Morgunblaðið - 10.10.1936, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 10.10.1936, Blaðsíða 8
8 MORG UNTLAÐIÐ Laugardagur 10. okt. 1936- Maufis&apM? Nýr silungur í dag. Nú er hver síðastur. Fiskbúðin P’rakka Btíg 13. Sími 2651. Freðfiskur, barinn og óbar- inn, 1/2 kg. 75 aura. Riklingur í pökkum. Þorður Gunnluagsson, Framnesveg 1. Sími 4612. Acco-haframjöIiS marg eftir- spurða; Hrísgrjón, 3 tegundir; Victoriu, hýðisbaunir og græn- ar baunir. Þórður Gunnlaugs- son, Framnesveg 1. Sími 4612. | Sósur: Tomat — O. K. (Pi- quant.) — Worchstershire, 2 tegundir — Pickles, og allskon- ar krydd. Þórður Gunnlaugsson, Framnesveg 1. Sími 4612. Hreinlætisvörur; Burstar, allar tegundir; Sápur; Lux, Channes o. m. fl.; Tann-, rak- og andlitscreme; Púðui; Brill- iaritine. Þórður Gunnlaugsson, Framnesveg 1. Sími 4612. Rúgmjöl, gott og ódýrt. Þor- stejnsbúð. Sími 3247. Rúsínur — Sveskjur — Grá- fíkjur — Apricots — Bland- aðir Ávextir — Epli — ódýrt í Þorsteinsbúð. Sími 3247. Saltpjetur — Rúllupylsugarn og tilheyrandi, krydd, ódýrt í Þorsteinsbúð. Sími 3247. Kandís, dökkrauðar hellur — Vaftillestengur — Kókósmjöl — ódýrt í Þorsteinsbúð. Sími 3247. Lítill vörubíll til SÖlu. Upp- lýgjngar Verslunin Katla, Lauga vég 27. 50—60 úrvals kynbóta- hagfisni (hvítir ítalir) til sölu. Ei'rinig 2 stór fuglabúr. Hænsna- bú V. O. Bernhöfts, Litla- Hvammi við Engjaveg. Úrval af hinum viðurkendu góðu fataefnum frá Gefjun, stöðugt fyrirliggjandi. Tek einn- ig fataefni til saumaskapar. 1. flokks Saumastofa. Klæðaversl- unin Guðm. B. Vikar, Lauga- vegi 17- Sími 3245. Kaupi íslensk frímerki hæsta verði og sel útlend. Gísli Sigur- björnsson, Lækjartorgi 1. — Opið 1—5. Kaupi Kreppulánasjóðsbrjef, Veðdeildarbrjef og hlutabrjef í Eimskipafjelaginu. Sími 3652, kl. 11—12 og 4—6. i Kaupi guli og silfur hæsta verði. Sigurþór úrsmiður, Hafn- arstræti 4. Kaupi gull hæsta verði. Árni i Björnsson, Lækjartorgi. Stórt úrval af rammalistum. Innrömmun ódýrust. Verslunin Katla, Laugaveg 27. Kaupi gamlan kopar. Vald. Poulsen, Klapparstíg 20. Vjelareimar fást bestar hjá Poulsen, Klapparstíg 29. Trúlofunarhringana kaupa menn helst hjá Árna B. Björns- syni, Lækjartorgi. IÞýskalandi, sem annarsstað- ar, verða margir þeir, sem bílum aka, til þess að brjóta um- ferðarreglurnar, m. a. með því að aka of bart. Þar í landi er nú reynt að draga úr afbrotum þessum með sjerstökum hætti. Þegar menn verða uppvísir að því að bafa ek- ið of hart, er sett sjerstakt áhald í vjelar bílanna, sem gera það að verkum, að ekki er hægt að aka bílunum nema með mjög vægum liraða. Þeir brotlegu eru svo dæmdir til þess að hafa þessa „hemla“ á bílunum um ákveðinn tíma. * Eitt sinn var hinn heimsfrægi tónsnillingur Liszt í höll I Rússakeisara og hjelt þar hljom- | leika. Bn alt í einu varð hann ! þess var, að keisarinn gaf honum ; ekki meiri gaum en svo, að hann ! sat og skeggræddi við hirðmenn i . ! snia. Liszt hætti þegar, og varð ! dauðaþögn í salnum, uns keisar- ; ina vatt sjer að tónsnillingnum Kjötfars og fiskfars, heima- tilbúið, fæst daglega á Frí- kirkjuvegi 3. Sími 3227. Sent heim. FæSi og einstakar máltíðir í Café Svanur við Barónsstíg. Ef þú ert svangur, farðu á Heitt & Kalt. Ef þú ert lystar- lítill, farðu á Heitt & Kalt. Mikill og góður matur á Heitt & Kalt. Fyrir lágt verð. og spurði, hverju þetta sætti. I — Yðar hátign, svaraði Liszt, þegar keisari allra Rússa talar, j verða aðrir dauðlegir menn að ! Þegja. Keisara varð orðfall. En hann bað formann lögreglunnar að at- huga, hvaða maður þessi Liszt væri, sem þannig hegðaði sjer. Lögreglan gaf keisaranum skýrslu, og fanst hun nýlega af hendingu. í skýrslunni er sagt: Liszt er ungverskur að ætt. O- kunnugt um foreldra hans. Hann er hættulegur maður, drykkfeld- ur, með róttækar skoðanir. Honum var vísað úr landi. Jack Dempsey ætlar að keppa í hnefaleik við hnefaleikarann Bdder Bgan og láta ágóðann af leiksýningunni renna í kosninga- sjóð Roosevelts. * Mikill undirbúningur er nú undir árshátíð hinna ítölsku fasc- ista. Br mælt að hún eigi að vera með óvenjulega mikilli viðhöfn. Heyrst hefir, að Mussolini ætli m. a. að lialda daginn hátíðlegan með því að gera Yictor Emanuel að keisara. * Ný aðferð hefir verið tekin upp á þessu ári við söfnun kókos- hneta í Austur-Indíum. Hafa apar verið tamdir til þess að klifra upp í kókospálmana og tína hneturnar. En til þess að hafa hemil á öp- unum þarf að hafa þá í bandi. Með þessu móti afkastar liver api meira verki en nokkur verkamað- ur. Verkamenn, sem hafa haft at- vinnu af söfnun hnetanna eru sár- gramir yfir að hafa fengið skæða keppinauta þar sem aparnir eru. * Þegar Svíar mistu Álandseyjar var þar lierlæknir í Eksjö, sem hjet því, að láta hvorki raka nje klippa skegg sitt fyrri en eyjarn- ar yrðu sænskar aftur. Hann hefir haldið þetta heit sitt, og er nú talinn einhver mesti síðskeggur í heimi. * Tveir veiðimenn lögðu sig til svefns úti í skógi hjer á dögun- um nálægt Stavanger. Þeir vökn- uðu við að örn einn rjeðst á þá með miklu offorsi. En áður en þeir höfðu náð skotvopnum sínum, var örninn kominn úr skotfæri. # Bókband hvergi ódýrara en á Frakkastíg 24.-------• Saumastofan, Bragagötu 38,. saumar og sníður allan dömu- og barnafatnað. AthugiS! Hattar, sporthúfur, sokkar, nærföt og margt fleira.. Handunnar hattaviðgerðir, þær einustu bestu, sama stað. Karl- mannahattabúðin. Gluggahreinsun og loftþvott- ur. Sími 1781. j Úraviðgerðir afgreiddar fljótfc !og vel af úrvals fagmönnum: ihjá Árna B. Björnssyni, Lækj- artorgi. JCettsjCct' Kenni íslensku, dönsku, ensku, og þýsku. Upplýsingar í Síma 3726, eftir kl. 8 á kvöldin. Garðar Svavarsson. Kenni þýsku. Sigurður Jón— asson, Ægisgötu 10. Sími 2657... &ÚfontUnaa# Geymsla á reiðhjólum. Reið- hjólaverkstæðið Valur, Kirkju— stræti 2. Sími 3769. Friggbónið fína, er bæjarins ^esta bón. Hattastofa mín er flutt li Austurstræti 17 (L. H. Múller)> Hattar saumaðir eftir pöntun. Hattar gamlir gerðir sem nýir.. Hattar saumaðir upp úr herra?- höttum. Kristín Brynjólfsdóttir: RUBY M. AYRES; LÍFIÐ KALLAR. 4 Hvemig gat á því staðið, að hún mundi svona greiniiega eftir honum? Hvers vegna var hann stöð- ugt í huga hennar? „Jeg sje hann aldrei aftur“, reyndi hún að segja við sjálfa sig. En þó vissi hún með sjálfri sjer, að hún myndi einhverntíma hitta hann síðar. Vagninn nam staðar og hún stóð á fætur, fegin því að vera komin heim. Hún var þakklát yfir, að Maisie hafði boðið henni að þúa hjá sjer. Maisie var dugnaðar manneskja og þekti lífið. Hún fór með lyftunni upp í íbúð vinkonu sinnar. Það var dýr íbúð, með dýrindis húsgögnum. Það var eins og að koma í himnaríki, eftir hinar ljótu og ó- smekklegu stofur á hennar fyrra heimili. „Frúin er þrej-tuleg", sagði stúlkan, sem opnaði fyr- ir henni. „Jeg var rjett að fara inn með teið. Á jeg ekki að setja bolla fyrir yður líka?“ „Jú, þakka yður fyrir“. Helena reyndi að brosa. Það var ekki laust við, að hún hefði beyg af Walters! „Er rniss Garrould ein?“ „Nei, Mr. Sarnson er inni“. „Jæja, þá —“. Helena sneri við og ætlaði inn í her- bergi sitt. Hún þekti Samson ekki og var ekki í skapi til þess að vera með ókunnugum. En rjett í þessu var hurðin inn í dagstofuna opnuð, og Maisie kallaði í hana. „Nell, hvert ert þú að fara? Mig langar til þess að tala við þig“. Helena Ijet strax að vilja Maisie, eins og hún var vön. Hún hafði tekið af sjer hattinn og strauk hárið upp frá enninu um leið og hún kom inn í dagstofuna. „Ætlaðirðu að læðast upp í herbergið þitt?“ sagði Maisie í ásökunarróm. „Má jeg ekki kynna þig fyr- ir Mr. Samson. — Mr. Samson — Mrs. Latimer!“ Helena leit upp og brosti hæversklega — en brosið hvarf skyndilega af vörum hennar og henni hnykti við, er hún mætti hinu rólega og rannsakandi augna- ráði mannsins, sem litið hafði upp í gluggann til hennar fyrir viku. „Komið þjer sælar!“ Rjett sem snöggvast brá fyrir einkennilegum glampa í augum hans. „Höfum við ekki sjest fyr?“ sagði hann eftir stutta þögn. „Nei“. Helena hristi höfuðið. Hún gekk að stólnum, þar sem Maisie sat. Henni fanst hún þurfa verndar við, en gat ekki gert sjer ljóst, hversvegna. „Nei‘, sagði hún aftur, eins og hún væri á verði gagnvart einhverju, „við höfum áreiðanlega ekki hitst fyr“. Samson brosti. „Þá er það mjer sem skjátlast“, sagði hann. „Má jeg lijálpa þjer, Maisie“. Hann dró fram stól fyrir Helenu og helti síðan tei í bolla fyrir hana og rjetti henni. Síðan settist liann aftur við hlið Maisie á legubekkinn. „Jeg vona að þú munir eftir því, að þú ert búin að lofa að borða miðdegisverð með mjer í kvöld“, sagði hann við hana. „Jeg veit, að þú ert mjög gleymin á slík loforð, svo að jeg leyfi mig að minna þig á það“. Maisie fór að hlæja. „Þó undarlegt megi virðast, var jeg ekki búin að gleyma því“, svaraði hún blátt áfram. „Mjer þykir altaf gaman að fara út með þjer — jeg fæ jafnan ein- hverja nýja hugmynd í bókina mína“. — Hún leit á Helenu. „Jeg er vön að segja, að Martin skrifi helm- inginn af bókunum mínum“, sagði hún. „Reyndar“, bætti hún við og sneri sjer aftur að sessunaut sín- um, „kem jeg ekki, nema taka Helenu með mjer. Við búum saman, og jeg fer ekki út án hennar, hvað sem þú segir við því“. „Mjer væri sönn ánægja að því, ef Mrs. Latimerr vildi koma líka“, sagði Mr. Samson kurteislega. En Helena hristi höfuðið. „Það er mjög fallegt af ykkur — báðum tveim, að' vilja hafa mig með ykkur“, sagði hún dálítið gröm. „En jeg get ekki þegið boðið. Mjer þykir það leitt, en jeg er síst í skapi til þess að skemta mjer um þessar mundir“. „Vitleysa!“ sagði Maisie stutt í spuna. „Það er ein— mitt það, sem þú átt að gera. Þú þarft að lyfta þjer- upp. Jeg hefi sett mjer þá góðu reghi að neita aldreii góðu boði“. Samson fór að hlæja, en Helena sagði beiskjulegar „Kallar þú þetta boð? Þú sagðir hreint og beint, að þú tækir mig með þjer, án þess að spyrja Mr. Sam~ son, hvort honum líkaði betur eða ver“. „Hefði jeg vitað, að þjer byggjuð hjá Maisie, liefði' jeg strax beðið yður að gera okkur þá ánægju að koma líka“, svaraði Samson, og gáskafullur svipur- skein úr augum hans. „Við getum alls ekki skemt okkur, neina þjer- komið!“ „Ef Helena fer ekki, fer jeg ekki heldur“, sagðil Maisie ákveðin, um leið og liún fjekk sjer köku. „Það, er útrætt mál“. Helena leit á hana, gröm á svip. „Þú gerir mjer það ómögulegt að vera heima“,, sagði hún. „Já, auðvitað, og þessvegna þiggur þú boðið. Við komum báðar og þökkum fyrir boðið, Martin“. „Hver er þetta eiginlega?“ spurði Helena forvitnis- lega, þegar Martin var farinn. Hún stóð á fætur og gekk út að glugganum, til þess að horfa á eftir honum, . Maisie ypti öxlum. I í ííf Ví

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.