Morgunblaðið - 10.10.1936, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 10.10.1936, Blaðsíða 2
2 MURGUNBLAÐIÖ Laugardagur 10. okt. 1936, %#• g Útgref.: H.f. Árvakur, Reykjavlk. Rttstjörar: Jón JCjartansson og Valt’S'r Stefánsson — ábyrgtSarmatíur. Rltstjórn og afgreiBsla: Austurstrætl 8. — Stmi 1600. Auglýsingastjóri: E. Hafberg. Auglýsingaskrif stof a: Austurstræti 17. — Stmi 3700. Heimaslmar: Jón Kjartansson, nr. 3742 Valtýr Stefánsson, nr. 4220. Árni Óla, nr. 3046. B. Hafberg, nr. 3770. Áskriftagjald: kr. 3.00 á mánuSi. í lausasölu: 15 aura eintakitS. 25 aura meS Lesbók. Kommúnisfar þiirkaðir ú(. Stefán Jóhanrt Stefánsson er nýkominn heim úr ferðalagi um Norðurlönd. Hailn hefir átt þess kost að kynnast kosninga- baráttum þeim, sem þar eru háðar um þessar mundir og birtir í gær í Alþýðublaðinu hugleiðingar sínar um þessi efni. Eins og við er að buast er Stefán töluvert hróðugur yfir sigri sósíalista. En í frásögn hans eru atriði, sem flokks- bræður hans hjer á landi hefðu ástæðu til að hugleiða í fullri einlægni og láta sjer að kenn- ingu verða. Allir, sem til þekkja, vita að sósíalistarnir íslensku fara miklu geifttara en flokksbræður þeirra í nágrannalöndunum. ílefir þetta sjerstaklega komið í ljós, eftir að áhrif kommún- ista ágerðust. Viku eftir viku hafa stjóm- arblöðin íslensku flutt slíkt níð um andstæðinga sína, að komm- únistar hafa aldrei komist lengra í þeirri iðju. Nú kemur Stefán Jóhann og segir frá kosningabaráttunni í Svíþjóð: „Persónulegar deilur hófu jafnaðarmenn alls ekki —- og svöruðu ekki,“. Og nokkru síðar segir Stefán Jóhann: „Kommúnistar eru gersam- lega að þurkast út um öll Norð- urlönd“. Það skín svo greinilega út úr allri frásögn Stefáns Jóhanns, að ekki verður um vilst, að hann fyrir sitt leyti, þakkar kosninga- sigur sænsku sósíalistanna ekki síst því, að þeir hafi forðast „persónulegar deilur“, og að þeim hafi tekist að þurka út kommúnismann. Þannig talar einn af leiðtog- um íslenskra sósíalista. Alþýðu- blaðið verður að bíta í það súra epli að birta þessi ummæli al- veg athugasemdalaust. En í rauninni eru þau hin sárasta hirting á alla starfsmenn og stefnu blaðsins undanfarna mánuði. íslensku stjórnarflokkarnir hafa álitið það sigurvænlegast að ganga til samfylkingar við kommúnista. Kodhingaúrslitin mættu verða til þess, að eitt- hvert hik kæmi á þá í því makki. HRINGIIRINN UMIIVEIÍFIS MADRID ÞRENGIST. Aðeins örlltið svæði að suSaustan tjrir stjórnina el hún vlll lljja. Hlntleysið og Rússar. Óttast að Rússar styðji Madrid strax. Verður rannsóknarnefnd send til Spánar? Hlutleysisnefndin sat á rökstólum í London í gær til þess að ræða á- kæru Sovjet-Rússa á hendur Þjóð- verjum, ítölum og Portúgölum, um sama leyti og uppreisnarmenn á Spáni voru að loka hringn- um umhverfis Madrid með hersveitum sínum. Að- eins lítið svæði suðaustan við borgina er enn í höndum stjórnarinnar og er sagt að uppreisnar- menn ætli að skilja þessa leið eftir opna, (segir í Lundúnafregn F.Ú.), til þess að stjórnin geti, ef hún vill, flúið þá leiðina frá Madrid og muni! það flýta fyrir falli borgarinnar. Þýsk blöð segja fullum fetum í gær, að ákæra Sovjet- stjórnarinnar sanni ekki annað en það, að Rússar óttist að Madrid muni þá og þegar falla í hendur uppreisn- armönnum. Málgagn utanríkismálaráðherrans, Berliner Börsen Zeitung“, segir að bolsjevikkar óttist þann álits- hnekki, sem þeir muni hljóta af ósigri Madridstjórnar- innar og þess vegna verði þeir að skunda henni til hjálpar. „Berliner Lokalanzeiger“ segir að sovjetstjórnin hafi nú neyðst til að láta grímuna falla, og lýsa yfir opinberlega stuðn- ingi sínum við spanska stjórnarliðið (segir í Berlínarfregn F.Ú.). Alment er óttast (símar frjettaritari vor) að Rúss- ar muni ekki ætía að híða eftir úrskurði hlutleysis- nefndarinnar, sem ekki mun geta legið fyrir fyr en rannsóknanefnd, sem væntanlega verður send til Spánar, hefir skilað áliti, heldur veita Madrid opin- beran stuðning undir eins. Getur þá svo farið, að Italir og Þjóðverjar gangi til liðs við uppreisnarmenn og getur af- leiðingin af því ekki orðið önn- ur en Evrópustyrjöld. Hlutleysisnefndin helt tvo fundi í gær. Meðal fulltrúa voru menn frá Rússlandi, Þýskalandi, Ítalíu og Portúgal, en alls frá 27 löndum. Fundurinn fór fram fyrir lok- uðum dyrum, og hefir engin opinber tilkynning verið gefin | út um störf hans, en talið lík-1 legt, að eitthvað verði birt af! fundinum seint í kvöld. Það er aðeins vitað, að nefnd in hafði til meðferðar kærur utanríkisráðherrans á Spáni og sovjetstjórnarinnar um brot á hlutleysissamningnum af hálfu | Portúgals, Þýskalands og Ítalíu (segir í Lundúnafregn F.Ú.). Litvinoff vill styðja Madridstjórnina. I annari Lundúnafregn F.Ú. segir, að gert sje ráð fyrir því, að rússneska stjórnin muni hafa farið fram á, að óhlutdræg nefnd manna verði send til landamæra Spánar og Portú- gals, til þess að rannsaka á staðnum, hvað sje hæft í því, að vopnaflutningar eigi sjer stað pm Portúgal til Spánar. í frjett frá Lissabon er sagt, að portúgalska stjórnin hafi lýst því yfir, að hún muni ekki undir neinum kringumstæðum leyfa erlendum. þjóðum nein af- skifti af sínum málum. Engin ljós má kveikja í Madrid frá því í gærkvöldi. Q^íec/o-wfíro7> /örítria'. BitÖáCb > Macl/’d AN-DORKA Unda Baro! 'AUcsntz Murcía /ö/c/// Córdóbac Sevilia Cartagena; Granada ■i‘t. J Hjnerix: ’Gtbrslter *\Tetuan. W-titia. '**■**♦* t**' Skástrikað: Uppreisnarmenn. — Óstrikað: Stjórnarliðið. „Getum lagt borgina í rústir á örfáum klst.“ Iskeyti frá Madrid til einnar af stærstu frjettastofum Breta, segir að það verði með degi hverjum ljósara hve ástandið í Madrid sje alvarlegt. Er óttast að þá og þegar kunni að vera gerð loftárás á borgina og eru nú gerðar örþrifatilraunir til varnar. Má ekkert ljós kveikja í borginni frá því í gærkvöldi. Flugsveitaforingi uppreisnarmanna, Kindelan, hefir látið svo um mælt: „Við getum á örfáum klukkustundum lagt Mad- rid í rústir, en við ætlum ekki að gera það, nema við sjeum neyddir til þess“. Allir vopnfærir verkamenn og menn úr millistjettunum í Madrid, hafa verið sendir út í skotgrafirnar og steinsteypuvíg- in umhverfis borgina. í gær náðu uppreisnarmenn á sitt vald borgunum Siguenza og San Martin á vígstöðvunum norðvestan við Madrid. San Martin er um 55 km. fyrir norðvestan borgina og eru þá að- eins 16 km. milli, hersveitanna þar og á Talavera vígstöðvun- um. Á suðvesturvígstöðvunum hafa uppreisnarmenn eyðilagt járnbrautina um Aranjuez til austurstrandarinnar með loftárás. Stjórparliðar tilkynna aftur á móti að námumennirnir í Asturiu hafi tekið Oviedo og náð á sitt vald flestum opinberum byggingum, þ. á m. útvarpsstöðinni. Uppreisnarmenn virðast algerlega einráðir í Gibraltar- sundi. í gær fóru sex herskip og tíu flugvjelar á milli Marokko og Spánar með hermenn og hergögn til uppreisnarmanna. KOMMÚNISTAR FENGU 10 FUNDI í STAÐ 56. í dag átti Salengro innanrík-! höfðu ráðgert að halda, verða isráðherra Frakka langar við- haldnir 10 fundir. ræður við leiðtoga franska í þessum hjeruðum er tals- kommúnistaflokksins, og varðjverð andúð gegn kommúnisma, niðurstaðan af viðræðum þeirra og einnig gegn nazisma, en sú, að í’stað 56 funda í Elsass kjörorðið er: „Hvorki Moskva og Lothringen, ev kommúnistar 'nje Hitler“. (FÚ.).

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.