Morgunblaðið - 17.09.1936, Page 3

Morgunblaðið - 17.09.1936, Page 3
Fimtudagur 17. sept. 1936. MORGUNBLAÐIÐ 3 Fárviðrið. Stórkostlegir heyskaðar á Norðurlandi. Vatnavextir valda vegaspjöllum og brúaskemdum. Bryggja stórskemmist á Skagaströnd. OFSAROKIÐ skall yfir Norðurland á miðvikudagsnótt, og olli tilfinnanlegu tjóni í öllum sýslum. Er ógemingur að gera sjer grein fyrir því, hve tjónið hafi verið mikið, því frjettir hafa ekki borist úr öllum sveitum. En mest kveður að því tjóni, sem orðið hefir á heyjum manna. Af þeim fregn- um, sem blaðinu bámst í gær, er aðeins hægt að ráða af dæmum, hve tjónið hafi verið mikið. Frá Blönduósi var blaðinu símað: í ofsarokinu, sem hjer geis- aði aðfaranótt miðvikudags urðu miklir heyskaðar víðsveg- ar um Húnavatnssýslu. — Eru engin tók á að afla sjer yfirlits um það enn, hve víða menn hafa mist heý, eða hve miklu tjónið hefir numið. En telja má víst, að það nemi þúsundum heyhesta, sem menn hafa mist. Sumstaðar þar, sem til hefir frjest, hefir rokið skafið burtu heyflekki, og þeytt föngum, svo ekki sjest urmull af þeim. Hefir frjest, að tjó,nið á einum bæ t. d., Stóru-Giljá, nemi 300 hestumj og víða er talað um, að menn hafi mist 100 hesta, eða sem því svarar á bæ. Af bólstrum, sem úti stóðn verjulausir, er víða ekki annað eftir en botnarnir. Veðurofsinn stóð yfir frá kl. 1-—4 um nóttina. í SKAGAFIRÐI Tíðindamaður blaðsins á Sauð- árkróki hefir svipaða sögu að segja. Úr Blönduhlíð, Hólmi, Seilu- hreppi, Skagafjarðardölum berast fregnir af miklum heysköðmp. Þaðan er og sagt hið sama, að rokið hafi jafnvel rifið hurtu flatt hey. Á Mælifelli er talið, að tapast hafi á 3. hundrað hestar. Og til- finnanlegt tjón er sagt að orðið hafi t. d. á Silfrastöðum, Úlfs- stöðum og Miklabæ í Blönduhlíð. Sama sagan er úr Viðvíkur- sveit á Vatnsleysu t. d. Og af Sjávarborgarengjum tapaðist mik ið hey. Úr hvorngri sýslunni hefir blað ið frjett að orðið hafi tilfinnan- legt tjón á húsum — nema hvað húsaþök löskuðust víða og járn- þök fuku af hlöðum hjer og þar. í EYJAFIRÐI. Tíðindamaður blaðsins á Alcur- eyri segir og frá, að þar í sýslu hafi fokið talsvert af heyi. En eftir því sem hann hafði frjett í gærkvöldi, hefir heytjón vart orðið eins víða þar í sýslu eins og vestar. Á Litla-Eyrarlandi var talið að tapast hefðu um 200 hestar í veðr inu, á Möðruvöllum í Hörgárdal annað eins og á Grund í Eyja- firði um 300. Bryggjutjón. Frá Blönduósi var blaðinu símað í gærkvöldi, að önnur timburbryggjan, sem bygð hef- ir verið á Skagaströnd, hafi stórskemst í rokinu, og getur svo farið, að mikill hluti henn- ar ónýtist með öllu. Er þetta ytri bryggjan, sem liggur til austurs frá hafnar- garðinum. Hangir bryggjan uppi á enda stöplunum, en stólpamir þar á milli hafa dregist undan bryggj unni, svó hún er sliguð niður og líggur undir áföllum af sjáv- argangi. Á bryggjuhausnum var fall- hamar 7 tonn að þyngd. En við rask það, sem á bryggjunni varð, fjell fallhamar þessi í sjóinn. ----------Bátar-------------- sem vantaOi. Samkvæmt upplýsingum frá Slysavamafjelagi fslands var ekki ástæða til að óttast um neina háta í gærkvöldi, nema e. t. v. einn bát frá Siglufirði. Þar hafði þó ekki spurst til fjögra báta. Báturinn Kristbjörg frá Vestm.eyjum fór í fyrradag frá Patreksfirði áleiðis til Reykjavíkur. Spurðist ekkert til hans í gær, en kunnugir töldu, að hann myndi senni- lega hafa komist nndir Sand. Frá Vestm.eyjum vantaði nokkra háta, sem eru að drag- nótaveiðum á Breiðafirði og Vestfjörðum, en ekki var tal- ið, að bátar þessir myndu vera í hættu. í gærmorgun var vjelbátur- inn Garðar hætt kominn út af Kalmanstjörn. Var Belgaum, sem var staddur skamt undan Garðskaga, fenginn til að fara bátnum til hjálpar. Um hádegi var sjór tekinn að lægja og gat Garðar þá siglt til hafs. Hann kom til Keflavíkur í gær. Veðurhæð var 12 vindstig. Frá Véðurstofunni fekk blaðið svohljóðandi veðurlýsingu í gærkvöldi: Aðfaranótt mánudagsins gekk SA stormur og stór- rigning yfir Vesturland, en gerði mjög lítið vart við sig á austanverðu landinu. Snemma á mánudagsmorgun gekk vindur til SV-áttar og lygndi fljótt. Eftir veðurfregnum á þriðjudagsmorgun var hæg SV-átt á stóru svæði fyrir suðvestan landið, en óljós merki þess, að ný lægð væri að byrja að myndast yfir hafinu um 1600 km. SSV af Reykjanesi, en vandsjeð hve sterk hún yrði eða hver áhrif hún myndi hafa á veður hjer við land. Um hádegið var það ljóst, að lægðin mundi verða hættuleg, og var því gert ráð fyrir í veðurspánni kl. 15, að S-stormur j mundi skella á vestanlands með nóttunni. í gærkvöldi kl. 17 \ar stormsveipurinn um 700 km. SSV af Reykjanesi og hafði færst mjög í aukana. Var þá spáð S-hvassviðri eða stormi um alt land. Um miðnættið var stormsveipurinn kominn norður á móts við Reykjanes og hafði þannig færst 1400 km. á 12 klst., eða h. u. b. 120 km. á klst., sem er alveg óvenjulegur hraði á stormsveipum. Veðurhæð var mest um miðnættið í Rvík 12 vindstig (ca. 25 m. á sek.). Upp úr því gekk meira til SV-áttar og lygndi heldur. í morgun var stormsveipurinn norður af Vestfjörðum og var þá ofsaveður af suðvestri víða norðvestan lands. Tveir meiin drukna frá Siglufírði. Óttast um bátinn Þorkel mána. Mifclð nelatfón. Bátum hlekkist á. ÞEGAR sunnanrokið skall á á Norður- landi um sexleytið í gærmorgun, voru flestir bátar í róðri. I gærkvöldi voru 18 bátar ókomnir til Sigluf jarðar, og hafði spurst til þeárra allra nema Þorkels mána, Kristinns Er- lings, og óttast var ennfremur um Draupnir. f nótt var þó talið, að ekki væri ástæða til að óttast um þessa báta (skv. upplýsingum frá Slysavarnaf jelaginu) nema e. t. v. Þorkels mána. Áhöfn 5—8 manns. Um sexleytið í gær drukn- uðu tveir menn af vjel- bátnum Brúna. Mennirnir voru Eðvarð Solnæs vjel- stjóri (kvæntur, barnlaus) og Ingvar Sigurðsson frá Dalvík (ókvæntur). Togarinn Garðar var með Brúna, sem var með bilað stýri og vjelbátinn Einar í eftirdragi. Hafði komið leki að Einari og maraði hann í kafi. Skipshöfn- in var um borð í Garðari, en 7 manna skipshöfn var kyr í Brúna. Um 3 sjómílur fyrir utan Siglunes hitti Garðar Dr. Al- exandrine, sem var á leið frá Akureyri til Siglufjarðar. Ætlaði „Drotningin“ að hjálpa Garðari að koma Einari, sem óttast var um að sökkva myndi þá og þegar, til Sigluf jarðar. En svo slysalega vildi til að Drotningin rakst á Brúna og sökk hann samstundis. Fimm mönnum af áhöfninni tókst að bjarga um borð í Drotninguna en tveir druknuðu. Drotningin og Garðar komu til Siglufjarðar um 9 leytið í gær- kvöldi. Var vjelbáturinn Einar þá sokkinn. FRAMH. Á SJÖTTU S©U. Mikið tjón i V.-Skaftafells- sýslu. Brúin á Jökulsá í hættu. Ofært er á bílum aust- an úr Mýrdal vegna vatnavaxta í ám í Vest- ur-Skaftafells- og Rang- árvallasýslu. Varð í gær að selflytja þá, sem komu að austan. Brúin á Jökulsá á Sólheima- sandi er í hæítu. Hefir áin graf- ið sig fram í öldu fyrir austan brúna og er óvíst hvort tekst að afstýra stóru áfalli, ef að- gerð verður ekki framkvæmt fljótt (símar frjettaritari Mbl.) Hafa undanfarið gengið mikl- ar rigningar og hlýindi fyrir austan og hefir mikill Vöxtur hlaupið í ár, bæði jökulsár og bergvötn. Á Kálfafelli í Fljötshverfi hefir ofvöxtur hlauþið í Laxá, sem er bergvatn og rehnur vest- an Kálfafells og Kálfafells- kots. Var hlaupið með fádæm- um mikið (símar frjfettaritari Mbl.) og eyðilagði rafstöðina við Kálfafell, en þaðan fá raf- magn þrír bæir. Tók rafstöðin húsið, sem var úr steingteypu, burtu, og grulinurinn brotnaði. Vjelar stöðvarinnar standa eft- ir í rústunum, en eru undir möl og sandi. Flóðið eyðilagði stórt stykki í. tuni í Kálfafells- koti og ennfremur talsvert af nýrækt. Langri girðingu sópaði burtu, svo ekki sást urmull eftir. Árnar bera fram mikið af urð og grjóti. Búendur í Kálfa- felli, sem orðið hafa fyrir tjóni eru Stefán Þorvarðsson og son- ur hans Björn og Helgi Bergs- son. í Skaftártungu hefir Eld- vatnið við Stórahvammsbrú hlaupið á vegargarð og brotið hann. í Hólmsá hefir vöxtur ekki verið eins mikill síðan í Kötluhlaupunum. Hólmsá er jökulsá. Brúin yfir Hólmsá liggur yfir hátt gljúfur en áin flóði yfir brúna og braut skarð í kamp- ana báðum megin brúarinnar. Áin flæddi inn í svokallað Kötlugil og tók brú yfir gil- inu og komst inn í rafstöð, sem bóndinn í Hrífunesi á. — Um skemdir í rafstöðinni er óvíst. I Mýrdal hefir brúin á Klif- anda skekst. Hljóp Klifandi FRAMH. Á SJÖTTU SÍÐU.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.