg saltsíld 341 —
Sykursaltað 410 —
Uppgripa karfaveiði á
Halamiðum.
Góð veðrátta hefir verið undan-
farna daga á Halamiðnm og hafa
togararnir, sem stunda þar karfa-
veiðar, aflað ágætlega. Alls stunda
þar nú 10 togarár karfaveiðar. í
fyrrinótt kom Snorri goði til
Siglufjarðar með rúmlega 200
smálestir af karfa. Skallagrímur
fór aftur út á karfáveiðar kl. 3 í
gærdag, eftir að hafá Isnidað 200
mál í S.R.N. á Siglufirði. 1 nótt
komu af karfaveiðum til Djúpa-
víkur Tryggvi gamli og Kári báð-
ir með fullfermi. Brimir kom til
Norðfjarðar í gær'að hinúm nýju
FRAMH. Á SJÖTTU SIÐU. FRAMH. Á SJÖTTU SÍÐU.