Morgunblaðið - 10.10.1936, Blaðsíða 3
Laugardagur 10. okt. 1936.
MORGUNBLAÐIÐ
3
Hetjurnar r 1 Yfir tvær miljónir króna I fátækraframfæri o
1 Alcazarvíginu og atvinnubætur i Reykj lavik árið sem leið
Þessi mynd er af nokkrum af hinum fræknu verjendum Aleazarvígisins.
Fátækraframfærið hækkaði á
árinu um 360 þús. króna.
Útistandandi skuldir bæjarsjóðs vegna
fátækrastyrks þurfamanna annara
sveitartjelaga 628 þús. króna.
Reikningur Reykjavíkurbæjar fyrir árið
1935, sem kom út í gær sýnir, að
kostaðurinn við fátækraframfærið
hefir vaxið um 360 þús. kr. á árinu og að saman-
lagður kostnaður við fátækraframfæri og at-
vinnubætur hefir orðið yfir 2 miljónir króna.
Ennfremur sýnir reikningurinn, að hréin éign bæjarins
hefir á árinu vaxið um 1,4 milj. króna, en skuldir bæjarsjóðs
vaxið um 900 þús. krónúr.
Þrir konungar
og einn forseti
tala i útvarp.
Dagskrárliður
norræna dagsins.
KHÖFN í GÆR. FÚ.
Norræna deginum, sem
er 27. október, ætla
konungar allra Norðurlanda
og forseti Finnlands að
flytja ræður í útvarpið, hver
í sínu landi, og mun Kristj-
án konungur X. tala fyrir
hönd íslands og Danmerkur.
Ræðunum verður endurvarp-
að um Öll Norðurlönd, og
fjölda annara landa.
Nefnd sú, er kosin var af Nor-
ræna fjelaginu til þess að endur-
skoða sögunámsbfekur á Norður-
löndum, liefir nú lokið störfum
sínum, en þau voru í því fólgin,
að fara í gegn um nálægt 150
námsbækur, og gagnrýna þær.
Bók upp á 200 síður, |em hefir
inni að halda gagnrýni nefndar-
manna, er nú verið að prenta í
Helsingfors, og á bókin að koma
út á „Norræna deginum“. Þess er
sjerstaklega getið, að engir á-
rekstrar hafi orðið í starfi nefnd-
arinnar við að nema burtu úr bók-
unum sögulegan misskilning og
rangfærslur.
Af íslands hálfu hafa sjerstak-
lega verið gerðar athng'asemdir í
þá átt, að í norskum námsbókum,
sem fjalla um elstu tíma íslands-
bygðar, verði Island ekki talið
sambandsríki við Noreg.
íslensk kona
100 ára.
Salbjörg Einarsdóttir.
100 ára afmæli á í dag' Salbjörg
Einarsdóttir frá Akureyjum í
Helgafellssveit. Hvm dvelur nú í
Skógum á Fellsströnd, hjá dóttur
sinni, Margrjeti, Og manni bennar,
Jóhanni Jónassyni.
Salbjörg bjó í 56 ár í Akureyj-
um með manni sínum, Sigmundi
Guðbrandssyni. JSignuðust þau
hjón þrjár dæfúr, sem allar eru
á lífi.
Salbjörg' á 18 barnabörn og 2
barnabarnabörn.
Hún er nú rúmliggjandi, en fer
í föt meðan búið er um rúm henn-
ar. Salbjörg las og skrifaði til
níræðisaldurs, en fyrir 5 árum
varð hún alblind. Hún er vel mál-
hress og heyrir nokkurnveginn.
En minni er hún farin að tapa og
man meira, sem gerðist í æsku
hennar og uppvexti en athurði
síðari ára, eins og títt er um há-
aldrað fólk.
Mentamál, apríl—sept.-heftið er
komið út.
Stúlkubarn lær-
brotnar i um-
ferðarslysi.
EITT umferðaslys enn —
alvarlegs eðlis — varð í
gærmorgun.
Fimm ára gamalt stúlkubarn,
Ólöf, dóttir fsleifs Þorsteinssonar
sÖðlasiniðs á Grettibgöttt 6ð, varð
í gærmorgun fyrir rteiðhjóli og
lærbrotnaði.
Hjólreiðamaðurinn ók sem hrað-
ast brott og hefir ekki fundist
ennþá.
Hlysið vildi til kl. 9% í gær-
morgun er Ólöf litla var að koma
út úr búsagarði híissins nr. 60 við
Grettisgötu.
Piltur á reiðhjóli ók á stúlkuna
svo að liún fell við og' fór hjólið
yfir liægra læri liennar, sem brotn-
aði.
Maður, sem var þarna á gangi,
sá piltinn liverfa fvrir horn á
hjólinu og gat ekki týst honum
öðru vísi en að hann var í brún-
um ,,overall“.
Maðurinn kom Ólöfu litlu til
aðstoðar og var hún flutt á Landa-
kotsspítala.
Lögreglan leitar hjólreiðapilts-
ins og tekur fegins hendi á móti
upplýsingum, sem kynnu að leiða
í Ijós hver piltur þessi er.
180 manns í at-
vinnubótavinnu.
Bæjarráð samþykti i gær, að
fjölga í atvinnubótavinnu í bæn-
um upp í 180 manns, frá næst-
komandi fimtudegi að telja.
Það er hinn gífurlegi kostn-
aður af fátækraframfærinu,
sem vekur sjerstaka athygli í
sambandi við þenna síðasta
reikning Reykjavíkurbæjar.
Kostnaðurinn við fátækra-
framfærið og sjúkrastyrkir bæj-
arins hafa árið sem leið verið
sem hjer segir, talið í þúsund-
um króna (í svigijm tilsvar-
andi tölur 1934) :
Fátækraframfærið 1,136
(858), skuldaaukning annara
sveitarfjelaga 156 (116), eftir-
gjafir skulda annara sveita 35
(6), sjúkrastyrkir innanbæjar-
manna 91 (78), óafturkræfur
sjúkrastyrkur utanbæjarmanna
1 (0).
Heildarkostnaður bæjarins af
fátækraframfærinu og sjúkra-
styrkjum nam á árinu kr.
1,421,149,75, en kr. 1,059,398,30
árið 1934. Nemur því hækkun-
in yfir 360 þús. króna.
En þar með eru ekki öll kurl
komin ti,l grafar, því að hjer við
bætast atvinnubæturnar, sem
eru raunverulega ekkert ann-
að en fátækrastyrkir.
Til atvinnubóta var alls var-
ið á árinu kr. 666,931,68, þar
af úr ríkissjóði um 258 þús. kr.
Af fje þessu var varið í þágu
ríkisins um 175 þús. kr., til
vegagerðar o. fl.
Alls hefir því verið varið á
árinu til fátækraframfæris,
sjúkrastyrkja og atvinnubóta
rúmlega 2 milj. króna.
Og þegar þess er gætt, að
heildarútgjöld bæjarsjóðs skv.
rekstrarreikningi voru á árinu
4,7 milj. kr. sjá væntanlega all-
ir, hve alvarlegt það er, að full-
ar 2 milj. króna útgjaldanna
fari 1 fátækrasframfæri, beint
og óbeint.
Þessar tolur sýna full greini,-
lega, hvernig ástand hinna vinn
andi stjetta er í þessu bæjar-
fjelagi, undir þeirri ríkisstjórn,
sem skreytir sig með nafnbót-
inni: „Stjórn hinna vinnandi
stjetta“.
„Yinna handa öllum, . sem
vilja vinna“, var kjörorð rauð-
liða fyrir síðustu kosningar. Fá-
tækraframfærið og atvinnu-
bótafjeð í Reykjavík árið sem
leið bera átakanlega vitni þess,
hvernig efnt hefir verið þetta
aðalkosningaloforð raíuílíða.
Með sama áframhaldi, er ekki
annað sýnilegt en að kjörorð 'raúð^
lrða> við næstu kosningar, að því
er verkalýðinn í Reykjavík snert-
ir,' verði þetta: Allir á fátækra-
framfæri!
*
Þess var getið hjer að framan,
að skuldir annara sveitarfjelaga
við hæjarsjóð, vegna fátækrafram-
færslu og sjúkras'tyrkja hafí auk-
ist árið sem leið um 156 þús. kr.
(nákvæm er talan kr. 155.923.39).
En alls námu þessar skuldir
annara sveitarfjelaga í árslok kr.
628.528.01.
Nokkuð af þessari miklu skuld
fæst væntanlega inn nú, í sam-
bandi við kreppuhjálpina til ann-
ara sveitarfjelaga. En hversu mik-
ið Reykjavíkurbær fær af skuld-
inni er ókunnugt ennþá.
Fræðslunefnd. Bæjarráð gerði
þá tillögu til bæjarstjórnar á
fundi sínum í gær, að þóknun.
manna í framfærslunefnd skyldi
vera 10 kr. fyrir hvern fund.
Bjarni Sigurðsson læknir hefir
verið skipaður hjeraðslæknir í
Reykdælahjeraði frá 1. októher að
telja.
Erlendur Erlendsson, Baróns-
stíg 31, starfsmaður hjá 'Slátur-
fjelagi- Suðurlands ,er ekkert við-
riðinn málið út af hvarfi stúlk-
unnar á Eskifirði. Yar greinilega
sagt frá því í blaðinu í gær, að
Erlendur sá, sem um ræðir, hefir
undanfarið verið á Litla-Hrauni
og því ekki liægt að villast á hon-
um og manni, sem hefir fasta
stöðu hjer í bænum.