Morgunblaðið - 20.10.1936, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 20.10.1936, Qupperneq 6
MORGUNBLAÐIÐ ÞrijSjudagur 20. okt. 1936. Starfsemi fyrir at-: vinnulausa unglinga er að heíjast. 142 anglingar gáfu sig fram. Starfsemi fyrir atvinnulausa unglinga er nú að hefjast hjer í bænum. Morgunblaðið hefir^- snúið sjer til Björns Snæbjörnssonar, en hann og Vilhjálmur S. Vil- hjálmsson skipa nefnd, sem sjer um starfsemi fyrir atvinnu- lausa unglinga. Nefnd atvinnulausra unglinga bárust umsóknir frá 142 ung- lingum. Af þeim eru 22 ung- lingar komnir yfir 18 ára ald- ur, en 120 unglingar eru á aldr- inum 14—18 ára, sem áskilinn var af nefndinni. Af umsækjendum hafa fjórir verið styrktir til búnaðarnáms á Hólum í Hjaltadal, þar af þrír til framhaldsnáms, en einn til byrjunarnáms. í vetur verður starfsemin hjer í bænum með svipuðu sniði og í fyrra, nefnilega leikfimiskensla, kensla í trjesmíðum, kensla í ís- lensku og reikningi, og svo úti- vinna. Leikfimiskenslan fer fram í húsi Jóns Þorsteinssonar og undir hans stjórn. Trjesmíða- nám fer fram í Miðbæjar- og Austurbæjarbarnaskólum, und- ir hahdleiðslú smíðakennaranna þar, og fá nemendur að eiga smí&amunina. Bóklega námið fer fram í skólastofum Vjel- skólans í húsi Stýrimannaskól- ans. Og vinnan verður væntan- lega skurðgröftur í sambandi við undirbúning nýrra íþrótta- valla hjer í bænum. Ahersla verður lögð á það, að allir þátttakendur í námi og vinnu, stundi hvrottveggja með alúð og sámviskusemi. Til greina við vínnu koma nær ein- göngu nemendur á aldrinum 16—18 ára. Kenslan mun hefjast í næstu viku. Umsækjendur eiga að mæta á fundi í kvöld kl. 8í Kau pþingssálnum. Misferlum sósíalista stungið undir stól. Sextuitur: Rammalistar, nýjustu gerðir, nýkomnir. Guðm. Ásbjðrnsson, Laugaveg 1. Sími 4700. EG4JERI CLAESSEN, hæstarjettarmálaflutningsmaður. Skrifstofa: Oddfellowhúsið, Vonarstræti 10. (IrmgangHr um austurdyr). Nýtt dllkakjöt Láfur, hjörtu svið og mör. Kjotbúðin Herðubreið. Hafnarstjr. 18. Sími 1575. PRAMHALD AF 3. SÍÐO Aðfinslur Ingólfs. Ingólfur Jónsson fór til Vest- mannaeyja á þessu sumri og sat þar í nokkra daga. Að rannsókninni lokinni ljet hann ótvírætt á sjer skilja, að ekkert væri athugavert. En kommúnistar undu þeim málalokum illa, og þeir munu hafa krafist þess, að Ingóifur gerði kæru þeirra betri skil. Ingólfur hefir sýnilega látið undan þessari kröfu, því að fyrir fáum dögum birtir Alþýðublaðið eitt heljarmikið vandlætingarbrjef frá atvinnuiixÁlaráðherra til bæj- arstjórans í Vestmannaeyjum. Við lestur brjefsins kemur það reyndar í ljós, að aðfinslurnar eru meira gerðar til að þóknast og sýnast, heldur en að þau atriði, sem um er vandað, sjeu eins víta- verð og ráðherranp vill vera láta. Aðalsakarefnin eru þrjú, og skulu þau jafnóðum tekin til at- hugunar. 1. Bæjarstjórn er vítt fyrir að hafa ekki haldið fundi eins oft og fundarsköp hennar mæla fyrir um. í Hafnarfirði gilda sömu reglur um fundahöld bæjarstjórnar sem í Vestmannaeyjum, þannig að reglulegan fund skal halda einu sinni í hálfum mánuði. En hvernig hefir þetta gengið til í Hafnarfirði? SíSan 1. júlí í sumar og fram á þenna dag hafa aðeins 2 (tveir) reglulegir fundir verið haldnir í bæjarstjórn Hafnarfjarðar. En fundasköp mæla svo fyrir, að reglulegan fund skuli halda ann- an hvern þriðjudág og átti því að halda 8 fundi á þessu tímabili. Haraldi Guðmundssyni hefir ekki fundist ástæða til að víta þetta atferli bæjarstjórnar Hafn- arfjarðar, enda eiga hjer í hlut flokksbræður ráðherrans. 2. „Lögum samkvæmt her hæj- arsjóði að greiða starfsmönnum sínum og öðrum laun öll í pening- um‘ ‘, segir ráðherrann, og er hann þá að víta bæjarstjórn Vestmanna eyja fyrir að hafa greitt slík laun með vöruávísunum. Einsdæmin eru verst, segir mál- tækið. „Gulu seðlarnir" í Hafnarfirði eru landskunnir. í mörg ár hafa laun starfsmanna kaupstaðarins, annara en bæjarstjóra sjálfs, ekki verið greidd í peningum, heldur með „gulu seðlunum“, sem hæjar- stjóri gefur út og eru ávísanir á bæjarsjóð, en fást sjaldan eða aldrei greiddar þar í peningum. Aðferðin er sú, að starfsfólkið fer með launaávísun sína til þeirra borgara, sem skulda bæjarsjóði útsvar eða annað, og á hver starfs- maður í því efni að jafnaði fastan viðskiftamann, sem svarar lionum út kaupinu á gjalddaga og greiðir síðan hæjarsjóði með „gulu seðl- unum“. Þannig gengur þetta til í Hafn- arfirði. Þetta hefir hvað eftir ann- að verið gert að blaðamáli og er alþjóð kunnugt. En Haraldi Guð- mundssyni hefir aldrgi' þótt á- stæða til að víta þetta, enda eru það flokksmenn ráðherrans sem ráða í Hafnarfirði, og þeir munu vera hinir fyrstu, sem brotið hafa lög með því að greiða ekki starfs- fólki í peningum. 3. Ráðherra vítir það, að ávís- anir bæjarsjóðs hafi eigi verið bókfærðar hjá gjaldkera við út- gáfu. Við lútgáfu „guiu seðianna" í Hafnarfirði, sem svara til vöru- ávísana þeirra í Vestmannaeyjum sem ráðherrann er að víta, hefir þess aldrei verið gætt að bóka þær hjá gjaldkera. Hvað eftir annað hafa endurskoðendur fund- ið að þessu, en flokksbróðir ráð- herrans, bæjarstjórinn í Hafnar- firði, skelt skolleyrum við. * Það er ljóst af því, sem nú hefir sagt verið, að Haraldur Guðmunds son hefir hjer gerst verkfæri í hendi kommúnista. Hann hefir látið kommúnista í Vestmannaeyj- um hafa sig til þess, að víta bæj- arstjórn Vestmannaeyja, sem skip u? er andstæðingum ráðherrans, fyrir verknað, sem samherjarhansí Hafnarfirði hafa gert sjer að reglu að þverbrjóta, en áður stungið undir stól kæru um glæpsamlega meðferð samherja sinna í stjórn ísafjarðar á fjármálum þess bæj- arf jelags. Hvert það þjóðfjelag, sem ekki getur treyst því, að æðstu valds- menn hennar skeri rjettlátlega úr málum þegnanna, er í alvarlegri hættu statt og ofurselt harðstjórn og einræði. OVIEDO Á VALDI UPPREISNARMANNA. FRAMH. AF ANNARl SfÐU. aS stjórnarliðar hafi gert gagnárás á borgina. Uppreisnarmenn halda því aftur á mótí fram, að þeir hafi borgina algerlega á sínu valdi og að hjálparhersveitirnar sem komu til liðs við uppreisnar- mennina, sem varist hafa þrjá mánuði í þorginni, hafi hrakið leifarnar af stjórnarhernum á flótta. Varð þarna eitthvert ægi- legasta blóðbað borgara- styrjaldarinnar. Uppreisnarmenn segjast hafa náð þarna miklu af hergögnum. Aranda, herforingi, sem stjórn- að hefir her uppreisnarmanna í borginni, hefir hlotið hið mesta hrós fyrir frammistöðu sína. Til marks um það, hve grimmilega hefir verið barist (segir í Lundúnafregn F.Ú.), er þess getið að liði uppreisnar- manna, sem í upphafi voru 3000 menn, sje nú ekki nema 300 eftir á lífi. Mikið af Jýrmætum lista- verkum hafa , orðið hinni lát- lausu skothríð á Oviedo, sem staðið hefir í nær þrjá mánuði að bráð. Frá hernaðarlegu sjónar- miði, hefir Oviedo mikla þýð- ingu. Þaðan er talið líklegt, að uppreisnarmenn hefji nú sókn í áttina til Gijon og Santander, og ða þeir muni nota borgina sem bækistöð sína í Asturiu- hjeraði. Jón Ásbjörnsson, verslunarmaður. Jón Ásbjörnsson verslunarmað- ur, ISijálsgötu 43 A, er sextugur í dag. Vinir Jóns hugsa blýlega tii hans og senda góðum dreng hjart- anlegar afmælisóskir. Jón er Eyr- bekkingxir að ætt og hefir alla æfi unnið með þeirri trúmensku, sem fyrir honum var hrýnd á æsku- dögunuin. Er hann tápmikill og harðger dugnaðarmaður, eins og hann á ætt til, og má með sanni segja, að hann hefir ekki hlíft sjálfum sjer, en í öllu lagt fram krafta sína í látlausu starfi. Fyrir nokkrum árum flutti Jón ásamt fjölskyldu sinni hingað til hæjarins og hefir stundað verslun- arstörf með einstakri skyldurækni, og hefir ávalt í starfi og um- gengni sýnt, að hann metur hag annara ekki minna en sinn eigin. Á síðustu árum hefír Jón átt við vanheiisu að búa, en hefir þrátt fyrir erfiðar sjúkdómslegur ekki mist kjarkinn. Margir eru þeir, sem á þessum afmælisdegi árna trvggum vini allra heiila. Vinur. NORSKU KOSNINGARNAR. FRAMH. AF ANNARI SÍÐU. At- Þing- kvæði sæti Kommúnistar 22.762 Umbótaflokkurinn 18.768 1 Kristilegi fólksfl. 10.283 1 150 Helstu foringjar flokkanna eru Hambro og Lykke (hægri), Hundseid og Aadahl (bænda- I.), Mowinckel (frjálslyndi f 1.), Nygaardsvold, Magnus Nilsson, Hornsrud ó. fl. (sosíalistar). 1 kosningunum 1930 fjekk hægri 44 þingsæti, bændaflokk- urinn 25, frjálslyndu flokkarn- ir 34 og só^íalistar 47. Allir koslir sameinaðir í eitt. Hreinsar, mýkir, gljáir. Fást í öllum litum. BúnaðarsambandHún- vetninga mótmælir nýju jarðræktar- iögunum. Frái aðalfundi sambandsins. Búuaðarsamband Ilúnavatns- sýslu hjelt aðalfund sinn að Stóru- Giljá sunnudaginn 18. okt. Mættir voru fulitrúar frá 15 búnaðarfje- lögum. Á fundinum var auk venjulegra aðalfundarmála rætt um hin nýju Jarðræktarlög. Svohljóðandi fundarálvktun var gerð: „Fundurinn lýsir megri óá- nægju sinni yfir afgreiðslu Jarð- ræktarlaganna nýju og þeim aðal- breytingum, sem í þeim felast. Telur fundurinn óhæfilegt að slík- ar breytingar sjeu gerðar að Bún- aðarsamböndum forspurðum, og- krefst þess, að næsta Búnaðarþing leiti ítrustu ráða til þess að fá lögunum breytt, einkum ákvæðum 2., 3., 7. og 17. greinar þeirra“. Tillaga þessi var samþykt með 11 atkv. gegn 2. Tveir fnlltrúar greiddu ekki at- kvæði. Formaður hú n að a rsarnb an dsin s hefir verið Jón alþm. Pálmason á Akri. Var hann endurkosinn. hefftr hlotfið g 1 bestn meðmæli Hár. Hefi altaf fyrirliggjandi hár við’ íslenskan búning. Verð við allra. hæfi. Versl. Goðafoss Laugaveg 5. Sími 3436.. Ný llfur 09 svið, Kjötfars, Súr Hvalur, Harðfiskur og Ný Tólg. Búrfell Laugaveg 48. Sími 1505. Bankabyggsmjöl fæst i

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.