Morgunblaðið - 17.09.1936, Page 2

Morgunblaðið - 17.09.1936, Page 2
1 > : i: 'U ‘n F; mlv-dí.;*.ur .7. ó’Jf-s. 1 'ir C ep Útgef.: H.f. Árvakur, Reykjavík. Ritstjórar: Jón Kjartansson og Valtýr Stefánsson — ábyrgrftarmatSur. Ritstjórn og afgreiðsla: Austurstræti 8. — Sími 1600. Auglýsingastjöri: E. Hafberg. Auglýsingaskrifstof a: Austurstræti 17, — Sími 3700. Heimasímar: Jón Kjartansson, nr. 3742 Valtýr Stefánsson, nr. 4220. Árni óla, nr. 3045. E. Hafberg, nr. 3770. Áskriftagjald: kr. 3.00 á mánuði. í lausasölu: 15 ^ura eintakið. 25 aura með Lesbók. Hinvota gröf CHARCOT-SLYSIÐ Hafrannsóknaskipið Pourqoui pas? strandar. 33 mexin farast. Óveðrið, sem geisaði í fyrri nóttj verður lengi í minnum haft. Víða uru land urðu stórtjón af yöldum þess, vatnsflóð og hey- skaðar., Margur á um sárt að binda. Fyrir norðan land fórust tveir íslenskir sjómenn, sem verið var að bjarga úr sjávariiáskanum. Bn þetta óveður skilur ekki einungis eftir sárar endurminn- ingar vegna þess efnahagslega tjóns, og þess mannskaða, sem ís- lendingar urðu fyrir ftf völdum þess. Þess íhún vérða rr.inst utan landsteinanna með sárum harmi. Franska leiðangursskipið Pour- quois pas? er svo þekt, að allir þeir, sem nokkuð þekkja rann- sóknír í heimskautahöfum kann- ast við nafn þess. Foringi þess, Dr. Chareot, var heimsfrægur vísindamaður. Hann var nú á heimleið úr Norðurhöf- um ásamt fjelögum sínum. A skipi hans var einvalalið, hæði vísindamanna og sjómanna. Þegar skipið fór hjeðan í fyrra dag. bjuggust þessir menn við að geta fagnað ástvinum sínum eftir fáa daga. Aðeins einn þessara manna lifir. Hinir, 33 að tölu, eru nú liðin lík. Einn maOur bjargast i land i fleka. 30 lik hafa þegar fundist. RJÁTÍU og þrír menn fórust, er franska nafraimsóknaskipið ,Pourqoui pas?‘ strandaSi í gærmcrgun á skerinu Hnokka úí frá Straumfirði á Mýrum. Fórst öll áhöfn skipsins að undanteknum einum manni, þar á meðal hinn heimskunni vísindamaður dr. Jean Charcot, sem um mörg ár sigldi skipi þessu í rannsóknarleiðangra um Suður- og Norðurhöf. Skipið fór hjeðan að aflíðandi hádegi á þriðju- dag og var á leið til Kaupmanahafnar. Eftir því, sem næst verður komist, m. a. af frásögn hins eina skipverja, sem komst lífs af, hefir skipið ver- ið komið vestur fyrir Garðskaga, þegar ofviðrið skall á. Þar mun það hafa snúið við, til þess-að leita lægis undan veðrinu. En klukkan 5% á miðvikudagsmorgun rakst skipið á skerið. Kom strax leki að því, og vatn í vjelarúm, svo ketilsprenging varð, og skipið því alveg bjargarlaust. Reynt var að koma björgunarbátum á flot, en það tókst ekki, m. a vegna þess, að sjór gekk yfir skipið. Skipverjar tóku allir björgunarbelti, en gátu að öðru leyti enga björg sjer veitt. Segir sá, sem lífs komst af, að öldurnar hafi smátt og smátt skolað skipverjum fyrir borð, eftir því sem skipið brotnaði meira og meira í hafrótinu, og skipverjar þrutu að úrræðum og kröftum. | Kort af strandstaðnum. Krossinn sýnir, hvar Hnokki er. Ofarlega t. v. sjest Straum- fjörður. Álftanes sjest á miðju kortinu. Björgun, sem er kraftaverki næst. En sá eini maður, sem lífs komst af, heitir Eugene Gouidec. Hann var bátsmaður á skipinu. Hann hafði farið af verði kl. 4 um nóttina og var í rúmi sínu þegar skipið strandaði. Skerið Hnokki er tíma róður frá ströndinni. Skipverji þessi náði í landgöngubrú, er flaut frá skipinu og komst á henni nálægt landi. En síðasta spölinn að landi syntí hann gegn um brimgarðinn. — Þykja mikil undur að hann skyldi komast það lifandi, því klettaurð er þar, sem hann tók land. Dr. Chareat og fjeiagar haus höfðu unnið aðdáun og vináttu íslendinga. f >11 íslenska þjóðin harmar hin sorglegu afdrif þeirra. Vjer getum ekkert, gert til að Ijetta harm hinna Syrgjandi ást- vina í fjarlægu landi. Vjer get- úm áðéins fullvissað bá um, að engrh þjoð í heiminum er líklegri til að skilja sorg þeirra en vjer íslendingar. Ægir er stórgjofull við hina ís- lensku þjóð. En hann heimtar líka þunga skatta. Bkki eru nema fáar vikur liðuar síðan skipið Orninn hvarf, án þess nokkur maður kæmist af. Slíkir atburðir valda því. að vjer íslendingar getum öllum öðrum fremur fundið til með þeim, sem sama harmi eru lostn- ir. Hin vota gröf geymir svo margan góðan dreng þessarar þjóðar, að vjer skiljum manna best tilfinningar annara, þegar líkt stendur á. Við finnum til með þeim og samnry'ggjumst þeim. Sjest til hins strandaða skips. Þegar birti af degi í gær- morgun sáu menn frá bæjum í Straumfirði og Álftanesi til hins strandaða skips. Svo mikið særok var og öldu- rót að vart sáust þá nema siglu- trje skipsins, þó urðu borin kensl á hvaða skip þetta væri. Sími er á bæjum þessum. Var Slysavarnafjelaginu strax gert aðvart, og símasamband náðist hingað til Reykjavíkur. Ægir var hjer á höfninni. — Hann var strax búinn til ferðar á strandstaðinn. Vjelbáturinn Ægir af Akra- nesi var og sendur þaðan til þess, ef vera kynni að hann gæti komist í nánd við hið strandaða skip. Danska varðskipið ,,Hvid- björnen“ var í Hvalfirði, og var hann sendur á strandstaðinn. En þegar þessi hjálp kom á strandstaðinn, var alt um sein- an — enda ekki hægt að vita hvort nokkurri björg hefði orð- ið við komið þó fyr hefði ver- ið hægt að koma þangað Varðskipin Ægir og Hvid- björnen komust ekki lengrá en að Þormóðsskeri. Tveir menn af Ægi fóru í vjelbátinn og tóku þeir með sjer línubyssu. Um hádegisbil, eða nokkru síðar, tókst vjelbátnum Ægi að komast alveg að skipsflakinu. Þá var aðeins eitt siglutrjeð uppi, en hin tvö voru brotin. Gengu bátverjar alveg úr skugga um, að enginn var þá lifandi á flakinu. En þó þarna sje mjög: skerj- ótt gat vjelbáturinn farið allra sinna ferða innan um flúðir og sker. Þegar bátsmenn höfðu at- hugað flakið tóku þeir til að leita uppi lík skipverja, er flutu sum þarna nálægt. Unnu þeir að því fram eftir degi. í gærkvöldi, er blaðið frjetti síðast, voru alls fijndin 30 lík, sem. höfðu rekið eða höfðu fundist á reki. ÖIl voru líkin með björgunarbeltum. Líðan þess, sem lifði. Það var kl. 10 í gærmorgun, sem þessi eini skipverji af Pour- quoi pas? komst í land skamt frá Straumfirði. Menn voru þar í fjörunni til þess að hjálpa honum og leiddu hann heim til bæjarins. Þar fekk hann heitt kaffi og var hjúkrað. Fjell hann brátt í djúpan svefn -— en var hress og ferðafær, er hann hafði fengið þá hvíld. Það, sem bagaði hann helst var að, að hann hafði fengið svo mikla sjávarseltu í augun, að hann va,r nærri sjónlaus. Getgáta um hafvillu. Eins og fyr -er sagt, hafði skipið snúið við undan veðrinu. En hvernig stóð þá á því, að þa8 komst á þessar slóðir? Skipstjóri vap á stjórnpalli er, skipið strandaði. Hafíji hann vilst? Eða hafðii hann mist stjórn á skipi sínu? Smnilegra er hitt, og mun bátsmaðurinn máske geta sagt eitthvað um það. En getgátur eru meðal far- manna um það, að skipið hafi ekki áttað sig rjett á vitum, og tekið Akranessvitann fyrir Gróttuvita, og skipsmenn þann- ig ekki vitað hvar þeir fóru. Hve margir fórust? Eftir þeim upplýsingum, er ræðismaður Frakka hjer í bæn- um gaf í gærkvöldi, voru skip- verjar alls 34, og hafa 33 því druknað þarna Missagnir komu á gang m FRAMH. Á FIM.TU SÍÐU.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.