Morgunblaðið - 20.10.1936, Síða 2

Morgunblaðið - 20.10.1936, Síða 2
2 MORGtTNBLAÐIÐ Þriðjudagur 20. okt. 1936. Útgef.: H.f. Árvakur, Reykjavlk. Ritstjðrar: Jðn Kjartansson og t’. i V.altýr Stefánsson — ábyrgBarmatSur. 'RlíStjðrn og afgreiðsla: Austurstræti 8. — Slml 1600. Áuglýsíngastjðri: E. Hafberg. Auglýsingaskrif stof a: A,usturstEæti 17. — Slmi 3700. , Helmaslmar: Jðn Kjartansson, nr. 3742 Valtýr Stefánsson, nr. 4220. Árni Óla, nr. 3045. E. Hafberg, nr. 3770. Askriftagjald: kr. 3.00 á mánuiSl. í lausa,sölu: 15 aura eintakið. 25 aura meB Lesbðk. „Áminningarbrj6fið“. Fjöllin tóku jóðsótt og fædd- ist ofurlítil mús. Vestmanna- eyjarannsókninni frægu er nú lokið. Árangurinn er sá, að at- vinnumálaráðherra hefir skrif- að bæjarstjóra Eyjanna ,,á- minningarbrjef“. Saknæmara var nú málið ekki. .Það var skömrnu eftir að nú- verandi ríkisstjórn settist að völdurh, að kæra barst frá meiri hluta bæjarstjórnar á ísafirði út |f framferði þáverandi, bæj- arstjóra Ingólfs, Jónssonar og flokksbræðra hans. Ráðherra tók þessa kæru og stakk henni tafarláust uridir’ stól. Ári síðar berst kæra frá minnihlútanum í bæjarstjórn Véstmannaeyja yfir framferði bæjarstjóraus þar og flokks- bræðra hans. Ef það var rjett að stinga ís- firsku kærunni undir stól, þá var það ekki síður rjett um kæruna frá Eyjum, því að henni stóð þó aðeins minni hluti bæj- arstjórnar. En sá var munur, að á Isa- firði voru flokksmenn ráðherr- ans ákærðir, en í Vestmanna- eyjum voru þeir ákaerendur. Þessvegna er ákæran úr Eyjum tekin til greina. Sendir ráðherra bróður sinn til Eyja til að rann- saka málið. Og finnur hann ekkert saknæmt. Liggur nú málið niðri um stund. En svo byrjar samfylk- ingarmakkið fyrir alvöru milli rauðu flokkanna. Þá sjá komm- únistar í Eyjum sjer leik á borði, að taka upp klögumálin að nýju. Knýja þeir nú á dyr Haralds Guðmundssonar, heimta rannsókn og tilnefna sjálfir rannsóknarann. Og Haraldur liggur flatur fyrir kröfum kommúnistanna, — þótt bróðir hans hefði ný- lega sannað að hún var ekki á rökum reist — fyrirskipar rann- sóknina og útnefnir þann mann, sem kommúnistar höfðu bent á. Svo er bara eftir að nefna manninn. Og hver mundi það hafa verið? Jú, það var Ingólf- ur Jónsson, fyrverandi bæjar- stjóri, á ísafirði, maðurinn, sem enn liggur undir ákærunni, sem stungið var undir stól! Nú hefir þessi maður lokið rannsókn sinni og málinu lýkur með málamynda ,,áminningu“. Svona er þá í fám orðum saga þessa máls. Geta menn svosjálfir dregið ályktanir sínar um rjett- lætistilfinningu og óhlutdrægni íslenskra stjórnarvalda af þeirri frásögn. KOSXIMGARSAR 1 SÍOKEGl. w Ohemju þátHaka: Víða alt að þvi ÍOO O o Sðsialistar bjóða fram hægfara stefnuskrá til að draga atkvæði. !f Talningu Iokið á hádegi í dag. Það er ekki búist við að talningu í norsku kosningunum verði lokið fyr en á hádegi í dag. Um miðnætti var búið að telja í 375 hjeruðum og 20 bæjum, eða 420 þús. atkvæði (362 þús. í kosning- unum 1933). Atkvæðin skiftust þannig: 1933 Hægri........................ 69.000 49.000 Frjálslyndi fólksfl........... 2.000 3.400 Bændafl...................... 84.000 86.000 Frjálslyndi (vinstri) fl... 68.000 75.000 Sameiginlegir listar borgarafl. 21. þús. Nazistar...................... 5.400 6.900 Sosialistar................. 161.000 127.000 Umbótafl...................... 9.500 2.300 Kristilegi fólksfl............ 1.500 4.900 VÍGSTAÐAN I GÆRKVÖLDI. Skotdrunurnar heyrast í Madrid. MótstaOa stjórnarhersins linast. Er uppreisnarmenn tóku borgina Illescas, 25 mílur fyr- ir sunnan Madrid, gætti ekki neinnar verulegrar mótspyrnu af hálfu stjórnarliðsins. Þykir sumum sem þetta muni benda til þess, að mótstaða stjórnarhersins sje að linast. Sækja uppreisnarmenn fram, bæði að norðan og sunnan. Er sagt, að í Madrid heyrist nú skotdrunurnar frá vígstöðvunum sunnan við borgina. Afstaðan á vígstöðvunum var í gærkvöldi þessi: SUNNAN VIÐ MADRID: í gegn um Illescas liggur vegur til norðvesturs, í áttina til Valmajado. Er nú búist við, að Valmajado verði tekin innan skamms og mun þá uppreisnar- mönnum veitast auðvelt að komast að baki stjórnarhersveitun- um. Uppreisnarmenn tilkynna, að þeim miði nú óðum áfram í áttina til Madrid frá Illescas, og að hersveitir þeirra sjeu nú innan 24 kílómetra frá höfuðborginni á þessum stöðvum. NORÐVESTAN VIÐ MADRID: Uppreisnarmenn tilkynna, að þeir sjeu í þann veginn að taka Escorial, hina miklu höll Filips II. Er talið ómögulegt að hjá því verði komist að stjórnar- liðið þar verði umkringt, ef það getur ekki bjargað sjer þaðan í tæka tíð. Þá tilkynna uppreisnarmenn að þeir sjeu í þann veg- inn að komast að baki stjórnarhernum í Guadaramafjöllum. Madridstjórnin hefir látið gera varnarvirki á öllum veg- um, sem til borgarinnar liggja. Hún hefir komið hersveitum sín- um vel fyrir, og gert tvöfalda línu af varnarvirkjum umhverfis borgina. í borginni hefir hún komið upp öryggisskýlum, þangað, sem fólki er ætlað að flýja, ef til harðvítugrar loftárásar kem- ur. I dögun á laugardagsmorgun fór lögreglan í Madrid hús úr húsi um alla borgina, í leit að stuðningsmönnum uppreisn- armanna, og hafa allir, sem grunaðir eru um samhyggð með málstað uppreisnarmanna, verið læstir inni. Þetta er svar við þeirri staðhæfingu, er Franco hershöfðingi á að hafa gert, að í höfuðstaðnum hefði hann nægilegt vinalið til þess að hann gæti unnið borgina með aðstoð þeirra. (Samkvæmt einkaskeyti og FÚ.). Hafa eitt miljónum í kosn- ingabaráttunni. Mikilvægustu kosn- ingar síðan 1905. Þátttakan í 'nórsku stórþingskosningun- um, sem kallaðar ,hafa verið mikil- vægustu kosningar síðan í sambands- baráttunni 1905 og sem fram fóru í gær, hefir verið meiri en dæmi eru til í kosningum áður. Víða hefir þátttaka orðið 100%. Þegar búið var að telja 100 þús. atkvæði, höfðu sósíal- istar bætt við sig 25-—30% að atkvæðamagni og aðrir flokkar 10%. Það, sem gerir kosningar þessar mikilvægari en fyrri kosn- ingar um heilan mannsaldur, er að sósíalistar þurfa ekki að bæta við sig nema 7 atkvæðum, til þess að fá hreinan meiri- hluta. Margir spá því, að sósíalistar vinni þessi sjö þingsæti og jafnvel fleiri. Sjálfir búast sósíalistar ekki við að vinna nema 5 þing- sæti, en telja vafasamt að það sjötta náist, þrátt fyrir æðisgengna kosningabaráttu sem kostað hefir margar miljónir króna. 5000 manns fellu I úrsllta- orustinni um Oviedo. Iægilegri orustu fyrir framan dómkirkj- una í Oviedo biðu asturiskir námumenn lægra hlut fyrir mára- hersveitum úr liði upp- reisnarmanna. Þarna ljetu 5 þús. námamenn lífið og fjöldi uppreisn- armanna. Stjórnin heldur því þó fram,, að Oviedo sje henni ekki algeríega glötuð. Hún segir, að hjálparhersveit, sem uppreisnarmenn höfðu sent þangað, hafi verið hrakin til baka, og að enn sje barist í borginni. Það er ekki útilokað, að fregnina megi skýra á þann hátt, FRAMH. Á SJÖTTU SÍÐU Hefir þessum kostnaði verið jafnað niður á flokksmenn, og hafa þeir orðið að borga 6 krón- ur hver í kosningasjóð. í kosningabaráttunni hafa sósíalistar reynt að draga sjer atkvæði með því, að flagga, með kosninga stefnuskrá, sem vakið hefir á sjer athygli fyrir hve lítið róttæk hún er. Hina róttækari byltdngastefnu- skrá hafa þeir falið, og kemur hún ekki, fram fyr en eftir kosningarnar. I kosningabaráttunni hefir hvað eftir annað komið til óeirða, handalögmáls og grjótkasts og mikill fjöldi kosningafunda hefir verið haldinn. Skáldjöfurinn Knut Hamsun hefir skorað á kjósendur að greiða atkvæði sín nazistanum Quisling. Norðmenn gengu síðast til kosninga í október 1933. At- kvæðamagn og þingsæti skift- ust þá þannig: At- Þing- kvæði sæti 252.422 30 20.174 1 173.560 23 213.055 24 6.858 1 500.526 69 Hægri Frjálsl. fólksfl. Bændaflokkurinn Frjálslyndi fl. Róttæki, fólksfl. Sósíalistar FRAMH. Á ÁTTUNDU SÍÐU.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.